Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 11. desember 1980 Handa hðrnum og unglingum Hummel barnaæf- ingagallarnir fást að sjálfsögðu í geysilegu j úrvali í Hummelbúðinni Ar- múla 38. Barnagallarnir eru úr ull og nylon og fást í stærðunum 22-36 og er þá um að ræða unglingastærð- ir í stærstu númer- unum. Þeir fást í þremur litum, rauðu, Ijósbláu og dökkbláu og kosta frá 21.500 krónum. Það þurfa allir reiðhjól í orkukreppunni, ekki síst börnin. i Tómstundahúsinu á Laugavegi 164 er geysilegt úrval af barna- þríhjólum í mörgum gerðum og af mörgum stærðum á verði f rá 22.240 krónum. Þetta er tilvalin jólagjöf fyrir börn frá þriggja ára aldri. Hummelbúðin Ármúla 38 hef ur æf ingaskó í miklu úrvali frá no. 26-46. Þeirra á meðal eru Hummel Moskvuskórnir sem kosta 22.500 krónur, Madrid skórnir sem kosta 13.900 krónur, badmintonskór á verði frá 9.300 krónum og körfuboltaskór á 21.900 krónur. Mikið úrval á verði við allra hæfi. I Tómstundahúsinu á Laugavegi 164 er hið landsfræga úrval af modelum sem setja á saman. Þar eru flugvélar, bílar, skip, skriðdrekar og fleira og fleira. Þetta eru skemmtileg leikföng fyrir stráka á öllum aldri og þroskandi fyrir þá að sitja yfir þeim og setja þau saman áður en þeir fara að leika sér að þeim. Sjáið úrvalið í Tóm- stundahúsinu með eigin augum. Á myndinni er barnabaðhandklæði með hettu sem fæst í Domus á Laugavegi 91. Handklæðið er úr frottebómull og kostar 5.800 krónur. I Domuser einnig mjög mik- ið úrval af öllum barnafötum, leikföngum og mörgu mörgu fleiru á gæðaverði. Járnbrautarlestin á myndinni fæst í Model- búðinni á Suðurlandsbraut 12 og kostar 56.890 krónur en einnig er hægt að fá við hana aukavagna sem kosta frá 3.600 krón- um. Þá eru á boðstólum í Modelbúðinni snúrustýrðir bílar eins og sá á myndinni sem kostar 10.900 krónur, dúkkan á mynd- inni kostar 7.320 krónur og byssa í hulstri með belti sem kostar 4.020 krónur. Sportvöruverslunin Sparta Ingólfsstræti 8 býður upp á bómullargalla með og án hettu i barnaj unglinga* og full- orðinsstærðum í mörgum litum. Verðið á göllunum með hettu er 19.900 krónur en hettulaus- ir kosta þeir frá 18.200 krónum. Þá eru einnig á boðstól- um háskólabolir í öllum stærðum á verði frá 6.900 krón- um. Það eru allir tilbúnir í skiðaferðina sem klæðast skíða- stretchbuxum og jökkum frá Young- ster en þessi fatnaður fæst í Sportval á Hlemm- torgi. Buxurnar kosta frá 54.300 krónum og jakkarnir frá 48 þúsund. Þetta er sérlega vandaður skíðafatnaður sem hefur náð miklum vinsældum. I Sport- val færð þú allan skíðaútbúnaðinn á einum stað. Stúlkan á myndinni klæðist vatteraðri nylonúlou sem fæst í Vinnufatabúðinni á Laugavegi 76 og Hverfisgötu 26 Úlpan er til í stærðunum 8-16, í þremur litum, Ijós- bláum, dökkbláum og dökkbrúnum og verðið er gamalt og gott eða aðeins 15.900 krónur sem er ekki mikið í dag. Vinnufatabúðin póstsendir um allt land og síminn er 15425. Mesta úrval hinna vinsælu Playmobil leik- fanga hérlendis má örugglega finna í leik- fangaversluninni Fido í Iðnaðarhúsinu við Ingólfsstræti. Þetta eru afar skemmtileg leikföng fyrir börn á aldrinum 4-12 ára og kosta frá 1.150 krónum. Á myndinni er virki með húsum í og auk þess fylgja hestar, karlar, fallbyssa og margt fleira. Stúlkan á myndinni er í niðurmjóum köflóttum buxum sem fást í Lillý á Laugavegi 62. Þær fást á 6-12 ára og kosta 18.470 krónur og peysan sem stúlkan klæðist er úr velour með stímum og kostar 11 þúsund. Pilturinn er í flauelsbuxum og köflóttri skyrtu en þetta kostar 33.350 krónur. úrvalið af barna- og unglinga- fötum allt að 14 ára aldri er mikið í Lillý.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.