Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 28

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 28
28 Fimmtudagur n. desember l98d’ VlSffi Kristallinn frá SEA Glasbruk í Kosta í Sví- þjóðer ný lína i kristal sem verslunin Tékk- Kristall á Laugavegi 15 býður nú upp á. Á myndinni er kertaljós sem er á verði frá 10,800 krónum, mánaðarmerki á 15,000 krónur og ísbjörn á jaka á 35,400 krónur. i Galleri á Lækjartorgi er sérdeild með ís- lenskar hljómplötur. Þar er boðið upp á landsins mesta úrval af íslenskum hljóm- plötum, allar íslenskar plötur sem fáanleg- ar eru. Þegar þú hef ur mesta hljómplötuúr- val landsins af íslenskum hljómplötum fyr- ir framan þig í Galleri þarftu ekki að leita annað. Verðið er frá 6,000 krónum. Irish-coffee kristalglösin úr Bæheims- kristal með 24 karata gullmynstri eru að- eins lítill hluti af því mikla glasaúrvali sem Tékk-Kristall á Laugavegi 15 hefur á boð- stólum. Á myndinni er glas á fæti sem kostar 10,000 krónur, hitt glasið kostar 8,500, Irish-coffee bolli úr postulini með undirskál frá Furstenberg á 18,500 krónur. Þá má sjá gullhúðaðar Irish-coffee og kokteilskeiðar sem eru um leið sogrör, en þær kosta 4,500 krónur. I hljóðfæraverslun Paul Bernburg á Rauðarárstíg 16 eru gítarar í miklu úrvali, kassagítarar á verði frá 25-200 þúsund krónur. Þar fást einnig raf magnsgítarar í úrvali og full búð af öðrum hljóðfærum. Nefna má orgel, skemmtara og píanó og ekki má gleyma Yamaha hljómflutningstækjunum. Það er upplagt að kaupa skrifborðið í barnaherbergið í SS Húsgagnalandi í Síðu- múla 2. Þar fæst meðal annars þetta skrif- borð á myndinni, sem er mjög nýtískulegt og skemmtilegt, á stálfótum með plastplötu og kostar 94.385 krónur. Plaststóllinn sem er með því á myndinni kostar 30. 540 krónur og borðlampinn skemmtilegi 120.750 krón- Nikon Ijósmyndavélarnar sem fást í Fokus i Lækjargötu 6 b eru á verði við allra hæf i. Sú ódýrasta kostar með linsu 248,000 krón- ur, en auk myndavélanna er í Fokus geysi- legt úrval af linsum á myndavélar og stækkara.auk alls annars fyrir Ijósmyndar- ann. Hér er eitthvað f yrir listamanninn á heimil- inu, hvort sem það er pabbi, mamma, syst- ir, bróðir, af i eða amma. Liturinn Síðumúla 15 selur þetta skemmtilega postulín og postulínslitasett og nú geta allir orðið lista- menn. Postulínshlutirnir sem á að mála kosta frá um 2.000 krónum og litasettið 14.105 krónur. Ekta kristall og messing með 24 karata gullhúð. Þaðer ekkert slor sem boðið er upp á í Versluninni Lampanum á Laugavegi 87. Þar er hægt að velja um kertastjaka, skrautlampa, Ijósakrónur, borðskraut og f leira og f leira. Og þegar maður er kominn í Lampann þá er ekki fráleitt að ætla að hugurinn beinist að einhverju öðru í því mikla úrvali raftækjavara sem verslunin hefur á boðstólum. I Rammagerðinni Hafnarstræti 19 fást ,,Árstiðarplattarnir" vinsælu frá Bing og Gröndal sem eru úr postulíni og kosta þeir nú 5,800 krónur. Þar fást einnig „dagur og nótt" plattarnir úr postulíni sem kosta 5,800 krónur einnig og úrval af postulínsvörum sem eru ávallt vinsæl jólagjöf. Mitsubishi litasjónvarpstækið sem fæst hjá Japis Brautarholti 2 er ódýrasta litasjón- varpstækið á markaðnum í dag. Gæðin eru þó ekki minni en hjá öðrum, en sem dæmi um hið hagstæða verð má nefna að 20" tæki kostar í Japis aðeins 707,500 krónur. Ljósin á myndinni eru úr Ijósum við með tauskermum og fást í Glampanum Suðurlandsbraut 6. Þar er mikið úrval Ijósa á boðstólum og ekki má gleyma Pílurúllugardínun- um vinsælu sem verslunin hefur í geysilegu úrvali. Kínversku handmáluðu vasarnir í verslun- inni Manila á Suðurlandsbraut 6 eru sérlega skemmtilegir^og glæsileg jólagjöf. Þá fást þar japönsk listaverk úr f iskibeini sem ekki er hægt að lýsa með orðum og í heildina er óhætt að segja að Manila bjóði upp á glæsi- lega og sérstaka gjafavöru á verði við allra hæf i.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.