Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 25

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 25
25 vism Fimmtudagur 11. desember 1980. „Bók er alltaf mjög góð jólagjöf" segir hún Sissa í Pennan- um Hallarmúla 2 en þar ræður hún ríkj- um í hinu mikla bókaúrvali verslun- arinnar. Þar fæst allt fyrir bókaorma á öllum aldri/ vand- inn er einungis sá að velja úr hihu mikla úrvali verslunarinn- ar. diplom Fjölskyldan getur sest niður um jólin og spilað ef einhver hennar hefur verið svo heppinn að fá f jölskyIduspiI frá Magna Laugavegi 15 i jólagjöf. Magni býður upp á um 100 tegundir af fjölskylduspilum (óar sem 2-10 geta spilað. Nefna má Vagabondo sem er frá sama fyrirtæki og Master Mind og hefur slegið í gegn að undanförnu, UNÖ sem er vinsælasta spilið í Bandaríkjunum í dag allt frá barnaheimilum til elliheimila, verðlaunaspilið Diplomacy, Risk, Back- gammon og fleira og fleira. Verðið er frá 1,400 krónum. Inniskórnir á myndinni eru úr mokkaskinni og fást í stærðunum 24-44 í Framtíðinni á Laugavegi 45. Skórnir eru úr íslensku gæru- skinni,loðnir að innan og kosta frá 8.500 krónum upp í 18.800 krónur. I JL-húsinu Hringbraut 121 er mikið úrval til af baðmottusettum í mörgum litum og gerðum. Verðið er f rá 10,800 krónum og þar fást einnig baðvogir í miklu úrvali f rá 8,000 krónum. Einnig fæst í JL-húsinu mikið úr- val af skápum, hengjum fyrir böð og fleira á baðið í úrvali. Ef hægt er að tala um tískublóm, þá er enginn vafi á því að Jucca-pálmarnir eru tískublómið um þessar mundir. Þeir fást í miklu úrvali í Blómaval við Sigtún,eru til í mörgum stærðum og kosta frá 8 þús- und krónum. Þessi planta þolir að standa við f lest skil- yrði en best fer þó um hana i mikilli birtu; hún þarf að þorna vel á milli þess sem hún er vökvuð. Skemmtileg jólagjöf. Hér er gjöf in til vina yðar erlendis eða hér- lendis. Magni á Laugavegi 15 hefur gjafa- vörur í geysilegu úrvali og á myndinni hér að ofan er smásýnishorn. Nefna má víkingaskip sem eru ósamsett og kosta 8,500 krónur, íslensku fornmannaspilin eftir Tryggva Magnússon fást nú aftur og kosta 4,500, og hin sívinsælu Muggsspil kosta 3,500 krónur. Þá má nefna mikið úrval af eftir- prentunum og kortum af islandi frá 1,300 krónum. Raftækjadeildin í JL-húsinu býður upp á mikið úrval af öllum raftækjavörum til heimilisins. Þar á meðal eru hrærivélar, ofnar, grill, straujárn og að sjálfsögðu Ijós og lampar i miklu úrvali. Bastlamparnir á myndinni eru til í miklu úrvali og verðið á þeim er frá 14,900 krónum. Strammi á óðinsgötu 1 hef ur skemmtilegar sænskar föndurvörur í miklu úrvali á boðstólum. Þá er sjálfsagt að vekja athygli á handmáluðu norsku trévörunum, nagla- myndum sem verslunin hefur í úrvali, auk margs konar hannyrðavara. í gjafavöruversluninni Nönu Fellagörðum i Breiðholti er þetta fallega handmálaða japanska postulín á boðstólum. Þetta eru margir fallegir hlutir s.s. öskubakkar, öskj- ur, vasar og kertastjakar, og þessir handr máluðu hlutir sóma sér örugglega hvar- vetna vel. I Gallerí á Lækjartorgi er boðið upp á tölu- vert úrval af eftirmyndum, en nýlega eru komnar á markaðinn fjórar nýjar eftip- myndir af verkum Jóhanns G. Jóhannsson- ar. Eftirmyndirnar eru í takmörkuðu upp- lagi, 200 eintök tölusett og uppsett og árituð af höfundi. Verðið er 45,000 krónur. Ovenju- leg og skemmtileg jólagjöf. Vampyr 6006 Electronic ryksugan frá Bræðrunum Ormsson Lágmúla 9 er eigu- legur gripur á hverju heimili. Hún er með 1000 w motor og er stillanleg á f jóra hraða. Það er létt verk fyrir húsbóndann á heimil- inu að ryksuga yf ir íbúðina með þessu verk- færi. í BYKO að Nýbýla- vegi 6 í Kópavogi eru til ósamsettir furustólar af ýms- um gerðum. Þetta eru mjög laglegir.og skemmtilegt fyrir þann sem þá eignast að setja þá saman sjálfur en verðið á þeim er frá 22 þús- undum og upp í 35 þúsund.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.