Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 11. desember 1980. VtSIR í Sjónvarpsmiðstööinni Siðumúla 2 fást AAini stereosettin á mjög hagstæðu verði. S- 65 sem er 60 vött RAAS, kostar 593.700 krónur og 532,700 krónur við staðgreiðslu og S-66 70 vött RAAS kostar 797.500 krónur og 718.700 krónur við staðgreiðslu. Þetta eru þrælvönduð og skemmtileg hljómflutningstæki á mjög góðu verði. i Fokus Lækjargötu 6b fást allar linsur á allar gerðir myndavéla. Linsurnar eru á verði við allra hæfi, frá 42,000 krónum og allt upp í 250,000 krónur og á þeim öllum er fimm ára ábyrgð. Hér eru nokkrir skemmtilegir hlutir úr messing sem eru aðeins smá sýnishorn af úrvalinu hjá íslenskum heimilisiðnaði Hafnarstræti 3 og Laufásvegi 2. Bakkinn kostar 10,900 krónur, kertastjakarnir þrír saman 22,600 krónur, vasinn 12,000 krónur og luktirnar eru til á verði frá 11,800 krón- um. Lampar teiknaðir af Paul Henningsen eru á meðal þess sem Epal Siðumúla 20 býður upp á til jólagjafa. Stærri lampinn á myndinni sem ber einkennis- stafina PH5 kostar 85,300 krónur en sá minni, PH 4/3 kostar 39,500 krónur en þetta eru tveir af miklu lampa- og Ijósaúrvali verslunarinnar. Pennastatíf ið skemmtilega á myndinni sem er fyrir tvo penna fæst í Pennanum Hallar- múla 2, Hafnarstræti 18 og Laugavegi 84. Það er mjög skemmtilegt, og klukkan sem er áföst er með skífu úr ekta steini eins og reyndar er einnig í öskubakkanum og hin- um hlutunum á myndinni. Þá má minna á hin vinsæly Lamy pennasett i Pennanum en Lamy penninn er margverðlaunaður fyrir gæði og hönnun. Fyrir alla fjölskylduna I Gevafoto Austurstræti 6 færð þú myndaal- búm í geysilegu úrvali. Stærðirnar eru allt frá því að vera pínulitlar og upþ í stærstu albúm á markaðnum og verðið er við allra hæfi eða frá 2.790 krónum. Gevafoto hefur allt fyrir Ijósmyndarann. Trévaran í islenskum heimilisiðnaði Hafnarstræti 3 og Laufásvegi 2 er meiri og f jölbreyttari en þig grunar. Hér á myndinni er smá sýnishorn, piparkvörn sem kostar 14,200 krónur, fyrir pipar og salt á 4,500 krónur stykkið, sparigrís á 17,900 krónur, og trédiskur sem kostar 51,500 krónur. Gler- diskurinn á trédisknum kostar 45,100 krón- ur. 12 manna kaffistellin hjá Domus á Lauga- vegi 91 eru ótrúlega ódýr. Þetta er postulínsstell sem kostar aðeins 29.700 krónur og þar fæst einnig 12 manna matar- stell úr postulini sem kostar 63.530 krónur. Geysigott verð,i dýrtíðinniJ búsáhalda- deildinni í Domus. Hummelbúðin múla 38 býður upp á æf ingagalla úr silki í unglinga- og full- orðinsstærðum. Gallarnir eru úr silki að utan og bómull að innan. Þeir fást í stærðun- um 36-46 og kosta 39.900 krónur. Það getur enginn kennt gallanum um slakan árangur ef hann er í Hummel æfinga- galla. Hér er tilvalin gjöf fyrir kærastann, eigin- manninn, afann, frændann eða hvaða karl- mann sem er kominn á fullorðinsaldur, en það er myndarleg ölkrús úr sérstakri tin- blöndu. Þessi krús fæst i Gull og Silfur á Laugavegi 35 og kostar 39.800 krónur. AAjög skemmti- legt drykkjarílát sem má þvo og þvo án þess að nokkuð falli á gripinn, hin sérkennilega og skemmtilega áferð heldur sér alltaf. Hér er Kenwood Chefette hrærivél með grænmetis^ og ávaxtakvörn frá Heklu á Laugaveg 170-172 Þessi myndarlega hræri- vél kostar 78.445 krónur, og Kenwood „mini" handþeytarinn sem er með vegg- festingu kostar 37.820 krónur. AAikið úrval er af allskyns raftækjavörum hjá Heklu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.