Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 23
23 vtsm Fimmtudagur 11. desember 1980. Skartgripaverslun Guðmundar Þorsteins- sonars/f Bankastræti 12 hefurá boðstólum mikið úrval af kertastjökum úr silf urpletti. Einnig sett af rósakertastjökum eins og eru á myndinni en þeir kosta frá 9.400 krónum og upp í 26.200 krónur. Þeir sem ætla að kaupa sér gervijólatré ættu að líta við í Liverpool að Laugavegi 18 a. Þar fást fimm tegundir af þessum trjám sem eru mjög falleg og eðlileg. Verðið á þeim er frá 19.440 krónum og upp í 78.900 krónur. I Liverpool á Laugavegi 18 a eru til í mikiu úrvali postulínsstyttur, hundruð tegunda má segja. Stytturnar eru af öllum möguleg- um stærðum og gerðum og verðið er frá rúmlega 1100 krónum og allt upp í tæplega 60 þúsund krónur. Hér eru tvær góðar myndavélar frá Olympus. Þetta eru OM-10 og OM-2, hvort- tveggja myndavélar sem gera næstum ómögulegt að teknar séu slæmar myndir. Þær fást auðvitað í Gevafoto Austurstræti 6. OM-10 kostar 234.510 krónur en OM-2 kostar 369.330 krónur. Og með þeim báðum fylgja linsur og töskur og fylgilinsur. Á myndinni hér að ofan er Britannica Atlas sem kostar 39.500 krónur, smásjá sem kost- ar 34 þúsund krónur, orðabækur sem kosta 19.360 krónur og kisubókastoðir sem kosta báðar 22.000 krónur. Þetta fæst allt í Bókaversluninni Veda að Hamraborg 5 í Kópavogi, og þar er fjöl- breytt úrval af margvíslegum vörum á boð- stólum. Má nefna bækur, ritföng, gjafavör- ur og mikið úrval af leikföngum. Það er örugglega hægt að fá jólagjöfina í Bóka- búðinni Vedu. „Kosta Polar” kertastjakinn frá Kosta Boda Bankastræti 10 er ekta klingjandi kristall eins og hann gerist fallegastur. Þessi eigulegi gripur verður hvarvetna heimilisprýði en hann kostar 51.000 krónur. Ákaflega skemmtileg gjafavara. Bílútvarpið á myndinni er Pioneer KE-5300 og fæst að sjálfsögðu í Hljómdeild Karna- bæjar á Laugavegi 66. Það er með FM( stereo, mið-og langbylgjuog möguleiki er á fimm minnum á hverri bylgju. Tækið er 2x8 sinuswött og kostar 369,000 krónur með magnara. Annars eru bílaútvörpin í Karna- bæ á Laugavegi 66 á verði f rá 174,000 krón- Kanadísku leðurkuldastígvélin með hrá- gúmmísóla fást í fjórum gerðum í skó- versluninni Alma á Laugavegi 46 og i Mið- bæjarmarkaönum. Þau eru loðfóðruð og kosta frá 44,750 krónum. Jólagjafir sem verma fætur í vetrarkuldunum. Bolex súper 8 kvikmyndatökuvélin með hijóði fæst í Gevafoto Austurstræti 6. Þessi vandaða vél er með hljóði, linsu 7,5-60 mm, macro, timer, fade og öllu öðru sem ein kvikmyndatökuvél getur haft. Verðið er fyrir þennan kjörgrip er 621.500 krónur, og hún er virði hverrar einustu þeirra. um. Brynja á Laugavegi 29 býður upp á arinsett og aringrindur i mörgum gerðum, en þetta er ensk gæðaf ramleiðsla á hagstæðu verði. Einnig er í Brynju fjölbreytt úrval af borvélum og hefilbekkjum sem eru tilvald- ar gjafir fyrir hvaða karlmann sem er. Úrvalið af straufríu borðdúkunum í última, Kjörgarði er meira en þig grunar, og eru þeir fáanlegir í ýmsum gerðum og stærð- um. Sá á myndinni kostar 29.680 krónur og einnig má benda á baðmottusett og hand- klæði sem Últíma hefur í úrvali. I Blómabarnum á Hlemmtorgi er hægt að kaupa allar jólaskreytingar, allt til að skreyta bæði jólatréð og heimilið. Þar fást einnig þessir skemmtilegu aðventukransar sem fást í mörgum gerðum bæði til að hengja upp og til að setja á borð og verðið er frá 13,700 krónum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.