Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 8
Gabriel leikföngin bandarísku eru ný á markaðnum hérlendis en hafa náð miklum vinsældum í heimalandi sínu. Þetta eru, mjög skemmtileg þroskaleikföng f yrir börn sem Vörumarkaðurinn Ármúla 1 a býður upp á fyrir börn allt frá fæðingu. Verðið á þessum skemmtilegu leikföngum er frá 1500 krónum og upp í 28,600 krónur, mjög gott verð. Krakkarnir þurf a ekki að vera að stelast í plötuspilarann hjá pabba og mömmu ef þeir eiga plötuspilara frá Fisher Price. Þeir fást hjá Liverpool á Laugavegi 18 a og kosta 25.900 krónur. Með þeim f ylgja f imm plötur með 10 lögum, og allt sem gera þarf er að trekkja plötuspilarann upp áður en platan er sett á fóninn. Mesta úrval leik- fanga á Norðurlöndum er í Liverpool. Plötuspilarinn og bíllinn á myndinni eru tveir góðir f rá Fisher Price, en þau leikföng er Leikhúsið á Laugavegi 1 með í landsins mesta úrvali. Með plötuspilaranum fylgja fimm plötur með 10 lögum, og bíllinn sem gengur undir nafninu „Könnuðurinn" eða „ Explorer" er sérlega sterkur og skemmti- legur bíll sem kostar 39,800 krónur. I leik- húsinu er geysilegt úrval leikfanga fyrir börn á öllum aldri. Verslunin póstsendir um allt land og síminn er 14744. i Liverpool á Laugaveg 18 a er mesta úr- val leikfanga á Norðurlöndum og þar á meðal er þessi kvikmyndasýningarvél sem er á myndinni. Hún kostar 11.450 krónur, og með henni fylgja tvær filmur. Auk þess er hægt að kaupa f ilmur til að sýna í vélinni og kosta þær 5,070 krónur. Fimmtudagur U. desember X980. VISIR Þetta er „Töfra- teiknibrettið" sem fæst í Liverpool á Laugaveg I8a. Með þessu leikfangi gerist sá sem á því heldur listamaður og teiknar listaverk- ið á skerminn með því að hreyfa fram og aftur tvö hand- föng á hliðum teiknibrettisins. Skemmtilegt leik- fang fyrir börn og unglinga sem kostar 6,080 krónur í Liver- pool þar sem mesta leikfangaúrval Norðurlanda er að finna. 3>>~ I versluninni Mömmusál að Hamraborg 7 í Kópavogi er mjög mikið úrval til af kjólum, skokkum, pilsum og blússum á stúlkur frá 6 mán- aða gömlum og allt upp í 6 ára. Á myndinni hér til hliðar er pils og blússa úr bómull og kostar settið 19.900 krónur. Að ofan er kjóll og skokkury einnig úr bómull og kostar 18.900. Úrval þessara vara er mjög mikið sem fyrr sagði og óhætt að segja að þarna sé hægt að klæða litlu stúlkurnar í jólaföt- in. Vatteraður skíða- galli eins og sá á myndinni fæst í Sport Laugavegi 13 og er til á börn og unglinga. Hann er samsettur af jakka og smekkbuxum í dökkbláum lit og kostar 26,580 krónur. I Sport fæst einnig allur annar skíðaút- búnaður auk skíð- anna að sjálfsögðu. Danski Steffens útigallinn til vinstri á myndinni kostar 39.700 krónur og fæst í versluninni Móðurást Hamra- borg 7 í Kópavogi. Þar fæst einnig ítalski Marba úti- gallinn sem er til hægri á myndinni og kostar hann 28.800 krónur. I verslun- inni Móðurást er mikið úrval af úti- göllum á nýfædd börn og allt upp í 6 ára. Þar fást einnig húfur eins og þær á myndinni, þær eru norskar og kosta frá 8.200 krónum og eru til í miklu úrvali. i Liverpool ao Laugavegí 18 a er geysilegt úrval barnaleikfanga. Nefna má spyrnu- bíla, fótstigna bíla, reiðhjól, dúkkukerrur og vagna af mörgum stærðum, snjósleða, hjólbörur, dúkkurúm, dúkkuleikgrindur, dúkkuvöggur og áfram mætti telja lengi, lengi. Leikfangaúrvalið á tveimur hæðum Liverpool er hið mesta á Norðurlöndum. Það eru hvorki fleiri eða færri en 10 gerðir bílabrauta sem Liverpool Laugavegi 18a hefur á boðstólum. Nefna má Scalextric, Polistil, TCR, Matchbox, Majorette og Aurora en verðið á þessum vinsælu leik- föngum er frá 15.300 krónum. „Við höfum mesta leikfangaúrval á Norðurlöndum" segja þeir í Liverpool, og með tilliti til úrvalsins af bílabrautunum er það örugglega rétt. Nú þekkist það varla lengur að rogast með skíðaskóna sína í fanginu þegar farið er á skíði. I versluninni Útilif í Glæsibæ fást nú hinar myndarlegustu töskur sem eru bein- línis framleiddar með það fyrir augum að geyma í þeim skiðaskóna. Hér á myndinni er skíðaskótaska f rá Look sem kostar 10.500 krónur og hinar tvær eru frá Nordica og kosta 11.500 krónur. Þær verða svo sannarlega öfundsverðar stúlkurnar sem fá Lundby brúðuhús í jóla- gjöf. Þau fást í Liverpool á Laugaveg 18 a og það er hægt að byrja smátt en byggja síðan við. Húsin eru með raf lögnum og hægt er að kaupa f jöldann allan af húsgögnum í húsin, meðal annars lampa og Ijós sem stinga má í samband, eldavél, eldhúsinn- réttingar og reyndar öll húsgögn sem eru í venjulegum íbúðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.