Vísir - 12.12.1980, Síða 2

Vísir - 12.12.1980, Síða 2
2 i Heyrnleysingjaskólan- um. Hvað finnst þér um fréttir á táknmáli i sjón- varpinu? Sunna Daviðsdóttir nemi: Mér finnst þær góðar. Sigurlin Margrét Sigurðardóttir, nemi: Mér finnst þetta miklu betra en áður, nú getur maður allavega lylgst með fréttum. Elsa Björg Stefánsdóttir, nemi: Mér finnst mjög gott aö vera búin að fá fréttir á táknmáli. Nú vant- ar bara að fá texta inn á myndina, þegar fréttirnar eru lesnar. Steinunn Þorvaldsdóttir, nemi: Þaðer ágætt, þetta er alveg nauð- synlegt fyrir okkur. Þórey Torfadóttir, kennari: Ég held aö nú fylgist þau betur með og hafi not fyrir fréttirnar, sem á eftir koma. Þetta er mikil fram- för. „Eins 09 ao mæta ilia lesin til nrófs” segfr Brynhildur Biarnadóltlr Ijósmóðir á Húsavlk. keppandi í „Velstu svarið”? „Mér líður svona svipað og ég hafi komið illa lesin tii prófs, þeg- ar cg bíð eftir spurningunum i stúdióinu. Annars er ég alveg undrandihvað þetta hefur gengið vel, og ekki síður á þeirri athygli sem þetta hefur vakið. Mér hafa meira að segja borist skeyti, hvað þá annað!” sagði Brynhildur Bjarnadóttir ljósmóðir á Ilúsa- vik, sú hin sama og hefur farið með sigur af hólmi i útvarpsþætt- inum „Veistu svarið?”. Brynhildur er dóttir Bjarna Gunnlaugssonar frá Geitafelli i Reykjahverfi og Aðalbjargar Bjarnadóttur. Aðalbjörg var Vestur-lslendingur, sem kom hingað til lands fyrst 1930 sem blaðamaður. Ari siðar kom hún i annað sinn, og þá alkomin. Brynhildur fæddist i Reykjavik og ólst þar upp til 4 ára aldurs. Þá fluttist hún ásamt íoreldrum sin- um að Hvoli i Aðaldal, þar sem stofnað hafði verið nýbýli. Um mánaðarmót septem- ber-október fyrir tæpum 25 árum útskrifaðist Brynhildur frá Ljós- mæðraskólanum i Reykjavik og hóf aö þvi loknu störf. „Fyrsta árið mitt i starfi fæddu konurnar heima, og það er gaman að hugsa um þetta eftir á. Ég var nýkomin úr skólanum upp i sveit þegar ég fór mina fyrstu ljós- móðurferð. Gerð voru boð fyrir mig að kvöldi, og þá geisaði stór- hriðarverður, Pabbi minn fylgdi mér i næstu sveit á hestum og sið- asta spölinn fór ég á bil. Það tók Brynhiidur Bjarnadóttir ljósmóðir á Húsavik okkur klukkustund að fara sið- asta spölinn sem venjulega er um 5 minútna keyrsla. Barniö fæddist svo morguninn eftir og allt fór þetta vel. Ég var heppin meö lækna á fyrstu árunum, annars hefði vist orðið litið úr manni. Raunar hef ég veriðafskaplega heppin i minu starfi”. En Brynhildur hefur gert fleira en aðtaka á móti börnum, sem nú eru orðin 4—500. Hún starfaði um tima við sjúkraskýli austur á Egilsstöðum, vann við ellihjúkr- un á Sólvangi i Hafnarfirði og um tima við heimilshjálpina i Reykjavik. „Þaö var mjög lærdómsrikur timi, sem ég hefði ekki viljað missa af”, sagöi Bryn- hildur. „Nú svo fór ég eitt sumar til sjós á humarbát. Þar var ég bæði háseti og kokkur. Mér féll þetta alveg prýðilega og satt að segja hefur mig oft langaö til að fara aftur. Drengurinn minn fór á sjóinn um ieið og hann komst i kynni við hann og hefur starfað þar siðan”. Þvi má bæta hér við að Brynhildur er tveggja barna- móðir, „.. og börnin min eru min- ir bestu vinir” segir hún. Þegar talið barst aftur aö ljós- móðurstarfinu, sagði Brynhildur að það hefði breyst svo á þeim ár- um sem hún hefði gegnt þvi, að þeirri breytingu yröi ekki lýst i fáum orðum. „Framfarir hafa orðið geysilegar á þessum árum með tilkomu nýrra tækja, bygg- inga, aukinni mæðravernd og fleiru. Aðstæðurnar eru allt aðr- ar. Áður voru ljósmæður á vakt- inni nótt og dag, en þaö heyrir til undantekninga nú”. „Hver eru helstu áhugamál þin?” „Min áhugamál eru bækur og ferðalög. Þá hlusta ég mikið á góða tónlist". „Þú hefur þá verið vel i stakk búin til að fara i spurninga- keppni”. „Ég veit það nú ekki. Hins veg- ar er alltaf gaman að reyna eitt- hvað nýtt og kynnast nýju fólki”, sagði Brynhildur. —JSS Þiggur Karpov boö Ein- ars? Kemur Karpov? Einar S. Einarsson fyrrverandi forseti Skák- sambandsins scgir i Tim- anuin i gær að 'hann hafi hitt Karpov að máli á Möltu og hefði heims- meistarinn ekki talið ólik- legt að hann kæmist til að tefla á Rcykjavikurskák- móti árið 1982. Segir Einar, aö vonandi hafi núvcrandi stjórn Skáksambandsins áhuga á að halda áfram þessu boði „þótt fyrri stjórn hafi lagt að þvi grunn- inn". JakoD með blað í L.A. Jakob Magnússyni tón- listarmanni er margt til lista lagt. Nú er hann orö- inn ritstjóri að nýju blaði i Kaliforniu sem Gustur heitir. Blaðið er gefið út af Íslensk-Ameriska félag- inu i Los Angelcs og er á ensku. Fyrsta tölublaðið kom út fyrir nokkrum vikum og flytur ýmsar fréttir frá islandi og svo af islendingum i Kali- forniu. Þar er ineðal ann- ars greinf frá sýningu á óðali Feðranna i Los Angeles og sýningum sem þar voru á leikriti Jónas- ar Jónassonar, Glerhús- inu. Gjaldkeri blaðsins er Sigurjón Sighvatsson og i ritnefnd þeir Valdimar Hrafnsson, Sveinn Þórð- arson og Vilhjálmur Egilsson. Viðtal vlð afmællsbarnlð Þegar Elli gamli varð 100 ára var blaðamaöur sendur til aö taka viðtai við þann gainla. Eftir að hafa rætt utn liðna tima spuröi þlaðasnápur og leit i kringum sig: — Segöu mér, hver litur eftir þcr? •— Litur cftir inér, át sá gamli upp. Þaö gerir eng- inn nema ég sjálfur. Ég er nefnilcga foreldralríus. útvarpið og bóndinn Fyrrvcrandi formenn útvarpsráðs ræddu um ráðið fyrr og nú og komu viðar viö I útvarpsþætti sem Arni Gunnarsson stjórnaöi og fluttur var i fyrrakvöld. Ágætur þátt- ur og fróðlegur. Benedikt Gröndal læddi að gamansögu um bónda sem kom að máli við út- varpsmenn og vildi fá að lesa upp ljóö eftir sig i út- varpið. Var það auðsótt inál og las bóndinn visur sinar inn á band. Þcgar hann var að kveðja vék hann sér að útvarps- manni og spurði: — Og hvað á ég svo að borga? Þetta er ágætur brand- ari, en þess virði að hug- leiða svolitiö nánar. Margir sækja það fast aö koma hinu og þessu efni á framfæri i útvarpinu og fá greitt allsæmilega fyr- ir það scm tekiö er til flutuings. Kannski væri ckki svo vitlaust að snúa þessu við og rukka inn smávægilegt gjald fyrir sumt af þessu efni. Alla vega væri ekki galiö að hafa sama hátt á og hjá dagblöðunum, en þar tiðkast ekki að greiða fyr- ir greinarskrif sem blöðin hafa ekki beðið um. Fyrir nú utan að einstaka efni sem hevrist i útvarpi ætti ekki að scnda út nema gegn okurgjaldi. • Suss. suss, ekkl hafa hátt Margir hafa haft á orði að þeim þyki þaö undar- legt aö öðrum blööum en Visi þyki það ekki frétt þegar sendihcrra islcnska rikisins gerir sig sekan um afglöp á borö við þau sem Hannes Jóns- son hcfur orðið uppvis aö. Jafnvel þótt Ólafur Jóhannesson utanrikis- ráðherra hafi staðfest fréttir Vísis. þegja hin blöðin. En kannski er þetta ekki svo undarlegt þegar litið er nánar á málið. Timinn getur ckki hreyft sig jafnvel þótt ólafur sé búinn að opna sig, þvi Hannes er lika Fram- sóknarmaður. Þjóð- viljinnn hefði einhvern tiinann smjattað á þessu máli en nú er það stjórn- arsamstarfið sem ræður um hvað er skrifað. Aiþýðublaðið hefur auð- vitaö ekki áhuga á málinu þar sem Hannes er ekki Alþýðubandaiagsmaður og Mogginn lætur scm liann sofi eins og fyrri daginn. A Dagblaðið tek- ur ekki að minnast. Loksins eftir andlátið komst Lennon i leiðara Lennon f lelðara Þá er John Lennon all- ur og hefur hans veríð minnst meö söknuði um allan heim. Það er ánægjulegt að sjá leiðara um þennan látna tónlistarmann bæði í Vísi Sæmundur Guðvinsson blaðamaður skrifar og Morgunhlaðinu. Leið- arahöfundar dagblað- anna eru oftast svo upp- teknir af vandamálum þjóðfélagsins að litiö ann- að kemst aö. Það vekur þvi verðskuldaða athygli þcgar brugöið er út af venjunni og forystugrcin- ar fjalla um mann sem aldrei hefur verið við islensk stjórnmál kennd- ur né heldur verið þjóð- höfðingi i útlöndum. Sem gaitiall aðdáandi Presleys er ég hins vegar svolitið afbrýðissamur þvi Elvis minn fékk cng- an leiðara svo ég muni, þegar liann dó. Sérréttindi dipiémata Þjóðviljinn heldur áfram að býsnast yfir þe i m sérréttindum erlendra diplómata að mega aka vfir konur og brjóta lög á annan hátt án þess aö lenda i arrestinu. Fréttir um svona mál eru þó engin ný bóla, sið- ur en svo. Það er ckki svo ýkja langt siöan aö sovéskir dipiómatar komust i fréttirnar fyrir að aka kófdrukknir um götur borgarinnar og óku bæði utan i aðra bila og hús ef ég man rétt. En lik- lega hafa þau atvik fariö frainhjá þeim Þjóðvilja- mönnum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.