Vísir - 12.12.1980, Blaðsíða 32

Vísir - 12.12.1980, Blaðsíða 32
vssnt Föstudagur 12. des. 1980. síminner 86611 Veðurspá dagsins Gert er ráö fyrir stormi á Suö- vesturmiöum, Vestfjaröamiö- um og suöausturmiðum. Yfir noröur Grænlandi er 1020 mb hæð en 975 mb lægö 600 km suövestur af landinu á hægri hreyfingu aust-norð-austur. Hiti breytist litiö. Veöurhorfur næsta sólarhring. Suöurland: Austan stinnings- kaldi en stormur undir Eyja- fjöllum, rigning eöa slydda. Faxafiói og Breiöafjörður: Hvöss austan átt á miöunum en viðast hægari til landsins, viðast litils háttar slydda eöa rigning ööru hvoru. Vestfirðir: Allhvöss eöa hvöss norðaustanátt til landsins, en stormur á miöum. Dálitil snjókoma en mjög úrkomulit- iö á sunnanveröum Vestfjörð- um. Strandir og Norðurland vestra: Noröaustan hvass- viðri og éljagangur á miöum og annesjum en smáél og kaldi i innsveitum. Norðurland eystra: Austan kaldi eöa stinningskaldi til landsins en allhvasst á mið- um, él. Austurland aö Glettingi: Aust- an kaldi og él. Austfirðir: Austan kaldi eða stinningskaldi og dálitil slydda. Suðausturland: Austan storm- ur vestan til en allhvass aust- an til, slydda eöa rigning. Veðrið hér og har Veörið kl. 6 i morgun: Akureyri skafrenningur 1, Helsinki þokumóöa -=-6, Osló þoka -=-6, Reykjavik súld 3, Stokkhólmur snjókoma 0, Þórshöfn skýjaö 9. Vcðrið kl. 18 i gær: Aþenaléttskýjað9, Berlinsúld 6, Chicago snjóél +7, Feneyj- arþokumóöa 0, Frankfurtsúld 4, Nuukalskýjað -4-2, London skýjaö 10, Luxemborg rigning 1, Las Palmasmistur 17, New Yorksúld 2, Mallorka skýjað 8, Montreal léttskýjað -f7, Parisalskýjaö 5, Malagaskýj- aö 14, Vin skýjaö 7, Winnipeg alskýjað -fl7. „Skýrslan í sam- ræml vlð mln orð” - segir Friðjön Þörðarson dómsmálaráðherra um niðurstöður Danmerkurierðar ittgfræðings Gervasoni „Ég hef lesið skýrslu Ragn- ars, en ekki ummæli hans i blöð- um, og mér sýnist skýrslan vera mjög i samræmi við þaö, sem ég hef haldið fram um þessi mál”, sagöi Friðjón Þórðarson, dóms- málaráðherra, isamtali við Visi i morgun, en eins og fram kem- ur, hefur hann fengið skýrslu frá Ragnari Aðalsteinssyni, lög- fræðingi Gervasoni, sem fór til Danmerkur til þess að athuga möguleika á skilrikjum fyrir umbjóöanda sinn. „Ég hef alltaf sagt, að það er ekki hægt aö fá beinar og harðar yfirlýsingar frá dönskum stjórnvöldum. Þau taka vin- samlega i þetta, en eins og frjáls þjóð, þá meta Danir auðvitað þessi mál sjálfir. Hvorki ég né annar getur fengiö yfirlýsingu i svona málum langt fram i tim- ann”,sagðiFriðjón Þórðarson. AS Gunnar Þorvaröarson, eftirlitsmaður og umboðsmaður Dolby á is- landi, vinnur hér viö formagnarann I nýju Polby-hljóöburöarkerfinu, sem tekið verður i notkun i Laugarásbióiá morgun meö frumsýningu söngvamyndarinnar „Xanadu” með Oliviu Newton-John. Nánar verð- ur fjallað um þá mynd f kvikmyndaþætti VIsis á morgun. Visismynd: GVA Sprengtng I hreppsnefnd Hveragerðis vegna ábyrgðar á 27 mllllóna króna láni lll grillstaðar: Viidu láta reka sveitarstjórann Mikil óánægja hefur verið manna á meðal í Hveragerði og i hreppsnefnd Hveragerðis með þá ákvörðun sveitastjórans aö láta hreppinn ganga i ábyrgð fyrir stóru láni, sem aö mati hrepps- nefndar var ekki nægilegt veð fyrir. Er óánægjan svo mikil, að nokkrir hreppsnefndarmanna vilja að sveitarstjórinn viki úr starfi. Lánið, sem hér um ræðir, er upp á 27 milljónir króna og er til að reisa grilí-stað í Hveragerði. Samþykkti hreppsnefnd á sinum tima, að hreppurinn gengi i ábyrgð fyuir-þessu láni,svo fram- arlega sem tryggt fasteignaveð væri fyrir hendi. Styrinn stendur um það að hreppsnefnd telur fast- eignarveðið alls ekki nógu< tryggt. Lántakendur eru sex einstakl- ingar og er veðið i fasteignum þeirra, tveimur einbýlishúsum og þremur ibúðum. En þrjár þess- ara ibúða voru ekki þinglesnar eignir þessara aðila; þegar lán- takan fór fram. Mál þetta var siðast rætt á hreppsnefndaríundi i Hverageröi i gærkvöldi. Ekki var tekin nein ákvörðun um það.hvort visa ætti sveitarstjóranum úr starfi, en ákveðið að visa málinu til sýslu- manns. —ATA Stðövaö viö aö líma auglýsingar á veggi Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar er fólki óleyfilegt að lima upp hvers konar auglýsingu eða annað bréfsefni á almanna- færi, án leyfis viðkomandi ráða- manna. 1 nótt var fólk stöðvað af lögreglu við þá iðju sina við að lima auglýsingu um útifund á veggi og hús i borginni. Fólkið var i tveimur bilum er lögreglan stöðvaði það, annar var staddur i Siðumúlanum en hinn billinn var á leið út á Granda. Aö sögn lögreglu berast oft kæru vegna slikra uppliminga og þvi er nauðsynlegt að koma i veg fyrirslikt. Fólk þetta viðurkenndi strax að hafa ekki leyfi viökom- andi umráðamanna og hætti þeg- ar, eftir að lögreglan hafði kynnt þvi málið. —AS. Loki Það var forvitnilegt að hlusta á frétt útvarpsins I gær um Gervasoni-málið. Það mátti greinilega heyra, hversu óljúft sumum mönnum var að viður- kenna þá staðreynd, að auö- vitað hafði dómsmálaráð- herra rétt fyrir sér allan tlm- ann um viðtökur þær, sem Gervasoni fær, þegar hann kemur aftur til Danmerkur. Sumir eiga bágt! Tomas Arnason um efnahagsaðgerðirnar: „HÖLDUM OKKUR ENH VH) NKIURTRLNIN6UNK" „Við höldum okkur enn við niðurtalningar- stefnuna, enda erum við þeirrar skoðunar, að svona mikil verð- bólga verði ekki slegin niður i einu höggi, — það yrði ákaflega erfitt að framkvæma algera verðstöðvun við þessar aðstæður”. Þetta sagði Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, þegar blaða- maður Visis spurði hann i morg- un um þær ráðstafanir i efna- hagsmálum, sem undanfarið hafa verið til umræðu innan rikisstjórnarinnar. Tómas vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um gang mála, en sagðist telja það mjög mikil- vægt, að ákvarðanir lægju fyrir i þessum mánuði. „Við höfum ekki séð neitt ljós i þessum viðræðum ennþá og ef engin breyting verður á þvi fyrir jólin, get ég ekki imyndað mér, að stjórnin lifi meira en mánuð af næsta ári”, sagði ann- ar þingmaður Framsóknar- flokksins I samtali við blaða- mann. Hann sagðist þess fullviss, að verðstöðvunarhugmyndir Al- þýðubandalagsins myndu ekki bera tilætlaðan árangur, enda væri gert ráð fyrir, að rikisstjórnin veitti undanþágur frá henni, sem þá yrðu bættar i launum. „Ég vil lika minna á, að verð- stöðvun hefur verið i gildi að nafninu til árum saman og allir þekkja árangurinn af henni”, sagði þingmaðurinn. —P.M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.