Vísir - 12.12.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 12.12.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Föstudagur 12. desember 1980. I ertsdóttir. Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. Otlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbiörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stelánsson. Oreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúli 14, simi 84411 7 linur. Auglýsingarog skrifstofur: Siðumula 8, slmar 8óól 1 og 87260. Afgreiösla: Stakkholti 2—4, simi 86611. Askriftargjald kr. 7.000 á mánuði innanlands og verö i lausasölu 350 krónur eintak-. iö. Visir er prentaður i Blaðaprenti hf.(Siöumúla 14. Steíngrímur og síldarsaian utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davlö Guömundsson. Ritstjórar: ðlafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Friða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Kristin Þor- steinsdóttlr, Páll Magnússon. Svelnn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttlr. Blaöamaöur á Akureyri: Gisll Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Slamundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elín Ell- Fersksíldarsala islensku sildarskipanna á viðkvæmum markaössvæöum okkar fyrir saltsild var mikiö frumhlaup. Sjávarútvegsráöherra haföi ekki kjark til aö grípa þar i taumana nógu snemma, og vill nú kenna öörum um. Síldveiðar er sá þáttur búskap- ar okkar Islendinga, sem hvað auðveldlegast setur hugi lands- manna úr jafnvægi. Þegar síldin gefst, virðist ýmislegt sem að henni snýr brenglast meira og minna og skynsamleg yfirvegun er úr sögunni. Þeir sem stjórna málum, virð- ast ekki síður truflast en hinir, sem í veiðum og vinnslu standa. Sigling með ísaða síld og sala hennar i Danmörku og Þýska- landi, ásamt öllum málatilbúnaði íþvi sambandi, bera þess merki. í upphafi gerði Hafrann- . sóknarstof nun tillögu um að leyft hámark síldveiða skyldi vera 45 þúsund tonn. Veiðileyfum og sildarsölu var hagað í samræmi við það. Síldarútvegsnefnd gerði fyrirfram samninga um sölu saltsíldar til ýmissa landa, þar á meðal Danmerkur, Svíþjóðar og Þýskalands. Sæmilega tókst til um þá samninga, en erfiðara reyndist að selja frysta síld og voru engir umtalsverðir sölu- samningar gerðir um hana. Ein afleiðing skipakaupa- stefnu, eða réttara sagt stefnu- leysis valdhafa undanfarinna áratuga er að til er í landinu a11- álitlegur floti nótaveiðiskipa, sem lítil verkefni hefur, einkum eftir að mönnum varð Ijóst að loðnustofninn er ekki ótæmandi uppspretta. Útgerðarmenn þessa flota kröfðust síldveiðileyfa, eftir að 45 þúsund tonnunum hafði verið skipt á önnur skip. Sjávarútvegs- ráðherra gaf strax út leyfi þeim til handa, til veiða á 5 þúsund tonnum til viðbótar. Það var upp- haf ógæfunnar. Það var nefni- lega ekki til markaður fyrir þessa viðbót, og þess vegna lítil ástæða til fyrir ráðherrann að hætta á ofveiði stofnsins, sem Jakob Jakobsson fiskifræðingur taldi yfirvofandi. Snjallir menn meðal útgerðar- manna fundu ráð við markaðs- tregðunni. Það var ekki annað en að sigla með sildina ferska og selja Dönum hana fyrir morð fjár, 6-16 krónur danskar kílóið að því er þeir sögðu. Síldarút- vegsnefnd taldi sig reyndar vita betur en að þetta verð fengist og varaði við þessari söluaðferð á þeirri forsendu að lágt markaðs- verð á síldinni gæfi saltendum í Danmörku möguleika á að bjóða saltsíld í sama gæðaflokki og héðan kemur, á lægra verði en hún hafði samið um. útgerðarmenn vildu sigla og ráðherrann gaf þeim sitt leyf i til þess, en kom þó til móts við sjónarmið síldarútvegsnefndar aðþví marki að láta þess getið að siglingar yrðu tafarlaust stöðvaðar ef verðið færi niður- fyrir 5 kr. danskar hvert kíló. Það er tæpast hægt að segja að verðið hafi nokkurn tíma komist upp. í 5 krónur. Saltsíldarkaup- endur okkar í Danmörku og Sví- þjóð urðu æf ir, en Steingrim Her- mannsson þraut kjark til að standa við orð sín og stöðva siglingarnar. Hann bað útgerðar- menn að hætta, þeir neituðu, síð- an leitaði hann stuðnings Síldar- útvegsnefndar, en hún vildi ekki taka málið á sig, hann bar einn ábyrgðina og átti að stöðva þessa vitleysu sjálfur, en hann brást. Viku seinna voru þó allir aðrir sammála um að nóg væri komið. Ef til vill má segja að SÚN hefði átt að biðja um stöðvun þegar til hennar var leitað, en af- staða hennar er skiljanleg. í upp- hafi réði hún frá að hefja siglingarnar og ráðherrann vissi hennar afstöðu. Að auki má ætla að hún hafi ekki viljað taka á sig það ámæli, fyrir ráðherrann, sem upp hlaut að koma, þegar skipin sem voru á veiðum kæmu að landi fullhlaðin, og ekkert væri hægtaðgera við af lann ann- að en bræða hann. Ráðherrann gaf út siglinga- leyfin af undanlátssemi við út- gerðarmenn, og hann verður að taka ámælinu sjálfur. Það er ekki stórmannlegt af honum að reyna að velta ábyrgðinni á aðra, eins og hann hefur gert í viðtali við Vísi. Afleiðingunum tekur þjóðin. Skpiidopöskommaskopiirei Undarleg sérstaða Alþýöu bandalagsins i islenzkum stjórn málum veröur æ skýrari og áþreifanlegri. Ýmsir framá neðcmmals | Eiöur Guönason, alþing- | ismaöur fjallar hér um . Alþýðubandalagiö, efna- ’ hagsmálastefnu þess og I forystu. Hann segir meö- | al annars: „Viö sem köll- I um kommúnista kommúnista, höfum ■ stundum fengið aö heyra | það frá Alþýðubanda- | lagsmönnum, að þar í f lokki séu engir kommún- istar... Staðreyndin er sú, ■ að þaö hefur aldrei verið I Ijósara en einmitt nú, að | kommúnistar stjórna l Alþýðubandalaginu." l“ TTJTJZ “ “ menn þar i flokki, hafa nú seint og um síðir komizt að þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að efnahagsmálastefna Alþýðu- bandalagsins sé i rauninni utan við alla efnahagslega hugsun. Það þarf óneitanlega töluvert hugrekki á þeim bæ, til að segja sannleikann um Lúðvi'skuna, sem andstæðingum Alþýðu- bandalagsins hefur lengi verið ljós. En það er ekki aðeins að stefna Alþýðubandalagsins i efnahagsmálum sé öll á skjön viðskynsamlegahugsun, heldur hafa nú og þau tiðindi gerzt að á landsfundi Alþýöubandalagsins, risu einstaklingar upp og and- mæltu stefnu fiokksins i stór- iðjumálum og aö þvi er varðar fyrirhugaðar framkvæmdir við oliugeyma i Helguvik. Rödd skynseminnar. Það er vissulega merkileg ný- lunda að gagnrýnisraddir skuli heyrastút af landsfundi Alþýðu- bandalagsins, (sem var vendi- lega lokaður fréttamönnum, mestan part). Enginn þarf að vera hissa þótt fulltrúi Njarðvikinga skyldi lýsa stuðningi við flutning á oliu- geymum Varnarliösins frá vatnsbólum Suðumesjamanna. Það hefur veriö baráttumál Njarðvikinga og Keflvikinga ár- um saman, —en þaö skilur hins vegar ekki Alþýöubandalagið. Ennþá merkilegri nýlunda af þessum dæmalausa fundi, er það, að Hrafnkell A. Jónsson, Austfiröingur, skyldi þar tala tæpitunguiaust um það aö tram- leiðslustefnan (sem er enn eitt nafnið á Lúðviskunni) væri i raun réttri ekkert annað en hrein rányrkja, ekki aðeins til lands, heldur og ekki siður til sjávar. Kjami þessarar stefnu Alþýðubandalagsins er áá, að framleiða meiri landbúnaðar- vörur og veiða meiri fisk, þá verði meira til skiptanna fyrir alla landsmenn. (Auðvitað skiptir þá Alþýðubandalags- menn i þessu sambandi ekki minnsta máli, hve mikla veiði fiskistofnarnir þola, hvort hægt er að selja fiskinn fyrir viðun- andi verð á erlendum mörkuð um eöa hversu nærri landinu er óhætt að ganga með gegndar lausri heit og dilkakjötsfram- leiöslu og auðvitað skiptir i þessu sambandi enn minna máli i augum efnahagssérfræðinga Alþýðubanda lagsins hvort þjóðin getur torgað framieiðsl- unni eða hvort hægt er að selja hana erlendis fyrir viðunandi verð). Framleiðslustefnuna boða Alþýðubandalagsmenn i landbúnaði, á sama ti'ma og bændur og bændasamtök eru seint og um siöir að gera ráð- stafanir til að sporna gegn sifelldri framleiðsluaukningu sem að þeirra mati, er andstæð hagsmunum bænda og þeirra sem lifa af landbúnaði. Auðvitað er það hárrétt hjá Hrafnkeli Jónssyni að það er rányrkjustefna sem Alþýðu- bandalagið fylgir i þessu tilliti. Það er sömuleiöis rétt hjá hon- um, og þvi' hafa velflestir nú gert sér grein fyrir, að við verð- um nú þegar að snúa okkur að nýtingu orkunnar i fallvötnum og byggja á henni stóriðju. Þar eigum við hvergi að vera hræddir en fara þó með fyllstu gát. Rik ástæða er til að ætla, að stuðningsyfirlýsing Hrafnkels Jónssonar, við stóriðju og aukn- ar virkjanir, hafi átt stuðning fleiri manna á landsfundi Alþýðubandalagsins. Einhverra hluta vegna sá Svavar .Gests- son, nýkjörinn formaður Alþýðubandalagsins, ástæðu til að þritaka það i' viðtali við fréttamann Sjónvarps að lokn um landsfundi, að Hrafnkell Jónsson hefði verið aleinn um þessa skoðun á landsfundi flokksins. Þegar kommúnistar þritaka sama hlutinn og full- yrða að sannleikur sé, er vissu- lega ástæða til að efast. Kommúniskir kerfiskallar. Að loknum landsfundi Alþýðubandalagsins er ástæða til að hugleiða þá forystubreyt- ingu sem þar hefur orðið. Fyrr- verandi og núverandi ritstjórar Þjóðviljans, gegna þar nú for- mennsku og varaformennsku. Báðum er það sameiginlegt, að hafa stundaö háskólanám að loknu stúdentsprófi en horfið siöan til starfa fyrir flokk og hugsjón. Báðir hafa hlotið skól- un og þjálfun á námskeiðum erlendra kommúnistaflokka i teóriu og áróöurstækni, þeir hafa sem sé báðir prófskirteini sem kommúniskir kerfiskallar. Oneitanlega er það merkileg til- viljun að i sömu vikunni og tveir háskólaborgarar veljast til for- ystu i Alþýðubandalaginu, flokki öreiga og þjóðfrelsis, þá skuli tveir háskólaborgarar úr Verzlunarmannafélagi Reykja- vikur taka við stjórnartaumum i Alþýðusambandi Islands, einnig fyrir atbeina Alþýðu- bandalagsins, og með dyggum stuðningi Sjálfstæðisflokksins. Við sem köllum kommúnista kommúnista, höfum stundum fengið að heyra það frá Alþýöu- bandalagsmönnum, aö þar i flokki séu hreint engir kommúnistar, — Stundum er helzt á þeim að skilja að það séu engir kommúnistar til á tslandi. Staðreyndin er sú, aö það hefur aldrei verið ljósara en einmitt nú, að kommúnistar ráða og stjórna Alþýðubandalaginu. Það þarf enginn að velkjast i vafa um það lengur. Þjóðvilja- klilcan, sem svo hefur verið köll- uð, sófakommarnir með hvitu flibbana, ráða nú lögum og lof- um i þeim flokki, hvaö sem Guð- mundur J. ogaðrir forystumenn úr verkalýðshreyfingunni segja. Auðvitað er það hárrétt, sem Kjartan Olafssonritstjóri segir i leiðara Þjóðviljans aö loknum landsfundi: „Skrifborðssósfalista mun okkur aldrei skorta, og ekki skal amast við þeim...” Þetta eru vissulega orð að sönnu, nú þeg- ar skrifborðs- og stofukomm- arnir hafa tekið völdin i Alþýðu- bandalaginu. Þar munu þeir væntanlega uppskera svo sem til er sáð. Eiður Guðnason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.