Vísir - 12.12.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 12.12.1980, Blaðsíða 31
Föstudagur 12. desember 1980. 31 i • i l • . VISIR „Þarna keniur þó einn, sern er raunverulega rauöur”. JðLAGETRAUN VlSIS 5. HLUTI Þessi fallegu föt er til dæmis hægt að fá i önnur verölaun i Jóla- getraun Vísis. Visismynd:GVA Heimilisfang Sveitarfélag Jólagetraun Vísis: GETRAUNIN HÁLFNUÐ Með myndinni i dag er Jóla- getraun Visis liálfnuð. Jóla- sveinninn er nú staddur á norð- lægum breiddargráðum og fararskjóti lians að þessu sinni er ekki mjög þægilegur. Það er engu likara en að Jóla- sveinninn sakni á þessari stundu hreindýranna, sem enn cru i verkfalli. t morgun slitnaði upp úr sainningaviðræðum og eru litlar likur á þvi að verkfall- ið leysist fyrir jól. Enn er aðal- lega strögglað um helgidaga- álagið. Enn minnum við á glæsileg verðlaun i Jólagetraun Visis. Glæsilegt stereó útvarps-og kassettutæki af gerðinni JVC frá FACO er i fyrstu verðlaun. i tækið.sem er svokallað „mikró- tæki", eru innbyggðir tveir hátalarar og tveir hljóðnemar. Tækið kostar um 320 þúsund krónur út úr búð. önnur verð- laun eru fataúttekt i FACO fyrir 75 þúsund krónur, og siðan eru tiu islenskar plötur að eigin vali frá hljómdeild FACO, hver að verðmæti 12.900 krónur. Jólasveinninn er staddur i: A)| | Kanada B)Q] Finnlandi C) Q Svíþjóð Nafn ..................................... Salami-aðlerðln og borgaraflokkarnir Fastmótaðar starfsaðferðir kommúnista við valdatöku hafa komist i alfræðibækur undir heitinu „salami tactics”. The Fontana Dictionary of Modern Thought skýrir svo frá: „Salami tactics. Tækni þar sem einn aðili i samsteypu- stjórn verður einráður með því að eyðileggja samstarfsflokk- ana lið fyrirlið, sérstaklega eins ogaðferðinni var beitt i Austur- Evrópu upp úr 1945. Nafngiftin á rætur að rekja til opinskárrar lýsingar Mátvás Rákosi, leið- toga kom múnistaflokks Ung- verjalands á þvi hvernig meiri- hluti smábændaflokksins og sósialdemókrata var hver eftir annan knúinn til að sneiða fyrst af sér hægri arminn og siðan miðjumenn, þangað til einungis voru eftir nánir samstarfsmenn kommúnista”. Þeir samstarfsmenn komm- únista sem nú eru í rikisstjórn, og hafa auk þess nokkra sögu i þvi efni, ættu kannski aö gera sér meira far um að lesa al- fræðibækur en raun ber vitni um. Þeir gengju þá ekki eins bláeygirtil samstarfsins og þeir hafa gert, eða stunduðu ekki ihugun um „sögulegar sættir”, sem undirbúnar hafa verið ár- um saman með linnulaus- um yfirlýsingum um að hægri menn væru ekki annaðen flokkur fifla. Borgara- flokkarnir hafa i raun verið snciddir niður eins og salami- pylsa og hefur sú niöur- sneiðsla miðað að þvi að hrinda mönnum i þessum flokkum vegna þess að svo hefur verið á- litið að ekki væri hægt að mynda stjórn með kommúnistum með þá i valdastöðum i flokkunum. Þessar salami-sneiðar borgara- flokkanna liggja nú út um allt, og má raunar lita svo á með fullum rétti, að þeir lillu hægri tilburðir, sem enn eru eftir i Sjálfstæðisflokknum hafi valdið þvi, að Gunnar Thoroddsen hafi verið beittur salami-aðferðinni við myndun núverandi rikis- stjórnar. Þannig göngum við fram i stjórnmálum undir að- ferðum kommúnista, sem eru svo Ijósar að þær hafa verið orð- teknar i alfræðibækur. Ekki þarf að orðlengja það, að salami-aðferðin heppnaðist með öllu i Austur-Evrópu. Þar var nóg til af bláeygum framsókn- armönnum, sem féllust á að beita pylsuhnifnum á eigin flokksmenn, ef þeir voru eitt- hvað að æmta. Og þessum blá- eygu framsóknarmönnum er enn veifað i Búlgariu, a.m.k. þegar broddar islenskra Fram- sóknarflokksins eru þar i heim- sókn til að læra upp á samstarf- ið hér heima. Enginn flokkur á islandi hefur verið eins fús til að gangast undir „salami tactics” kommúnista og einmitt Fram- sóknarflokkurinn, enda má nú sjá hroðinn völlinn, þar scm ólafur Jóhannesson stendur einn eftir, eins og Skarphéðinn i brennunni, og glottir við tönn. Tilraunin til að kljúfa Sjálf- stæðisflokkinn með salami-að- gerð á Gunnari Thoroddsen er alvcg augljos, enda er Gunnars- liðið nú notað af kommúnistum til að strekkja fram á móti Geirs-arminum, sem var þó til i „sögulegar sættir" með Morgunblaðið i broddi fylkingar fyrir nokkrum mánuðum. Þá er eftirtektarvert að siðan Bjarni heitinn Benediktsson var á dög- um, liefur i raun aldrei heyrst orð um kommúnista i Morgun- blaðinu, nema þegar hægt er að bera einhverja útlenda menn fvrir skoðununum. Væntanlega er það gert til að þurfa ekki aö lenda i beinum útistöðum. Morgunblaðið er þvi daglega þrjátiu og tvær salami-sneiðar. Það er raunar á valdi Fram- sóknarflokksins nú að snúa frá villu sins vegar og ljúka yfir- standandi stjórnarsamstarfi. Við tslendingar þurfum ekki að vera tilraunadýr á pylsuskurð- arborði kommúnista, og betra er að fá utanþingsstjórnir nokkrum sinnum, en sæta þvi i framtiöinni að fá þann ófögnuð og glundroða yfir sig, sem „salami tactics" kommúnista leiða af sér. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.