Vísir - 12.12.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 12.12.1980, Blaðsíða 22
22 t * * * # V> f'f í'östudagur 12. desember 1980. Hradar Erfidur mótíeikari 1 átta ár hefur leikkonan Tippi Hedren verið i stöðugu basli með mótleikara sinn i kvik- myndinni „Roar”, en þessi erf- iði félagi er fillinn Timbo. Fillinn hefur beyglað bila starfsfólksins, étið 250 spólur af filmum, valdið bruna i kvik- myndaverinu, og slasað Tippi oftar en einu sinni svo illa, að hún hefur orðið að leggjast inn á spitala. „Hann er svo óútreikn- anlegur, að það er ómögulegt að segja til um upp á hverju hann tekur næst”, segir leikkonan. Hún og maður hennar, fram- leiðandinn Noel Marshall, hafa unnið aö gerð myndarinnar sið- astliðin átta ár og hafa eytt um 15 milljónum dollara i fyrirtæk- ið, en myndin er tekin á búgarði þeirra i Kaliforniu. Timpo hefur hvað eftir annað tafið gerð myndarinnar með uppátækjum sinum, enda hafði hann ekki verið lengi á* búgarðinum er hann sýndi hvers hann var megnugur. Hann byrjaði á þvi að rifa upp stærðar grjóthnullung og þeyta honum i gegnum framrúðuna á fjölskyldubilnum. Siðan fann hann upp aðra aðferð til að skemma nærstadda bila, — hann settist á þá . „Þetta hefur reynst okkur dýrt spaug”, segir Tippi en við verðum að umbera hann þar til töku myndarinnar er lokið”. Nýlega þegar Tippi var að skriða á baki filsins, i einu atriði myndarinnar, gerði hann sér litið fyrir, vafði ranánum um fætur hennar og kastaði henni i jörðina með þeim afleiðingum að hún varð að liggja i mánuð á spitala. Og svo þegar hann komst i filmusafnið og át 250 spólur varð að taka öll þau at- riði upp á nýtt. skiptingar Maðurinn, sem er með Britt Ekland á með- fylgjandi mynd heitir Jimmy Van Patten og er 24 ára gamall einkavin- ur leikkonunnar. Britt/ sem er 38 ára/ losaði sig við kærasta sinn, sem verið hefur undanfarn- ar vikur rokkarinn Philip Lewis, til að geta tekið upp aftur vinskap við Van Patten, en þau munu hafa verið saman fyrir nokkrum mánuð- um. Annars ganga þessi mál svo hratt fyrir sig hjá Ekland, að fyrir meðalmann er ómögu- Tippi á baki Timbo, augnabliki áður en ffllinn vafði rananum um fætur leikkonunnar og stórslasaði hana. Leikkonan Tippi Hedren lá mánuð á spitala. legt að fylgjast með Frumraun Dian Parkinson heitir stjórnandi bandaríska sjónvarpsþáttarins „ Price is Right" og þyk- ir hún vera hiö mesta augnayndi fyrir sakir yndisþokka og fagurs limaburðar, enda nýtur hún vinsælda í samræmi við það. Nú hefur hún á- kveðið að timi sé til kominn að hasla sér völl i kvikmyndum og hefur hún nú fengið gestahlut- verk i sjónvarpsmynd- inni „Vegas$" en með aðalhlutverkið i mynda- flokknum fer Robert Urich.... Endurfundir Fjölskylda Dean Martin hefur ekki komið saman i tiu ár, eða allt frá þvi hann skildi við konu sina Jeanne, þar til nú fyrir skömmu aö slektið tók sig saman og hittist á veitingastað i Los Angeles. Tilefnið var þaö, að sonurinn Ricci varð 27 ára gamall, og fór af- mælisveislan hið besta fram. Aö sögn kunnugra fór vel á með Dean og fyrri konu hans og það svo að menn fóru að gera þvi skóna að þau tækju saman á ný. Það mun hins vegar ekki vera selt dýrara en það var keypt, enda fátt sem bendir til að gamla manninum hafi leiðst lifið að undanförnu. Fjölskylda Dean Martin hittist eftir 10 ára aöskilnað: F.v. Sonurinn Dean Paul, Dean, Jeanne, ónafngreind stúlka, dótt- irin Gina, afmælisbarnið Ricci og vinur Ginu, rokkstjarnan Carl VVilson úr hljómsvejtinni The Beach Boys. fólkid Undanfarin ár hefur safnað- arráð Bústaðasóknar haldið fundi með cldra fólkinu i sókn- inni einu sinni i viku, þar sem fólkið hittist, rabbar saman og tekur i spil. i tilefni jólanna er svo haldinn sérstakur hátiöar- fundur með jólakaffi, skemmti- atriðum og jólaglaðningi. Ljós- myndari Visis, Gunnar V. Andrésson, leit inn á jóla- skemmtun eldra fólksins á mið- vikudaginn sl. og tók þar með- fylgjandi myndir. Kabbað saman yfir rjúkandi kakói og jólakökum. Jóla- kaffi fyrir eldra

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.