Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 9
Allt er í heiminum hverfult Laugardagur 13. desember 1980 Mál Gervasoni er enn á dag- skrá. Forsætisráðherra lýsir yfir þvi að Friðjón Þórðarson hafi haldið á þvi máli af mann- úðlegri festu. Erfitt er að fallast á þá fullyrðingu. Varla getur það talist i anda mannúðar að visa veglausum manninum úr landi, og ekki ber það vott um mikla festu að taka fyrst hik- andi ákvörðun en hörfa sfðan undan með fresti á frest ofan. Ég hef haft samúð með Gervasoni og talið það saklaust þótt hann fengi landvistarleyfi. tsland á ekki að verða allsherj- arhæli fyri liðlaupa, en við höf- um hingað til haft mannúð til að skjóta skjólshúsi yfir þurfal- ' inga. Góðum málstað klúðr- að Það er rétt sem haft er eftir Ragnari Aðalsteinssyni i Visi nú i vikunni, að málið er orðið þáttur i „einhverri pólitiskri baráttu”. Hann gleymir hins- vegar að geta þess, að stærstu sökina í þeirri þróun eiga þeir, sem hvað ákafast hafa gengið fram fyrir skjöldu Gervasoni til stuðnings. Guðrún Helgadóttir stillir rik- isstjorninni upp að vegg með pólitisku offorsi, anarkistar ráðast inn i islenska sendiráðið i Paris, og herstöðvarandstæð- ingar leggja dómsmálaráöuneyt- ið undir sig. Allt eru þetta að- gerðir af politiskum toga spunn- ar, og sist til þess fallnar að skapa hagstætt almenningsálit i þágu þess málstaðar sem Ragn- ar hefur gert að sinum. 1 rauninni má segja að þessi upphlaup, hótanir og litilsvirð- ing i garð dómsmálaráðherra hafi gert Friðjóni ókleift að hverfafrá fyrriafstöðu.Meðþvi væri hann að gefast upp fyrir aðgerðum sem virða hvorki lög né réttmæt stjómvöld. Mál Gervasoni hefði mátt reka i nafni mannúðar og mann- réttinda, en enn einu sinni hefur hávaðasömum og leiðinlegum minnihlutahópi tekist aö for- klúðra góðum málstað með öfg- um og ofstopa. Enn einu sinni hefur það sannast að þeir sem hæst tala um mannréttindi, frið og um- burðarlyndi hver i annars garð, eru ávallt fyrstir til að vanvirða réttinn og friðinn. Friðar- og hlutleysis- samtök Váleg tiðindi hafa að undan- förnu borist um liðsflutninga Sovétmanna að pólsku landa- mærunum. Skýringar Sovét- manna og lepprikja þeirra eru þær, að þetta herútkall sé til þess að vernda sósialismann i Póllandi. Hér á tslandi gefa samtök herstöðvaandstæðinga sig út sem málsvara friðar og hlut- leysis. Ekki er þó að heyra, að þessi friðar- og hlutleysissam- tök hafi haft tiltakanlegar áhyggjur af hernaðarumsvifum Sovétmanna austur þar. Það skyldi þó ekki vera að sósíal- isminn stæði hjarta þeirra nær en blessaður friðurinn, rétt eins og slagorðið „ísland úr Nato, herinn burt” reyndist „vinum” Gervasoni hjartfólgið i stigum dómsmálaráðuneytisins? Álverið og Alþýðu- bandalagið Umræðuþátturinn á þriðju- dagskvöldið í sjónvarpinu var ekki sérlega uppbyggilegur. Iðnaðarráðherra átti i vök að verjast, ekki eingöngu vegna viðmælenda sinna, sem báðir voru full tillitssamir, einkum þó Benedikt Gröndal, sem gerði misheppnaða tilraun til að fara bil beggja. Fyrir vikið varð hann utangátta. Nei, það var ekki aðgangs- harka viðmælendanna sem vafðist fyrir Hjörleifi Guttorms- syni, heldur hans eigin ummæli um álverið og afstaða Alþýðu- bandalagsins til stóriðjumála. Ekki er vist að nokkur stjórn- málamaður hafi talað jafn illa af sér eins og Hjörleifur i sam- bandi við álverið, og var hann þó að segja hug sinn allan og flokksins um leið. Með einni setningu hefur iðnaðarráðherra komið almenningi i skilning um það, að stefna Alþýðubanda- lagsins er sú að leggja stóriðj- una niður. Meirihlutaeign íslend- inga Þvi skal ekki mótmælt að raf- orkuverðiðtil Álverksmiðjunnar þótti á sínum tima og þykir enn fulllágt. A því eru hins vegar margar skýringar og langur vegur frá þvi, að Búrfellsvirkj- un og samningurinn við Alu- suisse hafi verið of dýru veröi keyptur. Ennþá síður er gagn- rýni á það raforkuverð næg ástæða til að hafna samningum við erlenda aðila um alla fram- tiö af þeim S(8tum. Alþýðu- bandalagiö skirskotar sifellt til þessa raforkuverðs, en grund- valldarafstaða flokksins er þó sú, að hvað sem öllum raforku- samningum liði, megi undir engum kringumstæðum4semja við erlenda aðila nema Islend- ingar eigi meirihluta i þeim verksmiðjum eða fyrirtækjum sem sett verði á fót i tengslum við stórvirkjanir. Þessi stefna varð ofan á varðandi Járn- blendisverksmiðjuna. Siðustu fréttir eru þær að taprekstur verksmiðjunnar á þessu ári nemi á þriðja milljarð króna og verði um fimm milljarðar á næsta ári. Einangrun og minni- máttarkennd Afstaða Alþýðubandalagsins er meginskýringin á þeirri stað- reynd, að litil sem engin hreyt- ing hefur verið i orkumálum undanfarin tvö ár. Afstaða Al- þýðubandalagsins byggist á ein- strengingslegri þjóðernisstefnu, sem einkennúst af sjálfsbirg- ingshætti og rembingi gagnvart útlendingum. Auðvitað eigum við Islending- ar að standa sem mest á eigin fótum efnahagslega og atvinnu- lega, en það er eins og hver önn- ur bábilja að halda þeirri stefnu á lofti að örfáar erlendar verk- smiðjur stofni sjálfstæöi okkar i hættu. Sú stefna felur i sér ein- angrun og minnimáttarkennd oghræðsluum eigin getu. Aftur- haldstrú, eins og sú, sem Hjör- leifur Guttormsson er málsvari fyrir, getur haft örlagarik áhrif fyrir islenska framtið, ef aftur- haldið situr i öndvegi og þvælist fyrir. Tilefnislausar hrak- spár Allir stjórnmálaflokkar eru sammála um að stærsta verk- efni næstu ára sé nýting orku- auölinda og þar má reyndar engan tima missa. íslendingar geta tryggt rétt sinn og sjálf- stæði gagnvart erlendum fyrir- ritstjórnar pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrifar tækjum með margvislegum hætti. Sllk fyrirtæki verða að hlita íslenskri dómssögu og lög- um, geta oröið okkar eign að vissum tima liðnum, greitt skatta og skyldur og undir öllum kringumstæðum höfum við ráð þeirra i' hendi okkar með yfir- ráðum okkar yfir raforkuverun- um og orkudreifingunni. Ein af hrakspám Alþýðu- bandalagsins á sinum tfma gagnvart álverinu var að með samningnum við það yröi Island láglaunasvæöi. Allt hefur það tal reynst íilefnislaust, enda er núsvokomiðaðlaun þeirra sem við álverið vinna og k jör að öðru leyti eru talin með þeim bestu sem hér þekkjast, enda mun rikisstjórnin finna fyrir þvi á næstunni, þegar hún þarf að semja um kaup og kjör við starfsmenn hjá rikisverksmiðj- um, sem njóta eiga sambæri- legra kjara og starfsmenn ál- versins. ,,Total stopp” Forsætisráðherra bar sig karlmannlega þegar fréttastofa útvarpsins spurðist fyrir um efnahagsaðgerðir. Ekki vissi ráðherrann um neinn ágreining og taldi rikisstjórnina alla vera eindregið þeirrar skoðunar að ástandið væri svo alvarlegt að til einhverra aðgerða þyrfti að gripa. Að visu mætti snúa út úr þessum ummælum ráðherrans og minna á, að hann sjálfur hef- ur oftar en einu sinni tekið fram, að veröbólgan væri á niðurleið, en látum það liggja milli hluta. Hitt kemur engum á óvart þótt ráðherrarnir séu sammáia um að aðgerða sé þörf. En hverra? Það er stóra spurningin. Marg- vislegar sögusagnir berast úr stjórnarherbúðunum hvað I vændum sé. Tómas Arnason hefur sett fram sinar hugmynd- ir um niðurtalningu, eitt dag- blaðanna birtir frétt um þaö að Alþýðubandaalgið vilji „total stopp”, hvað sem það nú þýöir. Enn er þess getið að alvarlega sérættum niðurfærsluleið og nú erekki lengurspurt hvort geng- ið verði fellt um áramótin, held- ur hversu mikið. Af þessum umræðum öllum verður aðeins dregin ein álykt,- un. Hún er sú, að rikisstjórnin hefur enga hugmynd, enga stefnu, enga vitneskju um það, til hvaða ráða hún muni gripa. Þó eru aðeins 11 dagar til jóla, rúm vika til þinghlés. Hafa þó allir verið sammála um það, og margitrekað af rikisstjórninni, að samfara gjaldmiöilsbreyt- ingunni um áramót yrðu aö fylgja róttækar og almennar ráðstafanir i efnahagsmálum. Getur einhver haldið þvi fram að þetta ástand beri vott um traust stjómarfar? Verkfall bankamanna Eftir allt það þóf sem staöið hefuryfirikjaramálum á árinu, áttu menn sist von á þvi, að al- varlegasta vinnustöðvunin yrði i bönkunum. Einhver hefði haldið, að bankastarfsmenn væru ekki verst setti launahóp- urinn i landinu, með sinn þrett- ánda mánuð. Sannleikurinn mun þó vera sá, að venjulegt bankafólk, jafnt sem afgreiðslu- og skrifstofufólk i verslunar- störfum er afar illa launað. Kröfur þessa hóps voru þó ekki þess valdandi að bankarnir voru lokaðir nú i vikunni og verkfallið dróst á langinn. Þar réð meiru einbeitni banka- manna til aö fá fram leiörétt- ingu á þeirri 3% skerðingu, sem rakin verður til Ólafslaga. Er það ekki i fyrsta skipti sem sú !■■!■■■■■ löggjöf verður að ásteytingar- steini. Eðlilegt er að bankamenn láti reyna á verkfallsrétt sinn ef og þegar þeir telja sig mæta óbil- girni og lokuðum dyrum. Hitt er þeim eflaust ljóst að kjarabarátta um örfáar krónur til eða frá hefur harla takmark- aðan tilgang við núverandi aö- stæður. Aðalfundur fulltrúa- ráðsins A mánudaginn hélt fulltrúa- ráð sjálfstæðismanna aðalfund sinn, sóttu hann rúmlega 500 manns. Ekki ber það vott um deyfð i flokksstarfi, þótt ekki megi á milli sjá hvor kosturinn er verri, deyfð eða innbyrðis deilur. Einhvernveginn má þó draga þá ályktun af fundar- sókninni og stjórnarkjöri, að sjálfstæðismenn séu að ná átt- um og vilji hrinda af höndum sér þeim sundurlyndisöflum, sem alltof miklu hafa ráðiö um nokkra hrið. Guðmundur H. Garðarsson var kjörinn formaður einróma. Er það mik'ð traust sem honum þannig hlotnast. Guðmundur er eindreginn stjórnarandstæðing- uren hann hefur mikla reynslu i félagsmálum og góð tengsl inn I hina ýmsu arma flokksins. Þaö reynist honum vonandi drjúgt, þvi ekki veitir af i þvi ábyrgðar- starfi sem formennska i full- trúaráðinu er. Fulltrúaráðið i Reykjavik mun gegna lykilhlut- verki i þeirri endurreisn sem framundan er i Sjálfstæöis- flokknum. Þröngsýnin blindar sýn Dauði John Lennons er mikil harmafregn. Hann var hvorki þjóðarleiðtogi eða striðshetja. Samt var hann leiðtogi og hetja á sinn hátt. Með tónlist sinni og lifsstfl hafði hann meiri áhrif á heila kynslóð en margir stjórn- málaskörungar, og hetjuskapur hans var ekki fólginn i ofbeldi og fifldirfsku, heldur i einlægum friðarvilja, boðskap sátta og bræðralags. Annað er eftirtektarvert i sambandi við viðbrögð manna vegna dauöa þessa bitils. Allir keppast við að fara um hann viðurkenningaroröum, lofa þá þróun sem bitlamir hrundu af stað og vegsama þau áhrif sem John Lennon og félagar hafa haft á samfélagiö. Þó er enn i fersku minni sú hneykslan og fordæming sem eldri kynslóðin sýndi nýjum sið og siðu hári bitlakynslóðarinnar. Þannig geta viðhorfin breyst á stuttum tima. Vani og þröngsýni blindar okkur oft sýn og það sem stork- ar siðgæðismati okkar i dag, getur verið viðurkenndur og sjálfsagður hlutur á morgun. Þetta mættum við hafa i huga i þeim umræðum sem nú standa um fransmanninn Gervasoni. Ellert B. Schram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.