Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 10

Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 10
10 Nauðungaruppboð sem auglýst var T 86., 91. og 96. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1979 á lóö sunnan Hvaleyrarholts, Hafnarfirði, þingi. eign Félags áhugamanna um fiska- og sædýrasafn fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs, Hauks Jónssonar, hrl., Jóns Ólafssonar, hrl., Guöjóns Steingrlmssonar, hrl., og Sveins H. Valdimarssonar, hrl., á eigninni sjálfri mánudaginn 15. desember 1980 kl. 11.00. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem augiýst var I 100., 103. og 108. tölublaöi Lögbirtinga- blaösins 1979 á hvalaiaug sædýrasafnsins á Hvaieyrar- holti, Hafnarfirði, þingl. eign Félags áhugamanna um fiska- og sædýrasafn fer fram eftir kröfu ólafs Ragnars- sonar, hrl., og Vilhjálms Vilhjálmssonar, hdl., á eigninni sjálfri mánudaginn 15. desember 1980 kl. 11.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og siðasta uppboð á sælgætissöluskúr I Sædýrasafn- inu v/Hvaleyrarholt, Hafnarfirði, þingl. eign Félags áhugamanna um fiska-og sædýrasafn, fer fram á eigninni mánudaginn 15. desember 1980 kl. 13.00. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var 130., 33. og 35. tölublaöi Lögbirtingablaðs- ins 1979 á eigninni Breiðvangi 10, 3.h.t.v., Hafnarfiröi, þingl. eign Þórunnar S. Glsladóttur fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 16. desember 1980 kl. 14.00. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 86., 91. og 96. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1979 á eigninni Miövangi 14, l.h.t.v., Hafnarfirði, þingl. eign Kjartans Einarssonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs og Guðjóns Steingrímssonar, hrl., á eigninni sjálfri þriðjudaginn 16. desember 1980 kl. 15.00. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 39., 41. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1980 á eigninni Vesturbraut 3, Hafnarfirði, þingi. eign Jóns Ingvars Haraldssonar og Guðrúnar Kristjánsdóttur fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka tslands hf., og Hrafn- kels Ásgeirssonar, hrl., á eigninni sjálfri miðvikudaginn 17. desember 1980 kl. 15.00. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annaö og siðasta á eigninni Glaumbæ i Óttarsstaðalandi, Hafnarfirði, þingl. eign Einars Rafns Stefánssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 17. desember 1980 kl. 13.00. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 100., 103. og 108. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1979 á eigninni Noröurbraut 29, kjallari, Hafnar- firöi, þingl. eign Jónasar A. Simonarsonar fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs og Hafnarfjaröarbæjar á eign- inni sjálfri miðvikudaginn 17. desember 1980 kl. 13.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var 149., 53. og 56. tölublaði Lögbirtingabiaðs- ins 1980 á eigninni Noröurbraut 19, jarðhæð, Hafnarfirði, þingl. eign Bjarna Ingvarssonar fer fram eftir kröfu Guð- jóns Steingrimssonar, hrl., á eigninni sjálfri miðvikudag- inn 17. desember 1980 kl. 14.30. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði Nauðungaruppboð sem auglýst var I 34., 36. og 40. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1980 á eigninni Tjarnarflöt 4, Garöakaupstað, þingl. eign Sverris Haligrlmssonar, fer fram eftir kröfu Garða- kaupstaðar og Innheimtu rlkissjóðs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 16. desember 1980 kl. 13.30. Bæjarfógetinn I Garðakaupstað Nauðungaruppboð sem auglýst var I 101., 103. og 106. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1977 á eigninni Gimli v/Alftanesveg, Garðakaup- stað, þingl. eign Guðmundar Einarssonar fer fram eftir kröfu Innheimtu rlkissjóös á eigninni sjálfri þriöjudaginn 16. desember 1980 kl. 16.30. Bæjarfógetinn I Garðakaupstað Nauðungaruppboð sem auglýst var 134., 36. og 40. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1980 á eigninni Lyngás 2, Garðakaupstaö, þingl. eign Asgeirs Long fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri miövikudaginn 17. desember 1980 ki. 15.30. Bæjarfógetinn I Garðakaupstað. VÍSIR Laugardagur 13. desember 1980 Stúdentarnir leika dauðanum! Sá sigrar i leiknum sem ,,lifir af” Ymsir mun væntanlega eftir kvikmyndinni Quintet, sem sýnd var i Nýja biói fyrir nokkrum mánuðum en i henni lýsti leikstjórinn Robert Alt- man framtiðarsýn sinni: þjóðfélaginu hefði hnignað svo, að helsta dægrastytting, og raunar sú eina, var að spila Quintet, það spiluðu fimm manns i einu og var sá sigurvegari sem gengið hafði af öllum hinum dauðum. Svo svart er ástandið ekki orðið enn, en engu að siður eru bandariskir háskólastúdentar, sem löngum hafa dellukenndir verið, nú helteknir af svipuðum leik sem nefnist Morðingi. Sá er eini munurinn að stúdentarnir hafa ekki gengið svo langt að drepa hverjir aðra i raun og veru, heldur skjóta þeir með tappabyssum og stinga með plasthnifum. Markmiðið er einfalt... í stuttu máli gengur leikurinn þannig: Á sérstakri skrifstofu sem hefur umsjómmeð leiknum láta menn skrá sig til leiks. Fimm eða sex stúdentar eru saman i liði, en það er ekki sam- hent lið. Þess er gætt, að nýlið- inn þekki ekki félaga sina i hópnum, i staðinn fær hann spjald með ýmsum persónuleg- um upplýsingum um viðkom- andi svo og ljósmyndir af þeim. Svipað spjald útfyllir hann sjálfur og afhendir ljósmynd. Það er látið ganga til hinna meölimanna. Og svo hefst leik- urinn... Markmiðið er einfalt. Rétt eins og i Quintet stendur sá uppi, sigurvegari, sem myrt hefur alla hina eða alla vega stendur uppi lifandi i lokin. Eftir að einum þátttakanda hefur tekist að laumast svo nálægt öðrum, að hann kémur á hann skoti úr tappabyssunni, telst sá siöarnefndi dauður og verður að gera svo vel að afhenda sérstakt spjald, enn eitt sem hann fékk stofnuninni og gaf til kynna að hann væri lifandi. Nú telst hann dauður og er úr leik. „Morðing- inn” heldur áfram, velur sér næsta fórnarlamb úr hópnum og fer gegn honum jafn-lymsku- lega og þeim fyrri. Náttúrlega verður hann að vera varkár, þvi að einhvers staðar úti i himin blámanum eru fjórir, fimm menn, sem hugsa honum ekki siður þegjandi þörfina en hann þeim. Það er mjög misjafnt hversi. lengi hver leikur stend- ur, stundum aðeins örfáa daga, en þeir lengstij hafa staðið vik- um saman :'og voru þá þátt- takendur i. varkárara lagi. mál hvenær leikfélagarnir leggja frá sér leikfangabyss- urnar og plasttappana, en taki sér i hönd stálskammbyssu og blýkúlur. Þá færi nú að kárna gamanið. Þátttakendur svifast einskis... Þá hefur prestur nokkur, sem jafnan lætur sig mál stúdenta nokkru varða, bent á að hann telji leik sem þennan beinlínis leiða til þess að stúdentar hætti að sjá nokkuð rangt við það að drepa menn, það sé á hinn bóg- inn hin besta skemmtun. Stúdentar og aðrir sem taka þátt i gamninu, láta sig þessar siðapredikanir litlu varða, þeir eru of önnum kafnir, nú þarf að drepa Hunnicutt i Vesturbænum, siðanSmithá háskólagaröinum. Þeir svifast heldur einskis til að ná markmiði sinu, drepa félaga sina, og hafa brotist inn i ibúðir þeirra að nóttu til og rekið þá i gegn sofandi svefni hinna ranglátu, hafa ráðist inn i kennslustundir og skotið fórnar- lömbin með tappabyssu og þar fram eftir götunum. Þegar ástaleikurinn stóð sem hæst Stúlkukind nokkur gekk þó einn lengst, þvi að auðvitað eru kvenmenn ekki siðri þátt- takendur en karlfólkið Hún valdi sér fórnarlamb af spjöld- unum fimm og notaði næstu daga til að leita hann uppi og njósna rækilega um hagi hans. Þegar hún þóttist vita það, sem hún þurfti að vita, kom hún þvi til leiðar, að hún hitti fórnardýr- ið á förnum vegi og tók þar með talsverða áhættu. Áhættan borgaði sig, fórnardýrið kann- aðist hreint ekki við stúlkuna og virðist þvi ekki hafa kynnt sér aðra þátttakendur leiksins nægilega vel. Honum, þvi þetta var karldýr, leist hins vegar allvel á stúlkuna, enda gerði hún sér far um að komast inn- undir hjá honum og svo fór, að hann bauð henni út. Hún þáði boðið og þau skemmtu sér eina kvöldstund dável á diskóteki. Þegar skemmtistaðnum var lokað, lá það beinast við, að þau héldu áfram gamninu og voru bæði jafnáfjáð en af ólikum orsökum. Nema hvað, þau fara saman heim til fórnardýrsins og áður en varir stunda þau þar ástarleik af kappi. I miðjum kliðum og.þegar hæst ber, dreg- ur stúlkan upp plastkuta sinn og tilkynnir rekkjunaut sinum, að hann sé hér með dauður. Ekki er annars getið en að hann hafi tekið dauða sinum vel... Með morðglampa i augum... Hér fyrir nokkrum árum var'þaö I tisku meöal bandarlskra stúdenta að hlaupa um berir. Þessi er að búa sig undir sllkt hiaup. Nú er önnur della vinsælust; morð. Leikurinn mun vera upprunn- inn hjá manni nokkrum, sem lék hann skipulagslaust í háskóla, fékk siðan þá snilldarhugmynd, að fær út kviarnar og opnaði skrifstofu til að annast skipu- lagningu leiksins i viðkomandi háskóla. Hann reyndist svo vin- sæll, að i flestum stærri háskólabæjum Bandarikjanna eru stúdentarnir nú á þönum hver á eftir öðrum með tappa- byssur eða plasthnifa, og morð- glampa i augunum. Eins og gefur að skilja er mörgum ekki sérlega vel við þennan leik, hinir siðprúðari menn hafa skorið upp herör gegn honum og telja hann i hæsta máta siðspillandi og jafn- vel svo, að aðeins sé timaspurs- Ein dellan enn i bandarískum háskólum:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.