Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 5
Laugardagur 13. desember 1980 5 VtSIR /#The queen is in the counting home Counting out the money The king is in the Kitchen Making bread and honey No friends and yet no enemies Absolutely free." Cleanup Time (1980) Svo sem alkunna er slitu John og Yoko samvistum árið 1974 og varöi viðskilnaður þeirra i hálft ár. A þeim tima kveðst Lennon hafa ómeðvitað viljað binda endi á lif sitt með óhóflegri áfengis- neyslu og pilluáti. Arið 1975 tóku John og Yoko saman á nýjan leik og sama ár fæddist þeim sonurinn Sean. Fjölskyldan varð honum allt, hann tók glaður við hlutverki húsmóðurinnar meðan Yoko sýsl- aði i þeim málum er að viðskipt- um lutu: maður, — og þá fyrst og fremst söngvari og lagasmiður, — og skáld gott, var hann hneigður að myndlist og hélt amk eina sýn- ingu á verkum sinum i Lundún- um. Þar sýndi hann eingöngu grafisk verk og þóttu sum þeirra mjög klúr. Sýningunni var lokað af þeim sökum um stundarsakir og ekki opnuð fyrr en djörfustu myndirnar höfðu verið fjarlægð- ar. Lennon var á unglingsárum i myndlistarskóla og þótti efnileg- ur myndlistamaður, en tónlistin Annar tveggja mestu laga- smiða rokksins Fjölhæfur mjög John Lennon var fjölhæfur listamaður. Fyrir utan það að vera framúrskarandi tónlistar- var honum ávallt hugstæðari og hæfileikarnir ótviræðir á þvi sviði. Lennon hafði nokkur kynni af kvikmyndum, auk þess að leika i Bitlamyndunum tveimur, ,,A Hard Days Night” og ,,Help” íék hann árið 1970 i kvikmyndinni „How I Won The War” við þokka- legan orðstir. Sama ár vottaði hann Yoko virðingu sina með þvi að breyta nafni sinu úr John Win- ston Lennon i John Ono Lennon. Tvö hjónabönd — tveir synir* John Lennon var tvigiftur. Fyrri kona hans var Cynthia Powell, sem hann kynntist á ung- lingsárunum i Liverpool.Þau áttu einn son, Julian, sem nú er um tvitugt. Siðla vetrar árið 1969 kvæntist hann Yoko Ono og fór brúðkaupið fram á Gibraltar. A þessum árum, 1968 til 1970, voru þau hjónin mjög i fréttum fyrir uppátektarsemi sina þar sem vikulöng rúmlega i friðarþágu i Montreal bar hæst. Plötugerð höfðu þau hjónin i hávegum á þessum árum, einkum var framúrstefnutónlist (avant garde) þeim hugleikin og vöktu þær plötur þeirra mikið umtal en salan var dræm. Jöfnum höndum sinnti John rokktónlistinni og hafði á sinum snærum hljóm- sveitina Plastic Ono Band og sið- ar Elephant’s Memory. Sólóplöt- ur Lennons þykja ærið misjafnar að gæðum, en þó munu æ fleiri taka undir þá skoðun að Lennon sé sá Bitill er eigi hvaö jafnbest- an sólóferil að baki. Söknuður John Lennon fæddist i Liver- pool 9. október árið 1940. Hann lést i New York 8. desember 1980 rúmlega fertugur að aldri. Hvar- vetna er hryggð og söknuður i hjörtum, mikilhæfur tónlistar- maður og friðarsinni hefur verið veginn á grimmdarlegan hátt. Hans verður sárt saknað meðan rokkið lifir. — Gsal En óvinirnir voru nær en hann hugði, loksins þegar heimurinn virtistbrosa viðhonum, var hurð- inni skellt i lás með sjö byssukúl- um. Enginn einn tónlistarmaður hefur verið jafn mikill boðberi friðar og John Lennon, þó aðferð- ir hans til að vekja athygli stjórn- valda á nauðsyn friðar hafi að sönnu verið umdeildar. „John elskaði og bað fyrir mannkyninu. Eg legg til að þið farið heim og gerið slikt hið sama,” sagði Yoko á þriðjudaginn við þúsundir syrgjenda sem safnast höfðu saman við hús Lennonshjónanna á Manhattan. John Lennons verður fyrst og siðast minnst sem tónlistar- manns. Og þó honum hafi orðið léttir að þurfa ekki að vera Bitill lengur, verður tæplega hjá þvi komist að hans verður minnst sem Bitils og sem annars tveggja mestu lagasmiða rokksins. Hins vegar var Johri ákaflega pólitiskt þenkjandi tónlistarmað- ur og hafði að þvi leyti sérstöðu meðal félaganna i Bitlunum. Hann gagnrýndi i textum sinum hvers konar órétti i heiminum, vildi færa almenningi aukin völd i hendur og benti einlægt á kær- leikann sem leið útúr ógöngum mannkyns. John Lennon var óvenju hreinskilinn i ljóðum sin- um, opnaði einatt allar hirslur sálarkirnunnar uppá gátt eins og gleggst kemur fram á fyrstu sóló- plötu hans „John Lennon/ Plastic Ono Band” árið 1970. Hann var óumdeilanlega mesta „skáldið” i Bitlahópnum, ljóðrænn, bitur og berorður. Bókarkorn gaf hann út snemma á Bitlaárunum með ljóð- um sinum, er hann nefndi „In His Own Write”. Manni Nú er hægt að fá vinsælustu lög Vilhjálms Vilhjálmssonar á einni og sömu plötunni. Dagar og nætur Björgvin og Ragnhildur leggja saman krafta sína og útkoman er hin Ijúfasta og áheyrilegasta, enda ein söluhæsta plata ársins 1980. Nýjól Björgvin syngur tvö fal- leg lög, sem koma fólki í hið rétta hátiðaskap. Hotter than Ju/y Stevie Wonder Enn ein skrautfjöðrin í hatt eins mesta tónlistar- mannsallra tíma. Memoria Mahalia Jackson Þetta tvöfalda albúm býður uppá f jölda laga sem skapa þá stemmn- ingu sem Mahaliu Jack- son er einni lagið að töf ra fram. Ekta jolaplata. Streisand Guilty Á þessari plötu ægir saman þeim listamönn- um, sem troða amerískar poppgrundir. ....Frábær. Halli og Laddi Umhverfis jörðina á 45 mín. Þeir bræður leggja loft undir fót og. Halli og Laddi koma og árita nýju plötuna sína i dag milli kl. 2 og 4. Sendum i pó.stkröfu Laugavegi33, 11508 Strandgötu Hafnarfiröi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.