Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 13. desember 1980. Laugardagur 13. desember 1980. vism 17 vísm Undarlegt er að spyrja mennina hvern um annan. Undarlegt að spyrja þá um friðinn umástina. Undarlegt að finna andardrátt þinn sonur minn finna þig drekka úr brjóstunum úr blómum brjóstanna. Spyrja svo mennina. (Nína Björk Árnadóttir) ,,Bernskan? A ég að segja þér frá bernskunni? Veistu, ég átti svo flókna bernsku. Eða ég veit það ekki: finnst ekki öllum bernska sin hafa verið flókin? Alla vega, ég fæddist i Húna- vatnssýslu en foreldrar minir skiidu þegar ég var tveggja ára og þá fór ég i fóstur að ögri við Isafjarðardjúp. Sex ára fluttist ég með fósturforeldrum minum i bæinn en var á sumrin i Þóreyjar- núpi — það er i vestursýslunni, ekki langt frá Borgarvirki. Þetta var flókið vegna þess að foreldrar minir voru ágætir vinir eftir skilnaðinn og voru stundum að velta fyrir sér að taka saman aft- ur, þó ekkert yrði úr. Ég spekúleraöi þess vegna mikið i skilnaðinum og hann kom miklu róti á mig. Svo þegar ég var sautján ára dó fósturfaðir minn og Árnipabbi sama ár, það var töluvert erfitt... Ég vissi það ekki þá en ég held að þetta tilfinningalega flökt með mig hafi veriö miklu auðveldara fyrir þá karlmennina heldur en konurnar, Láru mömmu og mömmu. Ég álit að tilfinningalif karlmanna sé töluvert einfaldara en kvenna og fyrir þeim var þetta ekkert sérstakt mál: Fyrir kon- urnar var þetta vaístur miklu sárara. Enda held ég aö þaö komi mjög miklu róti á tilfinningalif barns sem ler i fóstur aö hafa mikið samband við — ja, aivöru- foreldra sina og ekki siöur erfitt fyrir hina fullorðnu. En svo er nú það aö við þetta hef ég öðlast reynslu s'em ég bý aö og veitir mér meiri innsýn i lifiö. ,,Ég var aíltaf skíthrædd...” „Bernskan, já, ég mótaðist ákaflega mikið af sveitinni. Það var mikiö um tónlist i minu upp- eldi, mikiðsungiö og spilað, bæði i Húnavatnssýslunni og sömuleiðis hjá fósturforeldrum minum. Árnipabbu var náttúrumúsikant, hann spilaði af lingrum fram á orgel og söng og um helgar safn- aðist unga folkiö i sveitinni sam- an, bara til að syngja. Þetta var gaman. Svo var alltaf svo gott veður,” segir hún og brosir. Og það var mikið farið á hestbak. „Mér finnst alltaf hafa verið sól og bliöa i sveitinni. Ég og bróðir minn vor- um mjög samrýmd, við fórum saman i bað i læknum og sváfum i tjaldi næstum heilt sumar, hann býr nú á Þóreyjarnúpi.” — Og i bænum.. „Og i bænum var ég á veturna frá þvi ég var sex ára og ég man helst að ég var alltaf skithrædd. Ég var i Miöbæjarskólanum og var sihrædd um aö hafa ekki lært nógu vel heima, verða of sein og svo framvegis. Ég man aö ég hljóp alla leiðina i skólann og baö guð um að láta mig ekki veröa of seina”. — Svo var þaö rauða háriö, eöa hvað? „Já, það var nú eitt! Það þótti ljótt aö hafa rautt hár og mér var stritt töluvert á þvi. Yfirleitt gekk mér illa að eignast vini framan af, ég var svo hrædd um að eng- inn vildi vera með mér.” Hún brosir. „Með timanum komst ég samt að þvi að ýmsir vildu vera meö mér...” ,,Sat aftan á mótorhjótum og hvadeina” „Þegar ég varð unglingur og fór i gaggó, þá fór ég að vera töff og slaka á. Ég hafði verið mjög samviskusöm og þæg en nú fór ég að skrópa i skólanum og láta öll- um illum látum: sat aftan á mótorhjólum og hvaðeina i þeim dúr! Ég tilheyrði afskaplega töff kliku og dró náttúrlega dám af hinum krökkunum, hætti til dæm- is i skólanum og var með alls kon- ar glannáskap. Fósturpabbi minn kom mér i skólann að Núpi svo ég hef þó gagnfræðaprófið. Þetta voru töff krakkar en þau kenndu mér mikiö, nú er þetta „venjulegt fólk”.?Eg hel alla tiö haldið sambandi við sumar stelp- urnar og ég held það sé gott, á meðan einangrast ég ekki i ein- hverjum kúltúrhóp... Eftir dávænt dellutimabil fór ég á lýðháskóla i Danmörku, þar leið mér mjög vel enda er Danmörk yndislegt land. Þar fór ég að lesa bókmenntir og yrkja ljóð. Sem krakki hafði ég reyndar gert dálitið af þvi að setja saman visur og hafði alltaf lesiö töluvert af ljóðum, Davið og Stefán frá Hvitadal sem var ömmubróðir minn. Fósturpabbi minn var lika mikill ljóðamaður en þarna i Danmörku byrjaði ég sem sagt fyrir alvöru.” — Hvers vegna? „Ja... Það var inspirasjón held ég. Ahrif frá þeim skáldum sem ég var hrifnust af. t Danmörku varð ég til dæmis gagntekin af Edith Södergran, siðan komu Hannes Pétursson og ýmsir fleiri. Sama ár og ég útskrifaðist úr leiklistarskólanum tók svo Ragn- ar i Smára fyrstu bókina mina, Ung ljóð, og gaf hana út.” — Leiklistarskólanum. „Já, ég fór i leiklistarskóla Iðnó þegar ég kom heim frá Dan- mörku og var þar i þrjú ár, út- skrifaðist 65. Ég lék dálitið, bæöi hjá Iðnó og Grimu, þótti það voðalega gaman og langaði óskaplega mikið til að verða leik- ari. Þetta var bakteria og kannski ögn af exibisjónisma en lika þessi löngun til að túlka aörar persónur fyrir fólk. Ég varð aldrei leikari og það er liklega ágætt, það er ægileg vinna og ég held að ég hafi ekki karakter i það. Hin brautin, ljóðin^hentaði mér betur.” ,,Lífsóttinn eda heimsangistin ” — Hvernig ljóð voru Ung ljóð? „Þau voru mjög erótisk, minnir mig,” segir hún og brosir. „Þau voru lika mjög mikið um sjálfa mig, um mina ást: gleöi og von- brigði á þvi sviði!” Svo verður hún alvarleg. „Þau voru lika um þjáninguna sem býr allt i mér: lifsóttann eða heimsangistina. Stundum virðist ég ætla aö bug- ast, þá tekst mér kannski aö yrkja ljóð....” — Hvernig dóma fékkstu? „Ég fékk mjög góða dóma,” segir hún afdráttarlaust. „Bókin var virkilegt succeé og er löngu uppseld. En ég var lika heppin, það var langt siðan hafði komið út ljóðabók eftir ungan höfund og ég tala nú ekki um konu. Þá var Þetta er dálitiö sérkennilegt. Og þó — kannski er það ekki nema eölilegt ef maður hefur svona sterka trú. Sjálfri finnst mér stundum að ég rækti trúna ekki nógu vel, sem er auðvitaö fárán- legt fyrst ég hef hana á annaö borð.” tfDjöfullinn skrattanum skemmtilegri?” — Þú trúir á guð og þá væntan- lega á himnariki...? „Já, — á annað lif.” — En trúirðu á helviti lika? „Ekki sem sérstakan staö, neinei, það geri ég ekki. Aftur á móti held ég að djöfullinn sé per- sónugervingur hins illa, hins illa sem oft er i okkur sjálfum. Menn ættu samt að geta ráðið við það, þvi hitt aflið er sterkara ef þvi er hleypt að. Að hleypa djöflinum að er þó svaka freistandi, þvi hann er, ja, ekki getur maður sagt að hann sé skrattanum skemmti- legri, en skemmtilegur er hann þó — i byrjun — en svo þegar maður fer bara að skemmta honum þá fer nú gamanið af. Sko, það er oft talað um svelt- andi börnin og strið i heiminum sem sönnun fyrir þvi að guð sé ekki til. En guð hefur gefið mönn- unum frjálsan vilja og i þvi felst að þeir geta farið með heiminn eins og þeim sýnist. Guö lætur okkur sjálf ráða hvaða leið við veljum.” Svo brosir hún. „Já,” segir hún og brosir. „Ég er bara fædd svona. Ég hef alltaf trúað þessu!” f9Hvad er þessi kommúnisti ad gera í kaþótsku kirkjunni?” Næst förum við að tala um ljóð- in hennar. Hún segir mér að hún sé búin að yrkja mikið upp á sið- kastiö. „Ég tek það framyfir jóla- bakstur. Enda hef ég aldrei verið sérlega dugleg að baka....” — Ertu að fara að gefa út nýja ljóðabók? „Ég er að minnsta kosti komin svo langt að ég er búin að skipa ljóðunum niður i þrjá flokka. Sá fyrsti heitir: Svartur hestur i myrkrinu, það er herstöðvarand- stæöingaljóðabálkur. Her- stöðvarandstæðingaljóðabálkur! — hvilikt orð! Þau eru gegn her, þessi ljóð. t öðrum flokknum eru — ja, lokuð ljóð: lýrisk og per- sónuleg. Loks eru svo — opin ljóð.” Hún brosir að þessum nafn- giftum. „Það eru beinar frásagnir úr lifi fólks, um vandamál sem ég annaöhvort þekki sjálf eða sé og finn aðra glima Við. Nú, svo er ég að skrifa tvö leikrit...” Hún brosir aftur. Siðasta leikrit Ninu, Hvaö sögöu englarnir?, fékk heldur óvæga dóma hjá sum- um leikgagnrýnendum. Hitt er hjá Alþýðuleikhúsinu og verður æft fljótlega ef allt gengur vel á þeim bæ. Það er um konur, sérstaklega eina konu sem er ómenntuð verkakona og einstæð móðir. Hún á dóttur á táninga- aldri og það er töluvert konflikt á milli þeirra. Vinkona móðurinnar blandast lika inn I leikritið og sömuleiðis — karlmennirnir i lifi þeirra,” segir hún með uppgerðaralvörutón. ffEr þetta mont í mér?” „I þessu leikriti nota ég talkór eins og i Englunum sem á að tákna þjóðfélagiö i kringum per- sónurnar, þjóölélagiö sem þær ráða ekki viö. Leikritiö heitir: Konan er eyland. Mér linnst merkingin tviræð.” — Hvort formið heldurðu að eigi betur við þig, ljóð eða leikrit? Hún svarar ekki strax en hugs- ar málið. Segir: „Ég veit það ekki sjálf. Það er periódiskt hvort ég skrifa ljóð eöa leikrit. Ljóðið byggir mest á inspirasjón þó ég dundi auðvitaö með það, leikritið er miklu meiri vinna. — Geturðu lýst fyrir mér ljóðunum þinum? Hún verður ráðvillt á svipinn og finnst sýnilega til mikils mælst. Svo stekkur hún á fætur og sýnir mér sendibréf til hennar frá William Heinesen. Þar segir á einum staö: „Det föles som om ord og billeder kommer til dig og sætter sig hos dig som fugle.” Og miklu minna en nú um að ungir höfundar kæmu bókum sinum út og það þótti þó nokkur vegsauki að koma út hjá Helgafeiii, manni fannst Ragnar i Smára ekki gefa út hvað sem var. Næsta bók, Undarlegt er að spyrja mennina, kom út þremur árum seinna og fékk lika ágæta dóma: þá var ég gift og búin að eiga elsta strákinn minn. En viö skulum ekki tala um dómana, það er eins og ég sé að monta mig!” — Við skulum þá tala um Dan- mörku. „Já, Danmörku... Viö fórum ‘73 til Danmerkur, fannst við þurfa að rifa okkur upp og fara eitt- hvað, skipta um umhverfi, já. Þetta þótti ansi galið, við vorum þá komin með tvö ung börn og vissuiega var þetta erfitt, sér- staklega fyrsta árið. Við bjuggum þá i leiðinlegu húsnæði og þurft- um sifellt að hlaupa úti möntvask til að þvo þvott, úti sundhöll til að baða okkur. A móti kom að þetta var ódýrt sem var eins gott þvi við vorum mjög blönk. Svo fór þetta nú aðeins að lagast: ég fór inn i háskólann til að læra leik- húsfræði, aðallega dramatúrgiu og pedagogisk drama, heitir það ekki leikræn tjáning á islensku? Alla vega sjáum við ekki eftir þvi að hafa rifið okkur burt frá öllu hér, við heföum sennilega ekki gert það mikið seinna. Lifið hér var orðið að vana, maður var farinn að lifa eftir mynstri og hvorugt okkar vildi það. Svo eftir að við komum heim — við vorum úti i þrjú ár — var eins og maður héldi frelsinu, tækist betur að vera sjálfur en áður. Ekki eins hræddur við að skera sig úr, eiga til dæmis ekki uppþvottavél eða bil....” ffHugsa medan ég vaska upp” Svo gripur hún andann á lofti: „En guð minn góður, ekki getum við setið hér og talað um upp- þvottavélar og bila? — Jújú... „Jæja? Ég er alla vega mjög ánægð með að eiga ekki upp- þvottavél,” segir hún, „mér finnst nefnilega ekkert leiðinlegt að þvo upp. Skiluröu, ég er alltaf frekar utan við mig og næ ekki öllu sem gerist i kringum mig á svipstundu, þarf tima til að hugsa. Oft hugsa ég um það sem ég er að skrifa meöan ég vaska upp. Og svo, „hlær hún, „ei þú vilt halda áfram að tala um upp- þvottavélar og bila, þá tók ég einu sinni bilpróf. Bilprófið var þá létt- ara en núna og sérstaklega þótti auðvelt að taka það i Kópavogi. Kennarinn minn kom þvi til leiðar að ég fékk að taka Kópavogspróf en eftir að ég hafði náð prófinu sögðust bæði kennarinn minn og prófdómarinn vonast til þess að ég yrði ekki mikiö á íeröinni. Ég hafði tilhneigingu til aö gleyma mér, ef ég sá eitthvað eöa mér datt eitthvað i hug.... Er þetta ekki gott?” — Jú. Þetta er fint. Annaö: það var i Danmörku sem þið gerðust kaþólsk. „Það var i Danmörku sem við konverteruðum. Við höfðum bæði alltaf verið kaþólsk i eðli okkar svo þetta var ekki nema eðlilegt skref " — Hvað er að vera kaþólskur i eöli sinu? „Ja..” Hún veltir vöngum. „Auðvitaö er þetta allt sama trú- in en mér finnst kaþólska móöur- kirkjan standa nær Kristi en Lúterstrúin. Standa nær Kristi, Mariu mey og þeim sem ég trú á. Nei, maður trúir ekki á dýrling- ana. Maður leitar til þeirra með bænirsinar og biður þá að vernda sig. Minn uppáhaldsdýrlingur er Maria mey og ég leita mikið til hennar, ég held lika mikið upp á heilagan Frans. Veistu, ég fór upp i Karmelita- klaustrið i Hafnarfirði i gær til aö kaupa jólakort. Það er gott og gaman að koma þangað: tvær nunnur eru i búöinni og sú þriðja kaupir inn en hinar eru innilokað- ar. Þær syngja messu fimm sinn- um á dag og eru sifellt á bæn. Viðtal: iííugi Jökulsson Myndir: Gunnar V. Andrésson SEGIR NÍNA BJÖRK ÁRNADÓTTiR í HELGARVIÐTALINU „Einn þeirra sagði aö ég væri kommúnisti! Þá kom fólk til séra Georgs i Landakoti og spurði: Hvað er þessi kommúnisti að gera i kaþólsku kirkjunni? Séra Georg blessaður hann svaraði: Hún Nina Björk, hún er enginn kommúnisti, hún er bára vinstri sinnuð!” Og Nina Björk hlær dill- andi hlátri. „Leikritin? Annað þeirra er fyrir útvarp, það heitir: Það sem gerist i þögninni, og er fjölskyldu- drama i þess orðs angistarfyllstu merkingu. Hæhæ, þetta var ég þó búin að ákveða að segja áður en þú komst!! ” Hún hlær. „Leikritið verður æft og tekið upp hjá útvarpinu eftir áramót, Helga Bachmann verður leik- stjóri. á öðrum stað um: Matthildur litla friða með háriðsittsiða: „Bogens eneste rim! Tjódkvæöi er pa fær- ösk „nationalsang”. Island ejer vist ingen yndefuidere national- sang!” Nina verður áhyggjufull á svip- inn. Eigum við að hafa þetta með — er þetta mont, mér finnst þetta svo fallega sagt hjá honum. Við erum góðir vinir og skrifumst á. — En þú sjálf? Hvernig persóna ert þú? Aftur verður hún áhyggjufull á svipinn. „Ég veit það ekki. Þú verður að spyrja einhverja aöra en mig. Þeir sem þekkja mig vel segja að ég sé óskaplega við- kvæm en afskaplega seig. Svo er ég i tviburamerkinu...” -IJ. 9 , ÓSKAPLEGA VIÐKVÆM EN AFSKAPLEGA SEIG” „Er þetta mjög barnaleg speki?” — Neinei, þaö held ég ekki... „Einu sinni orti ég ljóðaflokk um það hvernig ég imyndaöi mér aö fólk brygðist við endurkomu Krists. Ég er ansi hrædd um að ef hann kæmi aftur myndi nákvæm- lega það sama gerast. Fólk er svo hrætt, svo önnum kafiö i lifsgæöa- hlaupinu að ég held það myndi hrökkva illa viö ef eitthvaö birtist sem væri alger andstæða erils og strits þessa heims. Veistu, ég verð svo reiö i jólamánuöinum. Þetta kaupæði striöir gersamlega gegn boöskap jólann. Siðan smit- ast ég af þessum ósköpum öllum saman og þá • verð ég ennþá reiöari...” — Hefurðu verið trúuð frá barn- æsku?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.