Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 13. desember 1980 VÍSIR „Hvað á ég ad gera?” Algengustu (og óalgengustu) vandamál sem dálkahöf undar f á til meðf erðar „Kæri Póstur. Ég er ofsalega skotin i þessum strák, hann hefur stundum kikt á mig og hvernig á ég aö ná i hann?” Viðlika vanda- mál eru iðulega borin undir nafn- lausan dálkahöfund Vikunnar sem væntanlega svarar eftir bestu samvisku. Erlendis eru svona dálkar ákaflega vinsælir og áhrifamiklir, nefna má að danska skáldkonan Tove Ditlevsen hélt úti sllkum dálki við ágætan orð- stir. I Bandarikjunum eru tvær kvinnur þekktastar fyrir dálka- skrif af þessu tagi: Abigail van Buren og Ann Landers. Þær eru náttúrlega miklir keppinautar um hylli þeirra ástsjúku eða hrjáðu en eru auk þess tvibura- systur. Fyrir nokkrum árum voru þær beðnar um að upplýsa hver væru 10 algengustu málin sem þær fengjust við, siöan og ekki ófróðlegra: hver væri 10 óvenju- legustu málin sem þær hefðu staðið frammi fyrir á ferli sinum. „Konan min skilur mig ekki”. Abigail van Buren eða „Kæra Abby” svaraði fyrri spurningunni á þennan veg: 1. Konan min skilur mig ekki. 2. Maðurinn minn lætur mig ekki fá neina peninga. 3. Foreldrar minir treysta mér ekki. 4. Barnabörnin min koma aidrei i heimsókn. 5. Við heyrum aldrei frá giftu krökkunum okkar nema þegar þau vantar eitthvað. 6. Kærastinn minn er alltaf að hamra á þvi að ég „sanni ást mina” (Væntanlega vita menn hvað þetta þýðir?) 7. Kærastan min vill að við gift- um okkur i snatri og ég er ekki undir það búinn. 8. Nágranni minn er alltaf að koma óboðinn i heimsókn. 9. Hvernig fer gdð kona að þvi að hitta góðan mann? 10. Hvernig fer góður maður aö þvi að hitta góða konu? Liklega kannast menn við megnið af þessu úr eina vanda- máladálknum hérlendis ,fyrr- nefndum Pósti. ,,Hann er getulaus — hún með brókarsótt” 1. Kynferðisvandamál á milli hjóna: „Ég fæ ekki nóg” eða „Ég fæ alltof mikið” eða „Hann er getulaus” eða „Hún er með brókarsótt”. 2. Framhjáhöld ektamaka: Hér áður fyrr, segir Landers.voru það karlmennirnir sem héldu fram hjá konum sinum I 9 skipti af hverjum 10. Nú er hlutfallið mjög álfka. 3. Vandamál i sambandi við ættingja: „Þau heimta alltof mikinn tima af okkur” eða „Þau eru afskiptasöm” eða „Þau spilla krökkunum”. 4. Táningar sem kvarta undan skilningssnauðum foreldrum sin- um: „Þau eru svo gamaldags”, eða „Þau tala aldrei um neitt við okkur sem skiptir máli”. 5. Astamál táninga: „Hvernig get ég verið viss um að hún sé raunveruleg? ” eða „Hann er hrifinn af annarri en mér” eöa „Hann vill aldrei fara neitt með mér, bara sitja i bilnum og gera það” eða „Hvar getur maöur fengiö pilluna?” 6. Einmanaleiki: „Hvernig á almennileg stelpa (eða strákur) að fara að þvi að kynnast fólki?” 7. Útlitsvandamál: 1 þvi felst þyngd, fæðingarblettir, skakkar tennur, skalli, unglingabólur, of litil brjóst, of stór brjóst, of mikil hæð, of li'til hæð. 8. ófriskar stúlkur: „Ætti ég að fá fóstureyðingu?” eða „Ætti ég að giftast honum?” eða „ætti ég aðeignast barnið?” eða „Hvernig á ég að segja pabba og mömmu þetta ? ” 9. Atvinnuvandamál: „For- stjórinneróþolandi.enég vil ekki missa vinnuna” eða „Einhver af starfsfólkinu er þjófur. Ætti ég að segjatilhans?” eða „Þaðer vond lykt af konunni við hliðina á mér. Hvaö á ég að gera?” 10. Fikniefni, tóbak og áfengi: „Foreldrar minir reykja. Ég hata það. Hvernig á ég að fá þau til að hætta?” eða „Hvernig á ég að fá manninn minn (eða konuna mina eða vin minn) til að hætta að drekka?” eða „Pabbi og mamma eru alltaf full. Ég þori ekki að fá neinn i heimsókn” eða „Bestivin- ur minn er alltaf „stónd” á heróini eða LSD” eða „Er marjú- ana skaðlegt?” ,,Get ég fengið mág minn lánaðan?” Svo eru það óvenjulegustu vandamál tviburasystranna. Abi- gail van Buren: 1. „Ég er strætóbilstjóri og mig vantar upplýsingar um það hvernig maður á að verða fjár- hirðir”. 2. „Mig langar að eignast barn en á ekki einu sinni kærasta. Geturðu bent mér á einhvem?” 3. „Ég var aðfrétta að það sé lff eftir dauöann. Ef það er rétt get- urðu þá komið mér i samband við Albert frænda frá Victoria, Texas?” 4. „Viltu gera svo vel og senda mér allt sem þú veist um ryþma. Ég er að læra að dansa”. 5. „Ég er ekkja sem er nýorðin fimmtug. Læknirinn minn segir að mig vanti eiginmann eða ein- hvern staðgengil hans — þú skil- ur? Væri það i lagi að ég fengi eiginmann systur minnar lánaðan? Þeim er alveg sama”. 6. „Maðurinn minn sviður hár úr nösunum á sér með sigarettu- kveikjara. Svo heldur hann að ég sé geðbiluð af þvi ég kaus Gold- water!” 7. „Ég treysti ekki manninum minum. Hann heldur svo mikið framhjá mér að ég er ekki einu sinni viss um að siðasti krakkinn minn sé hans”. ,,Hann vill bara sofa hjá líki” Og aftur er röðin komin að Ann Landers. Tiu svör þar. 1. Maöurinn sem faldi fölsku tennur konunnar sinnar svo hún kæmist ekki Ut úr húsi til að kjósa Demók ra taflokk inn. 2. Brúðurin sem hringdi til móður sinnar i miöri brúðkaups- ferðinni og sagðist vera að koma heim. Eiginmaður hennar var krufningarlæknir og játaði fyrir henniaðhannhefðiaðeins gaman af samförum við konur sem annaðhvort væru dánar eða létust vera það. Hann skipaði henni að liggja i baðkari með isköldu vatni i 20 minútur að minnsta kosti, koma svo f riímið og þykjast vera dauð. 3. Maðurinn sem vildi láta jarða sig i Dodgebil sinum, ár- gerð 1939. 4. Maðurinn sem gat ekki gert þarfir sinar á almenningssalern- um. 5. Stúlkan sem var með skaddaðan fót og vildi láta taka hann af sér og setja gervilim i staðinn svo hún yrði ekki hölt þegar hún gengi inn kirkjugólfiö við brúðkaup sitt. 6. Konan sem spurðist fyrir um þaðhver ættihnetur úr hennar tré sem féllu inn i garð nágrannans. Hún fékkþað svar að nágranninn mætti éta hneturnar en ekki selja þær. 7. Konan sem átti eiginmann sem var að láta breyta sér yfir i konu. Hún vildi fá að vita hvað börnin ættuaðkalla hann eftir að- gerðina. „Pabbi” passaði ein- hvern veginnekki. Henni var sagt að þau skyldu kalla hann „Bob” eða „Bill” eða hvað sem hann sjálfur vildi — sennilega „Mary” eða „Sue”. 8. Konan sem var algerlega sköllótt en tók alltaf af sér hár- kolluna viðpókerborðiðaf þvi hún áleit að það færði henni lukku. 9. Maöurinn sem var með svin i ibúð sinni og hélt þvi statt og stöðugt fram að grisinn væri undursamlegur „varðhundur”. Nágrannamir kvörtuðu. 10. Konan sem gerði alltaf hreint allsnakin og naut þess út i ystu æsar þar til daginn sem hún fór niður i kjallara til að þvo þvott og rakst þar á pípulagninga- mann. Mottó: Margt er mannanna meinið. Ann Landers, sem eitt sinn var kosin ein af 10 áhrifamestu kon- um Bandarikjanna svaraöi I lengra máli og itarlegar: ,,Erum við svinin kannski ekki aldeilis frábærir varðhundar?” Ja, égspyr þig, Ann Landers...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.