Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 C 53
BREKKUHVARF - 203 KÓPAVOGUR
Glæsilegt parhús við Vatnsenda. Húsið er samtals
160 fm m/bílskúr. 3 svefnherbergi. Hurðar úr
Mahogny, Jatoba parket og innréttingar og skápar úr
kirsuberjavið. Verð 23,5 m. - Uppl. gefur Andri
Björgvin í síma 590 9509 og 820 9509
HRINGBRAUT - 220 HAFNARFIRÐI
Björt og falleg hæð á besta stað í Hafnarfirði með
glæsilegu útsýni. Á hæðinni eru 2 svefnh. 2 stofur.
Eldhús og baðherb. Risið er 35 fm stúkað í 2
herb.+hol. Uppl:veitir Svenni eða Gyða í síma 590-
9525-590-9510. Verð: Tilboð
HJALLABRAUT - 220 HAFNARFIRÐI
Rúmgóð 94 fm 3ja herbergja íbúð á annari hæð í
góðu fjölbýli, hús nýlega tekið í gegn að utan, ásamt
sameign. Verð 12,5 m. Allar uppl. gefur Sonja
Magnúsdóttir. 590-9512 og 820 - 9512
HÖRGSHOLT - 220 HAFNARÐI
FALLEG tveggja herbergja íbúð á efsta stað á holtinu
í Hafnarfirði. Íbúð á 1. hæð með mikið útsýni.
Snyrtileg sameign. Verð 9,2 m. Uppl. Andri Björgvin
820 9509 og 590 9509
LÆKJASMÁRI - 201 KÓPAVOGUR
104 fm íbúð á 2. hæð auk 6,9 fm geymslu í kjallara.
Þrjú sv.herb. stofa, sjónvarpskr., eldhús, borðkr. og
þvottahús. Stórar vestur svalir. Vönduð eign, stutt í
alla þjónustu. Verð 15,9 m. Ákv. 5,8 m. Uppl. Eiður
Arnarson í S. 590-9515 og 820-9515
STÚDÍÓÍBÚÐ - LAUS STRAX!
Góð einstaklingsíbúð með sérinngangi í hjarta
Hafnarfjarðar samtals 30 fm. Ágæt stofa með
parketi, lítið svefnhergbergi, eldhúskrókur og bað-
herbergi með sturtu. Verð kr. 4.2 millj. Uppl. gefur
Gyða Gerðarsdóttir í S. 820-9510 eða 590-9510
SUÐURGATA - 220 HAFNARFJÖRÐUR
GÓÐ STÚDÍÓÍBÚÐ í litlu fjölbýli. Snyrtileg eign með
plastparketi á gólfum, flísalagt baðherbergi. Snyrtileg
eldhúsinnrétting. Eignin er samþykkt. VERÐ 4,9 m.
Sonja Magnúsdóttir sölufulltrúi- 590 9512 / 820
9512
EINN SÁ HARÐASTI Á ÍSLANDI ??
82 fm Sumarhús/Heilsárshús tilbúið til flutnings.
Húsið er að mestu leiti úr harðvið. Til sýnis að
Melabraut í Hafnarfj. sjón er sögu ríkari. Teikn á
skrifstofu, nánari uppl: veitir Sigursveinn í síma
590-9525 eða 820-9525.
HÓLSHRAUN 2 - 220 HAFNARFIRÐI
Glæsilegt húsnæði, í dag innréttað sem skóli. Gefur
einnig mikla möguleika sem skrifst.húsnæði og/eða
versl.húsn. Innangengt í góða geymslu bakatil sem
er með innk.dyrum. Verð TILBOÐ. Uppl. gefur Eiður
Arnarson í s. 590-9515 og 820-9515.
RAÐ & PARHÚS SÉRHÆÐ 2 HERBERGJA4 HERBERGJA 3 HERBERGJA
2 HERBERGJA SUMARHÚS ATVINNUHÚSNÆÐI
HAFNARFIRÐI
Sigurbjörn Skarphéðinsson,
lögg. fasteignasali
OPIÐ VIRKA DAGA 9.00 - 18.00
OG NÚ Á LAUGARDÖGUM 11.00 - 14.00
Sonja MagnúsdóttirSigursveinn Jónsson Gyða GerðarsdóttirEiður ArnarsonSigurbjörn Skarphéðinsson Andri Björgvin Arnþórsson
Strandgötu 41,
220 Hafnarfjörður www.hf.is Sími 590 9595
HAFNARFJÖRÐUR:
Gunnar: Vantar 2ja - 3ja herb. íbúð með bílskúr.
Krissi: Leitar að sérhæð eða litlu einbýli nálægt miðbænum.
Aðalheiður: Vantar 4ra herb. nálægt Lækjarskóla
Unnur og Davíð: 3ja herb. íbúð. Verðhugmynd ca 11 millj.
Óli: Íbúðir eða hús til standsetningar, allt kemur til greina.
Esther: 3ja herb. íbúð. Verðhugmynd ca 11-12 millj.
KEFLAVÍK: Vantar í nágrenni við Holtaskóla neðri sérhæð eða
lítið parhús/einbýli.
EIGNALEIT
HEF VERIÐ BEÐIN UM AÐ FINNA EFTIRFARANDI
EIGNIR FYRIR VIÐSKIPTAVINI MÍNA
Vantar 3-4 herbergja fyrir Önnu á höfuðborgarsvæðinu, en ekki úthverfi, bjarta og
opna, verður að vera borðstofa. Verðhugmynd 12-14m.
Vantar fyrir Árdísi og Elmar í Hafnarfirði, Mosfellsbæ eða Kjalarnesi, 2-3ja herbergja
íbúð með sérinngangi. Verðhugmynd 10-12 m.
Frí skoðun og verðmat samdægurs
EIGNALEIT
SKEMMUVEGUR-200 KÓP
Iðnaðarhúsnæði á besta stað í Kópavogi. 113.7 fm
Góðar innkeyrsludyr. Inni er skrifst./salerni og opið
rými. Nýlega var húsið allt tekið í gegn að utan. Eign
sem vert er að skoða. Uppl: veitir Sigursveinn í
síma 590-9525 820-9525 Verð 8.7 millj.
VANTAR EINNIG ALLAR TEGUNDIR EIGNA Á SKRÁ. MIKIL SALA
Allar upplýsingar gefur Gyða Gerðarsdóttir sölufulltrúi hjá RE/MAX Hafnarfirði í S. 590-9510 eða 820-9510
Hafið samband við Sonju Magnúsdóttur
í s 590-9512 / 820-9512
Mjög algengt er að uppkomi vandkvæði við út-leigu á húsnæði vegnaóvandaðs frágangs á
húsleigusamningum. Mikilvægt er að
huga vel að öllum atriðum sem máli
geta skipt í réttarsambandi því sem
verið er að stofna til á milli leigutaka
og leigusala og ættu báðir aðilar
leigusamnings að kynna sér vel
ákvæði húsaleigulaga nr. 36/1994 en
þau er m.a. að finna á heimasíðu
Húseigendafélagsins www.huseig-
endafelagid.is. Með góðum und-
irbúningi og þekkingu er þannig
hægt að minnka líkur á að til
árekstra komi á leigutímabilinu.
Könnun á leigjanda
Við val á leigjendum og gerð leigu-
samninga skal leggja megináherslu á
öryggi, fyrirhyggju og aðgát. Aðal-
atriðið er að vanda valið á leigjand-
anum, fá sem gleggstar upplýsingar
um hann, t.d. kalla eftir meðmælum
og fá skilvísi kannaða. Síðan er að
sjálfsögðu brýnt að vanda alla samn-
ingsgerð og frá góða tryggingu fyrir
efndum, s.s. tryggingarfé eða trygg-
ingarvíxil.
Húseigendafélagið býður fé-
lagsmönnum sínum upp á að kanna
skilvísi leigjenda sem byggist á van-
skilaskrá Lánstrausts ehf. og gögn-
um og upplýsingum sem liggja fyrir
á skrifstofu Húeigendafélagsins.
Skriflegir samningar
Leigusamningar skulu vera skrif-
legir og gefur Íbúðalánasjóður út
sérstök eyðublöð í því skyni, eitt fyrir
leigusamning um atvinnuhúsnæði og
annað fyrir leigusamning um íbúðar-
húsnæði. Leigusamninga er hvort
sem er hægt að gera tímabundna eða
ótímabundna.
Allar breytingar á leigusamningi
eða viðbætur við hann, sem heimilar
eru samkvæmt húsaleigulögunum,
skulu gerðar skriflega og undirrit-
aðar af aðilum samningsins.
Vanræki aðilar að gera skriflegan
leigusamning teljast þeir hafa gert
ótímabundinn samning og gilda öll
ákvæði húsaleigulaganna um rétt-
arsamband þeirra.
Mjög mikilvægt er að húsnæði sé
ekki afhent áður en ritað hefur verið
undir leigusamning og tryggingar
samkvæmt samkomulagi verið af-
hentar. Ef samningurinn er ekki
undirritaður ræðst réttarsambandið
eingöngu af húsaleigulögum, en ekki
sérstökum samningsákvæðum leigu-
samningsins.
Rétt er að afla sér sérfræðiað-
stoðar við gerð leigusamninga til að
tryggja að ákvæði samningsins haldi
ef á reynir.
Tryggingar
Rétt er leigusala að krefjast þess
að leigjandi setji honum tryggingu
fyrir réttum efndum á leigusamn-
ingnum. Tryggingin nær þá til leigu-
greiðslna og skaðabóta vegna tjóns á
hinu leigða sem leigjandi ber ábyrgð
á samkvæmt ákvæðum húsaleigulag-
anna eða almennum reglum.
Trygging getur verið í formi
bankaábyrgðar, sjálfskuld-
arábyrgðar þriðja aðila, eins eða
fleiri, leigugreiðslu- og viðskiln-
aðartrygingu sem leigjandi kaupir
hjá viðurkenndu tryggingarfélagi
eða tryggingarvíxils. Einnig getur
trygging verið með þeim hætti að
leigjandi greiðir tiltekna fjárhæð til
leigusala sem hann varðveitir meðan
á leigutímabilinu stendur eða í öðru
formi sem leigjandi býður fram og
leigusali metur gilda og fullnægj-
andi.
Mjög algengt er að leigusalar
krefjist þess að leigjendur leggi fram
tryggingarvíxil en í þeim tilvikum er
mjög mikilvægt að víxilinn sé rétt út-
fylltur og uppfylli þannig ákvæði víx-
illaga.
Úttekt leiguhúsnæðis
Aðilum leigusamnings er skylt að
láta fara fram úttekt á hinu leigða
húsnæði við afhendingu þess eða skil
ef annar aðili krefst þess og skulu að-
ilar greiða kostnað vegna hennar að
jöfnu.
Úttekt skal framkvæmd af bygg-
ingarfulltrúa að viðstöddum leigu-
sala og leigutaka eða umboðs-
mönnum þeirra. Á sérstaka
úttektarlýsingu, sem bygging-
arfulltrúi leggur til, skal skrá sem ít-
arlegasta lýsingu á hinu leigða og
skulu aðilar leigusamnings og bygg-
ingarfulltrúi rita undir hana.
Úttekt skal leggja til grundvallar
ef ágreiningur verður um bótaskyldu
leigutaka við skil húsnæðisins.
Húsleiguheilræði
Hús og lög
eftir Hrund Kristinsdóttur,
lögfræðing hjá Húseigenda-
félaginu/huso2@islandia.is
Nú er rétti tíminn til að fara að æfa sig á jólalögunum fyrir þá sem á annað
borð kunna á hljóðfæri en eru kannski ekki alltaf að spila jólalögin árið út og
inn. Allir kunna Heims um ból, Í Betlehem er barn oss fætt, og þannig
mætti telja. Hyggja þarf að því hvort nótur séu til að þeim lögum sem leika
á undir jólasönginn.
Jólalögin
Morgunblaðið/Sverrir
Gamlar jólanótur úr Árbæjarsafni