Vísir - 26.02.1981, Blaðsíða 3

Vísir - 26.02.1981, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. febrúar 1981 vtsm 3 Rafn Sigupðs- son forstjóri Hrafnístu: .Jlrópandi vandamáT „Þetta heimili hérna hefur verið rekið i nær þrjá áratugi, og ástandið i dag snýr þannig að ukkur að það hefur orðið geýsi- leg breyting á aðstæðum, þannig höfum við þurft að fækka hér rúmum til að geta aukið þjónustu okkar", sagði Rafn Sigurðsson forstjóri Dvalar- heimilis aldraðra að Hrafnistu i Reykjavik er við ræddum við hann. Við ræddum vitt og breitt við Rafn um sjúkrahúsmál aldraðs fólks og spurðum hann m.a. hvernig ástandið væri i dag að hans mati. „Það koma bólur i umræður um þessi mál annað slagið, og það eru margir sem taka á ár- inni án þess að nokkuð verði úr. Við þekkjum það t.d. að fyrir kosningar á alltaf að gera mikið átak i þessum málum en að- gerðum er ávallt frestað. Þetta eru loforð en engar efndir. Nú virðist hinsvegar sem það sé talsverður áhugi að gera eitt- hvað i þessum málum, en það vantar alltaf fjármagn. Rikið ýtir þessu á undan sér. Ég er ekki að gera litið úr þvi sem gert hefur verið i heilbrigðismálum en þessu máli hefur verið ýtt of lengi áfram án árangurs”. — Hver er þörfin á sjúkra- rými fyrir aldrað fólk, hvað með biðlista hjá ykkur á Hrafnistu t.d.? „Um áramótin voru 240 konur á biðlista hér, 128 karlmenn og 38 hjón. Konur eru þvi eins og sjá má helmingi fleiri á biðlista en karlmenn, en það er erfitt að leysa þetta þvi við höfum jafna skiptingu hér eftir kynjum”. — Þetta eru stórar tölur, en segja þær nema litla sögu af allri þörfinni? „Nei, þetta er aðeins litið brot af allri þörfinni. Ég myndi álita að þörf væri fyrir 300—350 sjúkrarúm eingöngu i Reykja- vik, hjúkrunarplass sem bráð- liggur á. Þetta er hrópandi vandamál. Ég vil undirstrika það að mér finnst ekkert óeðli- legt að spitalar hýsi meira af gömlu fólki en þar er i dag þótt forráðamenn þeirra telji að þeir hafi verið byggðir til annars. Mér finnst t.d. eðlilegt að á spitölum þar sem nemar eru, sé kennd öldrunarfræði. „Það er hinsvegar hispurs- laust pólitisk barátta sem spilar hér inn i. Einkaaðilar sem eru að reyna að vinna að þessum málum eru pindir fjárhagslega og berjast i bökkum. Við fáum t.d. ekki þær hækkanir á gjald- skrá sem við nauösynlega þurf- um. Við þurfum nauðsynlega 30% hækkun á daggjöldum til að geta sinnt þeim kröfum sem til okkar eru gerðar gagnvart húsa. Þar kemur fram að nefndin hefur sett sjálfseignar- stofnunum og einkastofnunum daggjöld frá 1. janúar 1981 og er rekstrardaggjald Hjúkrunar- deildar Hrafnistu þac 200 krónur, heildardaggjald 223 kr. og halladaggjald 23 krónur. Sambærilegar tölur eru hjá Hafnarbúðum t.d. 510 kr. i rekstrardaggjald og 634 kr. i heildardaggjald. Að lokum gekk Rafn með okkur um Hrafnistu og sýndi okkur lifið þar og ýmsar fram- kvæmdir sem þar er unnið að. Má nefna að herbergi á efstu hæð elstu byggingarinnar hafa nú flest verið sameinuð i einn Dvalarheimili aldraðra að Hrafnistu. Þar eru hjúkrunarsjúklingar 167 af þeim 400 sem dvelja á heimilinu. hjúkrun og fleira mætti nefna”. Þetta verður svo til þess að við eigum i erfiðleikum af þeim sökum s.s. varðandi manna- ráðningar og endurnýjun á tækjum”. Rafn sýndi okkur tilkynningu frá Daggjaldanefnd Sjúkra- stóran sal þar sem nú er föndur- aðstaða, og viða um bygginguna mátt sjá framkvæmdir sem allar miðast við auknar kröfur, en verða á Hrafnistu um leið til þess að fækka verður rúmum á hverju ári. gk—. Bóka mark aðurim Góöar bækur Gamalt verö 26. febrúar frá kl. 9-22 27. febrúar frá kl. 9-19 28. febrúar frákl.9-18 2. marz frákl.9-18 3. marz frákl.9-18 4. marz frákl.9-18 ö.marz frá kl. 9-22 6. marz frákl.9-19 7. marz frákl.9-18 Bókamarkaóurinn SÝNINGAHÖLLINNI ÁRTÚNSHÖFÐA Fimmtudaginn Föstudaginn Laugardaginn Mánudaginn Þriöjudaginn Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Laugardaginn Efni: Nylon Litir: Drapp Ijósbiátt St: M/ L/XL Efni: Nylon Litir: Drapp ST: M/ L/ XL. Efni: Nylon Litir: Dökkblátt/ Ijós- blátt/ brúnt ST: 10, 12, 14, 16. Verð 150, Verð 49, Efni: Poly,- bómull Vatnsþéttar. Litir: Drapp, dökkblátt. Efni: Kaki. ST: 8-20. ST: 8-16. Laugavegi 76 Sími15425 VIN N U FATABUÐIN 2" Sími 28550 SKULAGOTU 30,(húSj þ<

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.