Vísir - 26.02.1981, Blaðsíða 21

Vísir - 26.02.1981, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 26. febrúar 1981 vtsm 21 Dansi, dansi dúkkan mín... íslenski dansflokkurinn ásamt öðrum með frumsýningu í næstu viku: „Já, gott”. Ekki flýta ykkur. Þaö er nógur tlmi.” ,,Já, gott...gott.” „Heyröu, viltu ekki vera aö taka myndir núa. Þetta er svo erfitt atriöi, sem þau eru áö dansa.” Það er Eske Holm, þekktur danskur bailettdansari og rithöf- undur, sem þarna hefur orðið, en Holm er um þessar mundir aö setja upp bailett meö Islenska dansflokknum i Þjóðleikhúsinu. Ballettinn verður frumsýndur á miövikudag I næstu viku, en aö- eins fjórar sýningar eru fyrir- hugaöar. Viö litum inn á æfingu I fyrradag. Hjartaknúsarinn, Vor- blót og Auður: A Dansskemmtuninni i Þjóö- leikhúsinu koma fram auk Is- lenska dansflokksins, Eske Holm sjálfur og svo gestirnir Auður Bjarnadóttir og Dinko Bogdanic. Islenski dansflokkurinn sýnir tvö verk eftir Eske Holm. Þessi verk eru Vorblót við tónlist Igor Stravinski og Hjartaknúsarinn við margvislega tónlist. Auk þess sem Eske setur verkin sjálfur á svið, dansar hann eina karlhlut- verkið I Vorblóti. Auður Bjarnadóttir og Dinko Bogdanic ætla að dansa hér tvo tvidansa, Paganini við tónlist eftir Rachmaninoff og dans úr ballettinum Le Corsair við tónlist eftir Drigo. Auður, sem lengi var meðlimur Islenska dansflokksins, er nú aðaldansari við óperuna i Munchen i Vestur-Þýskaandi og hefur ekki komið fram á islensku leiksviði frá þvi hún sigraði á frystu norrænu danskeppninni i Kuopio i Finnlandi sumarið 1979. Mótdansari Auðar er einnig frá ópernnni i Munchen. En dansar- nir, sem þau sýna hér eru einmitt frá áðurnefndri danskeppni. „Skemmtilegt að vinna með dansflokknum.” Viö gripum Eske Holm glóð- volgan milli atriða á æfingunni og báðum hann að segja okkur örlitið frá Vorblóti og Hjarta- knúsaranum. „Vorblót samdi ég fyrir fjórum árum fyrir dansflokk, sem ég stjórna i Kaupmannahöfn. Ballettinn segir frá hópi kvenna, sem lifa saman i samfélagi. Skyndilega birtist eitthvað karl- kyns og veldur það miklum óróa meðal kvennanna, allt fer úr skorðum og konurnar óttast þessa veru. Ein þeirra slitur sig úr hóp- num og leitar uppi karlkynsver- una. Þau tvö ná saman, en um leið eru þau útskúfuð úr hópnum. Þetta leiöir siðan til dauða hjú- anna. Hjartaknúsarinn er safn sex atriða, sem lýsa kúgun i hinum ýmsu myndum gjarnan á gaman- saman hátt. Þetta er verk, sem ég samdi á siðasta ári og var sýnt I Kaupmannahöfn siðastliðiö vor. Fyrsta myndin nefnist Upp og niður með virðingu og lýsir fólki, sem ekki lærir af reynslunni. önnur myndin er klassiskt mótif um stúlku, sem er að dreyma. Þriðja myndin segir frá mann- eskju, sem afklæðir sig áður en hún mætir dauða sinum. Fjórða myndin lýsir yfirstéttarkonunni Júliu og vélamanninum Jóni, sem dufla pinulitið og daðra. Fimmta myndin, Efnaverk, lýsir skemmt- un i efnaverksmiðju. Þar er mjög glatt á hjalla og meðal annars er stiginn trylltur jassdans. Siðasta myndin, Davið og Goliat er samin upp úr mótmælum manna á upp- byggingu á leikvelli i Kaup- mannahöfn á siðastliðnu vori,”. — Hvernig er að vinna með ts- lenska dansflokknum? „Það er mjög skemmtilegt. Þið eigiö hérna góða dansara og það er synd, aö ekki skuli búið betur að þeim. Þaö er alltof litið fyrir flokkinn aðfá ekki að dansa nema á einni eða tveim sýningum á ári,” sagði Eske Holm. „Mjög óraunverulegt.” „Þetta sem ég var að dansa er „Grand pas de deux” eða klass- ■ iskt mótif,” sagði Ásdis Magnús- dóttir, ballerina i samtali við Visi, en hún dansar aðalhlutverkið i einni myndanna. — Getur þú lýst eitthvað þessari manneskju, sem þú dans- ar? „Þetta er stúlka, sem er að dreyma. Hún liggur i spenni- treyju og dreymir um að vera leyst úr fjötrum. Kannski er hún konungsdóttir, eða hugsjúk manneskja. Maður birtist, kannski er hann konungssonur eða gæslumaður i prinsagervi. Þau dansa, en hún losnar ekki, þvi maðurinn er alltof tilfinninga- næmur til að henta þessu hlut- verki. Það er allt mjög óraun- verulegt i kringum þetta.” — Er þetta lkt einhverju, sem þú hefur dansað áður? „Nei, alveg gjörólikt, ég hef aldrei dansað i spennitreyju fyrr til dæmis.” — Er skemmtilegt að fást við þetta? „Já, mjög.” — Nú er þetta önnur sýning Is- lenska dansflokksins á þessu starfsári. Megum viö vænta fleiri? „Nei,ekkifráokkar hendi. Það koma hingað bráðlega hópur dansara frá Bolshoi og dansa hér, envið tökum ekkkert þátt i þeirri sýningu, aftur á móti getur verið, að viftiverðum með atriði á nem- endasýningu Listdansskólans i vor,” sagði Asdis Magnúsdóttir. —KP. Eske Holm fyrir miöju segir dönsurunum til. Vlsism. EÞS. (Smáauglýsingar — sími 86611 OPIÐ' Mánudaga til föstudaga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 — sunnudaga kl. 18-22 ) Til sölu Til sölu, isskápur, eldhúsborð og 4 stólar, barnastóll og barnaborð, stand- lampi með 2 ljósum, einnig ýmsir smáhlutir i eldhús, teketill, brauðrist og hárþurrka. Uppl. i sima 77418. Hiab grabbi litið notaður til sölu 500 litra. Einnig Fogo krani 1,5 tonn. Uppl. i sima 85064. Sala og Skipti auglýsa seljum þessa viku m.a.: Atlas frystikistu vel með farna, KPS uppþvottavél sem ný, KPS eldavél 3ja ára, einnig stálvaska handlaugar, WC, hurðir með gleri, o.fl. Vantar i sölu isskápa, eldavélar, barnavagna, kerrur o.fl. Seljum nýtt á góðu verði, 1x2 svefnsófann, Lady sófasett, furu- veggsamstæður o.fl. Opið virka daga kl. 13-18, laugar- daga kl.10-16 Sala og skipti Auðbrekku 63, simi 45366, kvöldsimi 21863. nóTORSPORr BatablaiVur—C.ufu\agnar t.lltl ki i,n.ln,tiii,it raiVrli I>il.i«« Mótorsport blaöiö erkomið á blaðsölustaði. Askrift- ar- og auglýsingasimi 34351 kl. 3 til 6 virka daga. (Bólstrun Klæðum og gerum við bólstruð húsgögn. Höfum einnig til sölu roccocostóla með áklæði og tilbúna fyrir útsaum. Bólstrun Jens Jónssonar, Vestur- vangi 30, Hafnarfiröi, simi 51239. Bólstrun. Klæðum og gerum við bólstruð húsgögn. Gerum verðtilboð yður að kostnaðarlausu. Bólstrun, Auðbrekku 73, simi 45366. Húsgögn ^ J Húsgagnakynning í dag hefst kynning á húsgögnum sem eru nýkomin frá Sviþjóð og mun vera hér i þessum dálk i mánuð. Næst kynnum við Bóka- hillu. Dúna, Siðumúla 23, simi 84200. Allt i barnaherbergiö. Hillur, skápar, skrifborð og rúm. Bæði sambyggt, fyrir þá sem ekki hafa mikið pláss, og hvert i sinu lagi. Mjög hagstætt verð. Simi 50421. AÐEINS MILLI kl. 18-20. Skáli s/f, Norðurbraut 39, Hafnarfirði. Svefnbekkir og svefnsófar til sölu. Verðfrá kr. 750,- Sendum út á land i póstkröfu ef ósRað er. Uppl. að Oldugötu 33, simi 19407. Sófasett til sölu, litill 2ja sæta sófi (hringlaga) og 2 stólar, hvildarstóll meö skammeli og snyrtiborði. Uppl. i sima 84623. Breitt einstaklingsrúm til sölu, stærð 1,15x2.00 Vel með farið úr ljósum viöi. Uppl. i sima 32758 e. kl. 17.30. Sjónvörp Nýtt litasjónvarp Luxor 26”, 16 rása, með fjarstýr- ingu, til sölu, einnig Sansui og JVC stereosamstæða, samansett af tveim JVC hátölurum SP 1000, JVC fónn QLA 2, Sansui magnari 9500, Sansui útvarp 9500. Gott verð gegn staðgreiðslu. Uppl. i sima 81970 i kvöld og næstu kvöld eftir kl. 17. Tökum I umboössölu notuð sjónvarpstæki. Athugiö ekki eldri en 6 ára. Opiö frá kl. 10-12 og 1-6, laugardaga kl. 10-12.| Tekiðá móti póstkröíupöntunum i simsvara allan sólarhringinn. Sportmarkaðurinn, Grensásvegi 50 simi 31290. Teppi Notað ullargólfteppi, mjög vandað, til sölu. Uppl i sima 31125. Video , ] ] ] nn •• . 1 • o 1 Myndsegulbandsklúbburinn „Fimm stjörnur” Mikið úrval kvikmynda. Allt frumupptökur (original). VHS kerfi. Leigjum einnig út myndsegulbandstæki i sama kerfi. Hringið og fáið upplýsingar simi 31133. Radióbær, Ármúla 38. Tækifæri: Sony SL 8080 myndsegulbands- tæki. Afsláttarverð sem stendur i viku. Staðgreiðsluverö kr. 12.410.- Myndþjónusta fyrir viöskiptavini okkar. Japis hf. Brautarholti. 2, simar 27192-27133. Vidoklúbburinn. Höfum aukið við VHS myndasafn okkar. Nýjir klúbbfélagar vei- komnir. Opið alla virka daga frá kl. 17 og laugardaga frá kl. 13. Uppl. i sima 72139. Hljómtæki ' Sportmarkaðurinn Grensásvegi 50 auglýsir: ( Hjá okkur er endalaus hljóm- tækjasala, seljum hljómtækin strax, séu þau á staönum. ATH: mikil eftirspurn eí'tir flestum tegundum hljómtækja. Höfum ávallt úrval hljómtækja á staðnum. Greiðsluskilmálar við allra hæfi. Verið velkomin. Opið frá kl. 10-12 og 1-6 laugardaga kL 10-12. Tekið á móti póstkröfupönt-' unum i simsvara allan sólar- hringinn. Sportmárkaðurinn, Grensásvegi 50 simi 31290. r/5&rn Hljóófæri ' Rafmagnsorgel — hljómtæki Ný og notuð orgel. Umboössala á orgelum. Orgel stillt og yfirfarin af fag' mönnum,fullkomið orgelverk- stæði. Hljóðvirkinn sf. Höfðatúni 2 simi 13003. Vérslun Dömur — herrar. dömunærföt, hosur, sportsokkar 100% ull þykkar sokkabuxur ull- arblanda. Sjúkrasokkabuxur 3 litir, 5 stærðir. Herraflauelis- buxur gallabuxur, náttföt. nærföt JBS hvit og mislit, siöar nær- buxur drengja og herra. Sokkar 50% ull. og 50% nylon, 80% ull og 20% nylon, sokkar 100% bómull og sokkar með tvöföldum botni. Barnafatnaður. Odýrir skiöagall- ar, stæröir: 116-176. Smávara til sauma. Póstsendum. S.ó. búðin Laugalæk. Simi 32388. ( milli Verðlistans og Kjötmiöstöðvar- innar).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.