Vísir - 26.02.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 26.02.1981, Blaðsíða 4
4 Þessi salur er leigður út fyrir hverskonar mannfagnaði og fundarhöld. Hagstætt verð á mat og veitingum. ATH! engin leiga fyrir salinn? Opnum fyrir 10 manns — salurinn tekur 40 manns. Steik dagsins LAMBA- PIPARSTEIK Borðpantanir í síma 45688 Steikhúsið Versalir Hamraborg 4 Námsvist i Sovétrikjunum. Sovésk stjórnvöld munu væntanlega veita einum íslendingi skólavist og styrk til háskólanáms í Sovétrikjunum háskólaáriö 1981-82. Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu G, 101 Reykjavik, fyrir 25. mars n.k. og fylgi staðfest afrit prófskirteina ásamt meðmæium. — Umsóknareyðublöð fást i ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytið 23. febrúar 1981. þaöboraar sig aönota PLASTPOKA © Ptastprent hf. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 85600 vísm Fimmtúdagur 26. febrúat- 1981 Palme vegnar litlö íran hafnaði siðustu tiiraun Olofs Palme, sáttasemjara Sam- einuðu þjóöanna, til þess að koma á vopnahléi i striði Irans og traks, en þaö hefur nú staðið 22 vikur. tranir vísa algerlega á bug öll- um möguleikum á friðarviðræð- um, meðan nokkur hermaður tr- aks er á iranskri grund. Samningar um Eyjahaf Griskir og tyrkneskir diplómat- ar munu koma saman til við- ræðna i Ankara i næsta mánuöi I leit að samkomulagi i deilu rikja þeirra um yfirráðarétt nokkurra eyja í Eyjahafinu, og tilkall til landgrunnsins. Eyjahafið er innan varnar- svæðis NATO, en Grikkir hófu aftur hernaðarlegt samstarf við bandalagið f október 1980, eftir að þeir slituþvi 1974 i mótmælaskyni við innrás Tyrkja á Kýpur. Tálkonur kgb Fyrrum ambassador Breta I Moskvu sir Geoffrey Harrison, sagði „Sunday Times” i vikunni, að hann hefði á sinum tima falliö I gildru KGB, dreginn á tálar af ungri þjónustustúlku I sendiráö- inu f Moskvu. Þegar rann ypp fyrir honum I hverja klfpu hann hafði komiö sér og ef til vill bresku utanrikisþjón- ustunni um leið (þetta var rétt fyrir innrásina i Tékkóslóvakiu 1968) játaði hann hreinskilnislega fyrir yfirboðurum sinum, hvernig komið var fyrir honum. Var hann kallaöur þegar I stað heim. Sir Geoffrey, sem nú er 73 ára orðinn, sagöi I blaðaviðtalinu, að hann heföi mikla samúð meö Jamcs Holbrook majór, hernað- arráðunaut i bandaríska sendi- ráðinu i Moskvu, sem kvisast STALÍN LOFAÐI AD PÖL LAND SKYLDI FRJALST Atburðirnar I Póllandi siðasta sumar og I vetur rifja upp fyrir mönnum fyrri tima samkomu- lag stórveldanna um framtiðar- áætlanir varðandi Pólland sem skyldi verða sjálfstætt riki og frjálst á mörkum Austur- og Vestur-Evröpu. Hvort þær fyrirætlanir stór- valdapáfanna á Jaltaráðstefn- unni fyrir 36 árum eigi nokkurn tíma eftir að rætast, veröur ekki séð. Það yrði að minnsta kosti ekki að þakka orðheldni Stalins og ögnarstjórnar hans. t Jalta urðu þeir á eitt sáttir um það Churchill, Roosevelt og Stalín, að bráöabirgðast jtírnin I Lublin fengi breiöari vald- grundvöll og að I henni fengju sæti fulltrdar úr pólsku útlaga- stjtírninni í London. Þeir komu sér saman um það, aö Molotov utanríkissráöherra ásamt sendiherrum Bandarikjanna og Bretlands i Moskvu hefðu um- sjtín með þessum breytingum. Siðan attu Stóra-Bretland, Bandarikin og Sovétrikin aö viöurkenna hina breyttu rikis- stjórn Póllands. Úr þessu varö aldrei neitt, og lágu til þess ýmsar orsakir. Fyrst og fremst hafði Staltn sin- ar eigin áætlanir um framtlð Póllands, eins og önnur Austur-- Evrópulönd. Roosevelt féll fljót- lega frá, og Churchill stóð þvi einn uppi vestrænna leiötoga, sem staðið hafði að Jaltasamn- ingunum. Fljótlega eftir striðs- lok beiö Churchill ósigur i kosn- ingum og þokaðist út af tafl- borði heimsmálanna. Sennilegast hefði Stalin þó farið sinu fram, hvað sem taut- aði og raulaöi á vesturlöndum, þar sem striðsþreytan lagðist yfir fólk og menn voru mest með hugann bundnir við uppbygg- inguna eftir eyðileggingar striðsins. Mörg ár áttu einnig eftir að liða, áður en Þýskaland léti aftur að sér kveða i málefn- um Evrtípu. — Á meðan gat sovéski einvaldurinn einbeitt sér að áætlunum sinum um svæðið milli úralsfjalla og At- lantshafs. Það varð Póllandi ör- lagarikt. Samningana, sem gerðir höfðu verið um Pólland, haföi Stali'n að engu. Lublinstjórnin hélt áfram óbreytt aö en var aldrei neitt annað en leppstjórn. I samtölum sem birt eru i striðsminningum Charles de Gaulle (Memoires de Guerre, Paris 1951), kemur fram, að Stali'n hafði löngu fyrir striðslok sinar áætlanir á hreinu um sam- band Ráðstjórnarrikjanna við nágrannalöndin. Vitnað er þar i samtal, sem þeir tveir áttu 6. desember 1944. Þar segir de Gaulle: „Við höf- um ekkert á móti Curson-lin- unni, ef Pólland fær eitthvað i staöinn þá að vestanverðunni.” — Stalin: „Það þarfnast ekki umræðu við, að auðvitað hlýtur Pólland aö fá einhver héruð þar. Herir okkar munu sjá til þess að svo verði.” — De Gaulle: „Við teljum, að Pólland hljóti að verða sjálfstætt riki.” — Stalin: „Satt er orðið. A þvi getur ekki leikið nokkur minnsti vafi.” En það varð svo eitthvað ann- að, eins og menn vita. Aldrei hlaut pólska þjóðin sitt frelsi eða sjálfstæöi. Enda var Stalin ekki sú manngerð, sem virti sjalfstæði einnar þjóðar framar öllu ööru. Arftakar hans, sem siðar for- dæmdu aðfarir Stalins, righéldu þó fast I Pólland eins og önnur austantjaldslönd sem leppriki. Ekki virtu þeir Jaltasamkomu- lagiömeiraen Stalin hafði gert. Enda hvernig átti það að fara saman viö hugmyndafræði þeirra og útþenslustefnu. 1 andófsvakningu pólsks verkalýðs i sumar og vetur hef- ur ptílska þjóðin reynt að hrista af sér klafa kommúnismans, að minnsta hvað varöar kjaramál- in, og eins ýmis réttlætismál, eins og trúfrelsi og aukinn aö- gang aö fjölmiðlum með sin sjtínarmið. Þaö þýðir þó ekki, að opnaður hafi verið möguleikinn til þess að hrista alveg af sér þungan hramm rússneska bjarnarins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.