Vísir - 26.02.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 26.02.1981, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 26. febrúar 1981 19 Hristingur Lafði Chatterley Sylvia Kristel, sem fræg varð fyrir hlutverk sitt sem hin erótiska Emanuelle er enn við sama heygarðshornið hvað varðar val á hlut- verkum. Hún er nú enn tekin til við gerð ,,pornó- myndar" þar sem hún mun leika hlutverk Lady Chatterley i enskri kvik- mynd sem gera á eftir hinni frægu bók D.H. Lawrence. Allar viídu meyj- arnar eiga hann Karl Bretaprins hefur gert víö- reist á kvennamarkaðinum Einn eftirsóttasti piparsveinn siðariára, Karl Kilipusson Breta- prins, er nú loks genginn út, kon- um viða um heim tii hrellingar en móður sinni til hugarhægðar. Hinn 22 ára gamli rikisarfi hefur gert viðreist á kvennamarkaðn- um undanfarin ár og blaðamenn hafa fylgt honum við hvert fótmál enda hafa fáir fengið svo rækilega umfjöllun um kvennamál sin i heimspressunni eins og Karl Hretaprins. En þótt svo nákvæmlega hafi verið fjallað um mál þessi i fjöl- miðlum er ógjörningur að gera þeim viðunandi skil i stuttri grein enda ekki fyrir meðalmann að fylgjast með i þessum efnum og segir það sina sögu um ástarmál prinsins og sjálfsagt mætti skrifa margar bækur um þessi mál. I fyrstu tóku menn fregnum af kvennafari prinsins með léttúð en umræðan varð alvarlegri eftir þvi sem aldurinn færðist yfir hann. Voru þá einkum uppi bolla- leggingar um hugsanlegt konu- efni enda mikið i húfi fyrir bresku þjóðina að vel tækist til um valið. Prinsinn sjálfur visaði hins vegar öllum getgátum á bug og i viðtali árið 1975 sagðist hann ætla að halda áfram að verða ástfang- inn af ,,alls konar stelpum” um ókomin ár og sér lægi ekkert á að kvænast. Við sama tækifæri kvaðst hann ekki eiga von á að falla i hjónasængina fyrr en ein- hvern tima eftir þritugt. Og nú hefur hin 19 ára gamla lafði Di- ana Spencer hreppt hnossið, en um fátt hefur verið meira skrifað i bresku pressunni undanfarna mánuði en samdrátt þeirra. A meðfylgjandi myndum getur að lita nokkrar af þeim konum sem orðið hafa athygli prinsins aðnjótandi og skal það skýrt tekið fram, að hér er aðeins um að ræða örlitið brot af þeim skara föngulegra kvenna sem prinsinn hefur verið orðaður við. Arið 1979 kom upp kvittur um samdrátt þeirra Karls og Mari-Astrid prinsessu af Luxembourg en það samband rann fljótlega út i sandinn. Karl ásamt Lauru Jo VVatkins áriö 1974, en hún var þá tvitug, dóttir bandarísks flotafor- ‘i'gja. Samband prinsins og Lady Jane Welleslev, dóttur hertogans af Wellington, vakti mikla athygli á sinum tima. Mörgum fannst þó for- tið liennar helst til vafasöm og að vegna fyrri ástarmála væri hún ekki rikisarfanum sam- boðin. \ . /M W* 4 ' 1 W slk \ * ^ A :A:' Arið 1975 heimsótti Karl Nýju-Guineu og þar flykktust hinar innfæddu að honum sem annars staðar. Arið 1973 var hin tvítuga Rosie Clifton á sið- um blaðanna vegna sambands sins við Karl. Prinsinn i snúning við innfædda á Suðurhafs- eyjum árið 1974. Helga Wagner, 38 ára gömul bandarfsk kaup- sýslukona var i nánum kunningsskap við prinsinn á meöan hann dvaldi á Florida i april á siðasta ári. Karl dansar samba I Rio de Janeiro ekki alls l'yrir löngu. Rlkisarfanum fagnað af 16 ára gamalli ind- verskri kvikmyndaleikkonu er hann var þar á ferð skömmu fyrir siðustu jól. Anna prinsessa, systir Kalla nýtrúlofaöa þykir meö afbrigöum sam- viskusöm kona. Er til þess tekiö, aö hún skuli enn gegna sinum kon- unglegu skyldum þótt skammt se i aö hún veröi lettari af öðru barni sinu. Meðfylgj- andi mynd var nýlega tekin af henni er hún vígöi nýja höfn fyrir breska flotann....

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.