Vísir - 26.02.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 26.02.1981, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 26. febrúar 1981 VÍSIR - segir Úmar Ragnarsson ,,Viö getum ekki annað en verið ánægðir með útkomuna eins og það gekk hroðalega fyrsta kvöldið”, sagði Ómar Ragnarsson, fréttamaður, en hann og Jön bróðir hans eru ný- komnir frá Sviþjóð þar sem þeir tóku þátt i „Swedish Inter- nátional”-rallinu, sem er eitt af tiuerfiðustu röllum, sem haldin eru. „Við máttuin þakka fyrir að detta ekki tir keppni. Fyrst vor- um við sviknir um rétt dekk — sérstök rall-snjódekk. Við ókum þvi fyrstu leiðirnar á dekkjum, sem voru almennt aðhláturs- efni. Svo þegar við vorum loks- ins komnir á almennileg dekk, þá fóru hjá okkur ljósin. Við reyndum að lagfæra þau og fyr- ir bragðið vannst ekki timi til að huga að öðru svo við urðum næstum þvi bensinlausir á lengstu sérleiðinni, og urðum þvi að aka sparakstur eða i fimmta gir lengst af. Þegar þetta hafði allt dunið yfir, vorum við komnir i 111. sæti. Eftir þetta var engin spurning um að verða ofarlega i keppn- inni, heldur aðeins að komast i mark og reyna um leið að þoka sér aðeins ofar”. — Langar þig að taka þátt i „Swedish International” aftur? „Ég var búinn að segja við sjálfan mig áður en við fórum út i keppnina, aö svona nokkuð ...ogliðiö, sem sá um tvo Opel-bila, sem Opel verksmiöjan sendi til - keppni fyrir sina hönd. Ómar og Jón höfðu fimm að- stoðarmenn. Þá voru ílestir keppendanna búnir að vera að kynna sér akstursleiðina i þrjár vikur og höfðu ekið hana tiu til fimmtán sinnum, en Ragnars- synir fóru hana tvisvar fyrir keppnina. „Swedish International” er eitt af tiu stærstu rallmótum i heimi og eitt af tiu sem gefa stig I heimsmeistarakeppninni. I keppnina eru aðeins skráðir færustu rall-ökuþórar heimsins, og i raun og veru hefðu þeir bræður aldei fengið þátttökurétt nema i gegnum samstarf bif- reiðaiþróttaklúbbanna á Norðurlöndunum. Þeim var, sem tslandsmeisturunum i rall- akstri, boðin þátttaka i „Swedish International” til að auka samskipti islenskra rall- manna við félaga sina á hinum Norðurlöndunum. „Swedish International” varð nokkuð sögulegt að þessu sinni. Finnar röðuðu sér i þrjú efstu sætin og er þetta i fyrsta skipti, sem nokkur annar en Svii sigrar i þessari keppni. Hannu Mikkola sigraði glæsi- lega. Hann fékk bestan tima i fjórtán sérleiðum af 25. Mikkola ók Audi Quatro, sem er nýr bill með drifi á öllum hjólum. I öðru sæti varð Ari Vatanen á Ford Escort RS 180. Escort bill varð einnig i þriðja sætinu, en honum stýrði Finninn Pentti Airikkala. Sigurvegarinn, Mikkola, fékk þrjár stundir, fjörutiu og átta minútur i minus, en Ómar og Jón fengu fjórar stundir, fimmtin og eina minútu i minus, sem þýðir að þeir voru rúmlega klukkustund á eftir sigurvegar- anum. —ATA gerði maður bara einu sinni á ævinni. En mér finnst eftir á að það sé nokkuð skitt að geta aldrei notað sér þá reynslu sem maður fékk þarna. Og þessa reynslu getur maður aðeins nýtt sér i einmitt þessu ralli. Undirbúningstiminn, sem við höfðum.fóraðlang mestu leyti i alls kyns snatt og pappirsvinnu. Æfingaaksturinn varð þvi sára- litill. Fyrirhöfnin yrði helmingi minni ef við færum aftur, og þvi er það dálitið kitlandi. Við skrifuðum niður ýmiss minnisatriði og vorum komnir með eina fimmtiu eða sextiu punkta, og listinn er að sjálf- sögðu handa næsta manni, sem tekur þátt i þessu ralli”, sagði Ómar. — ATA 1 hófi sem haldiö var eftir raliiö var ómar fenginn til aö skemmta. Hér er hann á fullri ferö aö lýsa jeppakeppni. Vísismynd: Ólafur Guömundsson „Swedish international” ralliö: Bræðurnir Ómar og Jón Ragnarssynir tóku þátt i alþjóðlega rall-akstrinum „Swedish' International” fyrir skömmu og stóðu sig með ágætum. Þeir höfnuðu i 66. sæti, en alls hófu 116 bilar keppni. Jón og Ómar Ragnarssynir ásamt aöstoöarmönnum slnum... Aðstöðumunur Ómars og Jóns og annarra keppenda var gifur- lega mikill, enda flestir hreinir atvinnumenn i iþróttinni. Til dæmis má nefna, að hver kepp- andi hafði 2-300 dekk af ýmsum gerðum, en bræðurnir tuttugu. I kringum sigurbilinn voru um þrjátiu manns á tiu bilum, en Hér er sigurvegarinn, Hannu Mikkola, I beygju á einni sérleiðinni. Visismynd: Óiafur Guömundsson Geysilegur aOslöðumunur wSBm Ómarog Jón á fullri feröf Renaultinum sinum. Vlsismynd: Ólafur Guömundsson „Dekkin okkar voru almennt aðhlátursefni'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.