Vísir - 26.02.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 26.02.1981, Blaðsíða 27
MIKILSVERBIR VERKAMENN I VfNGARNI MENNINGARINNAR islenzka óperan: Hátiöartónleikar i minningu hjónanna Helgu Jónsdóttur óg Sigurliða Kristjánssonar. Háskólabió, fimmtud. 19. febrúar 1981. « Flytjendur: Atján Islenzkir einsöngvarar, Kór islenzku óperunnar, Sinfóniuhljómsveit lslands. Stjórnandi Robin Stapleton Æfingarstjóri: Tom Gligoroff Viðfangsefni: Atriði úr óperum eftir R. Wagner, C. W. Gluck, W. A. Mozart, G. Verdi, Alban Berg, G. Bizet, R. Lencavallo. P.I. Tsjaikovskí, J. Offenbach og G. Puccini. Það var töluverður glæsibragur yfir þessum tónleikum, enda ekk- ert til sparað, að þeir yrðu sem veglegastir. Og ekki vantaði fjöl- breytnina: Hér skiptust á ein- söngvar, dúettar, kvintettar og kórar úr óperum allt frá „Orfeifi og Evridisi” til „Wozzecks”, en höfuðáherzla lögð á „glans- númer” úr óperum rómantiska timabilsins. Það verður að segja eins og er, að sumt af þessu hljómaði eins og bergmál frá liðinni tið, en annað gaf lika fyrir- heit um, hvað hér er unnt að gera á sviði óperuflutnings, ef vel er á haldið. Frammistaða söngvaranna var óneitanlega nokkuð misjöfn, svo sem vænta mátti. Það er ekki heiglum hent að koma inn á söng- pallinn og ráðast beint til atlögu við stóra og erfiða ariu, sem e.t.v. er hápunktur heillar óperu og einatt þannig staðsett i verk- inu, að söngvarinn er allt kvöldið að „syngja sig upp” að þessum hápunkti. En flestir stóðust þessa erfiðu raun allvel, sumir með hinni mestu prýði, og sérstök ástæða er til að ljúka lofsorði á frammistöðu stjórnandans, sem sýndimikla röggsemi og frábæra kunnáttu i þessari fjölbreyttu efnisskrá. Söngur kórsins var einnig mjög frisklegur og lifandi. Framtið óperuflutnings á Is- landier ærið umhugsunarefni, og má heita furðulegt, hve litið hefur verið um það fjallað opinberlega, svo mikill sem óperuáhuginn virðist vera. Oftast hefur lika — að minum dómi — skort mjög á framsýni og raunsæi i þeirri umræðu. Lögum samkvæmt á Þjóðleik- húsið að flytja óperu árlega. Þau lög eru að visu ekki eldri en frá árinu 1978. En að baki þeim liggur sú staðreynd, að Þjóðleikhúsið hefur þau þrjátiu ár rúm, sem það hefur starfað, staðið fyrir mestallri óperustarfsemi á land- inu. Að þessu vikur Sveinn Ein- arsson þjóðleikhússtjóri i ávarps- orðum, sem birt eru i efnisskrá þessara tónleika. En hann getur þess jafnframt að eftir að kvaðir voru lögfestar um árlegan óperu- flutning, hafi ekki verið sinnt ósk- um leikhússins um að tryggja framgang laganna með fjárveit- ingu, sem lagabreytingin krefst. Nú hafa þau tiðindi gerzt, að nýstofnuðum samtökum, Islenzku óperunni, hefur tæmzt arfur, hátt i milljarð gamalla króna að sögn, sem verja skal til að „kaupa eða byggja óperuhús i Reykjavik”,svoaðennsévitnað i efnisskrána. Ekki leyfi ég mér að efast um, að þeir mikils metnu lögmenn, sem stjórna skiptum á dánarbúi Sigurliða heitins Krist- jánssonar og frú Helgu Jóns- dóttur hafi lesið rétt erfðaskrána og ráðstafað erfðafénu eftir beztu vitund. En óneitanlega vekur þetta mál allt nokkra furðu og ýmsar spurningar i hugum þeirra, sem áhuga hafa á viðgangi söng-og tónlistar i land- inu. T.d. býst ég við, að ýmsum gæti þótt forvitnilegt að kynnast orðalagi þess ákvæðis i erfða- skránni, sem fyrrnend ráðstöfun byggist á. Milljarður gamalla króna er að visu mikið fé. Það mundi samt naumast hrökkva til að kaupa óperuhús, þó að slik mannvirki væru til sölu i Reykjavik, ekki heldur til að kaupa og breyta i viðunandi horf einhverju af þeim samkomuhúsum borgarinnar, sem hugsanlega kæmu til greina i þvi heldur til að byggja óperuhús, sem risið gæti undir nafni. Látum nú samt svo vera, að fyrir þessa peninga fengist hús, sem nota mætti til óperusýninga. En hver á þá að reka þá starf- semi, sem þar fer fram? íslenzka óperan? Og hafa menn gert sér grein fyrir, hvað sá rekstur kost- milljónum nýkróna. Þetta er sýnu hærri upphæð en hin rausnarlega dánargjöf Sigurliða Kristjánsson- gr til söngiistarinnar i landinu. Það fer að sjálfsögöu eftír umfangi þeirrar starfsemi, sem rekin yrði i væntanlegu óperu- húsi, hve mikils halla mætti vænta á þeim rekstri. Hann gæti hugsanlega orðið jafnmikill eða jafnvel meiri en á rekstri Þjóð- leikhússins, ef hátt væri stéfnt um fjölda og iburð sýninga. En trú- lega gæti hann orðið eitthvað lægri, ef hófs væri gætt um starfs- áætlun og allan tilkostnað, þó væntanlega aldrei minni en nokkur hundruð milljónir gam- alla króna, ef starfseminn ætti að ar, þegar hann er kominn á grundvöll atvinnuleikhúss, eins og gera verður ráð fyrir, að fljótt mundi verða? Aætlaður rekstrarhalli Þjóð- leikshússins á þessuári, greiddur beint úr rikissjóði samkvæmt fjárlögum, nemur nærri 1300 milljónum gamalla króna, þ.e. 13 risa undir nafni og réttlæta það, að henni væri helgað sérstakt óperuhús. Hver á að leggja fram þetta fé? Er liklegt að Islenzku óperunni gengi betur að afla framlaga til að kosta þessa starf- semi en Þjóðleikhúsinu til að standa straum af einni óperusýn- ingu á ári? Hér hefur verið varpað fram ýmsum spurningum, sem áleitn- ar verða, þegar þessi mál eru hugleidd, en engum svarað. Enda sýnast mér svörin ekki liggja i augum uppi. En þær eru þess virði að velta_ þeim fyrir sér. Islenzkir söngvarar eru mikilsverðir verkamenn i vin- garði menningarinnar á þessu landi, og i þeim hópi munu vera ýmsir þeir listamenn, sem greiðastan aðgang eiga að eyrum og hjörtum alls almennings. Við eigum þeim öll þökk að gjalda fyrir ótal ánægjustundir og mikið ogfórnfúststarf, sem jafnvel þeir sjálfir — hvað þá við hin — gerðu sér einatt ekki grein fyrir, hve dýrmætt það var og mikilsvert. Sé um einhvern menningararf að ræða á sviði tónlistar hérálandi, einhverja tónlistarhefð, er það — eða hefur að minnsta kosti lengst af verið — sönghefð fyrst og fremst. Furðu margir islenzkir söngvarar hafa i áranna rás sannað hæfni sina frábæra á óperusviöum annarra landa, i þeirri hörðu og vægðarlausu sam- keppni, sem þar rikir. Aðrir, og þeir kannske ekki allir neitt sið- ri, hafa orðið að þreyja hér heima þorrann og góuna. Enn aðrir eru ungir og efnilegir, en óráðnir, og ef til vill er það á okkar valdi hvort og með hverjum hætti hæfi- leikar þeirra nýtast. Það þarf engan að undra, þótt þetta fólk biði þess með nokkurri óþreyju, að þvi opnist möguleik- ar til að njóta krafta sinna og starfa að list sinni, m.a.við óperuflutning, sem reynslan sýpir að verulegan hljómgrunn á meö þjóðinni. Og það er að von- um, að söngvurunum svelli inóður i brjósti, þegar að þeim er rétt svo stórhöfðingleg hvatning og viðurkenning sem nú hefur orðið. Ég óska þeim til hamingju, innilega og af heilum huga. Ég vil á engan hátt spilla gleði þeirra eða draga úr þeim kjark. En ég held, að þeir séu nú þannig stadd- ir, aö þeir þurfi margs aö gæta, áður en ráðizt er i stórræði. Á þvi vildi ég vekja athygli þeirra. Jón Þórarinsson. WrtTYirtalii' MRÍTHDUR HNÍFURINN í GUDRÚNU Þrjár þingkonur veltu því fyrir sér yfir kaffibolla I sjónvarpinu, með nokkurri að- stoð fréttamanns, hvers vegna ekki væru fleiri konur á þingi, og hver væri staöa þingkvenna í karlaveldinu, sem stjórnandi þáttarins og fleiri töldu vera við Austurvöll. Nú hefur það lengi veriö vitað, að konur geta fyrst og fremst sjálfum sér um kennt — eða þakkaö — að fleiri þingmenn eru ekki kvenkyns. Það rikir pólitisktfrelsi hér á landi, konur geta gengið I stjórnmálaflokka og barist þar til áhrifa alveg til jafns við karlmennina ef þær hafa raunverulegan áhuga, og hæfileika, til að veita forystu i stjórnmálum. Og þegar hæfi- leikarikar konur gefa sig að pólitikinni af sama alvöruþunga og karlmennirnir, þá ná þær einnig jafn langt á framabraut- inni. Þetta höfum við dæmi um í kringum okkur, og nægir þar að nefna nöfn Margaret Thatcher, Shirley Williams og Harlem Gro Brundtland. Staðreyndin er auðvitað sú, að konur hafa i mjög litlum mæli fengist til þess að gefa sig aö stjórnmálum af nokkurri al- vöru, og þess vegna eru aöeins þrjár konurá Alþingi tslendinga sem stendur. Kvenþjóðin er sem kunnugt er um helmingur kjósenda i land- inu, og það skal henni reiknað til tekna, að hún kýs ekki konur bara vegna þess að þær eru kon- ur. Kvenþjóöin skiptir sér I stjórnmálaflokka á nákvæm- lega sama grundvelli og karl- mennirnir, þ.e. eftir stjórn- málaskoðunum, en ekki eftir kynferði frambjóðenda. Og það er vel. Það, var kostulegt að fylgjast með þvi hvernig stjórnandi þessa sjónvarpsþáttar og Guð- rún Helgadóttir reyndu i sam- einingu að gera það tortryggi- legt, að Jóhanna Sigurðardóttir fann hvorki til útskúfunar meö- al karlmannanna á þinginu né pólitisks náttúruleysis og var til og með tekin út i horn á elsku- vinafundi eins og hver annar al- þingismaður. Hún sem sagt starfaði eins og aðrir þingmenn og fann ekkert til þess aö hún væri sett til hliðar við umræður um eða ákvörðun mála utan þingfunda sem innan vegna kynferðis sins. Þetta þótti tvíeykinu furðu- legt mjög, þar sem Guörún virtist þjást mjög af útilokunar- kennd. Hún sá allt I kringum sig karlmenn á kjaftafundum úti I hornum, eða á kaffistofunni, og taldi víst að þar væri verið aö ræða alvarlegu málin og hún fengi þar hvergi nærri aö koma. Það er auðvitaö alrangt að taka þessar sálarflækur sem einhvern vitnisburð um hvernig það sé að vera kona á alþingi. Þessar ömurlegu lýsingar segja fyrst og fremst athyglis- verða sögu um þann þingmann, sem setur þær fram, og þing- flokk hennar. Hún er jafnvel orðin svo þjáð af þessari útilok- unarkennd, að hún gaukar þvi að stjórnanda þáttarins á góðri stundu, að finu málin hennar séu kæfð bara af þvi að hún komi með þau — og þá væntan- lega kæfð af flokksbræörum hennar i ráðherrastólunum! Slíkt ástand, sem þessar yfir- lýsingar allar gefa til kynna, er auðvitað alþekkt i sálrar- fræðinni, og þarf ekki meira um að ræöa bér. Hins vegar var vitnisburður Jóhönnu Sigurðar- dóttur um stöðu sina á þinginu marktækur um hið raunveru- lega ástand. Auðvitað umgangast þing- menn hver annan með sömu viröingu hvort sem um karl eða konu er að ræða. Auðvitaö geta konur jafnt sem karlar haft um- talsverð áhrif á þingi ef viökom- andi þingmenn hafa þá hæfi- leika, sem til þarf til að koma málum áfram. Og þar stendur hnifurinn í Guðrúnu. Hún hefur einfaldlcga ekki þessa hæfi- leika, heldur viröist hún halda, að það að vera meö stóryrtar yfirlýsingar út af smámálum sé leiðin til áhrifa. Enda er hún á góðri leið með að kjafta sig út af þingi eins og Bjarni Guðnason gerði hér um áriö. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.