Vísir - 26.02.1981, Blaðsíða 15

Vísir - 26.02.1981, Blaðsíða 15
14 Fimmtudagur 26. febrúar 1981 Fimmtudagur 26. febrúar 1981 VÍSIR vism Opinber heimsókn Vigdísar Finnbogadóltur til Danmerkur hófsi i gær: Lðtlaus en hjartan- leg móttaka i Höfn Úr snjónum hér heima komu forseti Islands, Vigdis Finnboga- dóttir, og fylgdarlið hennar til Kastrupflugvallar á áætlunar- tima undir hádegið i gær, þar sem biðu Margrét Danadrottning, eiginmaður hennar Hinrik prins og fleira mektarfólk Dana. Veður var gott, frostlaust og þurrt, hægviðri en skýjað. Jörð var auð i Kaupmannahöfn, þegar fyrsta opinbera heimsókn Vigdis- ar Finnbogadóttur sem þjóðhöfð- ingja Islands hófst. Móttökuathöfnin á flugvellinum var látlaus en hjartanleg. Lif- varöarsveit hennar hátignar stóð heiöursvörö, sem Margrét drottn- ing bauö forseta tslands að kanna meö sér, en að þvi búnu var sest inn ibifreiðir, sem fluttu islensku gestina og móttökunefndina burt af flugvellinum. Var það löng lest bila og lá leið hennar um Amager-strandgötu, Prags Boulevard, Uplandsgötu, Varma- landsgötu inn á Amager Boule- vard, yfir Löngubrú og að Krist- jánsborgarhöll. — Fremst ók bif- reið hennar hátignar og forseta Islands, en Hinrik prins og Ólafur Jóhannesson, utanrikisráöherra fylgdu á eftir i næsta bil. Utan- rikisráðherrafrúin i fylgd með frú Bettinu Heltberg ritstjóra og Hel- weg-Larsen fulltrúa kom þar á eftir. Hörður Helgason ráðu- neytisstjóri, kona hans og H. B. Ljörring majór óku i fjóröa biln- um, en Einar Agústsson sendi- herra, eiginkona hans og Vigdis Bjarnadóttir ritari í fimmta bil, og síðan koll af kolli. Við Kristjánsborgarhöll beið riddarasveit lifvarðar Dana- drottningar og reið á undan lest- inni til Amalienborgar. Á leiðinni mátti viða sjá gamla Dannebrog og islenska fánann við hún. I Amalienborg tók hirðmarskálk- urinn, Hans Sölvh'ój, á móti fólk- inu. Birtust forseti Islands og gestgjafarnir dönsku fljótlega aftur á viðhafnarsvölum hallar- innar og veifuðu drjúga stund mannfjöldanum sem safnast hafði á torgiö fyrir framan höll- ina. I Amalienborg tók islenski þjóöhöföinginn á móti erlendum fulltrúum, sem prótokollmeistari utanrikisráöuneytisins danska kynnti fyrir henni og islenska utanrikisráðherranum. Leið svo dagurinn. I gærkvöldi hélt Danadrottning hinum islensku gestum sinum viðhafnarveislu i riddarasalnum i Kristjánsborgarhöll. Þar flutti Margrét drottning undir borð- haldi ræðu, sem hér birtist á sið- unni, en forseti íslands svaraði með ræðunni, sem einnig birtist hér. 1 morgun var Vigdisi Finnboga- dóttur og fylgdarliði boðið i skoðunarferð um hina konúng- legu postulinsverksmiðju, en á hádegi var þegið matarboð i Ráð- húsi Kaupmannahafnar á vegum borgarstjórnar. Þaðan skyldi haldið i danska þjóðþingið og sið- an skoðuð söfn siðdegis i dag. Eftir móttökurnar viö landgöngu úr flugvéiinni á Kastrupfiugvelli var kannaöur heiöursvörÓur lifvaröa Danadrottningar. Slmamyndir frá Kaupmannahöfn G.V.A. flT |! ■ Gjöí Vígdísar til Margrétar: Þuppkaðup Högurra laufa smári festur á hralntinnuflöt /y ' ' 'V, f ' ', igjjtir 'M xc Æ0 Vigdis Finnbogadóttir kom ekki tómhent i sina fyrstu opin- beru heimsókn til Danmerkur, þvi i fórum sinum hafði hún gjafir til allra meðlima kon- ungsfjölskyldunnar. Margréti Þórhildi færði Vig- dis forláta skartgrip, sem i senn er hálsmen og næla. Skartgrip- inn hönnuðu og smiðuðu gull- smiðirnir Hjördis Jafetsdóttir og Aslaug Gissurardóttir að ósk forsetans. Á skartgripnum er ekta þurrkaður islenskur fjög- urra laufa smári og er hann festur i hrafntinnuflöt, en um- gjöröin er silfurrammi, þar sem likt er eftir islensku stuðlabergi. Tveir þjóðhöfðingjar, báðir eru I konur: Margrét Þórhiidur Dana- drottning og Vigdis Finnboga- dóttir forseti islands. Þá færði Vigdis drottningu einnig að gjöf islensku hátiðár- útgáfuna af Heimskringlu i til- efni af norrænu málaári. Hinrik prins fékk að gjöf ferðabók Gaimard með teikningum Mayers og ungu prinsarnir, þeir Friðrik og Jóakim fengu sina hvora lopapeysuna ásamt húf- um i stil. —KÞ Hinn forláta skartgripur, sem Vigdis færði Margréti Þórhildi að gjöf. Fjögurra laufa smári greyptur i hrafntinnuflöt og silfurrammi utan um. 1 HStsags hafið unniö hug okkar’ SAGÐI MARGRÉT DANADROTTNING UM VIGDÍSI í KRISTJANSDORGARHÖLL >> % : a» „Siöan þér tókuð viö embætti forseta lslands, höfum við Danir nánast fylgt yður hvert fótmál og þér hafið unnið hug okkar og hjörtu með látlausri framkomu yðar, greind og hvernig þér kom- iðhugsunum yðar og tilfinningum i orö. Eins og þér talið þannig talar maður við mann”, sagöi Margrét Þórhildur, Danadrottn- ing, meðal annars i hófi sem hún hélt til heiðurs Vigdisi Finnboga- dóttur, forseta Islands, i Kristjánsborgarhöll i gærkvöldi. - Margrét Þórhildur byrjaði ræðu sina á aö bjóöa Vigdisi vel- komna og sagði heimsóknina til þess eins að treysta bönd land- anna tveggja, og þeim hjónum svo og þjóðinni allri þætti sér mikill heiöur sýndur með þessari heimsókn. Nú væri sá timi kominn, að þau hjón gætu á einhvern hátt sýnt i verki örlitinn þakklætisvott til is- lensku þjóöarinnar fyrir þær stór- kostlegu móttökur, sem þau fengu á Islandi 1973. „Þá fengum við tækifæri til að kynnast sögu lands og þjóðar og hinni stórfeng- legu náttúru landsins, aö ó- gleymdum vingjarnleik og hjartahlýju Islendinga sjálfra. Þaö var tími, sem seint mun falla okkur úr minni”. Þá vék Margrét Þórhildur að sameiginlegum uppruna land- anna tveggja og sagði, að þótt báðar þjóðir ættu sin sérkenni, væri enginn i vafa um að saga, menning og þjóðfélagsbygging beggja landa væri og hefði alla tið verið undir gagnkvæmum áhrif- um. Siöan minntist drottning á mikilvægi norrænnar samvinnu og aðeins með samstilltu átaki og samstarfi gætum við Norður- landabúar lifað i sátt og sam- lyndi. „Við höfum jú, gengið i gengum sundrungu og ófrið um aldir, og ekki sist vegna þess ætti okkur aö vera ljós nauðsyn þess að með samstarfinu hefst það”. Margrét Þórhildur minntist einnig á menningu Islands, eink- um og sér i lagi bókmenntaþjóð- ina Island og sagði hana óþrjót- andi lind listamanna enn i dag i Danmörku og viðar. Þá sagöi drottning: „Forseti, það mun ekki koma yður spánskt fyrir sjónir, að danska þjóðin ber ómælda viröingu fyrir Islandi og þvi sem islenskt er. íslenska þjóðin hefur sýnt og sannað, að stórhugur fer ekki alltaf saman við stórt land og litil þjóð getur haft mikil áhrif”. Að lokum fór Margrét Þórhild- ur nokkrum orðum um ágæti Vigdisar og þá athygli umheims- ins, sem það vakti er hún var fyrst kvenna kosin lýðræðislegri kosningu sem þjóðhöfðingi lands sins. „Eg er þess viss, að ég tala fyrir munn allrar dönsku þjóðar- innar, þegar ég enn á ný segi, að það er okkur mikil gleði að hafa yður hér, ekki sist fyrir það að þér eruð sameiningartákn þjóðarinn- ar i norðri, sem á sérstakan sess i sögu okkar og sem er lykillinn að flestu þvi, er við með lotningu köllum norrænt. Ég vil biðja við- stadda aö risa úr sætum og skála til heiöurs Vigdisi Finnbogadótt- ur og islensku þjóðinni”. ' . ■ . . . ■ ■■ fr m ..■•. Margrét Danadrottning og Hinrik prins gengu fram á svalir Amalienborgar sitt til hvorrar handar vih islenska þjóðhöfðingjann. Ofan af svölunum veifuðu þau til mannfjöidans, sem safnast hafði saman á torginu fyrir framan höllina. WONUNGSGER SEMI (HEIMI SUMOUR lyNDIS, Ræöa vigdísar Flnnbogadóttur. torseta islands „Einu sinni var...” I þessum orð- um hefur löngum veriö falin fögur og djúp hugsun. I aldaraðir hefur það veriö háttur skálda og rithöfunda aö hefja þannig frásögn sina. „Einu sinni var..” þannig birtist þrá mannsins til aö hlýða á ævintýriö, þrá hans til að skilja sjálfan sig og heiminn meö þvi aö yrkja og hlýöa á skáldskap. Visindunum, sem verða að leita hinna sögulegu staðreynda, leyfist ekki svo háfleyg upphafsorð — i skáldskap er leiðin fær. En upp- hafsorö ævintýrsins, „einu sinni var”, segja meira en það sem liggur i augum uppi, — ævintýriö fjallar um svo margt, þar eru bæöi prinsessur og klaufar ásamt ljótum andarung- um. A dönsku er „Einu sinni var” meira aö segja nafn á leikhúsverki. Til er litil perla meðal Islendinga- sagnanna — Auöunnar þáttur vest- firska. Einu sinni var vestfirskur maður sem hét Auðunn. Þetta var á 11. öld og hann hreifst af hinum nýja siö, kristninni. Hann ákvað þvi að ganga til Rómar. Leið hans lá um riki Sveins úlfssonar I Danmörku. Auöunn ráðstafaði fé sinu til fram- færslu móöur sinni og skyldi vera þriggja vetra björg. Sjálfur hafði hann meö sér þrjár merkur silfurs. Hann tók sér far utan meö skipi og keypti grænlenskan hvitabjörn fyrir aleigu sina. A leiöinni til Danmerkur varð skipiö að leita hafnar i Noregi. A þeim tima var fátt meö þeim kon- ungum, Haraldi harðráöa i Noregi og Sveini Úlfssyni i Danmörkj. Harald- ur konungur frétti af Islendingi sem feröaðist með svo mikla gersemi, lif- andi hvitabjörn, og lét kalla Auðunn fyrir sig. Það er sérstakt i Islend- ingasögum hvað Islendingar komast auöveldlega á fund konunga og drottninga á Noröurlöndum. Kon- ungur spurði Auöunn hvort hann vildi selja sér dýrið við miklu gjaldi. Auðunn vildi ekki og konungur spuröi hvað hann ætlaði þá að gera við það. „Ég skal fara”, — segir Auðunn — „til Danmerkur og gefa Sveini konungi”. Haraldur konungur undraöist fávisku þessa manns aö hann vissi ekki um ófrið þann er var milli landanna og að hann treysti svo mjög á eigin giftu. Auðunn sagði honum þá að þaö væri i hans valdi hvert framhald yrði ferðarinnar og við það leyfði Haraldur konungur honum að halda áfram með þvi skil- yröi þó aö hann kæmi aftur og segði frá viðbrögöum Sveins konungs. Þegar til Danmerkur kom frétti kon- ungur fljótt til Islendingsins meö bjarndýrið. Auðunni var fagnaö sem höföingja, hann var leystur út meö fégjöfum og hélt til Rómar. A heim- leiðinni kom Auöunn til Danmerkur, sjúkur og snauður. Sveinn konungur leitaöi hann uppi og bauö honum aö dvelja með hirðinni svo lengi sem hann vildi. Auðunn þakkaði boðið: — „en hitt er mér i skapi að fara út til tslands”. Þá gaf Sveinn konungur honum skip, silfursjóð og leyfi til fararinnar. Ef svo kynni að fara að hann bryti skip sitt og týndi fénu, þá gaf Sveinn konungur honum aö iok- um armhring, — „og sér þá”, sagði Sveinn „aö þú hefur fundið Svein konung ef þú heldur hringnum. En það vil ég ráða þér að þú gefir eigi hringinn nema þú þykist eiga svo gott aö launa nokkrum göfugum manni, þá gef þeim hringinn, þvl tignum mönnum sómir að þiggja. Og far nú heill”. A heimleiöinni leitaði Auöunn uppi Harald konung og sagði honum af ferðum sinum. Harald fýsti að vita hver laun hann heföi þegið. Auðunn sýndi honum hringinn og sagði: „Sveinn konungur bað mig eigi lóga nema ég ætti nokkrum tignum manni svo gott að launa að ég vildi gefa. En nú hef ég þann fundiö, þvi að þú áttir kost aö taka hvort tveggja frá mér, dýrið og svo líf mitt, en þú lést mig fara þangað I friði sem aðrir náöu eigi”. Hann þáði sfðan góöar gjafir af Haraldi konungi og hélt til Islands og kom við Vestfirði. Hann þótti hinn mesti gæfumaður og frá honum er mikil ætt. Yöar hátign. Islendingur ættaður af Vestfjörðum hefur enn fylgt þeim vana að segja sögur af göfugu kóngafólki þar sem hann sækir heim erlenda hirö. I minu valdi stendur hvorki aö yrkja kvæöi eða flyt ja með mér konungsgersemi sem hvita- björninn. En vináttu þjóöar minnar flyt ég með mér, — ef til vill er það konungsgersemi i heimi sundurlynd- isog tortryggni. Ég flyt kærar kveð- jur og hlýhug Islensku þjóöarinnar, sem ég veit að dáir yöur sem náinn vin. A tslandi rikir hrifning á þvi sem franskt er og þaö ekki aö ástæðu- lausu. Þar vita allir aö þér, yöar há- tign, hafið gert það sem við hin get- um ekki státað af, að færa nær hvor annarri norræna og rómanska menningu, — eins og þér, yðar kon- unglega tign, Hinrik prins, sanniö best. Þarer hvor menningarheimur- inn hinum hvatning. Okkur verðuroft hugsað til prins- anna ungu. Börnin eru kjarninn I til- veru okkar. Hversu önnum kafin sem við kunnum aö vera, megum við aldrei gleyma aö skylda okkar er aö búa i haginn fyrir börnin, — eins og foreldrar okkar bjuggu i haginn fyrir okkur. Yðar hátign, Ingiriður drottning, eitt sinn krónprinsessa Islands. Eg flyt kveðjur frá mörgum vinum yöar og Friðriks konungs, vinum sem minnast gagnkvæmra heimsókna þjóöa okkar. Kveðju frá vinum, og vinum þeirra og vinum barnanna. Island gleymir ekki að eitt þeirra nafna sem þér og hans hátign kon- ungurinn völduö yðar fyrsta barni var hljómmikið islenskt nafn. Nain er hluti þess sem ber þaö og fylgir honum ævina alla. Við á íslandi er- um stolt af þvi að hin danska drottn- ing hefur kosið að auðkenna listsköp- un sina með hinu islenska nafni sinu. Heimurinn er svo lltill og samt svo stór. Það vill svo til að i okkar smáa heimshorni eigum við svo margt sameiginlegra verðmæta sem vert er aö hlú aö svo við mættum gefa hinum stóra umheimi. Verðmæti sem tilheyra sameiginlegri sögu okkar og viö geymum i sögnum og ævintýrum, verðmæti sem' „einu sinni var” og viö þörfnumst sam- eiginlega nú á tlmum. Ég hverf þessvegna aö lokum aftur til skáldskaparins, til listarinnar, til tungumálsins. Um margt er að velja. A það að vera úr hinu gamla og spak- lega kvæði Hávamál: Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við hann blanda og gjöfum skipta fara að finna oft. Ég vel mér þó að lokum danskt skáld sem mér er afar kært, eitt þeirra norrænu skálda sem allur heimurinn þekkir. Hann mælti þau orð til Danmerkur sem við öll sem tignum orðsins list getum tekið und- ir: Du land, hvor jeg blev födt, hvor jeg har hjemme, hvor jeg har rod, hvorfra min verden gár, hvor sproget er min moders blöde stemme og som söd musik mit hjerte n3r. Eigum viö ekki aö láta hina norrænu svani — og þeir verða ekki einir á ferð, — halda áfram að fljúga hátt? Hafið þakkir fyrir þá gleöi sem Danmörk hefur Islandi veitt meö heimboði sliku sem I fornum sögum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.