Vísir - 13.03.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 13.03.1981, Blaðsíða 1
Föstudagur 13. mars 1981/ 60. tbl. 71. árg. Flugmaðurlnn á Plper Navajo-vél Flugfélags Ausiurlands litt slasaður: Stðð ð flaklnu tvo kflémetra trá landl Um klukkan tuttugu minútur fyrir tólf i gærdag hrapaði Piper Navajo flugvél frá Flugfélagi Austurlands i Hornafjörð. Flugmanninum, Benedikt Snædal, var bjargað litt slösuðum af flakinu um einum og hálfum tima seinna, en flakið var þá um tvo kilómetra frá landi. Að sögn Ingólfs Arnarsonar á loftskeytastöðinni i Höfn, sem var i talstöðvarsambandi við flugmannin, var flugvélin i aðflugi, en vegna þoku mat flugmaðurinn aðstæður sem svo að ekki þýddi að reyna lendingu. „Hann tilkynnti okkur að hann ætlaði að snúa við en skömmu siðar rofnaði tal- stöðvarsambandið. Menn heyrðu að hann beygði frá, en siðan vissu menn ekki meira fyrr en hann fannst á flakinu úti ámiðjum firði”, sagði Ingólfur. Guðbrandur Jóhannsson hjá björgunarfélaginu á Höfn sagði i samtali við blaðamann Visis i morgun, að þeir hefðu verið látnir vita að eitthvað hefði gerstskömmu fyrir klukkan tólf og þá þegar hafið undirbúning að björgunaraðgerðum. „Klukkan tólf fengum við svo fyrirmæli frá Flugmálastjórn um að hefja leit og fimmtán minútum fyrir eitt fundum við hjól úr flugvélinni á reki. Hálf- timaseinna rákumst við svo á flugmanninn þar sem hann sat blautur og kaldur á flakinu. Það var mjög heppilegt fyrir okkur að koma auga á hjólið þvi þar með þóttumst við vita hvað hefði gerst. Annars má segja að það hafi verið nokkur heppni að við skyldum rekast á flakið.þvi það var komið mikið dimm- viðri”, sagði Guðbrandur. Eftir björgunina sagði Bene- dikt Snædal að biðin á flakinu hefði farið i að berja sér til hita, en honum hafi verið orðið mjög kalt, enda gegnblautur. — P.M Flettu ofan al 14 störum smygl- hrlngum IUSA Leynierindrekar fikniefnalög- reglunnar i Bandarikjunum, sem siðustu tvö ár hafa laumast inn i raðir eiturlyfjasmyglhringa, hafa flett ofan af 14 meiriháttar smyglhringum. Leiddi þaö til þess að lögreglan handtók um 120 manns og lagði hald á nær 450 smálestir af marijúana auk ann- arra fikniefna. — Smyglhringar þessir báru sök á þriðjungi ails innflutnings marijúana til Banda- rikjanna, og kom það mest allt frá Kólombiu. —Sjá bls. 5 — Það er mjög sjaldgæft að svokallaðir ennisfiskar finnist hér við land, en þó hafa tveir slikir komist undir manna hendur i þessari viku. Fyrr i vikunni kom einnslikur upp i afla Faxa GK 44 og i fyrrinótt fengu skipverjar á Hvalnesi KE 121 ennisfisk i netin hjá sér 40 milur vest-norðvestur af Sandgerði og var sá talsvert skaddaður eftir netin. Áður hafa aðeins þrir slikir fiskar fundist hér við land, en mjög litið er vitað um lifnaðar- hætti þessa fisks.sem telst til út- hafs- og uppsjávarfiska. gk-. Vinsælustu Iðg vlkunnar - sjá bls. 17 Logi Guðmundsson skipverji á Hvalnesi KE 121 með ennisfiskinn. (Vlsismynd: Heiðar Baldursson, Keflavik). Heimilðarmannamálið: „Gætl ált eltir að reyna á petta ákvæði aitur” „Ég fagna þvi að þetta mál er til lykta leitt. Þetta er hörmungarmál nokkurra ein- staklinga og ekki heppilegt að láta reyna á það i þessu máli hvort blaðamönnum beri að gefa upp nöfn heim ildarmanna sinna”, sagði Kári Jónasson, for- maður Blaðamannafélags lslands. Hæstiréttur felldi i gær úr gildi úrskurð Sakadóms um að tveim- ur blaðamönnum Dagblaðsins bæri að gefa upp nafn heimildar- manna sinna vegna frettar sem birtist um Kötlufellsmáliö svo- kallaða. „Við fljótlega athugun á úr- skuröi Hæstaréttar sýnist mér að ekki sé i raun tekið á þvi hvort blaðamönnum beri að gefa upp nöfn heimildarmanna. Það gæti hugsanlega átt eftir að reyna á þetta ákvæði um heimildarmenn aftur. Ég vil undirstrika það, að blaðamönnum ber að viröa trúnaðarsamband sitt við heimildarmenn, eins og kemur fram i siðareglum blaðamanna. Það gæti haft slæmar afleiðingar ef þeir gerðu það ekki, en að sjálf- sögðu hafa blaðamenn skyldur jafnt sem réttindi i þeim efnum”, sagði Kári. — ATA I ..I FLESTUM TILFELLUM ÚLðGLEGT” - seglr elnn lelgusaiinn um framleigu á nýjum kvikmyndum á myndsegulbendum Margir kvikmyndahúsaeig- endur hérlendis eru óánægðir með þá leigu á videospólum sem undanfarið hefur við- gengist á kvikmyndum, sem kvikmyndahúsin sjálf hafa haft i hyggju að sýna. Að sögn Péturs Sigurðssonar, alþingis- manns, hefur eitt kvikmyndahúsanná kvartað við framleiðanda kvikmyndar, sem húsið hafði fengið einkasýningarrétt á um að hún væri þegar komin á mynda- markaðinn i umræddum spólum. Fram- leiðendur ihuga nú málssókn vegna þess. Visir haf ði samband við nokkra leigusala videomynda vegna málsins. „Ég tel að i flestum tilvikum sé þetta ólöglegt, þar sem bannað er að sýna myndirnar til þénustu”, sagði einn leigu- sala i samtali við Visi. Þó virðist verða si- fellt algengara að myndspólunum fylgi leiguréttur, að sögn annars leigusala, sem Vfsir átti viðtal við. , „

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.