Vísir - 13.03.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 13.03.1981, Blaðsíða 12
12 vtsm Föstudagur 13. mars 1981 MenntsRælingar á flKureyri Kanna hagi tatiaðra „Allar þær óþarfa hindranir, sem við höfum séö að verða vfða á vegi fatlaðra, hafa komið okkur verulega á óvart. Við vitum dæmi þess, að þetta hefur orðiö til þess að fatlað fólk hefur einangrast það fær sig ekki til þess að fara í heimsóknir eða á mannamót þvi það kemst ekki ferða sinna hjálpariaust. Þá verður að leita tilættingja eða vina, þvi engin flutningaþjón- usta er fyrir fatlaöa á Akur- eyri”. Það eru þær Helga Jóna Sveinsdöttir og Jóhanna Ástvaldsdóttir, sem hafa orðið i Lyftan i „Itáðhúsinu” reyndist of litil. Siminn var ögn of hár. Atriöi sem auðvclt ætti að vera að lag- færa. samtali við Visi. Þær eru nemendur i 6. bekk Menntaskólans á Akureyri, i félagsfræðideild, og hafa unnið að þvi verkefni að undanförnu ásamt deildarsystkinum sinum, að gera Uttekt á högum aldraðra á Akureyri. Er úttektin gerð i samvinnu við Sjálfsbjörg á Akureyri og Félagsmálastofnuri Akureyrar. í hjólastól um bæinn. Úttektin hefur farið fram með vmsum hætti. m.a. hafa fyrirtæki og stofnanir verði rannsökuð hátt og lágt með „að- gengi” fatlaðra i huga og einnig hafa fjölmargir hreyfihamlaðir Akureyringar verið heimsóttir og hagir þeirra kannaðir. Einn þátturinn i úttektinni var að kanna hvernig gengi aö komast ferða sinna i hjólastól um þjónustustöövar, sem ófötluðum finnst sjálfsagt að séu greiðfærar. Jóhanna var sett i hjólastól- inn, en Helga, Margrét Þórsdóttir, Kristinn Hrafnsson, Armann Sigurðsson og Jör- undur Ólafsson voru aöstoðar- og rannsóknarmenn i leið- angrinum. „Eftir þá reynslu sem ég fékk af heimsókn minni i hjólastól á skrifstofur Akur- eyrarbæjar, þá myndi ég ekki leggja f slika heimsókn aftur”, sagöi Jóhanna, en i „Ráðhús” bæjarins var stormað fyrst og reyndist þaö illfært fyrir hreyfi- hamlaöan. „Fyrsta torfæran var við úti- dyrnar, þar voru tvær tröppur utandyra. Eftir aö inn kom skánaði færðin litið, þvi þar tóku við þrjár tröppur. Þegar þær voru yfirstignar vorum við komin að lyftunni og þá héldum viö að björninn væri unninn. Það reyndist þá tálvon, þvi lyft- an var svo þröng, aö vonlaust var að koma stólnum þar inn nema taka fyrst af honum fót- pallana. Það var þvi ekki um annað að ræöa en að bera mig i stólnum upp á 2. hæðina, þar sem afgreiðslan er. Þegar upp var komiö var greiðfært um hæðina, nema hvað hurðirnar reyndust mér fullþungar,” sagði Jóhanna. Frá Bæjarskrifstofunum lá leið Jóhönnu og félaga hennar i BUnaðarbankann, Landsbank- ann, Tryggingarstofnunina og Læknamiðstöðina. Það var nokkuð sammerkt meö þessum stöðum, að greiöfært var um þá með hjólastólinn eftir að inn var komið. Hins vegar voru hindr- anir við Utidyr. Þar voru undan- tekningalaust ein eða fleiri tröppur og dyr voru i flestum tilfellum of þungar fyrir mann i hjólastól. Komst hópurinn að þeirri niðurstöðu aö þetta mætti laga á einfaldan og ódýran hátt. Krakkarnir lögöu ekki i að heimsækja afgreiðslu bæjarfó- getans, þannig að Jóhanna gat ekki greitt gjöldin sin! Þangað er um mjóa og bratta stiga að fara og lyftan reyndist of þröng. Jóhanna vildi hress- ingu. NU var Jóhanna orðin ferðlúin og vildi hressingu og sömu sögu Þrep og aftur þrep voru i veginum við innganginn að bæjarskrifstofunum var að segja um félaga hennar. En það var ekki hlaupið með hjólastól inn á kaffihúsin á Akureyri. Fyrst var reynt við SUlnaberg. Þar var hár þrösk- uldur við útidyr, sem voru þröngar að auki, og einnig voru tröppur aö afgreiðsluborði. Ogn skárra var að komast inn á Bautann og að afgreiðsluborði, en á báðum stöðum gáfust fél- agarnir upp við að koma Jó- hönnu i hjólastólnum á snyrt- ingu. Eftir þetta var farið fram á flugvöll, en þar voru tröppur og þröskuldur hindrun við útidyr flugstöövarinnr. Eftir að inn var komið var greiðfært, nema hvað dyrnar inn á snyrtinguna voru of þröngar fyrir stólinn. En samkvæmisblaðran varö Jó- hönnu til bjargar. „Það vakti athygli okkar, að vonlaust var fyrir Jóhönnu að nota almenningssimana”, sagði Helga. „HUn náði i tólið, en það vantaöi nokkra sentimetra upp á til að hún gæti komið pening- unum i raufina. Hún átti hins vegar greiöan aðgang að fjár- hættuspilum Rauða krossins og þar gat hún fengið útrás fyrir spilafiknina og eytt örorkubót- unum! Viö mælum þvi með að kassarnir verði hækkaðir hið snarasta, en simarnir lækkaðir. NU var haldiö i verslunarleið- angur og fyrst komiö viö i kjör- markaði KEA við Hrisarlund. Þar viröist hafa verið vilji til að auðvelda fötluðum aðgang, þvi skábraut er við útidyr. Gallin er hins vegar sá, að hún er of brött og enginn pallur er við útidyr- nar til að stöðva stólinn á, rétt á meðan dyrnar eru opnaðar. Að auki eru þröskuldar i dyrum og hurðir eru þungar. Hins vegar var greiðfærtum búðina eftir að inn kom,” sagði Helga. T e x t i o g myndir: Gisli Sigurgeirs- son, Akureyri Loksins fannst greið- fær þjónustustöð. „Það var ekki fyrr en viö komum i Hagkaup, að við fund- um húsnæði skipulagt með þarfir fatlaðra i huga”, sagöi Jóhanna. „Þar komst ég meira aö segja á salerni, þvi það var sérhannað fyrir fatlaða, ég held það eina sinnar tegundar á Akureyri. Við fundum alla vega ekki fleiri slik”, sagði Jóhanna. Hópurinn heimsótti 12 staði, enaðauki voru skoðaðar um 190 verslanir,, stofnanir, bankar og menningarstöðvar. Af þessum nimlega 200 stöðum reyndust aðeins tveir, sem voru greiðfær- ir hreyfihömluðum, SjUkrahúsið og Hagkaup. „Það stakk lika i augun, að hvergi i bænum rákumst við á skábrautir eða fláa við gang- stéttarbrúnir, þannig að ekki er fært með hjólastól yfir götu hjálparlaust. Það er heldur ekki nóg að komast á gangstéttina, þvi viða er hUn ófær vegna þess hve óslétt hún er”, sagði Helga. Að lokum voru þær stöllur spurðar um viðbrögð þeirra sem urðu á vegi þeirra? „Flestir áttuöu sig á að Jóhanna var ekki fötuð i raun- inni. Voru sumir fordómafullir þess vegna, sögðu að okkur ætti eftir að hefnast fyrir að setja heilbrigðan mann i hjólastól. Aðrir áttuöu sig ekki á hvað til stóð og voru ekkert nema elsku- legheitin, en þeir voru fleiri sem létu sem þeir sæju okkur ekki.” Helga. KjörbUð KEA við Ráðhústorg var mjög þröng og erfið yfir- ferðar og hvergi annarsstaðar andaði köldu til okkar frá starfsfólki. Hafði þaðallt á horn- um sér, taldi ekki hægt að miða fyrirkomulag búðarinnar við þarfir eins og eins viðskipta- vinar. A öðrum stöðum var okk- ur tekið vel. Margir höfðu orð á að það stæði til að endurbæta eitt og annað í þessu sambandi það heföi bara ekki komist i verk. Viðsáum lika, að það væri hægt að stórbæta aðgöngu- möguleika hreyfihamlaðra með litlum kostnaði og litilli fyrir- höfn, en það þarf viljann til”, sagði Jóhanna. Akureyri. Verslunarhúsnæöi Hagkaups reyndist það eina, þar sem tillit hafði verið tekið til fatlaðra viö hönnun. Nú verður að treysta á samkvæmisblöðruna, þvi inn á snyrtingarnar i flugstöðinni verður ekki farið i hjólastól.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.