Vísir - 13.03.1981, Síða 2

Vísir - 13.03.1981, Síða 2
VÍSIR Föstudagur 13. mars 1981 SagnfræðlbáKter(an 99 er enn lll staoar 99 - segir Bjarni Felixson íbróltafréttamaður tijá Siðnvarpinu og vesturbæingur eins 09 beir gerast harðastir Bjarni skreppur oft á Melavöllinn þar sem hann geröi garöinn frægan fyrr á árum, og sýnir þá tilþrif sem margir yngri menn gætu veriö stoltir af. 2 Fyrir hvað er Snorri Sturluson frægastur? Bergur E. Agústsson, nemi. Ég er svo hræöilegur i sögu, aö ég veit þaö ekki. Guömundur Sigurösson, héraös- ráöunautur.Ætli þaö sé ekki fyrir Heimskringlu. Þorgeir Þorvaldsson, verslunar- maöur. Fyrir Snorra-Eddu. Runólfur Engilbertsson, bilstjóri. Ég er nú ekki alveg klár á þvi. Kristin Thoroddsen, aöstoöar- fóstra.Oh, Guö. Ég man ekki svo langt aftur I timann. „Rauöa ljóniö” Bjarni Felix- son, íþróttafréitamaður Sjón- varpsins og knattspyrnuáhuga- maöur meö meiru er i „Viötali dagsins” i'dag. Bjarna þarf varla að kynna fyrir lesendum Vfsis, hann hefur i s.l. 5 ár séö um iþróttaþátt Sjónvarpsins og birst á skjánum á heimilum fólks oft i viku hverri. Bjarni er fæddur i Reykjavik 1936 sonur hjónanna Agústu Bjarnadóttur og Felix Pétursson- ar, og er i miðjum hópi þriggja bræðra. Þeir voru sannkallaðir vesturbæingar og áttu allir eftir að gera garðinn frægan meö KR i knattspyrnunni og léku allir I landsliði íslands. Þá fékk Bjarni viðurnefndi sitt, og var ástæðan sú aö hann mætti alltaf með litið rætt ljón i alla leiki KR, það var „lukkugripur” hans og þeirra KR-inga. „Ég varð stúdent frá Mennta- skólanum i Reykjavik 1955 og eft- ir það lá leiðin i Háskólann þar sem ég las sögu i tvö ár en fór þá að kenna við Gagnfræðaskólann við Hringbraut”. — Vesturbæingurinn i Biarna var sterkur og hann hélt sig þar áfram. Næsti vinnustaður var i Vélsmiðjunni Hamri, en sökum þess aö Sjónvarpiö fékk húsnæði i Austurbænum varð Bjarni að brjóta odd af oflæti sinu og fara að sækja vinnu þangaö þegar hann varð fastráðinn þar 1976. „Þetta er þreytandi starf, starf sem maður losnar aldrei við held- ur tekur með sér heim á kvöldin. Það er eitthvað að gerast á öllum timum sólarhrings, en ég hef gaman af þessu og væri ekki i þvi annars. „Það erfiðasta er efnisöflunin. Hver þáttur þarf mikinn undir- búning, og á nóttunni þarf ég oft að svara i símann fólki sem þarf að koma ýmsu á framfæri”. „Oft er það drukkiö fólk. Menn hringja til min með hvers kyns erindi fullir og ófullir. Oft vegna veðmála sem skera þar úr um, útaf knattspyrnu, en þeirfullu eru ágætir þótt þeir hringi á hvim- leiðum tima”. — Hvað önnur áhugamál en iþróttir á „Rauða ljónið” Bjarni Felixson? „Ég hef ekki haft beinn tima til að sinna neinu öðru, starfið hefur heltekið menn og það hafa engar fristundir verið. Ég er ennþá með sagnfræöibakteriuna en það er enginn timi að sinna þvi.” — Bjarni kann ótal margar skemmtilegar sögur um það er hann var í knattspyrnunni, þá gekk oft mikið á og i lokin laum- ■ aði hann einni að okkur. „Það er best að segja eina af „Nunna”, eða Gunnari Guð- mannssyni en eins og margir vita var hann allra karla lengst i þessu. Hann var hinsvegar mis- munandi áhugasamur um leikina og við urðum bara að taka hann eins og hann kom hverju sinni.” „Einu sinni þegar við vorum að spila gegn Val átti Hörður bróðir langa góða sendingu fram á völl- inn ætlaða Gunnari sem var þar á auðum sjó. Gunnar hljóp af stað, en hætti fljótlega og sneri við og lét boltann eiga sig. Hörður varð öskuvondur og kallaði til hans hvern dj... þetta ætti að þýða, en svariö sem hann fékk var: „Nú,ég heföi kannski ekki náð honum maður”... gk-. Meðlagiö Björn var mættur hjá borgardómara vegna barnsfaðernismáls. Eftir nokkurt þóf viöurkenndi Bjössi að hann ætti króg- ann. „Þá er þaö frá”, sagöi borgardómari „og nú get- um viö farið aö ræöa um borgunina”. „Já, hana”, svaraöi Bjössi, „ég haföi nú annars ekki hugsað mér aö taka neina borgun”. selnheppni Morgun- blaðsins Mogginn þykist hafa komiö upp um stór- hneyksli meö fréttum um að starfsmenn bankanna fái 35% vexti af ávísana- reikningum sinum. Okkur á Vísi þykir hins vegar sem Moggamenn séu ótrúlega seinir aö taka við sér þvi það var á árinu 1979 sem Vfsir reiö á vaö- iö og greindi frá þessum friðindum bankamanna. i framhaidi af marg- háttuöum skrifum Visis um þessi mál, þar sem kom m.a. fram aö inni- stæðulausar ávisanir starfsmanna bankanna hljóta aðra meöferö en tékkar frá almúganum, var ákveöið aö rannsókn færi fram á þessum hlunnindum. Það er þvi langt i frá aö Mogginn sé aö fiytja mönnum nýjar fréttir hvaö þetta mál varöar. • Eðiilega Egill ráöunautur Jóns- son býr aö Seljavöllum i Egill Jónsson alþingismaður. Austur-Skaftafellssýslu. Hann var, sem kunnugt er, kosinn á þing i siöustu kosningum. Æ síðan hafa sveitung- ar hans talað um Egil á Þingvöllum. Skriftir Nunnan var aö skrifta fyrir kaþólska prestinum. Hún kraup og byrjaöi: „Ég hitti ungan mann, sem bað migum aö koma i gönguferö i skóginum með sér. Freistingin náði tökum á mér, ég fór og við gengum þar til við komum aö rjóðri...”. „Já, en góöa barn. Þú hefur sagt mér þetta á hverjum degi i 5 ár og synd þin er löngu fyrir- gefin”, sagöi presturinn I föðurlegum tón. Þá andvarpaöi nunnan: „Ég veit, en þaö er svo voðalega gaman aö rifja þetta upp”. Prlönsbrökín Bubbi Mortens og Utangarðmenn heimsóttu Húsvikinga fyrir1 skömmu. Heldur þótti heimamönnum sumir gúanórokkaranna klæöa sig sérkennilega og lýsir Vikurblaöiö klæönaöinum á þessa leið: „Nokkra athygli vakti hin þjóölega nýbreytni eins hljómsveitarlimsins, sem sprangaöi um i framur lúöri prjónsbrók. Er þaö mjög viröingar- verk framtak aö reyna aö hefja það gamla, góða föðurland til vegs og virö- ingar á ný og bendir til þess að hin fornu menn- ingarverðmæti þjóöar- innar séu tónlistarmönn- um mjög hugleikin”. Bubbi er greinilega ekki i prjónsbrókinni aö þessu LJOSIR ----©- ^^ PUNKTAR Stalín er ekki hér UMSJOM INGÁ GUÐI SELOF Framsóknarmenn á Suðurlandi hafa verið ákaf- lega svartsýnir á lifiö og tilveruna að undanförnu, og ber þar margt til. Auk ótiöarinnar, sem þeir ásamt öörum landsmönnum, hafa mátt þola, hafa þeir haft heilmiklar áhyggjur af ráöherrunum sinum. Þvi þeg- ar snjórinn þiðnar loks úr skiöabrekkunum, þá kalla golfvellirnir og... sleppum þvi. Þjóðólfur reynir þó eftir megni aö hughreysta sina menn og benda þeim á ljósu punktana i tilverunni, eins og sjá má. Enn um bretann Sandkorn greindi frá þvi á dögunum að Gisli B. Björnsson forstjóri Aug- lýsingastofunnar h.f. hefði ráöið til sin breskan kvikmvndageröarmann. Viö þetta er þvi aö bæta, aö sá breski kemur til með að starfa hjá Sýn h.f. auglýsingastofu. Hún er að hluta til i eigu Auglýs- ingastofunnar hf.f. Spurull Þaö var á föstudags- kvöldi, aö siminn hringdi heima hjá forstjóra Afengis- og tóbaksversl- unar rfkisins. Forstjórinn svaraöi og heyrði þá spurt óskýrri röddu: „Hvenær opnar Rik- iö?” „Klukkan niu á mánu- dagsmorgun”, svaraöi forst jórinn og lagöi svo á. A laugardagskvöldið hringdi siminn enn og sama röddin spuröi draf- andi: „Hvenær opnar Rikið eiginlega?” „Ég er búinn aö segja þér, aö þaö er ekki fyrr en kl. nfu á mánudagsmorg- un”, sagði forstjórinn og var nú heldur fariö aö siga i hann. A sunnudagskvöld hringdi siminn enn einu sinni og röddin sagði, nær óskiljanleg: „Nú hljótiö þið aö fara að opna rikið, er það ekki?” „Hvað er þetta maður, skiljiö þér ekki mælt mál’„ sagöi forstjórinn öskuillur. „Þaö verður kl. nfu i fvrramálið. Hvers vegna ertu alltaf að spyrja?” „Ég er nefnilega lokaö- ur hér inni”. Jóhanna S. Sigþórsdóttir blaöamaöur skrifar:

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.