Vísir - 13.03.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 13.03.1981, Blaðsíða 9
9 Föstudagur 13. mars 1981 r-— Að kvöldi mánudagsins 16. fe- briíar siðastliðinn gekk yfir landið vestanvert ofsarok sem olli umtalsverðu tjöni, aðallega á húsum og bifreiðum. Margt hefur þegar af þessu tilefni verið skrifað og skrafað í fjölmiðla. Undirritaður mun hér fjalla lítillega um tjón, sem varð víða, aðallega vegna þakplötufoks. Fjallað er litillega um tvær hliðar málsins, aðallega þá tæknilegu en einnig litillega þá fjárhagslegu. Tæknilega hliðin Þeir eru eflaust margir sem álita að veðrið, sem gekk yfir 16. febriiar s.l. hafi verið ofan við þau mörk, sem hús eiga að þola, en svo er ekki, þótt vindhraðinn hafi verið við mörkin. Sam- kvæmt upplýsingum veðurstof- unnar mældist stærsta vind- hviðan á mæli hennar á Golf- skálahæð 102hnútar (52,5 m/sek að þessu sinni, en mesti 10 min meðalvindur 77 hnútar (ca. 40 m/sek) á sama stað. Þessi meðalvindhraði er sam- kvæmt upplýsingum veðurstof- unnar sá mesti, sem mælst hefur i Reykjavik frá þvi reglu- legar vindmælingar hófust sem mun li'klega hafa verið árið 1948. En frá þeim tima hefur tólf sinnum mælst vindhraði yfir 64 hnútar (33 m/sek) eða 12 vind- stig i' Reykjavfk. Þótt 10 min meðalvindhraði, sem mældistað þessu sinni, hafi verið sá mesti sem mælst hefur, virðistekki vera svo um stærstu vindhviðuna. Árið 1942 mældist nefnilega 109 hnúta (56 m/sek) vindhviða i Reykjavik. A myndunum sem hér fylgja eru sýnd ljósrit af strimlum úr mælum veðurstofunnar á Golf- skálahæð er sýna i grófum dráttum hegðun veðursins. Mælarnir eru i 10 m hæð yfir jörðu. Þessar mælingar veður- stofunnar ásamt öðrum mæl- ingum á Reykjavikursvæðinu og viðar benda til þess að veður- hæðin hafi ekki farið upp fyrir þau þolmörk sem hús á Islandi hafa verið hönnuð fyrir i ára- tugi. Og þá er átt við þau hús sem raunverulega hafa verið hönnuð. Arið 1973 kom út islenskur staðall, tST 12,3 um vindálag á hús. Samkvæmt þeim staðli ber að reikna hús fyrir vindálag er svarar til vindhraðans 51 m/sek (99 hnútar) i 10 m hæð á svæði allt að 10 km frá sjávarströnd og heldur lægra þ.e. 46,5 m/sek (90 hnútar) á svæðum fjær sjávar- strönd en þó á láglendi. Á há- lendi þarf að gera sérathuganir. Reglur staðalsins tST 12,3 um útreikning eru i sjálfu sér skýrar og tiltölulega einfaldar. Hann er að visu ófullkominn miðað við marga erlenda staðla og normur, t.d. vindnormur danska verkfræðingafélagsins, DS 410,2. Þrátt fyrir það er engin ástæða til að ætla að hús sem hönnuð eru fyrir vindálag sam- kvæmt ákvæðum staðalsins IST 12.3 eigi ekki að þola islenska veðráttu. Hvers vegna verður þá allt þetta tjón á húsum i veðri eins og þvi sem gekk yfir mánu- dagskvöldið 16. febr. s.l.? Það er óhætt að fullyrða að lang- mestur hluti þess skaða, sem verðuri veðri sem þessu, stafar af þvi að húsin standast ekki lágmarkskröfur um burðaþol. Algengasti skaðinn er greini- lega fok á þakplötum. Það er at- hyglisvert i' þvi sambandi að það eru bárujárnsplötur festar með venjulegum gerðum þak- saums sem fjúka. Svokallaðar prófilplötur, sem allt að þvi undantekningarlaust eru festar með kambsaum eða skrúfum haggast ekki. Það er einnig eftirtektarvert, að það eru aðallega þök nýlegra ibúðarhúsa sem verða fyrir tjóni. Opinberar byggingar þar sem þakfestingar eru oftast fyrir- skrifaðar i verklýsingu og eftir- lit gott með framkvæmdum koma litið sem ekkert við sögu hér. Nákvæmlega sama gerðist þegar leifar fellibylsins Ellen gekk yfir landið haustið 1973. Haustið 1973 var eitthvað litil- lega rætt um orsakir tjónsins, sem þá varð og hvað væri hugsanlega til úrbóta. En við það sat og menn hafa greinilega litið sem ekkert lært af reynsl- unni þá. Sá sem þessar linur ritar er þó ekki vonlaus um að i þetta sinn megi fá menn til að bregðast við og vonandi án öfga. Þess vegna eru hér settar fram tillögur til úrbóta. Það hefur verið venja til þessa að verkfræðingar fáist eingöngu við þá hluta húsa sem strangt tekið teljast til burðar- virkja þeirra. Það er þó greini- lega full ástæða til að lita svo á að þakklæðning sé hluti af burðarvirkjum og þess vegna er hér lagt til að hönnuðir burðar- virkja húsa fyrirskrifi héðan i frá á teikningum sinum (eða i verklýsingum) festingar á þak- klæðningum. Byggingayfirvöld þurfa enn- fremur að gera kröfur um að Rúnar G. Sigmarsson byggingaverkfræð- ingur hefur sent blað- inu meðfylgjandi grein, þar sem hann fjallar um afleiðingar fár- viðris, eins og þess sem gekk yfir á dögunum, bæði frá tæknilegri og fjárhagslegri hlið málsins. svo sé gert og fylgja þvi siðan eftir á vinnustað að teikningum eða öðrum forskriftum sé fram- fylgt að viðlagri refsingu sam- kvæmt byggingareglugerð. Það er ástæða til að itreka enn frekar að ekkert bendir til þess að þetta umrædda veður hafi verið meira en svo að nægilega traust hUs ættu að verða fyrir skemmdum. Þetta er nefnt hér vegna samþykktar sem bygg- ingarnefnd Reykjavikur gerði á fundi sinum 19. febr. s.l., en hún er svohljóðandi: „By ggingarnefnd Reykja- víkur samþykkir að fela bygg- ingarfulltrúa að taka upp strangari kröfur en verið hafa um festingar á þakefni. Hafa skal hliðsjón af þeim vinnuregl- um sem byggingardeild borgar- innar hefur sett sér i þessum efnum. Einnig verði cftirlit með festingu þakefnis hert”. t þessari samþykkt er minnst á strangari kröfur. Rétt er að itreka að það þarf engar nýjar eða strangari kröfur hér. Nægi- lega strangar kröfur eru til i tST 12.3 Þarna er vonandi heldur um vont orðalag að ræða en að það sé ætlunin að herða kröfur um styrk húsþaka með fyrir- varalausri samþykkt sem þess- ari. Hins vegar er hárétt að auka eftirlit með festingum þakefna eins og segir i ofan- greindri samþykkt. Við þetta má svo bæta að von- andi detta byggingaryfirvöld ekki i þá gryfju að gefa út ein- hverjar reglur með hinni einu réttu lausn. Hún er nefnilega ekki hér. Það kemur margt til greina og alltaf má búast við nýjungum og endurbótum. Að auki vilja væntanlega hönnuðir sjálfir ákveða hluti sem þeir bera ábyrgð á gagnvart sinum viðskiptavinum. Þeirri áskorun er beint til þeirra sem fást við innflutning eða framleiðslu á saum o.þ.h. að lita i kringum sig eftir hent- ugum festingum fyrir bárujárn. Fjárhagslega hliðin Töluvert hefur verið rætt um fjárhagslegu hliðina á skað- anum, meðal annars á hvern hátt væri hægt að koma á móts við tjónþola af hálfu hins opin- bera, þ.e. handhafa almanna- fjár. Einnig hefur verið rætt um hlutverk tryggingarfélaga i þessu sambandi. Flestum mun kunnugt að hægt er að kaupa tryggingu, sem bætir tjón af völdum foks, en sú trygging er (fok) dýr. A þetta er minnst hér að i um- ræðum um málið hefur litið sem ekkert verið minnst á ábyrgð eigenda mannvirkja sem verða fyrirtjóni, og er þá aðallega átt við hús. Þegar um það er rætt i hversu mikiumæli skuli nota almanna- fé til að bæta tjón af völdum óveðurs verður að hafa i huga hvort tjón stafar af ónógu burðarþoli húss, hvort sem það stafar af trassaskap eða að menn hafi tekið of mikla áhættu i sparnaðarskyni við byggingu húsa. Sem dæmi um hið siðast- nefnda eru gróðurhús og reyndar einnig i töluverðum mæli útihús til sveita. Undirrit- uðum er kunnugt um að mikill hluti gróðurhúsa er langt frá þvi að þola það snjó- og vindálag sem islenskur staðall tST 12 gerir ráð fyrir. 1 þessu sam- bandi má benda á að það er brot á byggingarreglugerðinni frá 1979 að byggja hús sem ekki standast álagskröfur tST 12. En það er eitt af hlutverkum bygg- ingaryfirvalda um allt land að hafa eftirlit með að ákvæðum byggingarreglugerðinnar sé framfylgt. Lokaorð Að lokum vill undirritaður itreka ábendingar til verkfræði- legra ráðgjafa og byggingar- yfirvalda um viðbrögð við þess- um vanda. Minnst var á hlut- verk tryggingarfélaga og fok- tryggingu. Vegna þeirra sem vanda frágang húsa sinna og kaupa auk þess foktryggingu þurfa tryggingarfélög að gera lágmarkskröfu um frágang húsa sem þau tryggja, en það mun væntanlega hafa áhrif til lækkunar iðgjalda. Mundi nokkurt trygginga rfélag tryggja bremsulausan bil? Um opinbera sjóði, sem fjár- magna húsbyggingar, hverju sinni sem þær nefnast, gildir það sama og um tryggingar- félögin. Gera þarf lágmarks- kröfur til þeirra mannvirkja sem almannafé er veitt til. Þar mega ekki þrýstihópasjónarmið ráða ferðinni. Reykjavik 10. mars 1981 Rúnar G. Sigmarssor by gginga verkfræðingui f-f!\ II I •' I I II Ljósrit úr mæli veöurstofunnar er sýnir 10 min. meðalvind. Stærsti aflestur, 77 hnútar, er um kl. 22.40. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.