Vísir - 13.03.1981, Blaðsíða 28

Vísir - 13.03.1981, Blaðsíða 28
síminn er86611 WTH '*sr údýrari kattasandur trá Búðardal: Getum framleitt 99 um 100 lonn á ári” ,,Við höfum verið með verð, sem er langt undir þvi, sem verið •hefur á innfluttum kattasandi” sagði Kristinn Jónsson i Búðardal. Hann hefur framleitt kattasand i eitt og hálft ár en eins og sagt var frá i Visi i gær er flutt inn gifur- legt magn af katta- sandi á hverju ári. „Við höfum ekkert framleitt siðan i haust, höfum notað tim- ann i vetur til að smiða okkur þurrkara . og munum hefja framleiðslu á nýjan leik með vorinu’.’ sagði Kristinn. Hann sagði að kattasandurinn væri að uppistöðu til 90% leir sem ýmsum efnum væri bætt i, og hann gæti framleitt 70-100 tonn á ári með þeim tækjum sem hann hefði i dag. Eins og Visir skýrði frá i gær er innflutningur á kattasandi mikill. Taliö er, að árlega séu flutt hingaö til lands hátt á þriðja hundrað tonn, en meðal- verð mun vera um hálf milljón gkr. fyrir hvert tonn. Er þvi ljóst.að gjaldeyri fyrir eitthvað á annað hundrað milljónir gkr. er eytt árlega til innflutnings á sandi fyrir ketti landsmanna til að gera þarfir sinar i. gk-. Nemendur Stýrimannaskólans heilsuöu upp á skólastjóra sinn, Jónas Sigurösson i morgun og færöu honum gjöf, en Jónas átti sjötugsafmæli. Nemendurnir voru i fullumskrúöa og athöfnin öll hin hátiö- legasta. Visismynd: GVA. Jafnréttisráð álelur veitingu lytsdluleyfisins: Hef ekki áhuga pp £lM a að fara í mál - segíp Freyja Frisbæk. lyfjalræOingur veöurspá ■ dagsins S Á Grænlandshafi er minnk- | andi smálægð og önnur kyrr- ■ stæð smálægð skammt norð- | austur af Færeyjum. Hiti ■ breytist litið, viða verður | næturfrost en frostlaust að i deginum. Veðurhorfur næsta B sólarhring: B Suöurland: Norðvestan gola, I en kaldi austantil á miðumj I léttskýjað. Faxaflói til Vestfjarða: Hæg- * viöri og léttskýjað með köfl- I um, smáskúrir eða él á stöku I stað. Strandir til Austurlands að * Glettingi: Hægviðri eða norð- | austan gola, dálitil slydda eða 1 snjókoma. Austfirðir: Noröaustan gola, þokuloft og súld. Suöausturland: Norðvestan „ kaldi og léttskýjað vestan til, | en hægviðri og þokuloft austan . til. Veöriö hér og par Veður kl. tí i morgun: Akureyri alskýjað 0, Bergen rigning 2, Helsinki alskýjað -rlO, Kaupm.höfn skýjað -=-1, Osló þokumóða 11. Reykjavík léttskýjað 0, Stokkhólmur snjókoma t3, Þórshöfn skýjað 4. Veður kl. 18 i gær: Aþena skýjað 16, Bcrlin al- skýjað 3, Chicago heiðrikt 12, Fencyjar rigning 9, Frankfurt súld 11, Nuuk alskýjað -4-8, l.ondon skúr 9, Luxeinborg skúr 8, Las Palmas léttskýjað 23, Mallorka skýjað 20, Mon- trealskúr 0, Paris þrumur 12, Rómþokumóða 13, Malagaal- skýjað 27, Vin skýjað 12, Winnipeg snjóél 2. f Loki segir Enn hefur hæstiréttur komið sér hjá þvi að taka til efnis- legrar meöferöar hvort blaöa- mönnum beri aö gefa upp nöfn heimildarmanna sinna eöa ckki. Það mál virðist vera sér- lega heit kartafla i höndum hæstaréttardómara. „Málinu er lokiö af minni hálfu. Eg er ánægö tncö niöur- stööu Jafnréttisráös og tel aö draga megi lærdónt af umræddu ntáli”, sagði Freyja Frisbæk lyfjafræðingur i viðtali viö Visi i morgun. Jafnréttisráð sendi i gær frá sér greinargerð vegna veitingar lyfsöluleyfis á Dalvik. Átelur ráðið veitinguna og segir m.a. i greinargerð, að tæpast verði annaö séð en að um mismunun sé að ræða, hvort sem hún sé vegna kynferðis eða af öðrum ástæðum. Freyja sagði enn fremur við Visi i morgun, að niðurstöðurn- ar kæmu heim og saman við álit hennar sjálfrar um að brotið hefði verið á henni. ,,Ég hef hins vegar ekki áhuga á að fara i mál. Þetta mál hefur meðal annars sýnt, að ýmsu er ábóta- vant i jafnréttislögunum. Að minu áliti er ekkert vit i þvi að höfða mál, þegar lögin virðast þannig úr garði gerð, að erfitt sé, ef ekki ómögulegt, að sanna eitt eða neitt. Ég tel nauðsyn bera til þess að umrædd lög verði tekin til endurskoðunar”. Þá hafði Visir samband við Guðriði Þorsteinsdóttur, for- mann Jafnréttisráðs, og kvað hún ráðið hafa staðið einhuga að niðurstöðum sinum. „Varðandi hugsanlega máls- höfðunerréttaðþaðkomi fram, að leyfisveitingin yrði ekki dregin til baka, þótt af henni yrði. 1 þvi tilviki yrði aðeins um skaðabótamál að ræða”, sagði Guðriður. — JSS Farfugiar öyggja fjðgur hús í Laugardal Farfugladeild Reykjavikur mun hefja byggingu á fyrsta áfanga farfuglaheimilis i Laug- ardalnum nú i sumar. Verður þar um að ræða þjónustukjarna með gistirými fyrir 100 manns á efri hæð, en siðan verða byggð þrjú hús með gistirými eingöngu. Hulda Jónsdóttic formaður far- fugladeildarinnar, sagði i samtali við Vi'si i morgun, að lóðin sem deildinni var úthlutað, næði frá tjaldstæðunum og upp að Laugar- ásvegi. Bygginganefnd hefði ætlað að afgreiða teikningarnar á fundi sinum i gær og ef ekkert óvænt kæmi upp hæfust bygg- ingaframkvæmdir i vor og þessi fyrsti áfangi tekinn i notkun á næsta ári. Þjónustuhúsið verður um tvö þúsund fermetrar að stærð. HUs Farfugladeildarinnar á Laufásvegi er orðið alltof litið og sagöi Hulda,aö undanfarin sumur hefði fengist viðbótarhúsnæði i Miðbæjarskólanum og hefði það oftast verið fullnýtt. Þvi væri brýn þörf á að byggja nýtt far- fuglaheimili. Nýbyggingarnar munu ekki skerða tjaldstæðið i Laugardal og er ætlunin að reka kaffiteriu i húsnæði Farfuglanna. sem kæmi þá tjaldbúum einnig til góða. —SG. íkveikja á Laugavegi Kveikt var i pappakössum og rusli á bak við húsið Laugaveg 12 i gærkvöldi, en þar er verslunin Victoria til húsa. Eldurinn var byrjaður að læsa sig i húsið.þegar slökkviliðið kom á vettvang en fljótt og vel gekk að ráða niður- lögum hans. Það var klukkan 23.43 sem slökkviliðinu var gert aðvart og fór lið samstundis á staðinn. Logaöi þá glatt i kössunum, rusli og öskutunnum. Einnig var eldur kominn i vegg hússins, sem er járnklætt timburhús og þurfti að rifa plötu frá til að komast fyrir eldinn. Ikveikjumaðurinn var ófundinn i morgun. —SG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.