Vísir - 13.03.1981, Síða 19

Vísir - 13.03.1981, Síða 19
19 Föstudagur 13. mars 1981 VÍSIR Friðrik krónprins af Danmörku skálar i Martini. Krónprins- inn skálar Friörik krónprins af Danmörku býr sig undir lifsstarf sitt sem verðandi konungur og er uppeidi hans i samræmi við það. Meöal annars þarf hann að venja sig við hirösiði og ýmsar athafnir sem tiðkast i opinberum móttökum og að sögn sækist honum námið vel. Mann er nú orðinn útfarinn i að skála og hann á gott með að halda uppi samræðum, að þvi er heimildir okkar herma. En krónprins Friðrik er aðeins 12 ára gamall og þvi óvanur að innbyrða þá drykki sem venju- lega er skálað i viö opinberar móttökur og er hann var nýverið á ferð með föður sinum i Alaborg- var greinilegt að honum var litið gefið um bragðið af Martini- blöndunni sem skálað var i. Prinsinn fékk glas, þefaði litillega af vininu, skálað og dreypti að- eins á, en lét það siðan standa, — enda hefur hann nægan tima til að venja sig við bragöið. Haraldur krónprins, Sonja krónprinsessa og börn þeirra Louise og Hákon á leið á skiði. Konungleg skíðaferð Skiðaiþróttin er i miklum há- vegum höfð i Noregi enda er þar góðaðstaöa til að iöka þessa hollu og skemmtilegu iþrótt. Fjöl- skylda Haraldar krónprins stund- ar iþróttina af kappi og daglega má sjá Harald, Sonju krónprinsessu og börn þeirra Louise niu ára og Hákon sjö ára, á fleygiferð i kringum konungshöll- ina sem stendur rétt fyrir utan höfuðborgina Osló. Og fjölskyld- an lætur sér ekki nægja að renna sér i kringum höllina heldur er árlega farið i skiðaferðir i paradis skiðamanna i Olpunum. Með- fylgjandi mynd var birt nýverið er frá þvi var skýrt að fjölskyldan væri á förum i skiöafri til Frakk- lands. Aftur á hvíta tjaldið??? Frank Sinatra hefur lengi verið mikill aðdáandi og vinur Grace> Kelly, sem áður var kvikmyndastjarna en nú er furstafrúi k af Monaco, eins og allir vita. Hann hefur lengi tönnlast á því^ K að hans æðsta ósk sé að leika með Grace i kvikmynd og R m er hann bar þetta udd við hana, rétt einu sinni, nu ^^^nýverið neitaði hún ekki alfariðeins og áður heldur^^^ sagði honum að finna rétta hlutverkið og hún myndi þá slá til... Jgd Trudeau heidrar Mitchell A meðan eiginkonan fyrrver- andi flengist á milli nætur- klúbba stórborganna með „sukkliðinu” (Jetsetters) sinnir Pierre Trudeau skyldustörfum sem forsætisráðherra Kanada. Meðfylgjandi mynd var tekin er hann ekki alls fyrir löngu af- henti viðurkenningar fyrir hönd kanadiskra hljómplötufram- leiðenda og er það söngkonan vinsæla, Joni Mitchell, sem þar er að veita verðlaununum við- töku. Forsætisráðherra Kanada, Pierre Trudeau afhendir söng- konunni Joni Mitchell viöur- kenninguna. „Málgefna Kata” verður blaóafull- trúi frú Reagan I I I I I I I I I I I I I I I I L. Um leið og Ronald og Nancy tóku við mannaforráðum i Hvita húsinu var ný manneskja skipuð i starf blaðafulltrúa forseta- frúarinnar. Sú sem við þvi em- bætti tók er ekki með öllu ókunnug hinum nýja yfirmanni sinum enda hefur hún fjallaö um Nancy i dálkum sinum i Oakland Tribune siðan 1967, þegar Ronald Reagan varö rikisstjóri i Kaliforniu. Hún heitir Robin Orr, 56 ára gömul fráskilin kona, sem á þrjá uppkomna syni og hefur hún starfað við blaðamennsku siðan 1950. í starfi sinu hefur hún hlotið viöurnefniö „Mál- gefna Kata” og að sögn hennar sjálfrar er hreinskilni hennar það eina sem hún hefur áhyggj- ur af i hinu nýja starfi. ,,Ég á gott meö að umgangast fólk á opinskáan hátt en i þessu starfi verö ég að gæta min að vera ekki of skrafhreifin, þaö gæti komið sér illa þegar sist skyldi”, — segir sú málgefna. Rcbin Orr, sem hlotið hefur viöurnefnið „málgefna Kata”.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.