Vísir - 13.03.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 13.03.1981, Blaðsíða 14
15 14 vtsm Föstudagur 13. mars 1981 Föstudagur 13. mars 1981 vlsm l flesium tilvlkum er petta ologlegt - seglr Ægir Gíslason hiá Videobankanum „Ég held aö þaö sé alveg ljóst, aö í flestum tilvikum er þetta ólöglegt, þar sem i flestum tilfell- um er bannaö aö sýna myndirnar til þénustu”, sagöi Ægir Gislason eigandi Videobankans viö Lauga- veg, er Visir spuröi hann um leiguleyfiá myndunum sem hann hefur á boðstólum. Þar eru ekki aöeins keyptar myndir, heidur einnig upptekiö efni, á spólum, og hlýtur það að vera lögbrot, ef hvergi hefur fengist leyfi til sliks. Ægir var spuröur aö þvi hvort hann heföi efni á spólum, sem væri til sýninga hjá kvikmynda- húsunum eöa ætti eftir aö koma i þau! „Ég sé enga ástæöu til þess aö vera meö slikt efni. Mér hefur boöist slikt efni, en afþakkaö þar sem ég sé ekki annaö en aö okkar pláss sé nógu rýmilegt, svo aö viö séum ekki aö ráöast á kvik- myndahúsaeigendur lika, meö þvi aö sýna þaö sem þeir eiga eftir aö fá til sýninga”, sagöi Ægir. Titlar hjá Videobankanum eru á annaö hundraö og hefur video- þjónustan veriö starfrækt frá mai 1980. Videobankinn hefur á annaö hundraö titla til leigu unnendum myndsegulbanda. Ægir Gislason leiö- beinir viöskiptavini. (Visismyndir G.V.A.) A siöasta árí voru Ibúar i fjölbýlishúsi i Breiöholti kærðir fyrir notkun sina á myndefní islenska sjónvarpsins. Máiiö var vegna notkunar þeirra á myndsegul- bandstæki, sem ibúarnir nýttu sameigin- iega meö innanhússkerfi og nutu hins besta myndefnis, á meöan biokkirnir i kring sátu yfir hinni einu sönnu rás okkar tsiendinga. Ekki var tekin hörö afstaöa I máiinu af yfirvöldum, og helsta skýríngin sem gefin hefur veriö er sú, aö beöiö sé eftir aö Noröurlöndin samræmi stefnu i þcim máium er óneitanlega hijóta aö koma upp þegar tækninni fleygir fram og myndsegulbönd gerast jafn algeng og hljómböndin. Enn eitt máliö varöandi hina nýju tækni hefur nú komiö upp hér á landi, þar sem eitt kvikmyndahúsa borgarinnar hefur kvartaö yfir þvi viö dreifingaraðila sinn, aö mynd gengur nú i bænum á mynd- segulbandsspólum, sem kvikmyndahúsið hefur keypt einkasýningarrétt á og hug- leiðir nú framleiöandinn málsókn vegna þessarar frcgnar. Mismunandi kvaðir á spólum Mjög mismunandi er hverjar kvaöirnar eru sem fylgja myndspólu er menn kaupa. Sumir framieiöendur hafa þcgar lagt lcigugjald ofan á söluverð spólunnar, svo siikar myndspólur er leyfiiegt aö framleigja. Aörir hafa ekki gert sllkt, og cr þá tekið frant á spólunum að þær séu aðeins ætlaöar til einkanota. Slikar spólur er þvi ekki ieyfilegt aö leigja út, þar sem leiguverö er ckki innifalið I söluveröi. Til þess aö ráöa fram úr þeim vanda sem viö slikt skapast, hafa verið stofnaöir lokaöir sýningarklúbbar, þar sem menn skiptast á myndcfni, lána hver öðrum og varla getur slikt talist til lögbrots, nema bóka- lán teldust einnig til hins sama. Sé litið á bækur og timarit, sem sambærilegan hlut viö myndspólurnar er ljóst, aö I flestum tilvikum er tekiö fram f þeim ef ekki er leyfilegt aö birta efni upp úr þeim, eöa taka afrit á einhvern hátt án leyfis útgefanda. Sama ætti þvi aö gilda um myndspólurnar. Hins vegar getur varla talist óleyfilegt aö iána bækur, eöa leigja ef tilskilin réttindi hafa veriö fengin, og þvi ætti einnig sama aö gilda um mynd- spðlurnar. Hins vegar, eins og áöur segir, eru mál þcssi ný af nálinni á Noröurlönd- um og óljóst hvernig á þeim veröur tekiö. 1 Amcriku hafa þær reglur gilt, aö mynd veröi aö vera búin að ganga um 6 vikiir i kvikmyndahúsum, áöur en hún má fara inn á myndsegulband. Ekki viröist vera eins hart á þessu tekiö i Engiandi. 1 stuttri athugun VIsis á þeim leigu- þjónustum er bjóöa upp á myndsegul- bandsspólur og tæki fyrir almenning, virtust 4 slikar vera I höfuöborginni. Páll P. Pálsson kvittar fyrir móttöku á videospólu, meö afþreyingarmynd, sem ekki hefur veriö sýnd hérlendis, en var þó sýnilega komin nokkuö til ára sinna. „Míkið af nýjum myndum á markaði herlendis - segir einn viðsKiptavina video-ieigusala „Ég fékk mér myndsegulband á föstudaginn siöustu viku, og ætli ég hafi ekki séö um 20 myndir frá þeim tíma”, sagöiPáll P. Pálsson þar sem hann var staddur i Kvik- myndiamarkaðnum á Skólavöröu- stig, til þess aö leigja sér eina spóluna i viöbót. Viö spuröum Pál hvort hann vissi um frægar myndir, sem enn væri ekki farið að sýna i kvikmyndahúsum hér, sem hægt væri að fá leigöar á myndspólum. „Já, ég veit til dæmis um aö myndin Cramer v/ Cramer með Dustin Hoffman er til leigu hjá einu fyrirtækinu, auk þess sem það er til hellingur af nýjum ágætis myndum”, sagöi Páll. Ekki er óalgengt aö krafist sé 35 króna fyrir leigu á myndspólunni i sólarhring og 10 króna fyrir hvern sólarhring eftir þaö Video- tæki má fá leigö á 360 krónur leigt i 2 sólarhringa. „Það er staðreynd að siöan ég keupti tækið á föstudaginn, hef ég ekki farið I bió”, sagði Páll P. Pálsson og var ekkert óánægður með leiguverðiö, þar sem hann gæti með þessu valið það sem hann sjálfur vildi sjá. „Við eigum hér um 60 titla en það er von á svipuðu magni aö utan”, sagði Kristin Andrésdóttir afgreiðslukona i Kvikmynda- markaðnum. „Jú það er fjöldi núlpora mvnHfl spm er vaentan- örn Petersem meÖ myndspólu, en rekinn er myndaklúbbur Sonyeigenda, sem hefur fengiö leyfi til upptöku á efni úr BBC, og síðan er mynd- spólunum dreift á milli kiúbbfélaganna. KlúbDur Sony-eigenúa: n aflað okkur leyfa ipptðku frá BBC” Fyrirtækið Japis hf. hefur umboð fyrir Sony myndsegulbandstæki. Þeir sem kaupa slik tæki, ganga sjálfkrafa inn i myndaklúbb þar sem hægt er að fá 200—250 titla með ýmis- konar efni, að sögn Arnar Petersen hjá Japis. „Við höfum aflað okkur rétt- inda i Bretlandi til þess að taka upp efni frá BBC sjónvarpsstöð- inni. Hér er um margvislegt efni að ræða, sem tekið er upp úti og klúbbfélagar geta siðan skipst á þessu myndefni. Það nýjasta i þessum málum er hins vegar það að BBC er farið að setja sitt efni á video, sem siðan er selt út”, sagði Orn. Þá benti hann á að i sumum tilvikum sé hægt að kaupá spólur og leigja, en þá hafi framleiðand- inn að sjálfsögðu sett sitt gjald á það. örn sýndi blaðamönnumi Visis sölulista, þar sem nyjar1 myndir voru komnar á mynd- segulbandsspólur, þótt ekki sé farið að sýna þær i Skandinaviu. Mátti þar meðal annars sjáj myndina „Just á Gigalo” með David Bowie i aðalhlutverki. Myndir: Gunnar V. Andreáson velslumatur á hagstæðu verði Þaö veröur veislumatur á hag- stæöu veröi sem boöiö veröur upp á hjá nemendum Hótel- og veit- ingaskóla tslands um helgina. Almenningi gefst þá kostur á aö velja úr einum sjö réttum og veröur fjórréttuö máltiö seld á hundraö og tuttugu krónur! Þaö eru þeir nemendur skólans, sem útskrifast á þessu ári, sem að veislunni standa og ætla þeir með ágóðanum að fjármagna utanferð nemendanna i april. Feröinni er heitið til New York þar sem nemendurnir munu halda kynn- ingu á islenskum mat — meöal annars fyrir eigendur hótela og matsölustaða. A Grossinger Concorde verður til dæmis boðið til hádegisverðar- veislu, þar sem 100—150 manns verður boöiö aö bragða á islensk- um fiskréttum. Verða þar saman- komnir eigendur helstu matsölu- staöa gyðinga i borginni. Matsala nemenda Hótel- og veitingaskóla Islands hefst á föstudagskvöld klukkan átján og verður framhaldið bæði laugardag og sunnudag. Snætt veröur i húsnæði skólans á annarri hæð Hótels Esju, og er gengiö inn bakdyramegin. Hægt er að panta borö i sima 81420. — ATA Forrétturinn, gerðiö svo vel! Visismynd: EÞS Sa mvinnubankim Sparivelta Nú getur þú stofnað verðtryggðan spariveltureikning í Samvinnubankanum. Um leið og þú verðtryggir pening- ana þína tryggir þú þér rétt til lántöku, - Samvinnu- bankinn skuldbindur sig til að lána þér sömu upphæð og þú heíúr sparað að viðbættum vöxtum og verðbótum! Sparivelta Samvinnubankans er jafngreiðslulánakerfi, sem greinist í þrennt: Spariveltu A, skammtímalán; Spariveltu B, langtímalán; og Spariveltu VT, verðtryggð lán. Láttu Samvinnubankann aðstoða þig við að halda í við verðbólguna. Fáðu nánari upplýsingar um spariveltuna hjá næstu afgreiðslu bankans. VERÐTRYGGÐ Sparivelta Fyrirhyggja í fjármálum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.