Vísir - 13.03.1981, Blaðsíða 8
8
Föstudagur 13. mars 1981
vtsm
VlSIR
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri
erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig-
fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig-
þórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson,
Sveinn Guðjónsson, Saemundur G^uðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á
Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O.
Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V.
Andrésson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn-
vörður: Eirlkur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Síðumúli 14, sími 80611, 7 línur.
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, Simar 8óól 1 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 4 nýkrónur eintakið.
Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14.
Kennslubok um Polland
Eiöur Guönason alþingismaöur hefur vakiö athygli á kennslubók um Pólland, sem nú er
kennd viö grunnskóla. 1 bókinni er alvarlega hallaö réttu máli um ástandiö I Póllandi og
vekur Eiöur menn til umhugsunar um.hvaöa sagnfræöi liggur þar aö baki.
Umræður um mennta- og
fræðslumál hafa verið af skorn-
um skammti í vetur. Athyglin
hefur ýmist beinst að efnahags-
málum ellegar kattahaldi, virkj-
unarframkvæmdum eða sím-
skrefum. Menntunin hefur verið
stikkfrí, ef undan er skilin þræta
um einkunnagjöf og áfangakerf i.
Hverju sem um er að kenna, þá
er víst að skólamenn hafa ekki
frumkvæði að frjórri umræðu
um stöðu fræðslumála, svo ekki
sé talað um menntamálaráð-
herra og ráðuneyti hans. Ekki
vantar þar þó starfsmenn og
margur verri maður en Ingvar
Gíslason hef ur sest í ráðherrastól
á Hverfisgötunni.
Nú fyrr í vikunni birtist í einu
dagblaðanna grein eftir Eið
Guðnason alþingismann, þar sem
hann f jallar um kennslubók sem
heitir: Á ferð um Evrópu: Pól-
land. Útgefandi er Ríkisútgáfa
námsbóka í samvinnu við
menntamálaráðuneytið. Bókin er
samin til kennslu í grunnskólum.
í grein sinni rekur Eiður mý-
mörg dæmi um,hvernig sagður er
hálfsannleikur um Pólland og
dregin upp mynd af landi og þjóð,
sem er i senn villandi og röng af
ástandinu austur þar.
Nú má vel vera, að bók þessi
hafi verið unnin og samin löngu
fyrir þá atburðlsem nú draga at-
hyglina að Póllandi og eru heims-
sögulegir í sjálf u sér. Það verður
að flokkast undir seinheppni
frekar en rangfærslu, að þeirra
sé ekki getið. En víst er um það,
að þegar samin er bók um Pól-
land, er ekki hjá því komist að
minnast á kommúnismann,
mannréttindasviptingu, pólitískt
lögregluríki og drottnun Sovét-
ríkjanna. Þetta eru staðreyndir
sögunnar, hinn beiski veruleiki,
sem ástæðulaust er að fela. Það
er afskræming á sannleikanum
að tala um ferða- og trúfrelsi í
Póllandi og það er enn ósvífnara,
þegar í hlut eiga börn á skóla-
skyldualdri, sem líta slíkt frelsi
sömu augum og frelsið til að
ganga og anda.
í bókinni er fjallað um heim-
styrjöldina síðari og með mynd
af múrnum í Berlín fylgir eftir-
farandi texti: „Berlín er skipt
með miklum múr, sem liggur
þvert yfir götur og torg".
Eiður Guðnason segir:„Engin
frekari skýring. Hver reisti múr-
inn? Hvenær? Hversvegna? Um
það hafa höfundar bókarinnar
engin orð."
I sama kafla segir frá valda-
töku Adolfs Hitlers í Þýskalandi.
Þar segir: „Að kommúnista-
flokknum undanskildum virtust
aðrir flokkar veikir og sundrað-
ir".
Um þetta segir Eiður: „Hér er
beinlínis sagt, að eini stjórn-
málaf lokkurinn, sem töggur hafi
verið í á þessum tíma, hafi verið
þýski kommúnistaf lokkurinn.
Þetta er ekki aðeins hæpin full-
yrðing, sem vandséðer hvaða er-
indi á í kennslubók af þessu tagi,
heldur það sem meira er og öllu
skiptir, þá er þetta sögulega
rangt".
Margt fleira mætti tína til úr
nefndri bók. Höfundarnir skulu
ekki vændir um pólitískan áróður,
en ef efnismeðferð þeirra á að
vera tillitsemi eða óhlutdrægni
gagnvart stjórnmálaskoðunum,
þá er það mikill misskilningur.
íslensk skólabörn eiga að f á rétta
og sanna mynd af þjóðfélagi
kommúnismans. Hinum grimma
veruleika einræðisins á ekki að
hlífa í sögubókum.
Það er hlutverk skólanna að
ef la lýðræði og hugsjónir þess, og
það er beinlínis skylda þeirra að
svipta sakleysishjúpnum af
ástandinu austan járntjalds.
Það er ekkert annað en
hneyksli að draga upp engilfal-
legar myndir af ógnun kommún-
ismans og hylma yfir áþján
fólksins. Kennslubækur eiga ekki
að villa um fyrir nemendum.
Lýðræði á íslandi verður því að-
eins varðveitt, að foreldrar, skól-
ar og kennslubókahöf undar
standi vörð um það.
HIN LEIÐANDI FORSJÁ
Fuafen og mýrar handa vaö-
fuglum sagöi skáldiö Halldór
Laxness þegar hann andmælti
ræstingu og ofþurrkun lands.
Gott bctur heföu borgarfull-
triíar i Reykjavfk haft orö hans í
huga er þeir mæla lönd undir
luisbyggingar vestan Elliðaár.
Hægt en sigandi hefur land
vestan Elliöaár byggst og nú
eru vart eftir nema nokkrar
mýrar og klappir. Menn vilja
jafnvel Laugardalinn byggöan.
Reykjavfkurflugvöll burt og
Kringlumýrinni hefur veriö ráö-
stafaö f verslunarmennsku. Sótt
er fast aö Borgarspitalanum og
leitað er meö logandi Ijósi aö
skikum til aö fullnægja liugsan-
legri lóöaþörf á þssu svæöi.
Allt þar til nú hefur þótt
ágætis biti aö fá lóðaúthlutun i
Reykjavik enda borgin greitt
meö hverri lóöaúthlutun. Nú eru
breyttir timar, hin nýju hús fyll-
ast ekki jafnóöum og stein-
steypan ekki lengur álitin eftir-
sótt fjárfesting. Hvenær hefur
áður mátt sjá tóm atvinnuhús-
næöi vitt og breitt um borgina?
A Eiöisgranda var á siðast-
liönu ári Uthlutað yfir hundrað
lóðum aðallega undir raðhús og
einbýli. Allt i mýrarfeni mis-
jafnlega djúpu. Fyrst nú þegar
komið er aö byggingarfram-
kvæmdum er að veröa ljóst þvi-
likur kostnaðarauki hver
dýptarmetri hefur á húsbygg-
inguna. Kostnaður er allt að 5
milljónir á hvern metra undir
grunnfleti hússins. Margir um-
sækjendur töldu vesturbæinn
það ákjósanlegan ibúðarstað að
nokkuð mætti gefa þar fyrir. En
ljóst er að allur kostnaöur við
hönnun og grunn mun fara langt
fram úr ri'flegustu kostnaðará-
ætlunum.
Efnt var til heljar mikillar
samkeppni um útlit húsanna.
Niðurstaðan var i stuttu máli
góð hús, að visu stöðluð sem
borgaryfirvöld ákváðu i sam-
ræmi við dómnefnd hvernig
skyldu út lita. Fólkinu sem búa
átti i þeim hefur vart verið trú-
andi til þess en fékk náðarsam-
lega að velja úr útvöldum teikn-
ingum. Kostnaðinn við hönnun-
ina í verölaunasamkeppninni
verða húsbyggjendur að greiða.
Hann mun nú nema riflegri
þeirri upphæö er almennt er
talið aö fáist teikningar fyrir á
hinum almenna teiknimarkaði.
Þannig tókst hinni leiöandi hönd
hins opinbera. Hún var
kostnaðarsöm, dró úr frum-
kvæöi ibúðarbyggjandans og
kom illa við misjafnlegar þarfir
hans til húsnæðisins.
Gögn lágu frammi hjá borg-
inni um dýpið niður á fast þegar
lóöaumsóknir voru i gangi
siöastliðið vor. Dýpiö var mis-
jafnt á svæðinu, allt frá einum
metra niður i sjö. Margir sóttu
um lóöir i' Borgarmýrinni en til
vara á Eiöisgranda ef þeir næðu
ekki tilteknum stigum i Borgar-
mýri. Enginn sá fyrir hve mörg
stig þurfti til og hversu margar
lóðaumsóknir bærust i hinni
nýju stigakeppni meirihlutans.
Starfsmenn borgarinnar röðuðu
mönnum i hópa. Þessi fær lóð á
meters dýpi Annar er góður til
aökljást við tveggja metradýpi.
Skitt og lagó með þennan,
honum er ekki ofgott að moka
sig niöur á sexmetrana og verða
sér úti um nokkra tugi milljóna
til að standa straum af kostnaði
við mokstur og fyllingu.
Borgary firvöld draga lóöa-
umsækjendur i dilka og til þess
eru þeim veitt völd i kosningum,
mönnum er mismunað eins og
gengur og flestir eru það vel
tamir að þeir sætta sig við það
sem að þeim er rétt. Enda þótt
það kunni að kosta þá tugi mil-
jóna og áralangt strit. Og þó.
Ekki hafa nágrannabyggðir
Reykjavfkur byggst eins ört og
raun ber vitni, hefðu menn á-
vallt verið sáttir við geröir
borgaryfirvalda á liðnum árum.
Ef menn mögla og biðja um
lóðir á aðgengilegri grunnum er
þeim synjað. Skulu þeir þá
missa öll áunnin réttindi sem
hafa orðið til á mörgum árum.
Stigakeppni skal þá upphafin að
nýju. Gömlu krónurnar sem
greiddar voruá siðasta ári i
gatnagerðargjöld fást að visu
endurgreiddar en án vaxta eða
verðbóta i 60% verðbólgu.
Þannig eru lóðahafar marg
rassskelltir af hinum nýju herr-
um. Að sögn talsmanns fyrir
borgarmeirihlutanum er þetta
si svona til að yfirvöldin þurfi
ekki að viöúrkenna mistök sin.
Slik röksemdafærsla er nánast
út i hláinn og aöeins fyrir fljúg-
andl fugla að henda reiöur á.
Fyrirfinnast einhverjir er
vilja byggja tvær hæöir niöur
knýja þeir dyra hjá borgar-
meirihlutanum og fá afsöluðu
lóöirnar. Þær ganga þá út eins
og i Fossvoginum forðum án
þess. að lóðahafar missi niður
áunnin réttindi og tapi greidd-
um gjöldum i verðbólgunni.
Einnig hefði verið gerlegt fyrir
borgina aö bjóða út fyllingu og
gröft grunnanna. Afhenda þá
siðan lóðahöfum á tveggja-
metra dýpi. Koma þar með i veg
fyrir hinu stóru mismunun sem
húsbyggjendum er gert að þola.
Sigurður Antonsson
skrifar um úthlutun
lóða við Eiðsgranda í
Reykjavík, um sam-
keppnina á skipulagi
svæðisins, úthlutun lóð-
anna og ástand þeirra.
Síðan en ekki sist veltir
Sigurður þeirri spurn-
ingu fyrir sér, hvað út-
svarsgreiðendur segi
við þeirri eyðslu á
skattpeningum sem
hér á sér stað af hálfu
borgarinnar.
Að reisa húsin á steinstypu-
staurum er einn möguleiki.
Nægileg holt hafa hingað til
fundistá Islandi til bygginga og
þvi tækni sú sem notuð er ekki
ýkja þróuð (við staurana). Hún
mun og vera allt að þvi eins
kostnaðarsöm en ekki nándar
eins örugg lausn og fylling með
grús.
A Eiðisgrandasvæöinu eru
skattpeningar Reykvikinga
lagöir í gatnagerð allt niður á
sjö metra dýpi. Gröftur og
akstur á næsta tipp ásamt fyll-
ingarefni úr Þrengslunum mun i
flestum tilfellum kosta hús-
byggjendur yfir tuttugu milj-
ónir á hús.
Fyrir sömu lóðir hafa- þeir
greitt i gatnagerðargjöld tæpar
þrjár milljónir. En hver skyldi
raunverulegur kostnaður borg-
arinnar verða viðgatna- og hol-
ræsagerð þegarallt er meðtalið.
Alita verður aö borgin ' komist
ekki af með minni kostnað við
göturnar en húseigandinn þarf
að leggja fram tilað geta byrjað
á grunni. Heildarkostnaður
nemur þá hátt i 50 miljónir á hús
áður en hægt er að byrja á
sjálfri byggingunni.
Hvað segja litsvars-
greiðendur við meðgjöf upp á
milljarða með þessum lóðum?
Enn er borgin að greiöa með
lóðunum en æ færri vilja þiggja
gjafirnar. Til samanburðar má
spyrja. Hvað skyldu byggingar-
hæfar lóðir við Grafarholt hafa
kostað, t.d. með einu stk. skóla
eða tveim, hefði nýju hverfi
verið valinn staður þar. Hætt er
við að gjöfulir borgarfulltrúar
heföu aldréi samþykkt bygg-
ingar á Eiðisgrandasvæðinu
hefði raunverulegur kostnaður
legið fyrir.
Erfitt mun reynast að heim-
færa mistökin við lága byggð á
þessu svæði á ákveðinn stjórn-
málahóp þótt einhverjir vildu.
Sjálfstæöismenn höfðu frum-
kvæðið að byggðinni en vinstri
meirihlutinn samþykkti og lét
framkvæma. Hin opinbera for-
sjá ríður hér við einteyming og
neitar að viöurkenna mannleg
mistök. Stig og stigakeppni
getur átt rétt á sér í leik en verr
er þegar þarf að skila stigunum
aftur. Verölaunapeningar
jndurgreiðast ekki. En hætt er
við að borgin geti ekki lengi
'rekar en aörir hunsað við-
skiptamenn sina án þess að
nerða fyrir skakkaföllum.