Morgunblaðið - 31.12.2003, Side 32

Morgunblaðið - 31.12.2003, Side 32
32 B MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Forgotten Lores - Týndi hlekkurinn Fáir standa þeim félögum í Forgotten Lores á sporði í rímnasnilld eins og sannast hvað eftir annað á Týnda hlekknum. Platan sem hægt er að hlusta á ótal sinnum því sífellt er maður að rekast á snjallar hendingar, kraftmik- inn kveðskap og innblásinn flutning. Ef síðasta ár var ár hiphopsins, hér á landi sem erlendis,þá má segja að rokkið hafi snúið aftur með látum árið2003. Hér á landi komu út prýðilegar rokkskífurólíkrar gerðar; Mínus, Brain Police, Dr. Gunni,200.000 Naglbítar og Hrafnaþing sendu frá sér plötur sem spönnuðu allt frá hráum harðkjarna í grípandi laglínurokk. Það var líka sitthvað í gangi í hiphopi, plötur komu út með Skyttunum, Forgotten Lores, Chosen Ground, Ramses og Hermigervli, víst færri plötur en á síðasta ári en því betri. Ef mönnum finnst minna bera á hiphopi en áður hvað þá með raftónlistina; útgáfa á slíkri tónlist er í skötu líki eftir góða tíma undanfarin ár. Það er helst að BioGen hafi haldið mönnum við efnið, en Einóma sendi líka frá sér afbragðs plötu sem gefin var út af erlendu fyrirtæki. Svo var það Einar Örn sem blandaði öllu saman, raftónlist, rokki og hiphopi, á áður óþekktan hátt. Erlend tónlist hefur átt erfitt uppdráttar hér á landi und- anfarin ár, dregur úr sölu á vinsældatónlist, poppi og rokki, og einnig hefur orðið æ erfiðara að ná í nýja tónlist, minnir á gamla daga þegar það tók mánuði eða ár að koma nýrri tónlist hingað til lands. Þá kemur Netið til hjálpar, með aðstoð Netsins er hægt að fylgjast með og síðan kaupa það sem eitthvað er varið í, þannig færist plötuverslunin smám saman úr landi – aftur. Mikið var á seyði í rokkinu ytra ekki síður en hér heima og mörg dæmi um að hljómsveitir nýttu sér Netið til að koma sér á framfæri, gáfu lög eða kynntu sig þar á annan hátt. Hiphop blómstraði líka og ein söluhæsta plata ársins vestan hafs var einmitt hiphop með 50 Cent. Kannski ekki það harðasta sem hægt var að komast í, en prýðilegt engu að síður. Erfiðara er að átta sig á danstónlistinni, en það var fullt að gerast í harði klúbbamúsík og líka gróska í tilraunakenndari tónlist, til að mynda frá Fennesz og Ekkehard Ehlers, aukin- heldur sem kanadíski tónlistarmaðurinn Tim Hecker sendi frá sér frábæra plötu. Reyndar skemmtileg tilviljun að á árslist- anum að þessu sinni eru fjórar kanadískar hljómsveitir eða tón- listarmenn, Tim Hecker, The Unicorns, Buck 65 og Frog Eyes. Plötur ársins Það má með sanni segja að rokkið hafi snúið aftur á árinu 2003, bæði hér á landi og erlendis að mati Árna Matthíassonar. Hann tínir til helstu plötur ársins að sínu mati, innlendar sem erlendar.200.000 Naglbítar - Hjartagull Hjartagull 200.000 Naglbíta er tónlist fyrir höfuð og hjarta, glæsileg rokkskífa með hrífandi textum. Víst er yrkisefnið dauðinn og vonleysi í sínum óteljandi myndum, en skiptir ekki máli þegar það er flutt af slíkum krafti og einlægni. Björk - Live Box Þessi fjögurra diska kassi með tónleika- upptökum af sólóferli Bjarkar Guð- mundsdóttur var sannkallaður hvalreki fyrir aðdáendur hennar sem og þeim sem ekki þekkja hana vel. Það besta við boxið er þó að það gefur einkar gott yf- irlit yfir feril Bjarkar þó fulllítið sé af upptökum frá Debut-tónleikum. Dr. Gunni - Stóri hvellur Gunnar Lárus Hjálmarsson sneri aftur í rokkið eftir allt of langa fjarveru og sendi frá sér eina bestu rokkskífu ársins, upp fulla af kímni og meinlegum textum. Gunni hefur fráleitt mildast með ár- unum þó lögin séu þéttari enda betur samin, og söngröddin er geggjuð sem forðum. Sigtryggur og Steingrímur - Dialog Líklega hafa flestir búist við slagverks- fylleríi þegar spurðist að þeir Sigtryggur Baldursson og Steingrímur Guðmunds- son hygðust gera plötu saman, en því er öðru nær. Mjög spennandi og skemmti- leg plata sem steypir saman hug- myndum úr ólíkum áttum og frá ólíkum löndum. Einar Örn - Ghostigital Í umsögn um þessa fyrstu sólóskífu Ein- ars Arnar Benediktssonar hafa menn gjarna á orði að tónlistin sé óþægileg ekki síður en aðlaðandi, erfið áheyrnar ekki síður en heillandi. Sú lýsing á býsna vel við, framúrskarandi plata listamanns sem kannast ekki við að hann sé tónlist- armaður. Mínus - Halldór Laxness Fáar hljómsveitir íslenskar hafa tekið eins örum framförum og Mín- us frá því þeir félagar komu sáu og sigruðu í Músíktilraunum með öskrandi harðkjarna. Síðan hefur hljómsveitin breyst umtalsvert, orðið þéttari og markvissari, að- gengilegri, án þess þó að tapa hörk- unni sem gerði hana svo áhuga- verða. Mínus hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði, stefnir ótrauð á að leggja heiminn að fótum sér, og víst að fá- ar hljómsveitir hérlendar eru líklegri til þess nú um stundir. Halldór Laxness er hápunkturinn á ferli hljómsveitarinnar hingað til, ágeng, hrá og heillandi plata. Plata ársins 2003. Skytturnar - Illgresið Sagan segir að þegar Skytturnar voru búnar að taka upp plötu hafi þeir ákveðið að taka hana upp aftur til að gera enn betur. Það hefur og tekist með miklum ágætum, frábær plata með lifandi undir- leik og mjög flottum rímum. Hiphop- plata ársins. Sufjan Stevens ætlar sér að segja sögu Bandaríkjanna í tónlist og byrjar á Michigan, heimaríki sínu. Þetta er þriðja sólóskífa Stevens og sú besta hingað til, frábærlega tregafull rólyndisleg tónlist með afskaplega pældum og vönduðum textum. Sufjan Stevens - Greetings From Michigan, The Great Lake State Bandaríska hljómsveitin The December- ists hljómar eins og liðsmenn hennar hafi alist upp við ána Mersey í Norður- Englandi, tónlistin mjög bresk en þó með ríkulegum skerfi að bandarísku vest- urstrandarpoppi. The Decemberists - Her Majesty The Decemberists KK & Maggi Eiríks - 22 ferðalög Þeir félagar Kristján Kristjánsson og Magnús Eiríksson eiga sérstakan heiður skilinn fyrir að hafa dustað rykið af 22 rútubílalummum og endurnýjað þær af svo innblásinni snilld að maður sér þær í nýju ljósi. Mjög skemmtileg og einlæg plata. Frog Eyes - The Golden River Sjaldan hef ég heyrt eins ævintýralegan söng og á þessari plötu kanadísku hljómsveitarinnar Frog Eyes; einskonar blanda af Bowie, Cave og Waits. Þegar við bætist að tónlistin er ekki síður geggjuð er komin sérdeilis steikt og skemmtileg plata. Bang Gang - Something Wrong Barði Guðmundsson er ekki bara ótrú- lega afkastamikill heldur er hann óhemju snjall tónlistarmaður og hugmyndaríkur. Bang Gang hefur verið í örri þróun frá því fyrstu lögin komu út fyrir sjö árum. Something Wrong er bræðingur af ný- bylgjulegu poppi, lounge-poppi og raf- tónlist. Það lyftir plötunni að Barði skuli syngja flest laganna sjálfur. INNLENDAR PLÖTUR ERLENDAR PLÖTUR The Microphones - Mount Eerie Phil Elverum er hæfileikamikill furðufugl. Eftir að hafa haldið úti einni af skemmti- legsutu hljómsveitum í bandarískri ný- bylgju ákvað hann að leggja sveitina á hilluna og byrja upp á nýtt. Þetta er því síðasta plata The Microphones og fyrsta plata Mt. Eerie, byrjar á tíu mínútum af dynjandi trommutakti og leikur á allan tilfinningaskalann. The White Stripes - Elephant Þó að þau Þau Jack og Meg White hafi komist á samning hjá stórfyrirtæki breyttu þau ekki útaf í tónlistinni, fóru enn lengra í átt að einfaldleikanum, enn nær frumrokkinu, og ekkert slegið af í frumleika og krafti. Heyrst hefur að þau séu væntanlega hingað til tónleikahalds á næstu mánuðum sem væri mikill happafengur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.