Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 22
AKUREYRI 22 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Við hjá fasteign.is höfum verið beðnir um að leita eftir einbýli á Seltjarnarnesi fyrir þrjá ákveðna kaupendur. Verðhugmynd er allt að 50 millj. Sterkar greiðslur í boði og langur afhendingartími ef þess er óskað. Allar nánari uppl. gefur Ólafur Finnbogason í síma 6-900-820 eða 5-900-800. Einbýli á Seltjarnarnesi ÓSKAST SÍMI 5 900 800 Ólafur Finnbogason sölumaður. Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Garðabær | Þingmenn Sjálfstæð- isflokks í Suðvesturkjördæmi heim- sóttu í gær Garðabæ og fóru meðal annars í tvo af skólum bæjarins. Þingmennirnir, þau Árni M. Mat- hiesen sjávarútvegsráðherra, Bjarni Benediktsson, Gunnar Birg- isson, Sigríður Anna Þórðardóttir og Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, nýskipaður mennta- málaráðherra, heimsóttu einnig bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og forystumenn Sjálf- stæðisflokksins í sveitarfélaginu. Ásdís Halla Bragadóttir, bæj- arstjóri Garðabæjar, segir heim- sóknina hafa heppnast afar vel. „Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru á ferð um kjördæmið þessa dagana og í dag komu þeir í heimsókn í Garðabæ,“ segir Ásdís, en sá háttur var hafður á að bæjarfulltrúar fóru með þingmönnum um sveitarfélagið og fóru yfir helstu mál sem eru á döfinni í Garðabæ. „Menntamálin voru ofarlega á baugi og sér- staklega ánægjulegt að fá tækifæri til að sýna nýjum mennta- málaráðherra hvað hér er að ger- ast. Meðal annars var í þessari stuttu heimsókn farið í Fjölbrauta- skóla Garðabæjar og barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum. Svo vonumst við til að geta boðið henni fljótlega til að skoða leik- og grunnskóla sem Garðabær rekur.“ Foreldrar í Garðabæ öfundsverðir Ásdís Halla segir ferðina hafa heppnast afar vel, mennta- málaráðherra og þingmennirnir hafi verið mjög áhugasamir um málefni Garðbæinga, „og þá sér- staklega um frjálst val, sem felst í því að við viljum að foreldrar barna í Garðabæ geti valið þann leik- eða grunnskóla sem hentar barninu þeirra best án tillits til búsetu,“ segir Ásdís Halla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir heim- sóknina hafa verið afar fróðlega og skemmtilega og gaman að heim- sækja bæjarfélögin. „Það er kjör- dæmavika í gangi hjá okkur þing- mönnunum í Suðvesturkjördæmi og við höfum verið að heimsækja bæj- arfélögin og okkar fólk í þeim,“ seg- ir Þorgerður. Þingmennirnir hafa nú heimsótt Hafnarfjörð, Bessa- staðahrepp, Garðabæ og Seltjarn- arnes og eiga eftir að líta inn hjá Mosfellsbæ og Kópavogi. Þorgerður segir einstakt hvað vel hafi verið tekið á móti þingmönnunum, mót- tökurnar hafi verið afar hlýlegar. „Fyrir mig sem menntamálaráð- herra var þessi dagur mjög skemmtilegur. Við heimsóttum með- al annars Fjölbrautaskólann í Garðabæ, þar sem skólameistari hefur nýtt sér það svigrúm sem er innan laganna varðandi útskrift stúdenta eftir þrjú ár. Það er geysi- leg fjölbreytni innan skólaveggja FG. Síðan heimsóttum við þetta merka frumkvöðlastarf sem er í samvinnu Barnaskóla Hjallastefnunnar og Garðabæjar undir forystu Mar- grétar Pálu. Það var mjög gaman að sjá hvað krakkarnir voru allir glaðir og ánægðir með sitt umhverfi og það sem þau voru að gera. Maður heillast líka svo af þessum hug- sjónaeldmóð sem maður varð var við þarna í dag. Foreldrar barna í Garðabæ eru öfundsverðir að hafa slíka valkosti í skólastarfi,“ segir Þorgerður að lok- um. Þingmenn Sjálfstæðisflokks heimsækja Garðabæ Mikill áhugi á frjálsu vali Morgunblaðið/Kristinn Kát og frískleg börn: Þorgerður Katrín heilsaði upp á börnin í Barnaskóla Hjallastefnunnar og þótti ánægjulegt að sjá hvað þau voru glöð og ánægð. Kópavogur | Bæjaryfirvöld í Kópa- vogi vinna nú að skipulagningu reits fyrir öldrunarþorp í Vatnsendalandi, en þar hefur Hrafnista sótt um leyfi til að byggja hjúkrunarheimili ásamt ýmsum búsetumöguleikum fyrir eldra fólk, svo sem íbúðum í fjöl- býlishúsum, einbýlishúsum og rað- húsum. Ekki er enn komin nákvæm stað- setning á þorpinu, en reiknað er með að því verði fundinn staður í Vatns- endahlíð sunnan Vatnsendavegar. Staðsetningin býður upp á mikla möguleika, að sögn forsvarsmanna Kópavogsbæjar, enda mikið útivist- arsvæði, golfvöllur og sundlaug í næsta nágrenni. Vilja öldr- unarþorp í Vatns- endalandi                      LIÐSMENN Slökkviliðsins á Akur- eyri veittu húsráðendum í Hafnar- stræti 3 aðstoð við að hreinsa snjó af þaki hússins í gær. Sunnanáttinn sem þá var ríkjandi gerði að verkum að snjórinn fór að bráðna og víða varð vatnselgur á götur og dæmi um að vatn hafi tekið að flæða. Þannig fóru slökkviliðsmenn í tvö útköll í fyrrakvöld og fyrrinótt þar sem vatn hafði gert usla. Nokkurt tjón varð í bílskúr í Glerárhverfi þar sem vatns- inntak hafði frostsprungið og vatnið leitaði inn í skúrinn. Hitt tilvikið var á Oddeyri en slapp til án tjóns. Gríð- armikill snjór var í bænum eftir lát- lausa nokkurra daga snjókomu í lið- inni viku. Hann tók að bráðna í gær og því mátti víða sjá fólk vera að hreinsa hann af þökum. Sigurður L. Sigurðsson, varðstjóri hjá Slökkvi- liðinu á Akureyri, sagði að mikið væri um að klaki hefði sest í rennur og því væri nokkur vinna við að höggva hann, en aðgerðir við Hafn- arstræti hefðu tekist vel, þó svo að erfitt hefði verið að athafna sig úr körfubíl slökkviliðsins. Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Nóg var að gera hjá slökkviliðsmönnum við að hreinsa snjó af þökum íbúð- arhúsa í Innbænum á Akureyri í hlákunni í gær. Aðstoða við að hreinsa snjó af þaki FJÖLSKYLDAN Berndtsen sem er ættuð frá Noregi mun næstu laug- ardagskvöld þjóna gestum á veit- ingastaðnum Græna hattinum og kappkosta að láta þeim líða vel á meðan þeir gæða sér á smáréttum af hlaðborði. Það eru leikarar í Leikfélagi Húsavíkur sem fara með hlutverk hinna norsku fjölskyldu- meðlima og um er að ræða leikþátt sem heitir Þjónn í súpunni í leik- stjórn Maríu Sigurðardóttur. Fyrsta sýning verður nú á laug- ardag, 24. janúar, kl. 20. „Þessi fjölskylda hefur áratuga langa reynslu af veisluhöldum og hefur meira að segja þó nokkrum sinnum séð um veislur fyrir Olav konung og Sonju drottningu, að ógleymdri erfidrykkjunni fyrir Keikó,“ segir í frétt um sýninguna. Á þjónalistanum er að finna marg- ar gerðir þjóna, þeir eru úrillir, glaðir, hortugir, ástleitnir, veikir, gervilegir og svo er einn í súpunni að sjálfsögðu og geta gestir valið um mismunandi þjónustu; góða, slæma, fleðulega, hortuga, hraða, undarlega, hlýlega, grunsamlega, háværa, draugalega, feimna, snobbaða og jafnvel enga. Þá er sérstök þjónusta í boði fyrir afmæl- isbörn, brúðhjón, árshátíðarhópa, saumaklúbba og klíkur af ýmsu tagi, segir einnig í fréttinni. Það eru þau Elín Ásbjarn- ardóttir, Gunnar Jóhannsson, Hilm- ar Valur Gunnarsson, Hjálmar Bogi Hafliðason, Jóhann Kristinn Gunn- arsson, Sigurður Illugason, Sólveig Skúladóttir og Vigfús Sigurðsson sem fara með hlutverk Berndtsen- fjölskyldunnar. Fyrsta sýning er nú á laugardag sem fyrr segir en ætlunin er að bjóða upp á þessa sýningu nokkur næstkomandi laugardagskvöld á Græna hattinum. Þjónn í súpunni á Græna hattinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.