Morgunblaðið - 01.02.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.02.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 31. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Sá stóri á hvíta tjaldið Tim Burton hefur alltaf liðið eins og útlendingi í eigin heimalandi 30 Tímarit, Heimastjórn og Atvinna Tímarit | Lífsdans Heiðars  Konur eru gullnáma heimsins Heimastjórn | Morgunn nútímans  Dálæti Davíðs á Hannesi Hafstein Atvinna | Draumastarfið  Útgjöld vegna atvinnuleysis 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300 AÐ minnsta kosti 11 létust þegar eldur kom upp á dvalarheimili aldraðra í bænum Udd- ingston, austur af Glasgow í Skotlandi, í fyrrinótt. Óttast var í gærmorgun að tala látinna ætti eftir að hækka, og sagði tals- maður slökkviliðs bæjarins að „fjölmargir hefðu látist“. Húsið var tveggja hæða og í því voru 43 herbergi. Að minnsta kosti 40 manns munu hafa verið inni er eldurinn kom upp. 11 létust í bruna Uddingston í Skotlandi. AFP. EVRÓPURÁÐIÐ hefur ákveðið að láta út- setja „Óðinn til gleðinnar“, sem kemst næst því að vera þjóðsöngur Evrópu, með ýmsum nýstárlegum hætti til að hressa upp á ímynd sína og vekja áhuga hjá unga fólkinu. Þetta tónverk Beethovens verður leikið í nútímalegri útsetningu, til að mynda í djass-, trans-, hipp-hopp eða teknóstíl, á ýmsum samkomum á vegum Evrópuráðs- ins. Nýju útgáfurnar verða gefnar út á geisladiski. Óður fyrir unga fólkið Strassborg. AFP. DANMÖRK og Ísland eru einu löndin á Evrópska efnahagssvæð- inu þar sem engin ákvæði eru í lögum sem miða að því að tak- marka sérstaklega samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Í þessum tveim- ur löndum yrði því að beita al- mennum samkeppnislögum til að stemma stigu við einokun og fá- keppni. Að baki þeim búa hins vegar sjónarmið um neytenda- vernd fremur en um tjáningar- og skoðanafrelsi. Eins og segir í grein eftir Pál Þórhallsson, lögfræðing hjá Evr- ópuráðinu, hafa öll önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu talið ástæðu til að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlun með því að takmarka samþjöppun með lögum. Sum þeirra hafa sett sérákvæði í sam- keppnislög sem gera kleift að grípa fyrr inn í samþjöppun á fjöl- miðlamarkaði en ella. Í Noregi hafa t.d. verið sett sérlög um eign- arhald á fjölmiðlum þar sem sér- stakri stofnun er falið eftirlit með öllum meiri háttar eignatil- færslum og að grípa inn í ef ástæða er til. Einnig er algengt að í útvarps- lögum séu skilyrði um að ekki beri að veita einum aðila fleiri en eitt leyfi á hverjum markaði. Að auki koma svo oft ákvæði um hámarks- markaðshlutdeild, annaðhvort miðað við veltu fyrirtækja eða út- breiðslu fjölmiðils. Loks er ekki óalgengt að víxleignarhald milli ólíkra fjölmiðlageira sé takmarkað þannig að einn aðili geti ekki náð yfirburðastöðu bæði á dagblaða- og ljósvakamiðlamarkaði. Í greininni segir að Evrópuráð- ið telji að öflugt og sjálfstætt rík- isútvarp sé vænleg leið til að tryggja lágmarksframboð gæða- efnis og þannig þjóna sömu mark- miðum og löggjöf sem takmarkar samþjöppun eignarhalds. Ákvæði um samþjöppun á fjölmiðlamarkaði innan EES Danmörk og Ísland einu löndin án takmarkana  Fjölbreytni/10 GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti mun spá metfjárlagahalla á árinu, að andvirði 521 milljarður dollara, þegar hann kynnir fjárlaga- frumvarp sitt á morgun, að sögn heimildarmanns AFP í bandaríska stjórn- kerfinu. Reynist þetta rétt gæti það veikt stöðu Bush í baráttunni við demókrata fyrir for- setakosningarnar í nóvember. Fjárlagahalli síðasta árs var 375 milljarð- ar dollara og fjárlagaskrifstofa þingsins spáði því á dögunum að hallinn ykist í 477 milljarða dollara í ár og minnkaði síðan í 362 milljarða á næsta ári. Metfjárlagahalla spáð vestra Washington. AFP. Bush FÉLAGAR í karnivaldanshópi í Úrúgvæ, „Murga“, taka þátt í opnunarskrúðgöngu karnivalsins þar í landi, er hófst nú um helgina. Hátíðin mun standa í rúman mánuð, og er þetta lengsta karnivalið sem haldið er í heim- inum. Reuters Karnival í Úrúgvæ ÞÓTT sala á geðdeyfðarlyfjum á Íslandi hafi marg- faldast á árunum 1975–2000, aukist úr 8,4 dag- skömmtum á hverja þúsund íbúa í 72,7 skammta, hef- ur lýðheilsa landsmanna ekki batnað. Örorka vegna þunglyndis og kvíðaröskunar hefur ekki minnkað á sl. 25 árum og innlögnum á sjúkrahús vegna sjúkdóm- anna hefur fjölgað á tímabilinu 1989–2000. Hér er því þörf á betri meðferð vegna þunglyndis. Þetta er helsta niðurstaða rannsóknar Tómasar Helgasonar, yfirlæknis geðdeildar Landspítalans, Helga Tómassonar, dósents við Háskóla Íslands, og Tómasar Zoëga yfirlæknis sem birt er í dag í nýjasta hefti breska geðlækningablaðsins, The British Journal of Psychiatry. Rannsóknin var gerð til að kanna áhrif söluaukningar geðdeyfðarlyfja á lýð- fjölgað árlega um 5,4% meðal fullorðinna, þegar tillit hefur verið tekið til mannfjölgunar. Á sama tímabili hafi plássum fyrir geðsjúka á sjúkrahúsum fækkað. Í greininni segir að aukin sala geðdeyfðarlyfja hafi ekki haft áhrif á fjölda sjálfsmorða á Íslandi og telja greinarhöfundar ólíklegt að samdráttur í sölu lyfjanna myndi hafa áhrif á sjálfsmorðstíðni. Í greininni kemur fram að þótt ný kynslóð geð- deyfðarlyfja hafi komið á markaðinn á undanförnum 5–10 árum og vitundarvakning orðið vegna þung- lyndis, hafi kostnaður samfélagsins aukist og áhrif á lýðheilsu verið takmörkuð. Þá er bent á að kostn- aður við meðferð þunglyndissjúklinga á Íslandi hafi verið um 18,6 milljónir dala árið 1998 og um 27% þess kostnaðar hafi verið vegna geðdeyfðarlyfja. heilsu, með því að nota tölur um sjálfsmorð, örorku og innlagnir og útskrifanir af sjúkrahúsum. Sala geðdeyfðarlyfja aukist um 16,4% á ári frá 1989 Í greininni kemur fram að sala geðlyfja hafi frá 1989 aukist um 16,4% á ári og vegur þyngst sala nýrra þunglyndislyfja, sem komu á markað hér 1988. Á tímabilinu 1989–2000 jókst sala á þunglynd- islyfjum um 388% og á öðrum geðlyfjum, aðallega svefnlyfjum, um 92%. Kostnaður vegna aukinnar sölu þunglyndislyfja jókst á sama tímabili um 461%. Í greininni segir að þrátt fyrir aukna sölu hafi inn- lögnum á sjúkrahús vegna þunglyndis fjölgað meira en nemur útskriftum. Á tímabilinu hafi innlögnum Grein í The British Journal of Psychiatry um notkun geðdeyfðarlyfja á Íslandi Aukin lyfjanotkun ekki haft áhrif á lýðheilsu MOHAMMAD Khatami Íransfor- seti viðurkenndi í gær að þrátefli væri í deilu umbótasinnaðra þing- manna og íhaldssinna vegna banns við framboði fjölmargra frambjóð- enda í væntanlegum kosningum. Hafa stjórnvöld varað við að ekki sé víst að hægt verði að halda kosningarnar, og fjölmargir þing- menn kváðust í gær vera komnir á fremsta hlunn með að segja af sér og afboða þátttöku í kosningunum. Það er hið svonefnda Varð- mannaráð, 12 manna eftirlitsnefnd sem skipuð er af ajatollanum Ali Khameini, æðsta leiðtoga landsins, og eitt helsta vígi íhaldsaflanna í landinu, sem hefur útilokað um 2.500 frambjóðendur frá kosning- unum, er halda á síðar í mánuðin- um. Upphaflega hafði ráðið mein- að 3.600 manns um framboð því að þeir hefðu gerst brotlegir við kosningalagaákvæði um skuld- bindingar við íslam og viðhorf Khameinis. Khatami afdráttarlaus „Ríkisstjórnin mun ekki halda kosningar nema þær geti farið eðlilega fram,“ hafði ríkisfrétta- stofan IRNA eftir Khatami í gær, er hann lagði sveig að grafhýsi aja- tollans Ruhollah Khomeini, leið- toga írönsku byltingarinnar, í til- efni 25 ára afmæli byltingarinnar. Abdolvahed Mussavi-Lari, inn- anríkisráðherra landsins, sagði að deila íhaldsaflanna og umbóta- sinna þýddi að ógerlegt væri að halda þingkosningar 20. febrúar. Umbótasinnaðir þingmenn, sem margir hafa verið í setuverkfalli í þinginu frá 12. janúar vegna bannsins, sögðu í gær að Varðliða- ráðið hefði ekki létt banni af nægi- lega mörgum frambjóðendum. Þrátefli í írönskum stjórnmálum Óvíst hvort kosningar geta farið fram Teheran. AFP. ♦♦♦ ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.