Morgunblaðið - 01.02.2004, Síða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FROST ACTIVITY
Ólafur Elíasson
Námskei› fyrir börn og fullor›na.
Björgólfi Thor Björgólfssyni og Samson Eignarhaldsfélag, er sannur hei›ur a› veita s‡ningunni brautargengi.
Allt um kring – Listsmi›jur
Listsmi›ja fyrir 10 - 12 ára. Laugardag 7. febrúar kl. 10.30 – 15
Hi› sanna e›a myndin af sannleikanum – Listsmi›ja fyrir 13 - 15 ára
Laugardag 21. febrúar kl. 10.30 – 15
Listsmi›ja fyrir alla fjölskylduna
Sunnudag 15. febrúar kl. 13 – 15 FULLBÓKA‹
Sunnudag 22. febrúar kl. 13 - 15
R‡mi og tími /Sta›ur og stund – Dagur á safninu
Námskei› fyrir listunnendur. Sunnudag 22. febrúar kl. 10.30 – 15
Skráning á námskei›in er í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi, í síma 590 1200
og um netfang fraedsludeild@reykjavik.is - Sjá nánar á www.listasafnreykjavikur.is
FRAMKVÆMDIR á Austurlandi
ganga skaplega og eru flest verk á
vegum verktaka í jarðgangagerð,
jarðvinnu og vegagerð á áætlun, þó
að vetrarríki hamli að einhverju leyti
framkvæmdum um þessar mundir.
Af framkvæmdum í Kárahnjúka-
virkjun er það að frétta að bormenn
eru senn hálfnaðir með aðkomu-
göngin en frárennslisgöngin eru
styst á veg komin. Hjáveitugöngum
fyrir Jöklu lauk seint á síðasta ári og
aðkomugöngum 1 á Teigsbjargi er
einnig lokið, en þau eru 1.258 m löng.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landsvirkjun hafa rúmir 800 m af
2.800 m heildarlengd aðganga 2 við
Axará nú verið boraðir og tæpir 300
m af 2.650 m í aðgöngum 3 í Glúms-
staðadal. 160 m hafa verið boraðir af
39.756 m löngum aðrennlisgöngum
frá Hálslóni og komnir eru 172 þús-
und rúmmetrar af efni í stíflufyll-
ingu Kárahnjúkastíflu, en alls verð-
ur efnisfyllingin 8,5 milljónir
rúmmetra.
Unnið að gerð þriggja jarð-
ganga samtímis í Fljótsdal
Fosskraft vinnur nú að gangagerð
í Fljótsdal, þar sem stöðvarhús
Kárahnjúkavirkjunar verður stað-
sett. Stöðvarhúsið verður staðsett í
sprengdum helli neðanjarðar, um 1
km undir Teigsbjargi. Að stöðvar-
hellinum og aðlægum neðanjarðar-
helli fyrir spenna verða grafin þrenn
nánast lárétt jarðgöng, aðkomu-
göng, kapalgöng og frárennslisgöng
og tvenn um 400 m löng lóðrétt göng.
Þá verða grafin allnokkur hliðar- og
tengigöng milli jarðganga og neðan-
jarðarhella.
Nú er unnið að gerð þriggja jarð-
ganga samtímis og er búið að grafa
um 440 m af um 1.000 m löngum að-
komugöngum, um 330 m af 1.000 m
löngum strengjagöngum og rúma
100 m af 1.100 m löngum frárennsl-
isgöngum. Verkið mun nokkuð á eft-
ir áætlun, þar sem framkvæmdir
hófust seinna en ætlað var. Bergið
þykir gott til jarðgangagerðar og lík-
legt að áætlun verði náð síðar í vetur.
Fáskrúðsfjarðargöng
brátt hálfnuð
Í Fáskrúðsfjarðargöngum er búið
að sprengja 1.395 m í Reyðarfirði og
1.338 m í Fáskrúðsfirði, samtals
2.753 m, eða 48% af heildarlengd
jarðganganna. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Ístaki voru afköst síðustu
viku 131 m, 55 m í Reyðarfirði og 76
m í Fáskrúðsfirði. Gangagröftur hef-
ur gengið vel Fáskrúðsfjarðarmegin
og þar er einnig unnið við fyllingar
og samsetningu stálplöturæsis í
Hrossadalsá.
Mjög slæmur kafli hefur verið
Reyðarfjarðarmegin og verkið geng-
ið hægt. Þar hefur verið tveggja
metra misgengi og mikið um styrk-
ingar, bæði boltun og ásprautun til
að tryggja öryggi, en nú er þessum
misgengiskafla að ljúka og verkið
komið á skrið aftur. Göngin eiga að
vera tilbúin haustið 2005.
Á annan tug verkefna
í vegagerð
Hvað vegamál varðar segir Sveinn
Sveinsson í áætlanadeild Vegagerð-
arinnar fjórtán aðgreind verkefni
framundan á Austurlandi eins og
meðfylgjandi tafla sýnir.
Nýlokið er útboði jarðganga undir
Almannaskarð ásamt vegskálum og
vegagerð á Hringvegi báðum megin
ganganna. Þau verða 1.146 m löng,
steinsteyptir vegskálar 162 m og
vegagerð um 4,1 km. Verkinu skal
vera lokið 15. júní árið 2005 og eru
tilboð nú til skoðunar hjá Vegagerð.
Eigi verður rætt um framkvæmd-
ir eystra að ekki sé minnst á vaxandi
fjölda nýbygginga, einkum í Fjarða-
byggð og á Austur-Héraði. Eru tugir
einbýlishúsa, fjölbýlishús og töluvert
verslunarrými í byggingu á þessum
stöðum og meira væntanlegt, þar
sem lóðaeftirspurn er mikil.
Framkvæmdir
á Austurlandi
ganga vel
Ljósmynd/K.M.
Litskrúðugt tveggja metra hátt misgengi í Fáskrúðsfjarðargöngum: Í
næstu viku verður búið að bora hálfa leið í gegn.
!"
#
! $
!
% &
"
# $
% '
# !
&&
$ # " ($
)% *
+!
""$
# % $
($
)% *
+!
$
' '
%
)% *
+!
,$
"# "# ($
)% *
+!
(
$ '
-$
!
* .* )% *
! &
$
# ')$ /
&! $/ , &
# * !" 0% 1
2 % +
* 0 ! !,
3 %
0/ ! % +
& !" % 0% 4 * +
#
+ ,# 5 !# /
3 %
0/ + % &
# %
*$# '
!
4 !, 6 1 2 %
+7 %+
*)% 0/0 %
% /*8 +
JÓN Kristjánsson, heilbrigðis-
og tryggingaráðherra, segist
hafa vilja til þess að koma til
móts við þá sem greiða þurftu
lækniskostnað að fullu meðan á
deilu sérfræðilækna og Trygg-
ingastofnunar ríkisins stóð á
fyrstu vikum ársins, en út-
færsla þar að lútandi muni ekki
liggja fyrir fyrr en á mánudag.
Í Morgunblaðinu á fimmtu-
dag var sagt frá ungu fólki sem
þurfti að greiða að fullu fyrir
eyrnabólguaðgerð sem sjö ára
sonur þess fór í 7. janúar síðast-
liðinn. Foreldrarnir þurftu að
greiða 21 þúsund kr. fyrir að-
gerðina og höfðu fengið þau
svör frá TR að aðgerðin yrði
ekki endurgreidd. Morgunblað-
ið hefur upplýsingar um annað
slíkt tilfelli, en þar var um að
ræða aðgerð sem framkvæmd
var 5. janúar síðastliðinn og
kostaði 168 þúsund kr. og höfðu
fengist þau svör frá TR að um
engar endurgreiðslur yrði að
ræða í því tilviki.
Ekki viðurkenning
á greiðsluskyldu
„Ég er á því að koma til móts
við þá sem hafa verið með út-
gjöld af þessu. Ég býst við að
það liggi fyrir á mánudaginn
hvernig við tökum á því,“ sagði
Jón.
Hann sagðist hafa hug á því
að koma málum þannig fyrir að
hægt yrði að taka á þessum til-
fellum, en með því væri hann
ekki að viðurkenna greiðslu-
skyldu Tryggingastofnunar í
þessum efnum. Um væri að
ræða sérstaka aðgerð af þessu
tilefni, en ekki væri um marga
einstaklinga að ræða. Fyrir
lægju fjármunir til að mæta
þessu og hann þyrfti bara að
klára hvernig það yrði gert.
Endurgreiðslur
vegna mikils
lækniskostnaðar
Útfærsla
tilbúin á
mánudag
STJÓRNIR Ámundakinnar
ehf. og Ístex hf. hafa undirrit-
að samning um flutning á ull-
ardeild Ístex hf. til Blönduóss.
Þessi fyrsti samningur
Ámundarkinnar ehf. er um að
leigja Ístex hf. húsnæði fyrir
ullardeildina þ.e. ullarmóttöku
og ullarþvott næstu tuttugu
árin. Jafnframt var undirrit-
aður samningur milli Ámun-
dakinnar ehf. og Sparisjóðs
Húnaþings og Stranda um
kaup á 770 fermetra iðnaðar-
húsnæði að Efstubraut 2.
Ámundakinn ehf vinnur jafn-
framt að undirbúningi 600 fer-
metra viðbyggingu við Efstu-
braut 2 hvar verður
aðalvinnslusalur ullarþvotta-
stöðvarinnar.
Ámundakinn ehf. er nýstofn-
að félag sem samanstendur af
nokkrum sveitarfélögum og
fyrirtækjum í A-Hún. og hefur
að markmiði að eignast og
annast rekstur á húsnæði til að
leigja fyrirtækjum fyrir starf-
semi sína. Stefnt er að því að
starfsemi ullarþvottarstöðvar-
innar hefjist í lok júní og áætl-
að er að með þessum samningi
verði til um 10 ársverk.
Jóhannes Torfason, bóndi á
Torfalæk, er framkvæmda-
stjóri Ámundakinnar ehf.
Ullar-
þvottastöð
hefur starf-
semi í júní
RUNÓLFUR Ágústsson, rektor
Viðskiptaháskólans á Bifröst, gagn-
rýndi í ræðu við útskrift á Bifröst í
gær þau sjónarmið talsmanna Há-
skóla Íslands að Há-
skólinn byggi við
skerta samkeppnis-
stöðu og knappar fjár-
veitingar og sagði mál-
futninginn rakalausan.
Runólfur vísaði í yf-
irlit sem menntamála-
ráðuneytið hefur tekið
saman um fjámögnun
og rekstur háskóla árið
2001 þar sem fram
kemur að HÍ fékk 851
þúsund krónur í ríkis-
framlag á nemanda en
Bifröst fékk 433 þús-
und, lægst allra ís-
lenskra háskóla. Þegar
sjálfsaflatekjur háskól-
anna voru lagðar við ríkisframlagið
voru heildartekjur HÍ á nemanda á
því ári 1.297 þúsund en heildartekjur
Bifrastar voru 788 þúsund krónur.
„Yfir hverju er Háskóli Íslands að
kvarta? Í hverju felst hin skerta
samkeppnisstaða hans? Í svipaðri
stöðu eru flestar ríkisháskólarnir.
Þeir fá flestir ríflegar fjárveitingar
samanborið við Bifröst eða Háskól-
ann í Reykjavík.“
Fram kom í erindi
rektors að um væri að
ræða nýjustu upplýs-
ingar sem lægju fyrir
en að menntamálaráðu-
neytið ynni nú að sam-
bærlegri úttekt fyrir
árið 2002.
Fá 35 m.kr. af
þremur milljörðum
„Hér er forvitnilegt
að skoða fjárlög ársins
2004 og kanna hvernig
fjármagni til háskóla-
rannsókna er skipt á
fjárlögum. Þar er varið
um 3,3 milljörðum
króna af skattfé al-
mennings til háskólarannsókna. Því
er skipt þannig að sjáfseignarstof-
anir á háskólastigi fá samtals 35
milljónir króna. [...] Þetta er hin
raunverulega samkeppnisstaða
sjálfstæðra háskóla gagnvart rík-
isháskólunum,“ sagði Runólfur.
Ríkisframlag á
nemanda í HÍ
helmingi hærra
Rektor á Bifröst gagnrýnir sjónar-
mið HÍ um knappar fjárveitingar
Runólfur Ágústsson
TVÖ framboð bárust til formanns
stjórnar Félags bókagerðarmanna en
framboðsfrestur rann út 16. janúar sl.
Sitjandi formaður, Sæmundur Árna-
son, býður sig fram en auk þess býður
fram í formannssæti Þór Agnarsson.
Sæmundur hefur gegnt starfi for-
manns frá árinu 1994. Samkvæmt
upplýsingum á heimasíðu Félags
bókagerðarmanna hefur kjörnefnd
verið skipuð til að sjá um kosninguna
og er kosið til tveggja ára.
Atkvæðaseðlar hafa verið sendir til
félagsmanna og verða þeir að hafa
borist kjörnefnd fyrir 11. febrúar.
Fundur með frambjóðendum í for-
mannssæti verður haldinn í félags-
heimili þeirra á Hverfisgötu í dag.
Tveir í framboði
til formanns FBM