Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Spánskir dagar í Perlunni
Spánskt fyrir
sjónir í Perlu
Það kemur Stefáni Á.Magnússyni sýn-ingarstjóra flest
spánskt fyrir sjónir þessa
dagana, enda skipuleggur
hann nú Spánska daga
sem haldnir verða í Perl-
unni dagana 20. til 22.
febrúar næstkomandi. Að
sýningunni standa íslensk-
ir og spánskir aðilar á sviði
ferðamála, viðskipta,
menningar, tísku, vína,
matargerðarlistar, inn-
réttinga og fleira. Morgun-
blaðið hitti Stefán í Perl-
unni í vikunni og ræddi við
hann um sýninguna.
Þú ert ekki óvanur slíku
sýningarhaldi eða hvað?
„Nei, þetta hefur verið
mitt aðalstarf seinni árin,
ásamt markaðsráðgjöf, ég
hef haldið 40 til 50 sýningar af
ýmsum toga, m.a. þjóðlegar sýn-
ingar tengdar fjölda landa. Þetta
er sérlega ánægjulegt og gefandi
starf, maður kynnist mörgum og
þetta er lifandi og spennandi.“
En hvernig bar þessa sýningu
að?
„Það var þannig, að í nóvember
á síðasta ári komu hingað til lands
spænskir eigendur fyrirtækisins
TM International. Það er fyrir-
tæki sem selur lóðir og byggir hús
á Spáni, ekki síst fyrir erlenda að-
ila og þess vegna þekktu þeir til
Íslands. Fyrirtækið starfar eink-
um á Alicantesvæðinu. Hingað
komu þeir alfarið til að skoða
landið og kynnast fólkinu. Ég var
kynntur fyrir þessum mönnum í
gegn um fasteignasöluna Laufás,
sem er umboðsaðili fyrir TM Int-
ernational hér á landi. Til tals kom
að ég hafði sett upp fjölda sýninga
í Perlunni og víðar og þessir menn
reyndust hafa mikinn áhuga á því
að kynna fyrirtæki sitt hér á landi.
Út frá þessu spratt mikið hug-
myndasamtal og útkoman var sú
að saman myndum við standa að
allsherjar Spánarkynningu í Perl-
unni 20. til 22. febrúar. Þetta var
fastmælum bundið, þeir fóru til
síns heima og ég tók til óspilltra
málanna strax í byrjun desem-
ber.“
Er þetta ekki fremur stuttur
fyrirvari á svo stóra sýningu?
„Af hverju ætti maður að sitja
og plana svona uppákomu í ár?
Nei, þetta er eðlilegur meðgöngu-
tími svona uppákomu. Þetta eru
þrír dagar og þó að margir komi
að þessu og í mörg horn sé að líta
þá fer best á því að þetta sé
áhlaupaverk, stutt og snarpt. Svo
er það bara búið og mál að snúa
sér að næsta verkefni.“
Segðu okkur nánar frá Spánsk-
um dögum …
„Ja, það má eiginlega segja að
það komi mér allt spánskt fyrir
sjónir þessa dagana. En grínlaust,
þá er hér á ferðinni ein allsherjar
Spánarkynning. Við munum leit-
ast við að sýna hvað Spánn hefur
upp á að bjóða almennt og þá ekki
bara í jarðeignum og fasteigna-
málum á vegum TM Internatio-
nal. Þessir dagar verða
í anda fyrri þjóðlegra
daga sem ég hef staðið
fyrir. Kynningin verð-
ur einnig, auk við-
skipta, á sviði ferða-
mála, menningar, tísku, matar- og
víns og innréttinga svo eitthvað sé
nefnt.“
Hvernig verður sýningin byggð
upp?
„Sýnendur eru með bása og op-
in svæði á fyrstu hæðinni. Einnig
verða fundir og fyrirlestrar í ráð-
stefnusal Perlunnar og spænskir
aðilar munu leggja sitt af mörkum
til að skapa ekta suðræna stemm-
ingu, t.d. með flamencodansi, tón-
list, myndlist, tískusýningum og
fleira afþreyingarefni. Þá verða
sérstakar ferðakynningar og ger-
legt að ganga frá fasteignakaup-
um á Spáni.“
Hverjir koma svona helst að
þessu?
„Auk mín og TM International
og Laufáss, kemur hinn þekkti
spænski banki Caja Murcia þarna
að og kynnir starfsemi sína. Alic-
anteborg er þátttakandi og sama
er að segja um viðskipta- og ferða-
málaskrifstofur Spánar, sem báð-
ar senda fulltrúa sína. Sendiherra
Spánar á Íslandi er einnig virkur
og Sigríður Andersen, fyrir hönd
Spænsk-íslenska verslunarráðs-
ins. Það koma mun fleiri við sögu
og ég hef orðið þess var að sýning-
arhaldið er að spyrjast út og það
eru að hafa samband við mig að-
ilar sem að ég vissi kannski ekki
um. Ég geri ráð fyrir að ekki séu
öll kurl komin til grafar með slíkt
enn sem komið er, en það er hægt
að bæta við þátttakendum næstu
vikuna.“
Nú er Ísland ekki stór eining á
alþjóðavísu … með hvaða hugar-
fari koma Spánverjarnir að svona
kynningardögum?
„Spánverjar eru ótrúlega já-
kvæðir í garð Íslendinga og virða
okkur vel og mikið. Þeir taka þátt
í þessu af heilum hug vegna þeirra
fjölmörgu Íslendinga sem koma
til Spánar á hverju ári og hafa
þannig hjálpað til við að byggja
upp spænskan ferða-
mannaiðnað síðustu
áratugina. Það er mikill
áhugi á Íslandi á Spáni
og þeir segja fullum
fetum að Ísland sé mik-
ilvægt framtíðarland viðskipta við
Spán.“
Hverjir geta átt erindi á svona
sýningu?
„Ja, ég myndi segja að þegar
við höfum farið yfir dagskrána,
eins og við höfum nú gert, að það
eigi nánast allir að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi. Þetta verður
fjölbreytt og þetta verður fjöl-
skylduvænt.“
Stefán Á. Magnússon
Stefán Á. Magnússon fæddist á
Akureyri 15. júní 1950. Nam við
KHÍ og stundaði nám í versl-
unar- og markaðsfræðum í
Bandaríkjunum. Starfaði víða
vestra, m.a. hjá Western Int-
ernational Hotels í Seattle,
General Motors og Honeywell í
Kaliforníu, auk þess að sýna föt,
m.a. í tímaritinu Vogue. Var
markaðsstjóri Pennington Ltd
fyrir Norðurlönd og markaðs-
stjóri hjá G. Helgason og Melsteð
í tíu ár og Perlunnar í fimm ár.
Er nú sjálfstætt starfandi við al-
mannatengsl, sýningarhald og
ráðgjafarþjónustu.
… að ganga
frá fasteigna-
kaupum
ÓLAFUR Ólafsson, formaður Fé-
lags eldri borgara, vísar algerlega á
bug gagnrýni Einars Odds Krist-
jánssonar alþingismanns á ummæli
hans um að útgjöld til heilbrigðis-
mála séu lægri en skýrsla OECD
gefi til kynna. Einar Oddur sagði í
Mbl. í gær að fullyrðingar Ólafs
væru „kerlingabækur“. Fjármála-
ráðuneytið hefði farið nákvæmlega
yfir tölur OECD og uppgjör Ís-
lands á heilbrigðiskostnaði væri ná-
kvæmlega eins framreiknað og í
öðrum ríkum þjóðum Evrópu.
„Það eru hreinar kerlingabækur
að halda því fram að við séum að
rugla saman heilbrigðismálum og
félagsmálum,“ sagði þingmaður-
inn.
Ólafur segir á hinn bóginn að
samkvæmt skýrslu OECD um út-
gjöld til heilbrigðismála gildi
ákveðnar reglur varðandi hvað sé
talið undir heilbrigðismál og hvað
undir félagsmál.
Öldrunarmál falla að mestu
undir heilbrigðismál á Íslandi
„Þeir hafa sett ákveðnar reglur
og eins og staðan er í árslok 2003 þá
höfðu flest ríki, eða um 20, fylgt í
öllu reglum OECD þar sem öldr-
unarmál falla að mestu undir fé-
lagsmál, þ.e. þær stofnanir þar sem
hjúkrun og læknisþjónusta er
minni en helmingur af kostnaði.“
Að sögn Ólafs er Ísland ekki í þess-
um hópi né í hópi þeirra ríkja sem
vinna nú að því að breyta sínum
reglum til samræmis við reglur
OECD. Ísland er í hópi fimm ríkja,
Noregur þar með talinn að hluta til,
Slóvenía og nokkur Austur-Evr-
ópuríki, sem greina öldrunarmál að
mestu leyti undir heilbrigðismál.
Segir Ólafur að samkvæmt sér-
stakri skýrslu OECD um Ísland, e.
Health Expenditure and Finance
Data 2003, komi fram að færu þessi
ríki eftir reglum OECD þá myndi
skráður heilbrigðiskostnaður
lækka um 0,6-0,9% af vergri lands-
framleiðslu sem myndi í raun þýða
að útgjöld til heilbrigðismála á Ís-
landi myndu lækka úr 9,2% af
vergri landsframleiðslu í 8,3-6%
eða nálægt meðaltali OECD þjóð-
anna.
„Það getur vel verið að þessar
skýrslur séu kerlingaskrif en þetta
eru þó skýrslur OECD,“ segir Ólaf-
ur og bætir við: „Mér finnst að við
eigum að gera þá kröfu að þing-
menn kynni sér grundvallaratriði
áður en þeir hlaupa upp í ræðu-
stól.“
Útgjöld til heilbrigðismála samkvæmt tölum OECD
Ólafur vísar gagnrýni
Einars Odds á bug
ADSL-tengingum hefur fjölgað
mjög mikið hérlendis undanfarin
misseri og hefur mikill meirihluti
notenda fengið sér þráðlausa net-
tengingu, en netnotkun er hlutfalls-
lega hvergi meiri í Evrópu en á Ís-
landi.
Vöxtur í netþjónustu yfir ADSL
frá Símanum var um 105% á nýliðnu
ári og um 80% seldra lausna frá því í
ágúst hafa verið þráðlausar, að sögn
Evu Magnúsdóttur, upplýsingafull-
trúa Símans. Pétur Pétursson, for-
stöðumaður upplýsinga- og kynn-
ingarmála Og Vodafone, segir að
ADSL notendum á eigin kerfi Og
Vodafone hafi fjölgað um 85% árið
2003 og um 70% þeirra, sem fengu
sér nettengingu síðustu fjóra mán-
uði ársins, hafi fengið sér þráðlausa
nettengingu.
Eva segir að mikil spurn hafi ver-
ið eftir bandbreiðum samböndum
hjá Símanum undanfarna mánuði en
um 35% aukning hafi orðið á öðrum
bandbreiðum samböndum en
ADSL. Íslendingar séu nýjunga-
gjarnir og góð tilboð að undanförnu
hafi líka haft þessi áhrif, en tæplega
40% heimila hérlendis séu komin
með bandbreið sambönd og þá fyrst
og fremst ADSL sambönd. Um 93%
þjóðarinnar hafi aðgang að ADSL
þjónustu Símans, sem sé sennilega
hæsta hlutfall í heimi, en aðeins
Suður-Kórea og Taívan standi Ís-
lendingum framar í netnotkun.
Samkvæmt nýlegri breskri könn-
un, sem fyrirtækið Pielle Consulting
hafi látið gera, sé Síminn með tæp
18% notenda af hverjum 100 not-
endalínum en Suður-Kórea með
30% og Taívan með rúm 18%.
Næstu Evrópuríki séu Belgía með
tæp 14% og Danmörk með rúm
11%.
ADSL-kerfi Og Vodafone nær til
um 75% þjóðarinnar, að sögn Pét-
urs, en það er á höfuðborgarsvæð-
inu, Akureyri, Selfossi, í Reykja-
nesbæ og Vestmannaeyjum.
Netnotkun hlutfallslega hvergi meiri í Evrópu en á Íslandi
Mikil aukning í þráð-
lausri nettengingu
Það verður eftirsjá að honum, skjáta mín. Hann jarmaði svo vel fyrir okkur.