Morgunblaðið - 01.02.2004, Síða 11
eigu sama aðila og slakað var á
reglum sem torvelduðu samruna
dagblaða. Sömu sögu er að segja frá
Bandaríkjunum þar sem slakað hef-
ur verið á reglum nú nýverið og leyfi-
leg hlutdeild eins aðila á sjónvarps-
markaði hækkuð úr 35 í 39%.
Nýlegar lagabreytingar á Ítalíu hafa
einnig verið túlkaðar þannig af
mörgum að þær festi tök Berluscon-
is á fjölmiðlamarkaðinum enn í sessi.
Annars staðar eins og í Frakklandi,
Þýskalandi og Austurríki er uppi
stöðug viðleitni til að laga löggjöfina
að örri þróun á fjölmiðlamarkaði í
því skyni að koma í veg fyrir nýjar
tegundir samþjöppunar.
Ríkisútvarp stuðlar
líka að fjölbreytni
En það eru fleiri leiðir færar til
þess að standa vörð um fjölbreytt
framboð fjölmiðlaefnis heldur en
reglur um eignarhald. Nærtækast er
að nefna tilvist sjálfstæðs ríkisút-
varps. Reyndar er íslenska hugtakið
„ríkisútvarp“ nokkuð misvísandi.
Nær væri að tala um almennings-
eða þjóðarútvarp til að endurspegla
hugmyndina um starfsemi sem nýt-
ur sjálfstæðis bæði gagnvart póli-
tískum valdhöfum og áhrifaríkum
aðilum í athafnalífinu og getur verið í
höndum opinberrar stofnunar, en
líka einkaaðila að vissum skilyrðum
uppfylltum. Sérfræðinganefnd á
vegum Evrópuráðsins, sem skilaði af
sér skýrslu um fjölbreytni fjölmiðla í
Evrópu fyrir um það bil ári síðan (sjá
www.coe.int/media), nefndi einmitt
að til þess að stemma stigu við til-
hneigingu til samþjöppunar á fjöl-
miðlamarkaði í álfunni væri nauð-
synlegt að standa vörð um og renna
frekari stoðum undir sjálfstætt al-
menningsútvarp til að „tryggja út-
breiðslu fjölbreyttra upplýsinga og
skoðana til almennings“. Þótt í orði
kveðnu sé mikil samstaða hjá Evr-
ópuríkjum um ágæti almenningsút-
varps á sú hugsjón víða í vök að verj-
ast.
Í allmörgum löndum hefur einnig
verið gripið til sérstakra ráðstafana
til að styðja við bakið á dagblaða-
útgáfu. Slíkar ráðstafanir geta verið
í formi lækkunar eða niðurfellingar
virðisaukaskatts. Í öðrum löndum
eins og til dæmis Noregi og Aust-
urríki njóta dagblöð eða tímarit rík-
isstyrkja. Skilyrði eru til dæmis þau
að viðkomandi dagblað hafi sjálf-
stæða ritstjórnarstefnu, skili ekki
hagnaði og sé ekki stærsta dagblað á
sínum markaði.
Nokkrar niðurstöður
Í víðasta skilningi er í öllum V-
Evrópuríkjum einhver opinber við-
búnaður í formi laga eða stofnana til
þess að tryggja fjölbreytt streymi
upplýsinga og skoðana og að fram
komi allar hliðar mála: Sjálfstætt
ríkisútvarp ásamt ákvæðum sem
tryggja að það nái augum og eyrum
allra þegnanna, löggjöf um rétt til
andsvara, eftirlitsstofnanir með ljós-
vakamiðlum, líkt og útvarpsréttar-
nefnd hér á landi, sem eiga að
áminna hljóðvarps- og sjónvarps-
stöðvar ef þær fara út af strikinu,
styrkir til dagblaða sem annars
myndu leggja upp laupana o.s.frv.
Við það bætist að almennar sam-
keppnisreglur, sem gilda í öllum
þessum löndum, myndu líklegast
koma í veg fyrir að einn aðili næði al-
farið undir sig einkareknum fjölmiðl-
um eins lands og eru því vissulega
varnagli. Ennfremur er rétt að nefna
að sjálfstæði blaðamanna og frelsi til
að vinna faglega í samræmi við siða-
reglur er einnig trygging gegn því að
eigendur fjölmiðla misnoti þá sem
áróðurstæki fyrir pólitísk stefnumið
sín eða einfaldlega til þess að tryggja
völd sín í viðskiptalífinu.
En víðast hvar hefur sú skoðun
orðið ofan á að ekki sé nóg að gert.
Misjafnt er hversu mikillar vinsælda
ríkisútvarp nýtur. Lögbundinn rétt-
ur einstaklinga til andsvara hrekkur
skammt, opinbert styrkjakerfi til að
halda lífi í fjölmiðlum er hálfgerð
tímaskekkja og sjálfstæði blaða-
manna þarf oft að víkja fyrir hags-
munum eigenda. Því sé þörf á sér-
stökum reglum sem hamli gegn
óhæfilegri samþjöppun. Betra sé að
hafa sem flestar raddir til að tryggja
fjörug skoðanaskipti og að mál sem
varða almenning upplýsist. Slíkar
reglur geta verið bundnar við til-
teknar tegundir fjölmiðla, til dæmis
á þann veg að enginn einn aðili geti
lagt undir sig allar sjónvarpsstöðvar.
En þær geta líka bannað sama aðila
að vera virkur á margs konar fjöl-
miðlamarkaði.
Nú þegar rætt er um hvort þörf sé
á lagasetningu á Íslandi um þessi
efni er vert að benda á örfá atriði. Í
litlu einangruðu landi eru fáir fjöl-
miðlar og búum við því við nokkurs
konar náttúrulega fábreytni. Fjöl-
miðlar annarra landa geta líka að
mjög litlu leyti komið í staðinn fyrir
okkar eigin, eins og mætti hugsa sér
hjá ríkjum sem liggja þétt saman á
meginlandinu. Þessar staðreyndir
mæla með því að sérstakra aðgerða
sé þörf til að tryggja fjölbreytni og
afstýra einokun.
En smæðin þýðir líka að markað-
urinn ber ekki nema örfá dagblöð og
örfáar sjónvarpsstöðvar. Þess vegna
er ekki hægt að yfirfæra módel millj-
ónaþjóða hugsunarlaust yfir á Ís-
land. Fyrirtæki verða að hafa svig-
rúm til að ná hagkvæmni
stærðarinnar. Samt er vissulega um-
hugsunarefni að fjölbreytni er vart
að finna í útvarpslögum sem mark-
mið stýringar þeirrar sem felst í út-
hlutun takmarkaðra gæða, þ.e. út-
varpsrása. Þar skerum við okkur
verulega úr. Að lágmarki mætti
uppáleggja útvarpsréttarnefnd að
stuðla að því við úthlutun leyfa að
fjölbreytni ríki á markaði bæði hvað
varðar eignarhald og dagskrá. Að
sama skapi virðist það heldur
óskemmtileg tilhugsun að ekki skuli
vera neinn varnagli í lögum við því að
öll dagblöð færðust á eina hendi eða
jafnvel allir einkafjölmiðlar. Að vísu
myndu samkeppnisyfirvöld líklega
láta mál til sín taka ef í slíka einokun
stefndi en virðist svo sannarlega
þörf á sérstökum lagaákvæðum.
Menn geta velt því fyrir sér hvort
sé heppilegra að hafa almenn mats-
kennd ákvæði sem fela yfirvöldum,
hvort sem það eru samkeppnisyfir-
völd eða ekki, að meta samruna fjöl-
miðla í ljósi lýðræðisviðhorfa, eða
draga skýrar línur strax í byrjun.
Virka lögin?
Víða í álfunni má heyra efasemdir
um hvort löggjöf til höfuðs sam-
þjöppun á fjölmiðlamarkaði nái nógu
vel markmiðum sínum. Slík löggjöf
getur torveldað hagræðingu í at-
vinnugreininni og dregur úr vaxtar-
möguleikum öflugra fyrirtækja. Þá
heyrist oft að til þess að standa vel að
vígi í alþjóðlegri samkeppni þurfi
fjölmiðlar að vera öflugir heima fyr-
ir. Eins hefur verið bent á að þróun í
fjölmiðlun sé svo ör að löggjafinn
komi alltaf of seint. Þar sem löggjöf
af þessu tagi sé sjaldnast afturvirk
standi menn oft frammi fyrir orðn-
um hlut. Hert löggjöf sem kemur of
seint til að stugga við öflugasta að-
ilanum á markaði getur hins vegar
torveldað öðrum að komast upp að
hlið hans og þannig í raun haft þver-
öfug áhrif.
Aukið framboð á fjölmiðlaefni
vegna fjölgunar sjónvarpsstöðva og
Netsins hefur einnig leitt til þess að
menn spyrja hvers vegna þurfi leng-
ur að hafa áhyggjur af því þótt dag-
blöð renni saman eða öflug fyrirtæki
kaupi upp útvarpsleyfi. Á móti kem-
ur að þótt líkja megi þróun síðustu
ára við byltingu er ekki þar með sagt
að framboð á gæðaefni hafi aukist.
Það er líka trú manna að hefðbundn-
ir miðlar þar sem haldið er úti frétt-
um og fréttaskýringu haldi áfram að
gegna lykilhlutverki í lýðræðisþjóð-
félagi. Beri því að vera á varðbergi
gegn því að láta markaðsöflin alfarið
leika lausum hala.
!
"
$
% % #
$
%" &
#'
())
!#
* & &
#
+
&
#
"
,$
-).
#
+
&
#
$ % #
$
/
0% 1 % % %1
%1 !#
2
#3
#
+
&
#
$ /4.&
5
/))/
#
#*
##
#
+
/4.&
#6
%
%
#3
# # & #
,7
-).
##
#4.
8
& '
"
&
4))#)))
+
&
#
* & &
%
%
%1
+
%
#
9
/4. "
&
#
"
#
+
%
#
9
#
+
%
#$
-).%
3
" %
#
+
%
#
!"#
&
&
#
$% +
%
#
#
'
#
&' $
-).
%
&
/4.
!#
!" #$$$%"
!
"
#$
"
%
%
% &
' ()
!*
Höfundur starfar sem lögfræðingur hjá
Evrópuráðinu. Skoðanir sem birtast í
greininni eru alfarið á ábyrgð höfundar
og endurspegla ekki nauðsynlega viðhorf
Evrópuráðsins. Vinsamlegast sendið
ábendingar um efni til pall@evc.net.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 11
Ummæli vikunnar
’Með þessum aðgerðum stjórnvalda erverið að rjúfa þjóðarsátt um gott heil-
brigðiskerfi og afleiðingarnar geta orð-
ið mjög alvarlegar.‘Úr ályktun fundar um málefni Landspítala –
háskólasjúkrahúss á þriðjudag.
’Þetta er í raun tvöfaldur draumur aðrætast.‘Selma Björnsdóttir tekur að sér hlutverk Krissu í
Grease-söngleiknum í Borgarleikhúsinu.
’Hún fór að hágráta, hún fékk sjokk.‘Sigurður Pétur Harðarson , stuðningsmaður Sophiu
Hansen, lýsir viðbrögðum hennar við þeim fréttum
að yngri dóttir hennar, Rúna, sé nú gift kona.
’Aðilar í atvinnurekstri sem halda aðnýja íslenska stefnan sé fólgin í dýrkun
gróðans án nokkurrar samfélagslegrar
ábyrgðar eru á villigötum og stjórn-
málamenn eiga ef nauðsyn krefur að
vísa þeim leiðina.‘
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á ársfundi
viðskipta- og hagfræðideildar HÍ á þriðjudag.
’Kaupin á umræddum hlut nú eru lið-ur í að koma festu á eignarhald Flug-
leiða og í framhaldinu verður aðkoma
annarra fjárfesta skoðuð.‘Hannes Smárason um kaup sín og tengdaföður síns,
Jóns Helga Guðmundssonar, á 38,48% hlut í Flug-
leiðum.
’Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vakirmjög vel yfir þessu og við fylgjumst
auðvitað grannt með en enn sem komið
er hafa ekki verið settar á neinar
ferðahömlur.‘Haraldur Briem sóttvarnalæknir um fuglaflensuna
í Asíu.
’Tilgangurinn er að kanna hve margirútlendingar eru við nám í þessum
greinum og hvetja háskólana til að
gæta þess að hver og einn geti ekki
komist yfir þá þekkingu og efni sem
þarf til að smíða gereyðingarvopn.‘Norska leyniþjónustan fylgist með háskólanemum í
kjarneðlisfræði, l í fefnafræði og f leiri greinum.
’Þetta er okkar Þjóðminjasafn og mik-ilvægast er að ljúka þessari fram-
kvæmd með sóma.
’Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra segir að Þjóðminjasafnið verði opnað
síðar á árinu, ekki 22. aprí l eins og að var stefnt.
’Áma er frábær kýr í alla staði.‘Bertha Kvaran , e igandi afurðahæstu kýr landsins.
’Ég var heppinn og lenti sennilegaeinmitt á rétta staðnum, ef ég hefði
verið á aðeins öðrum stað á milli hlera
og skips hefði ég getað klippst í sund-
ur.‘Hólmgeir Kristmundsson skipverji á Arnari HU-1
lenti útbyrðis við veiðar í Barentshafi .
ALAIN Juppé, fyrrverandi forsætisráðherra
Frakklands, var á föstudag fundinn sekur fyr-
ir misferli, sem tengist kosningasjóðum, og
dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Hann getur
ekki sóst eftir opinberu embætti í tíu ár.
AP
Dæmdur fyrir spillingu