Morgunblaðið - 01.02.2004, Side 21

Morgunblaðið - 01.02.2004, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 21 Launasjóður fræðiritahöfunda Auglýsing um starfslaun Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Launasjóður fræðiritahöfunda auglýsir eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum sem veitt verða frá 1. júní 2004. Rétt til að sækja úr Launasjóði fræðiritahöfunda hafa höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku. Meginhlutverk Launasjóðs fræðiritahöfunda er að auðvelda samningu bóka, og verka í stafrænu formi, til eflingar íslenskri menningu. Starfslaun eru veitt til hálfs árs, eins árs, til tveggja ára eða þriggja. Þeir sem hljóta starfslaun úr sjóðnum skulu ekki gegna föstu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur. Starfslaun miðast við núgildandi kjarasamning Félags háskólakennara. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar nk. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á RANNÍS á Laugavegi 13, sími 515 5800, eða á heimasíðu Rannís www.rannis.is. Umsóknir sendist til: Launasjóður fræðiritahöfunda, Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. þar, finnst varla einkennilegt að ég skuli segja þetta.“ Guðjón segir eina dæmisögu í spurnarformi: „Hvað gerir maður ef barnið manns veikist? Já, fer til læknis, en ekki til pípulagningamanns eða raf- virkja.“ Guðjón var sem sagt óánægður með að þeir landar hans sem voru við stjórnvölinn hjá Stoke og ekki höfðu áður fengist við knattspyrnu hefðu stundum talið sig hafa meira vit á íþróttinni en hann. „Nú vinn ég með Englendingum sem þekkja enska markaðinn út og inn og þekkja vel stjórnendur ann- arra klúbba, sem er lykilatriði í „bransanum“. Það styrkir mína stöðu, orðspor mitt spyrst til ann- arra sem velta fyrir sér hvers vegna okkur gengur svona vel. Nýju eigendurnir reyna ekki að eigna sér það. Þeir styðja mig í starfi.“ Guðjón segir leikmannahópinn sem fyrir var hjá félaginu ekki hafa verið góðan. „Ég lét einhverja fara og reyndi að fá aðra í staðinn. Þeir urðu að trúa á mig því satt að segja var ekkert útlit fyrir það í byrjun að mikið vit yrði í rekstrinum. Þess vegna var mjög mikilvægt þegar ég fékk Peter Handyside, sem var fyr- irliðinn minn hjá Stoke þegar við komumst upp í 1. deild, til Barnsley í sumar. Honum bauðst samningur hjá gamla félaginu sínu, Grimsby, hjá Bradford og fleirum, en hann veðjaði á að koma hingað og það var mikilvægt fyrir mig; sagði öðr- um leikmönnum talsvert að hann vildi vera með mér áfram.“ Nú verð ég látinn fara … Þú segir að litið hafi út fyrir að ekki yrði mikið vit í rekstrinum. Varstu ef til vill sjálfur orðinn úr- kula vonar um að fá aftur starf og stökkst því á það fyrsta sem bauðst? „Nei. Tranmere bauð mér starf í september 2002 þegar ég var í Nor- egi, í skammtímaverkefni hjá Start, en mér leist bara ekki nógu vel á aðstæður hjá Tranmere. Þá héldu líka allir að ég yrði kominn í vinnu um jól, en það rættist ekki. Í Barnsley var hins vegar margt sem mér fannst spennandi. Liðið var nær fallið í fyrra og mér fannst ég gæti örugglega farið upp á við með það. Þá er aðstaðan hér mjög góð.“ Nokkrir æfingavellir eru við hlið leikvangsins, Oakwell. Daginn sem Morgunblaðið kom í heimsókn rigndi og því æfði liðið á gervigras- velli innanhúss. „Ég hef aldrei haft jafn góða æfingaaðstöðu og hér,“ segir Guðjón. Hann segist vissulega hafa verið orðinn nokkuð áhyggjufullur vegna atvinnuleysisins. „Ég sótti um nokkur störf, m.a. hjá Sheffield Wednesday, en þeir sögðust ekki ætla að ráða útlending heldur vilja heimamann; vildu ráða Sheffield lad, og gegn því eru engin rök.“ Guðjón starfaði aðeins fyrir Aston Villa í fyrra og í framhaldi þess gaf Doug Ellis, stjórnarfor- maður félagsins, knattspyrnustjór- anum Graham Taylor leyfi til þess að ráða Íslendinginn sem þjálfara í fullt starf ef hann vildi. „En Taylor vildi ekki ganga frá því máli; ég tel ástæðu þess ótta og taugaveiklun í þjálfaraliðinu þar.“ Þá segist Guðjón hafa sótt um þjálfarastarf hjá öðru liði í úrvals- deildinni, sem hann vill ekki nafn- greina, en „stjórinn þar sagðist ekki sjá mig fyrir sér sem þjálfara heldur knattspyrnustjóra. Bætti því reyndar við að hann óttaðist að ég yrði búinn að ná af honum starf- inu fljótlega! Ég virti auðvitað þetta sjónarmið hans, en lagði jafn- framt áherslu á að ef ég væri að vinna með honum þyrfti hann ekki að óttast að ég ynni gegn honum.“ Hann kveðst oft hafa verið spurður að því hve lengi hann ætl- aði að hanga atvinnulaus „og ég var búinn að ákveða að bíða ekki leng- ur en þar til í lok júní í fyrra. Á þessum tíma var ég í sambandi við danska og sænska klúbba og meira að segja höfðu íslensk félög sam- band við mig en ég taldi ekki rétt að gefa þeim færi á mér á þeim tíma. Svo hafðist þetta með þraut- seigju. Þetta félag kom fyrst upp í tengslum við Íslending sem fór fyr- ir erlendum hópi fjárfesta og ég fór að skoða málið. Fékk Kenny Moyes til að aðstoða mig og finna flöt og það endaði með fundi í Barnsley og nokkrum dögum síðar var ég kom- inn í vinnu. Hlutirnir gerðust svo hratt að ég var varla kominn í tak- kaskóna þegar ég byrjaði að þjálfa.“ Hann segist meta starfið enn betur en áður eftir að hafa verið at- vinnulaus. „Haustið var tauga- trekkjandi tími og þegar nýir eig- endur tóku við í september vissi ég lítið meira en aðrir. En þeir lýstu strax afgerandi stuðningi við mig, eins og ég sagði áðan.“ Svo segir hann stutta sögu: „Mér er minnisstætt að strax eft- ir slæmt tap, 0:4, fyrir QPR í Lond- on 30. september, segir David Walker mér að þeir Ridsdale vilji tala við mig. Segir mér að fara fyrst í sturtu og svo skulum við setjast niður saman. Ég lagði til að við færum í annað varamannaskýl- ið, þar væri mesti friðurinn. Hugs- aði svo með mér að nú væri þessu lokið; þeir ætluðu að láta mig fara! og líður vel

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.