Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 22

Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 22
Guðjón og Noel Blake, aðstoðarmaður hans, fyrir leikinn í Colchester: Ég hef þegar lært mikið af stjóranum. 22 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ En það var nú eitthvað annað. Þeg- ar ég kom sagði Ridsdale: Við ætl- um bara að biðja þig að hafa engar áhyggjur af þessum úrslitum. Við sjáum hvað þú ert að gera, við hvaða aðstæður þú hefur unnið og úr hvaða efniviði þú hefur að moða í augnablikinu. Horfðu því fram á veginn – við styðjum við bakið á þér!“ Guðjóni kom þetta skemmtilega óvart. „Það hefði verið óþarfi að segja þetta en ég mat það mikils.“ Enda finnst honum gott að vinna með þeim Ridsdale og Walker. „Við höldum aldrei neina formlega fundi, þeir koma hér yfir til mín og fá gott, sterkt kaffi og við skipt- umst á skoðunum.“ Skrifstofur þeirra eru í annarri stúku Oakwell- leikvangsins. Framtíðin „Ég reyni að fylgjast vel með varaliðinu okkar til þess að sjá hvers akademíudrengirnir eru megnugir. Mér sýnist í fljótu bragði ekki hægt að byggja framtíð félagsins á því starfi og þess vegna er ég mikið á ferð og flugi. Við er- um bara tveir sem þjálfum liðið, ég og Noel Blake [aðstoðarfram- kvæmdastjóri], og því er mikið að gera.“ Markmannsþjálfari liðsins í hlutastarfi er John Lukic, sem lengi stóð í marki Arsenal, og Guð- jón starfar einnig náið með eina Ís- lendingnum hjá félaginu, Róbert Magnússyni sjúkraþjálfara og fyrr- verandi fyrirliða FH. Hann kom til starfa hjá Barnsley í haust. „Við æfum meira en hefðbundið er í 2. deild, til dæmis tvisvar á þriðjudögum og fimmtudögum. Svo eru léttar æfingar morguninn eftir leik til þess að ná mönnum niður en annar dagur eftir leik er hvíldar- dagur. Í venjulegri viku, þar sem leikur er á laugardegi, er því frí á mánudegi en svo æft alla daga fram að leik. Það er reyndar algengt að við spilum á þriðjudegi eða mið- vikudegi. Ef við spilum til dæmis á þriðjudegi er æft á sunnudegi og mánudegi en frí á fimmtudegi.“ Hefur liðinu ekki gengið betur en þið þorðuð að vona í haust? „Jú. Ég leyfði mér að vona að við næðum að narta í hæla liðanna í efri hlutanum og gera atlögu að sæti í umspilinu. Markmiðið var fyrst og fremst að hætta að tapa klaufalega. Í vetur átti að ná tökum á fjárhagnum og koma liðinu úr fallhættu; að tryggja stöðuna bæði fjárhagslega og fótboltalega.“ Hann segir andstæðingana nú koma á Oakwell til þess að verjast og halda stigi og það sé mikil breyting frá því í fyrra þegar Barnsley var einu stigi frá því að falla í 3. deild. „Ég er reyndar sannfærður um að hefði ég ekki misst menn í meiðsli værum við með enn fleiri stig og ofar á töflunni. Í einum leiknum í haust var ég bara með tvo varamenn sem ég hefði getað sett inn á, hinir voru of ungir og ekki ennþá reiðubúnir.“ Þegar Guðjón var ráðinn til Barnsley vildi þáverandi eigandi hafa hönd í bagga með hver yrði aðstoðarmaður hans. „Það var gömul Barnsleyhetja, Ronnie Glav- in, og hann var hjá mér fyrst. Það var hins vegar óhjákvæmilegt að segja honum upp eftir seinni yf- irtökuna. Það er gott að við [Noel] Blake höfum engar tengingar inn í félagið og engar fyrirfram ákveðnar hugmyndir. Andrúmsloft- ið hér var agalaust og andlaust en með festu og ákveðni hef ég snúið því við. Það gerist ekkert af sjálfu sér, það þarf að takast á við fullt af vandamálum; greina þau og takast á við þau hratt og örugglega. Ef of langur tími líður verður maður meðvirkur og erfiðara verður að breyta. Þetta er hluti af því að vita hvað maður vill. Heima er það stundum kallað frekja en á ekkert skylt við hana.“ Guðjón segir að í haust hafi sér virst sem nokkrir leikmannanna hafi viljað komast að því úr hverju nýi stjórinn væri gerður, eins og hann orðar það. „Það var bæði fyll- irí á mannskapnum og agaleysi á æfingum. Ég stóð hins vegar fast á mínu og einn þessara manna er nú einn mikilvægasti leikmaður liðs- ins. Þeir gerðu sér grein fyrir því hvernig ég vildi breyta félaginu; ég bý til ákveðna umgjörð gagnvart leikmönnum og þeir vita að brjóti þeir reglur verða þeir sektaðir og settir út úr liðinu. Og það eru eng- ar sérleiðir til; eitt verður yfir alla að ganga.“ Hann segir að með árangri auk- ist væntingarnar „og ef til vill má segja að ég setji mestu pressuna á sjálfan mig. Ég hef alltaf verið tilbúinn að leggja á mig mikla vinnu því það er eina leiðin til ár- angurs.“ Þegar Guðjón er spurður hversu hátt hann stefni í fótboltaheiminum svarar hann: „Ég er mjög sáttur við að vinna fyrir þá menn sem ég vinn fyrir í dag. Maður veit raunverulega aldr- ei hversu langt hægt er að fara í þessu starfi. Í enska boltanum virð- ist oft skipta meira máli hverja maður þekkir en hvað maður kann; ekki what you know but who you know eins og þeir segja. Því er mjög mikilvægt fyrir mig að vinna með manni eins og Ridsdale.“ Segist svo auðvitað vilja fara eins langt og kostur er. „Ég er reyndar viss um að ég gæti látið gott af mér leiða í úrvalsdeildinni. Viss um að aðferðir mínar gætu hjálpað liðum þar. Ég frétti að Maggi Pé [Magnús Pétursson, fyrrverandi knatt- spyrnudómari] hefði sagt í sjón- varpi heima á Íslandi að ég væri sá eini sem gæti bjargað Liverpool, og ég er reyndar viss um að ég væri kominn lengra með liðið hefði ég getað keypt menn fyrir 120 millj- ónir punda eins og Gérard Houllier hefur gert.“ Guðjón er gamall stuðningsmað- ur Liverpool og segir sárgrætilegt hvernig liðið hefur tapað einkenn- um sínum. „Ég kynntist Houllier 1994 og mér finnst einfaldlega eins og hann hafi ekki náð að jafna sig eftir þau erfiðu veikindi sem hann gekk í gegnum. Það er ekki sami eldur í honum og áður.“ „Ég vann svolítið fyrir Aston Villa í fyrra og fékk þá smjörþefinn af því hvernig stórir klúbbar eru. Sá þá jafnframt að þar voru miklir möguleikar á að bæta ýmsa hluti, nánast á öllum sviðum.“ Guðjón „njósnaði“ um leikmenn fyrir Graham Taylor, knattspyrnu- stjóra félagsins, bæði í Englandi og erlendis, og sótti síðan um starf hans þegar Taylor hætti. „Já, ég fór í viðtal við Doug Ellis. Hann hringdi á mánudagsmorgni, sagði mér þá að hann hafði rætt við David O’Leary á föstudeginum og að allar líkur væru á að honum yrði boðið starfið. En ég átti tveggja tíma fund með Ellis, sem tilkynnti svo síðar um daginn að O’Leary yrði ráðinn. Við ræddum mínar hugmyndir og fleira, en hann taldi sig þurfa að ráða þekktan mann, til þess að fjölmiðlar og áhorfendur yrðu sáttir.“ Guðjón segir að bara það að hafa sótt um starfið og átt fund með Ell- is sé mikilvægt. „Ellis sagði reynd- ar eftir fundinn að ef ég þyrfti með- mæli gæti ég nefnt nafn hans hvenær sem væri. Aston Villa hefur verið í samstarfi við Íslendinga og þar á bæ muna menn vel eftir Hall- dóri Einarssyni, Henson, sem framleiddi keppnisbúninga fyrir fé- lagið fyrir tæpum tveimur áratug- um.“ Þú sóttir um landsliðið þegar Atli Eðvaldsson hætti störfum. Hefurðu kannski séð eftir því að þú hættir með landsliðið á sínum tíma? „Þegar Atli hætti gaf KSÍ út að Ásgeir og Logi yrðu ráðnir til bráðabirgða en svo yrði leitað að erlendum þjálfara. Ég var atvinnu- laus og sótti um starfið; taldi að ef til vill væri áhugi á því að ráða mig aftur. Ég hef hins vegar aldrei séð eftir því að hætta með landsliðið. Og meðan ég var atvinnulaus hafði ég alltaf þá bjargföstu trú að ég fengi annað starf. Ég gerði það að hluta til í gamni að sækja um lands- liðsþjálfarastarfið til að sjá hvernig viðbrögð ég fengi og það má segja að þau hafi verið eins og ég átti von á. KSÍ svaraði aldrei umsókninni, hvorki munnlega né skriflega.“ Guðjón segist ekki vita hvers vegna honum var ekki svarað „en ég hélt að þó ekki væri nema vegna fyrri starfa minna fyrir þessa sömu menn yrði mér svarað. En þeir sáu ekki ástæðu til þess. Kannski má segja að margir haldi að fótboltinn sé nánast tilkominn þeirra vegna en gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru þar sem þeir eru vegna fótboltans.“ Hvað meinarðu með þessu? Ertu að skjóta á forystu KSÍ? „Ja, þetta á þá við um mig líka. Ég er hér vegna fótboltans en ekki öfugt. En það skal tekið fram að ég naut þess mjög að starfa með landsliðið og á mjög góðar minn- ingar frá þeim tíma. Bæði var gam- an að starfa með leikmönnum og þeim sem störfuðu í kringum liðið og við náðum skemmtilegum ár- angri.“ Stórhríð og norðangarri Hefur þú breyst sjálfur hér úti? „Heima er ég af mörgum talinn ráðríkur en hér hins vegar talinn góður stjórnandi. Ég hefði aldrei náð árangri ef ég hefði ekki haft trú á sjálfum mér. Þegar ég hóf að þjálfa, tiltölulega ungur, vissi ég líka hvað ég ætlaði mér og það skiptir miklu máli. Á vegi manns verða margir með aðrar skoðanir, en þjálfari verður að vera sjálfum sér trúr og fara í þá átt sem hann ætlar sér.“ Guðjón segir víða fallegt í Eng- landi en saknar þess þó iðulega að sjá ekki sjóinn oftar. „Ég kemst annað slagið í tæri við hann, við spilum á nokkrum stöðum við sjó- inn. Það væri skrýtið ef ég saknaði ekki sjávarilmsins. Ætli ég sé ekki eini managerinn í Englandi sem hefur stundað sjómennsku. Ég efast um að nokkur annar stjóri hafi verið í stórhríð og norðangarra á 68. breiddargráðu. Ég er þeirrar skoðunar að allt mótlæti efli menn ef tekist er á við það á réttan og raunhæfan hátt – það kemur ekki í ljós fyrr en við mótlæti úr hverju menn eru gerðir. Og ekki eru allt vinir sem við þér hlæja í lífsins ólgusjó.“ skapti@mbl.is Ég verð að segja það alveg eins og er að það varalgjör guðsgjöf fyrir mig að fá tækifæri til aðstarfa með Guðjóni,“ sagði Noel Blake, að- stoðarframkvæmdastjóri Barnsley, í samtali við Morg- unblaðið. Blake var varnarmaður og lék á sínum tíma m.a. með Aston Villa, Leeds, Birmingham og Stoke City og var framkvæmdastjóri Exeter áður en hann sneri sér að kennslu, en hann er menntaður kennari, og starfaði síðast við knattspyrnuakademíu Stoke City, þar sem ungir strákar stunda nám og æfa knattspyrnu. „Við Guðjón höfum svipaðar hugmyndir um knatt- spyrnu,“ sagði Blake. „Hann er atvinnumaður fram í fingurgóma, mjög fróður, skipulagður og agaður. Og hann er heiðarlegur. Guðjón hugsar vel um fólkið sitt; honum er umhugað að bæði leikmönnum og öðru starfsfólki hans líði vel, og hér er ekki farið í mann- greinarálit. Hann kemur eins fram við leikmennina og konurnar sem sjá um að hita teið.“ Blake segir langan veg frá „gamla, enska bolt- anum“ til þess sem þeir eru að reyna að gera hjá Barnsley í dag. Hann vill láta spila „fótbolta“ en ekki „loftbolta“ eins og hann orðar það. Vill að menn æfi sem mest með knött og hann gangi á milli manna í leikjum; ekki að sparkað sé langt fram og hlaupið á eftir boltanum. Hann var á mála hjá Aston Villa 1982 þegar félagið varð Evrópumeistari. Þá var Ron Saund- ers við stjórnvölinn og hugmyndafræði hans var svip- uð. „Ég reyndi að láta hlutina ganga svona fyrir sig þegar ég var stjóri hjá „Exeter“ en fékk engan stuðn- ing. Hélt á tímabili að ég væri orðinn geggjaður og þess vegna er dýrmætt að hitta Guðjón fyrir. Ég verð að segja það alveg eins og er að það var algjör guðs- gjöf fyrir mig að fá tækifæri til að starfa með Guðjóni.“ Blake segist þegar hafa lært mikið af fram- kvæmdastjóranum og hann segir sjálfstraust sitt hafa eflst til muna við það að starfa með manni sem sjái íþróttina í sama ljósi og hann sjálfur, „og það er mér dýrmætt að fá ákveðið frelsi til þess að koma mínum hugmyndum á framfæri við leikmennina.“ Guðsgjöf að fá að starfa með Guðjóni sjálfsögðu alltaf athuga úrslitin í leikjum Leeds er fé- lagið hluti af fortíð minni, Barnsley er framtíðin og það er mitt hlutverk og annarra stjórnarmanna að styðja við bakið á Guðjóni og Noel Blake til þess að þeir geti búið til gott lið.“ Ridsdale segir gott gengi liðsins það sem af er vetri hafa komið þægilega á óvart. „Greiðslustöðvun gerir það meðal annars að verkum að viðkomandi félag má ekki hafa nema 20 leikmenn í herbúðum sínum. Það væri í sjálfu sér ekki vandamál ef allir væru heilir en Guðjón hefur oft ekki haft nema 15 til 17 leikmenn úr að velja og það gerir honum erfitt fyrir. En ég ítreka að framkvæmdastjórinn og leikmennirnir hafa staðið sig frábærlega. Þeir eiga heiður skilið fyrir að hafa einbeitt sér að verkefninu og ekki látið fjárhagsvandræði fé- lagsins trufla sig.“ Síðustu 12 mánuðir voru Barnsley mjög erfiðirfjárhagslega, við eyddum sumrinu í að reynaað kaupa félagið en tókst það ekki fyrr en í september og málið var ekki frágengið fyrr en í lok október. Mér er það mikil ánægja að segja þér að nú er fjárhagurinn orðinn traustur og við getum einbeitt okk- ur að því að byggja félagið upp til framtíðar,“ sagði Pet- er Ridsdale, aðaleigandi og stjórnarformaður Barnsley, í samtali við Morgunblaðið. Ridsdale segir orðstír félagsins mjög góðan, stuðn- ingur við það sé víðtækur og miklir möguleikar á að fjölga stuðningsmönnunum verulega. „Félagið þarf virkilega á því að halda að eflast og komast upp úr 2. deildinni eins fljótt og nokkur kostur er.“ Gjarnan er skipt um framkvæmdastjóra liða þegar eigendaskipti verða á félögum. Var það aldrei á dag- skrá hjá ykkur? „Nei, að mínu mati hefur framkvæmdastjórinn stað- ið sig afar vel í starfi. Orðstír hans er framúrskarandi, bæði frá því hann þjálfaði landslið Íslands og Stoke City. Ég hef fylgst með störfum hans frá byrjun, hef reyndar séð hvern einasta leik í vetur, og líst mjög vel á. Ég hrífst af þeim aga og metnaði sem einkennir störf Guðjóns og hvernig hann stýrir liði sínu. Enda ég hef fullvissað hann um það að við munum byggja félagið upp í sameiningu.“ Hann segist hryggur vegna slæmrar stöðu Leeds United, sem hann hefur stutt frá barnæsku „en héðan í frá fer öll mín orka í að byggja Barnsley upp og reyna að stuðla að velgengni félagsins. Þó að ég muni að Peter Ridsdale, aðaleigandi og stjórnarformaður Barnsley, ræðir við Guðjón fyrir leik liðsins í Colchester 10. janúar. Ridsdale: Byggjum upp saman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.