Morgunblaðið - 01.02.2004, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 25
um við, hagsmunaaðilarnir, til þess að
færa okkur þau í nyt? Er vonir um
frama, ábata og þekkingu enn að
finna í verkaskrám okkar líkt og forð-
um? Eðli mannsins er samt við sig.
Við ættum hreint ekki að gera lítið úr
ágirnd okkar mannanna. Minna má á
að enn fer það orð af Norðurskauts-
ráðinu að þar á bæ geri menn sér til-
tölulega hóflegar vonir um vegsemd
og auðlegð. Enn sem komið er erum
við lítt þekkt samtök án fastaskrif-
stofu og reglubundinnar fjárhags-
áætlunar. Hins vegar gerum við okk-
ur talsverðan metnað til að öðlast
þekkingu, ekki síst um umhverfi
norðurskautsins.
Eftir stofnun Norðurskautsráðsins
hafa ríkisstjórnir og frumbyggjaþjóð-
ir á norðurskautssvæðinu sameinast
um að gera eftirlit með og mat á um-
hverfi norðurskautsins að forgangs-
verkefni í verkaskrá ráðsins. Vandað-
ar skýrslur hafa verið teknar saman
og gefnar út um mengunarhættu og
áhrif mengunar á vistkerfi norður-
skautssvæðisins og á varðveislu líf-
fræðilegs fjölbreytileika. Eftir að
hafa borið kennsl á forgangsmengun-
arefni sinnir Norðurskautsráðið, í sí-
fellt meiri mæli, verkefnum sem mið-
ast að því að takmarka og draga úr
mengun á norðurskautssvæðinu.
Yfirvofandi loftslagsbreytingar
Verkefni, sem lýtur að umhverfi
norðurskautsins og vekur mikla at-
hygli um þessar mundir, er yfirstand-
andi mat á áhrifum loftslagsbreytinga
á norðurskautssvæðinu. Um er að
ræða fyrstu svæðisbundnu allsherjar-
rannsókn á loftslagsbreyt-ingum sem
birt verður eftir að samningur Sam-
einuðu þjóðanna um loftslagsbreyt-
ingar var gerður. Ekki verður annað
séð en að loftslagsbreytingar muni
setja mark sitt á lífríki á norður-
skautssvæðinu á komandi árum og
áratugum, haldi fram sem horfir að
lofthiti þar um slóðir hækki tvöfalt á
við meðalhita annars staðar á jörð-
inni. Hringrásir í lofthjúpi og hafi, líf-
hvolfið, mannvirki, lífsviðurværi og
heilbrigði manna verða fyrir meiri
eða minni áhrifum. Því er skiljanlegt
að beðið sé með óþreyju vísindalegra
niðurstaðna matsgerðarinnar sem
birta á haustið 2004.
Litlum vafa er undirorpið að um-
hverfismál, á vissan hátt sá hluti
verkaskrár Norðurskautsráðsins þar
sem hvað bestum árangri hefur verið
náð, verða áfram í hópi forgangsverk-
efna ráðsins. Norðurskautssvæðið og
svæðið rétt sunnan við Norðurheim-
skautsbaug eru þó ekki umhverfi ein-
vörðungu, þau eru heimkynni fólks,
um það bil fjögurra milljóna manna,
þar á meðal yfir þrjátíu frumbyggja-
þjóða. Reyndar eru afleiðingar
margra þeirra ferla, sem lýst er í
skýrslum Norðurskautsráðsins um
vistkerfið, að byrja að koma í ljós í lífi
fólksins á svæðinu. Á það einkum við
um loftslagsbreytingar en einnig, í
minna mæli þó, um mengun í fæðu-
keðjunni.
Hverjar sem breytingarnar kunna
að verða þurfum við að lifa við þær og
nýta okkur þau færi sem bjóðast til
þess að þróa norðurskautssvæðið á
umhverfisvænan hátt. Vilji menn líta
raunsætt á lífsaðstæður á norður-
skautssvæðinu er nauðsynlegt að
huga að hinni félagslegu og efnahags-
legu vídd í meiri mæli en áður. Af
þeim sökum er eitt verkefna íslensku
formennskunnar um þessar mundir
fyrsta víðtæka rannsóknin á lífsskil-
yrðum á öllu norðurskautssvæðinu,
Skýrsla um þróun lífskjara á norður-
skautssvæðinu, sem stendur til að
birta haustið 2004. Öðrum framtaks-
verkefnum miðar og áfram, t.d. rann-
sóknum á því hvernig unnt sé, með
sem skilvirkustum hætti, að styrkja
íbúa á norðurslóðum með því að bæta
aðgang þeirra að upplýsingum og
fjarskiptatækni. Þannig göngum við
til verks vopnuð betri þekkingu á um-
hverfi norðurskautssvæðisins með
sameiginlegar þarfir íbúa að leiðar-
ljósi.
Þegar hefur verið bent á eitt mik-
ilvægt atriði; gnótt náttúruauðlinda.
Hafi einhver einhverju sinni velt því
fyrir sér hvort andi guðs svífi yfir
auðnum norðurskautssvæðisins má
benda á að sú spurning virðist aldrei
hafa angrað íbúa sjálfs svæðisins.
Þvert á móti hermir rússnesk þjóð-
saga að þegar guð skapaði jörðina
hafi hann ferðast umhverfis hana og
dreift auðlindum. Er hann náði til
norðurskautssvæðisins varð honum
hálft á svelli og spreðaði auðlindum úr
skjóðu sinni út um allt svæðið.
Svarið við spurningunni getur aug-
ljóslega aldrei falist í ásókn í efnis-
legan ávinning einvörðungu eða jafn-
vel mestmegnis. Aukið efnahagslegt
mikilvægi norðurskautssvæðisins
fyrir heiminn allan býður heim auk-
inni hættu á umhverfisspjöllum.
Þetta er eitt af hinum erfiðu og ævar-
andi úrlausnarefnum á sviði stefnu-
mörkunar fyrir norðurskautssvæðið.
Tökum dæmi: Verði einhvern tíma
talinn raunhæfur kostur að flytja olíu,
jarðgas og jarðefni eftir sjóleiðum á
norðurskautssvæðinu kynni mikill ol-
íuleki að hafa hörmulegar afleiðingar.
Lekinn árið 1989 úr olíuskipinu Vald-
ez, sem var í eigu Exxon, sýndi svo
ekki verður um villst að ekkert eitt
land yrði þess megnugt að fást við
slíkar afleiðingar á eigin spýtur. Álíka
slys á norðurskautssvæðinu, þar sem
mengaður ís gæti borist til við-
kvæmra búsvæða, gæti þýtt að
hreinsun og tepping olíunnar yrði
martröð líkust að því er varðar skipu-
lagningu á aðdráttum og flutningi.
Þótt hætta á slíkum atburðum kunni
að vera til staðar er það hins vegar
engin ástæða til þess að lýsa því yfir
að skynsamleg nýting náttúruauð-
linda geti ekki farið fram á norður-
skautssvæðinu. Áhættan er upp-
spretta krefjandi viðfangsefna sem
kalla á hugvitssamlegar lausnir.
Fyrir því er önnur ástæða að norð-
urskautssvæðið skiptir æ meira máli
fyrir alþjóðasamfélagið. Með rann-
sóknum okkar á fyrirbærum, eins og
mengun sem berst langar leiðir milli
landa og loftslagsbreytingum á norð-
urskautssvæðinu, gerum við okkur
far um að dæma um það hvað fram-
tíðin kann að bera í skauti sér fyrir
önnur svæði á jörðinni. Í þessum
skilningi má líta á norðurskautssvæð-
ið sem útvörð eða frumkvöðul, allt eft-
ir því hvor myndlíkingin er valin.
Hvernig mun, til dæmis, aukin upp-
söfnun hættulegra efna í lífverum,
meðal annars kvikasilfurs, hafa áhrif
á heilbrigði manna? Eða hvernig mun
aukin bráðnun jökla, aukin úrkoma og
aukið rennsli fljóta hafa áhrif á yfir-
borðsstöðu sjávar á jörðinni og hita-
og seltuhringrás í höfunum sem aftur
stuðlar að dreifingu varma jarðarinn-
ar? Svo kann að vera að svara við
þessum spurningum sé að leita á
norðurskautssvæðinu.
Þó svo að það sé góð byrjun að
beina athygli að norðurskautssvæð-
inu nægir það ekki eitt og sér. Norð-
urskautsráðið þarf, í því skyni að geta
fengist við viðfangsefni sem kunna að
eiga rætur um víða veröld eða varða
jörðina sem heild, að fá til liðs við sig
mikilsmegandi aðila að alþjóðasam-
starfi, meðal annars Sameinuðu þjóð-
irnar, sérstofnanir þeirra og Evrópu-
sambandið. Af þessu má ljóst vera
hvers vegna samvinna við alþjóða-
stofnanir er mikilvægur þáttur í
starfsemi ráðsins. Sem dæmi má
nefna Umhverfisstofnun Sameinuðu
þjóðanna, vettvang þar sem Norður-
skautsráðið hafði t.a.m. hlutverki að
gegna við að fá viðbrögð við kvikasilf-
ursmengun tekin upp í verkaskrá
stofnunarinnar. Ráðið tekur virkan
þátt í svæðisbundinni framkvæmd
þeirrar áætlunar sem var samþykkt á
fundi æðstu ráðamanna þjóða heims
um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg
árið 2002. Það hefur og lagt sitt af
mörkum til aðgerðaáætlunar Evrópu-
sambandsins um norðlægu víddina og
hefur hliðsjón af markvissum verk-
efnum þar sem um gagnkvæma hags-
muni er að ræða.
Horfur eru því á að málefni
norðurslóða verði vaxandi þáttur
utanríkismálanna á komandi árum.
Greinin er byggð á erindi sem höfundur
flutti í Konunglega vísindafélaginu í
London, en hann er formaður embætt-
isnefndar Norðurskautsráðsins.