Morgunblaðið - 01.02.2004, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að er merkilegt,
jafnvel einstakt, að
höfuðborg lands
skuli standa ein-
mitt þar sem lands-
menn tóku sér
fyrst varanlega
bólfestu. Vísbend-
ingar eru um að býli þeirra Ingólfs
og Hallveigar hafi verið aðeins
steinsnar frá þar sem nú er að finna
greypta í gangstéttina málmplötu
sem á stendur „Miðja Reykjavík-
ur“.
Það var ekki tilviljun að Ingólfur
valdi sér bústað í Reykjavík en í
aldanna rás hefur mikilvægi þessa
staðar fyrir mannlíf og byggð í
landinu verið misjafnt, en stöðugt
vaxandi frá því fyrir rúmum 200 ár-
um. Fyrir réttri öld má þó segja að
hlutverk Reykjavíkur sem höfuð-
borgar hafi verið staðfest. Íslands-
ráðherrann kom heim og Kaup-
mannahöfn var ekki lengur
höfuðborg Íslands. Í tilefni þessara
tímamóta langar mig að stikla á
nokkrum þeim viðburðum, sem
samanlagðir urðu til þess að
Reykjavík er nú höfuðborg lýðveld-
isins.
Upphafið
Sagan segir að Ingólfur Arnar-
son og Hallveig Fróðadóttir hafi
reist sitt bú í Reykjavík eftir til-
vísun guðanna, vegna þess að önd-
vegissúlur hans rak þar á land. Lík-
legra er þó að Reykjavík hafi orðið
fyrir valinu vegna ótvíræðra land-
kosta. Þar má nefna milda veðráttu,
gott skipalægi, nægt undirlendi,
rekafjörur, mýrar til rauðablásturs
og mótekju, heitt vatn í jörðu, gjöf-
ul fiskimið, eggver og selalátur í
eyjum, ágætt beitiland, akureyjar
og laxveiði í ám.
Síðan brestur heimildir um íbúa
Reykjavíkur í um fimm hundruð ár
eftir landnám. Þá var vaðmál helsta
útflutningsvaran, en þegar skreiðin
tók við, jókst mikilvægi útræðis-
jarðarinnar Reykjavíkur á ný og á
15. öld fara heimildir að geta bænda
á landnámsjörðinni og þá jafnan í
heldri röð, hreppstjóra og lögréttu-
manna. Stór hluti suðvesturhorns-
ins komst síðan í konungseigu við
siðaskiptin, en Viðeyjarklaustur og
Skálholtsstóll áttu þar gríðarmiklar
landareignir. Reykjavík sjálf varð
konungsjörð snemma á 17. öld.
Þéttbýli myndast
Borgir höfðu staðið í þúsundir
ára víða um heim; borgir sem voru
miðstöðvar handverks, verslunar,
stjórnsýslu, samgangna og trúar-
iðkunar. Þær voru undirstaða sam-
kenndar íbúa, enda þjóðríkishug-
myndin ekki fædd. Byggð hafði nú
staðið í Reykjavík í tæp þúsund ár,
en sjálfsþurftarbúskapur til lands
og sjávar ennþá helsta lífsbjörg
heimilanna. Gertæk breyting var þó
á leiðinni, að utan.
Á fyrri hluta 18. aldar vaknaði
áhugi um Evrópu á að auka sem
mest framfarir í hverju landi með
því að koma upp innlendum iðnaði
og efla aðra atvinnuvegi. Danska
konungsvaldið stuðlaði að fram-
gangi þessa á Íslandi með stofnun
hlutafélags um íslenskt iðnaðarfyr-
irtæki, svokallaðar Innréttingar.
Konungsjarðirnar Reykjavík og
Örfirisey voru lagðar til fyrirtæk-
isins. Framkvæmdir hófust vorið
1752 og brátt reis röð timburhúsa
báðum megin við hina gömlu sjáv-
argötu Reykjavíkurbóndans, Aðal-
strætið.
Þessi húsaþyrping var upphafið
að þéttbýli í Reykjavík og því ekki
að ófyrirsynju að einskonar stjórn-
arformaður Innréttinganna, Skúli
fógeti Magnússon, skuli kallaður
„faðir Reykjavíkur“. Af þessu verk-
smiðjuþorpi stendur ennþá Fógeta-
húsið við Aðalstrætið.
Reykjavík rétt fyrir aldamótin 1900. Þótt margt hafi breyst má einnig sjá kunnuglegar byggingar, þar á meðal Alþingi áður en kringlunni var bætt við, Dómkirkjuna og Lærða skóla.
Hannes Hafstein
Miðbærinn um aldamótin 1900. Horft niður Bankastræti, yfir Lækjargötu og
áfram eftir Austurstræti.
Reykjavík
höfuðborg í hundrað ár
Um þessar mundir er ein öld liðin frá því að Reykjavík tók að
gegna hlutverki höfuðstaðar Íslendinga. Þórólfur Árnason
stiklar á stóru í sögu höfuðborgarinnar í tilefni af aldarafmælinu.
Mannlíf á Austurvelli hefur ávallt verið fjölskrúðugt. Hér stunda ungir afreksmenn reiptog í upphafi liðinnar aldar.
Mannþröng við Stjórnarráðið. Myndin er tekin 1911 eða 1915. Ekki er vitað hvort
tilefnið er afhjúpun styttu Jóns Sigurðssonar eða fundur vegna fánamálsins.