Morgunblaðið - 01.02.2004, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 01.02.2004, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 27 ÚTSALAN ER Í VEIÐIHORNINU SÍÐUSTU DAGAR – LOKASÉNS ALLT Í SKOTVEIÐINA Frábær tilboð á rifflum - góðir byrjendapakkar: Norinco 22 cal, boltalás, 5 skota magasín, 6x40 sjónauki, festingar, hörð byssutaska og 100 skot. Aðeins kr. 29.990 fyrir allt þetta. Norinco 22 cal, griplás, 15 skota, 6x40 sjónauki, festingar, hörð byssutaska og 100 skot. Aðeins kr. 34.990 fyrir allt þetta. Norinco 22 cal rifflar. Verð frá kr. 14.995. Loftrifflar frá 7.995. Felugallar (jakki og smekkbuxur) verð frá kr. 15.996. 250 Sellier & Bellot skeetskot og 150 leirdúfur kr. 3.990. Mikið úrval af riffilskotum - Hvergi betra verð. ALLT Í STANGAVEIÐINA Ron Thompson neopren vöðlur. Frábært verð - aðeins frá 7.999. Flugustangir frá kr. 6.900. Mikið úrval. Sérstakt tilboð á Sage flugustöngum á meðan útsölu stendur. Ron Thompson Avalon fluguhjól með diskabremsu. Aðeins 4.999. Margar gerðir af fluguhjólum - 30% afsláttur. Flugulínur, taumar og taumaefni - 50% afsláttur. 10 spúnar að eigin vali kr. 1.750. 20 laxaflugur í boxi kr. 3.900 (fullt verð 7.595). 15 laxatúpur kr. 3.375 (fullt verð kr. 6.750). ALLT FYRIR FLUGUHNÝTARANN Landsins mesta úrval af hnýtingarefni og verkfærum 15% afsláttur meðan á útsölu stendur OPIÐ Í DAG FRÁ KL. 13-17 Veiðihornið Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 Veiðihornið Síðumúla 8 - sími 568 8410 Sjá upplýsingar á www.veidihornid.is Munið gjafabréfin – Sendum samdægurs Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 10. febrúar til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí þann 10. febrúar og þú getur valið um eina eða tvær vikur í sólinni. Það er um 25 stiga hiti á Kanarí í febrúar, og hér er auðvelt að njóta lífsins við frábærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför, færðu að vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Síðustu sætin Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 49.950 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, flug, gisting, skattar. 10. febrúar, 7 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. M.v. að bókað sé á www.heimsferdir.is.Alm. verð kr. 52.450. Bókunargjald kr. 2.000. Stökktu til Kanarí 10. febrúar frá 39.995 Verð kr. 39.995 Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting og skattar. 10. febrúar, 7 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. M.v. að bókað sé á www.heimsferdir.is. Alm. verð kr. 41.994. Bókunargjald kr. 2.000. Kristjánsvík, höfuðstaður Íslands! Þótt Innréttingarnar yrðu ekki langlífar, varð hugmyndin um að efla „Reykjavík til höfuðbæjar“ þrautseigari. Í tillögum Lands- nefndarinnar fyrri, sem lagðar voru fram 1774, var stungið upp á Reykjavík sem höfuðstað landsins og lagt til „í heiðursskyni við Hátignina fyrir náðarvelgjörninga hans“ að gefa bænum nafnið Kristjánsvík. Þess má geta að Norðmenn urðu einmitt þessa heið- urs aðnjótandi, en breyttu síðar nafni höfuðborgar sinnar úr Christiania í Ósló. Síðan gerðist það að höfuðsetur mennta á Íslandi, biskupsgarðurinn í Skálholti, varð illa úti í miklum jarðskjálftum 1784. Stóð kirkjan ein bygginga af sér hamfarirnar. Árið eftir tók Landsnefndin síðari af skarið og ákvað að flytja biskupssetur og skóla frá Skálholti til Reykjavíkur og á næstu áratug- um flytjast stofnanir ein af annarri til bæjarins, sem góðu heilli fékk að halda fornu nafni sínu. 1786 tók Hólavallaskóli, æðsta mennta- stofnun landsins, til starfa í Reykjavík og ákveðið var að byggja dómkirkju. Þar með er sú stefna mörkuð að gera bæinn að helsta stað eða höfuðstað Íslands. Landsyfirréttur leysti Alþingi hið forna á Þingvöllum af hólmi árið 1801 og var hann settur niður í Reykjavík. Afmæli Reykjavíkur 18. ágúst ár hvert höldum við upp á afmæli Reykjavíkur, en það var þennan dag árið 1786, sama ár og einokunarverslunin var afnumin, að í gildi gekk tilskipun um stofnun sex kaupstaða á Íslandi, þar á með- al Reykjavíkur. Þá bjuggu 337 manns í Reykjavíkursókn en aðeins 167 í sjálfu þorpinu Reykjavík. Bærinn var sá eini af kaupstöðun- um sex sem hélt kaupstaðarréttind- unum óslitið enda varð hann upp úr 1790 langöflugasti verslunarstaður- inn á landinu. Bærinn fékk sína fyrstu embætt- ismenn árið 1803, bæjarfógeta, tvo lögregluþjóna og böðul, en það var ekki fyrr en 1836 að bæjarstjórn var sett á fót. Lærði skólinn kom aftur til bæjarins eftir stutta við- dvöl á Bessastöðum, og um miðja 19. öldina var nýjum og þýðingar- miklum stofnunum komið á fót. Al- þingi var endurreist í Reykjavík, stofnuð Landsprentsmiðja, sem skapaði grundvöll fyrir blaða- og bókaútgáfu í þessum litla bæ og prestaskóli stofnaður, en hann var fyrsti vísir að háskóla í landinu. Þarna er Reykjavík sannarlega orðin miðstöð mennta, stjórnsýslu og menningar og trúlega komin með það forskot sem einungis átti eftir að aukast í hræringum næstu áratuga. Einveldið í Danmörku var afnumið en Ísland yfirlýst „óað- skiljanlegur hluti Danaveldis“. Heldur vænkaðist þó hagurinn með stjórnarskránni 1874. Það er kannski enn ein hendingin að Ís- land fékk fyrst stjórnarskrá, und- irstöðu réttarríkisins, þegar haldið var upp á að 1.000 ár voru liðin frá landnámi Ingólfs og Hallveigar. Reykjavíkur var þó að engu getið í stjórnarskránni, en embætti Ís- landsráðherra sett á fót. Það var framan af aukageta danska dóms- málaráðherrans og eini danski Ís- landsráðherrann sem hingað kom var Klein, sá sem var hérna með Kristjáni níunda þegar hann af- henti „frelsisskrána“. Höfuðborgin Reykjavík Þjóðhátíðin 1874 hafði mikla þýðingu fyrir Reykjavík. Í tengslum við hana var bærinn allur prýddur, götur breikkaðar og lag- aðar, reglulegt torg kom á Aust- urvelli með styttu eftir Thorvaldsen á því miðju og í framhaldi af því var komið upp fyrstu götulýsingunni í Reykjavík. Styttan var gjöf Kaup- mannahafnarborgar til Reykjavík- ur, en með gjöfinni viðurkenndi borgarstjórn Kaupmannahafnar með nokkrum hætti hlutverk Reykjavíkur sem höfuðstaðar Ís- lands. Árið 1881 var svo Alþingis- húsið reist við hlið Dómkirkjunnar við Austurvöll. Kaupmannahöfn var þó enn „aðsetursstaður ríkisstjórnar og helstu stjórnarstofnana ríkis“, svo gripið sé niður í skilgreiningu Íslenskrar orðabókar á höfuðborg. En 1. febrúar 1904 var stigið það skref í átt til aukins sjálfstæðis að heimastjórn fékkst. Í breytingum sem þá voru gerðar á stjórnarskrá Íslands er skýrt tekið fram að ráð- herra Íslands verði „að tala og rita íslenska tungu“ og hann skuli „hafa aðsetur í Reykjavík“. Þar með tók Reykjavík raunverulega við hlut- verki Kaupmannahafnar sem hafði gegnt hlutverki höfuðborgar Ís- lands í nærfellt 500 ár. Þessi þróun var svo innsigluð með fullveldi Ís- lands árið 1918. Þess varð ekki langt að bíða að heimastjórnin sýndi metnað sinn í verki, en nærri má geta að Íslend- ingum hafi áður þótt stjórnsýslan svifasein þegar senda þurfti öll er- indi við ráðuneytið með skipapósti til Kaupmannahafnar. Meðal stór- átaka sem heimastjórnin stóð fyrir á fyrstu árum sínum var ritsíma- samband við útlönd, landssími, inn- leiðing skólaskyldu, stofnun Kenn- araskóla í Reykjavík, Safnahúsið við Hverfisgötu var byggt og Háskóli Íslands stofnaður. Þá var gert stórátak í brúa- og vegagerð, byggingu sjúkrahúsa, skógrækt og landgræðslumálum, verndun forn- minja, fiskmati og svo mætti áfram telja. Þessar stjórnsýsluumbætur héld- ust líka í hendur við nýtt uppgangs- skeið á fjölmörgum sviðum. Öld vél- báta og gufuknúinna togara rann upp og verkstæði og verksmiðjur voru vélvædd hvert af öðru. Þessu fylgdi gríðarleg fólksfjölgun í hin- um nýviðurkennda höfuðstað, hlut- fallslega meiri en nokkru sinni fyrr og síðar á einum áratug. Frá 1900 til 1910 fjölgaði Reykvíkingum að meðaltali um 6,3% á ári. Embætti borgarstjóra var stofnað 1908 og í kjölfarið fylgdu miklar fram- kvæmdir í Reykjavík. Fyrsta stór- framkvæmdin var vatnsveita úr Gvendarbrunnum sem tekin var í notkun 1909. Samhliða henni voru lögð holræsi í götur og hreinlæti jókst stórkostlega. Reykvíkingar fengu fyrsta orku- verið árið 1910, Gasstöð. Austur- stræti var malbikað 1912 og um svipað leyti var farið að leggja gangstéttir. Stærsta framkvæmd bæjarstjórnar á heimastjórnar- árunum var þó Reykjavíkurhöfn sem gerð var á árunum 1913 til 1917. Fram að því höfðu millilanda- skip, kútterar og togarar ekki getað lagst að bryggju í höfuðstaðnum. Höfnin varð til þess að Reykjavík fékk yfirburðastöðu sem útgerð- arstaður togskipa og miðstöð heild- verslunar fyrir allt landið. Alþjóðaborgin Höfði, móttökuhús borgarstjórn- ar Reykjavíkur, er nokkurskonar minnisvarði um upphaf alþjóða- væðingar höfuðborgarinnar. Franski konsúllinn Brilloun lét reisa húsið, en hann var fyrsti sendifulltrúi erlends ríkis á Íslandi. Danir töldust ekki útlendingar hér árið 1908. Síðan komu Bretar og fyrsti sendiherrann, sá danski, var staðsettur hér eftir fullveldið 1918. Á árunum eftir fyrri heimsstyrj- öld rofnaði einangrun borgarinnar smátt og smátt. Árið 1924 lentu fyrstu flugvélarnar á leiðinni yfir hafið í Reykjavík og augu stórveld- anna fóru að beinast meira að land- inu. Árið 1930 urðu svo tímamót í sjálfsmynd þjóðarinnar og þá ekki síður Reykvíkinga. Með því að er- lendar þjóðir sendu fulltrúa sína til Alþingishátíðarinnar, var Íslandi tekið sem fullgildum aðila sam- félags þjóðanna. Fyrsta hótelið, Hótel Borg, reis þetta sama ár. Það gaf ekkert eftir fínustu hótelum í útlöndum þannig að nú var hægt að fara að taka á móti gestum. Þeir létu þó lengi vel á sér standa. Það var í raun ekki fyrr en um 1960 þegar flugfélagið Loft- leiðir myndaði ódýra loftbrú yfir Atlantshafið með viðkomu á Íslandi að heimsóknir erlendra listamanna og þar á meðal heimsfrægra fóru að verða tíðir viðburðir. Þáttaskil urðu svo með Listahátíð í Reykjavík árið 1970, en áratugum saman hefur Íslendingum boðist að njóta fram- taks fremstu listamanna heims á Listahátíð. Sama gilti um al- þjóðlegar ráðstefnur. Lítil sem engin aðstaða var til þess að halda slíkar ráðstefnur fyrr en eftir 1960. Fram að þeim tíma voru einstaka sinnum norræn mót einstakra starfsstétta og varð þá oft að hýsa gesti á einkaheimilum. En síðan hefur þróunin verið hröð í þessum efnum. Við þekkjum nokkuð vel þá öru þróun sem orðið hefur síðustu ára- tugina. Ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðum atvinnulífs í Reykjavík, en þjónustan við þessa erlendu gesti hefur opnað augu okkar fyrir því góða sem við búum að og finnst við geta verið stolt af. Þegar öllu er á botninn hvolft koma ferðamenn hingað til að sækja það sama og við sem höfum valið okkur að búa hér. Sú Reykjavík sem við nú byggj- um er með nokkuð öðrum brag en sá staður er smám saman varð höf- uðstaður Íslands. Hér velur sér nú búsetu fólk sem á alla kosti, hefur hlotið menntun sem í flestum til- vikum er gjaldgeng meðal erlendra þjóða. Þetta er fólk sem við þurfum að keppast við að laða til búsetu hér með því að skapa lífsgæði sem það metur; borgarsamfélag í grennd við óspillta náttúru með öflugu at- vinnu- og menningarlífi, öryggi, góðu menntakerfi og félagslegri þjónustu. Við þurfum líka að taka vel á móti þeim útlendingum sem hér vilja setjast að til að auðga okk- ar samfélag og minnast þeirra sem það hafa gert á liðnum áratugum, s.s. tónlistarmanna og ýmissa frum- kvöðla í menningarstarfi og at- vinnulífi. Við þurfum að sjá til þess að Reykjavík, í raun höfuðborgar- svæðið allt, standi sig í varðstöðu byggðar á Íslandi. Reykjavík tók vel á móti fyrstu íbúunum við upphaf Íslandsbyggð- ar með sínum prýðilegu landkost- um. Lífsgæðamatið hefur breyst síðan, en sú nauðsyn að Reykjavík búi íbúum sínum lífvænleg skilyrði er jafn brýn og þá. Höfundur er borgarstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.