Morgunblaðið - 01.02.2004, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
E
inn er sá listamaður sem lagt
hefur ómetanlegan skerf til ís-
lensks tónlistarlífs um árabil og
sett varanlegt mark sitt á þá
hljóðfæraleikara sem unnu undir
hans stjórn, þá ungir að aldri og
enn í námi. Þessi listamaður er
hljómsveitarstjórinn Paul Zukofsky, sem kom
fyrst hingað til lands árið 1977 til þess að
halda hin þekktu Zukofsky-námskeið sem
enduðu með tónleikum og síðar til þess að
stjórna Sinfóníuhljómsveit æskunnar. Paul
Zukofsky var aðalstjórnandi hennar frá því
að hún var stofnuð árið 1985.
Starfsemi Sinfóníuhljómsveitar æskunnar
var með þeim hætti að Zukofsky hélt nám-
skeið fyrir tónlistarnemendur og undirbjó þá
fyrir flutning flókinna verka sem sjaldan eða
aldrei höfðu heyrst hér á landi – og voru sum
þeirra hljóðrituð. Árangurinn var slíkur að
lærðir sem leikir kepptust við að lofa Zuk-
ofsky og gagnrýnendur fullyrtu að honum
yrði seint fullþakkaður sá skerfur sem hann
hefði lagt fram til íslensks tónlistarlífs.
Í sem stystu máli þá þökkuðum við Íslend-
ingar fyrir okkur með því að flæma Zukofsky
í burtu af landinu, en létum ekki þar við sitja,
heldur notuðum tækifærið til þess að kasta
rýrð á orðstír hans sem listamanns og mann-
eskju. Þegar við vorum farin að trúa því að
hinn ótrúlegi árangur Sinfóníuhljómsveitar
æskunnar væri raunverulegur – spruttu upp
tónlistarvitringar sem töldu sig vita betur en
Zukofsky hvernig reka skyldi slíka hljóm-
sveit, stofnuðu stjórn og settu alls kyns regl-
ur og skilyrði sem hann gat ekki gengið að.
Meirihluti þeirrar stjórnar, það er að segja
fulltrúar tónlistarskólanna og Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands, rak þá heilann á bak við
kraftaverkið úr starfi árið 1993. Fulltrúar for-
eldra og nemenda í stjórn höfðu ekki einu
sinni verið boðaðir á fundinn þar sem sú
ákvörðun var tekin.
Hljóðritanir, ritstörf og kennsla
Hver hefur heyrt í Sinfóníuhljómsveit æsk-
unnar síðan?
Ári seinna kom Zukofsky til Íslands til þess
að stjórna flutningi Kammersveitar Reykja-
víkur á Tímanum og vatninu eftir Atla Heimi
Sveinsson á Listahátíð. Sá flutningur er
ógleymanlegur þeim sem á hlýddu og öllum
ljóst hvílíkur snillingur hélt á tónsprotanum.
Við vissum að Zukofsky hygðist ekki leggja
leið sína aftur til Íslands, því þrátt fyrir þrá-
beiðni aðdáenda hans um að stjórn hinnar nú
svo dauðu Sinfóníuhljómsveitar æskunnar
endurskoðaði afstöðu sína, varð henni ekki
hnikað. Stjórn, reglur og skilyrði skyldu vera
til, þótt engin væri hljómsveitin. Hún var
greinilega aukaatriði.
Á þeim tíu árum, sem liðin eru frá því að
Paul Zukofsky kvaddi Ísland, hefur hann haft
í nógu að snúast. Hann þurfti ekki eins mikið
á Íslandi að halda og Ísland þurfti á honum
að halda. Hann stýrði Schönberg-stofnuninni
í Los Angeles um fimm ára skeið, eða allt þar
til hún var flutt til Vínarborgar, og hefur unn-
ið ötullega að hljóðritunum, bæði sem fiðlu-
leikari, stjórnandi og framleiðandi. Hann hef-
ur meðal annars hljóðritað sinfóníur og önnur
verk eftir Artur Schnabel, sinfóníettur Jos
Kondo og árlega staðið fyrir námskeiðum í
New York sem bera heitið Musical Observati-
ons – Concentration, þar sem stúderað er eitt
tónskáld hverju sinni. Fyrsta námskeiðið var
haldið árið 2000 þegar tónskáldið Milton Bab-
bit var tekið fyrir. Ári seinna var það Artur
Schnabel, þá Jo Kondo og árið 2003 var það
Armin Loos. Á þessum árum hefur Zukofsky
einnig lokið hljóðritun, klippingu og fram-
leiðslu á átta geisladiskum sem sumir eru
komnir út, eða munu koma út næsta árið, og
sinnt tónleikahaldi í tilefni af útgáfunum.
Svo gerðust þau gleðilegu tíðindi hér á dög-
unum að Zukofsky var aftur kominn til Ís-
lands og í þetta sinn til þess að stjórna
Kammersveit Reykjavíkur á þrjátíu ára af-
mælistónleikum sveitarinnar, þar sem frum-
flutt var Sería fyrir 10 hljóðfæri eftir Hauk
Tómasson og Trois Petites Liturgies de la
Pré sence Divine fyrir kvennakór og hljóm-
sveit eftir Oliver Messiaen – og að sjálfsögðu
var um frumflutning á því verki að ræða.
Þegar undirrituð settist niður með Zuk-
ofsky til þess að ræða afköst hans á tónlist-
arsviðinu á seinustu árum, fannst honum þau
svo sem ekki nein ósköp. „Ég leiddist af leið í
býsna langan tíma,“ segir hann, „vegna þess
að fyrir nokkrum árum hefði faðir minn orðið
hundrað ára og ég réðst í að gefa út öll hans
verk í heild, bæði ljóð og fræðigreinar. Ljóða-
bækurnar komu út í tveimur þykkum bókum,
fræðasafnið í sex bindum og síðan hefur sjö-
unda bindið að geyma bréfasafn hans. Núna
er allt hans höfundarverk til í einni útgáfu og
það er virkilega ánægjulegt. En þetta tók
mikinn tíma frá tónlistinni.“
Að hverju ertu að vinna þessa dagana?
„Ég hef nýlokið klippingu og samsetningu
á öllum hljóðritunum sem ég var að fást við
og munu koma út næsta árið og er að vinna
að því að ljúka bók um ryþma í tónlist 20. ald-
arinnar, auk annarra ritstarfa – en eftir að ég
fer héðan fer ég að leggja drög að næstu
hljóðritunum og undirbúa Concentration-
námskeiðið sem ég verð með í haust.“
New York ekki söm og áður
Eftir að Zukofsky hætti störfum hjá Schön-
berg-stofnuninni í Los Angeles árið 1999
flutti hann aftur til New York en segist nú
hafa leyst upp heimili sitt þar.
„Ellefti september kom mjög illa við mig
og New York er er ekki söm á eftir. Ég
þekkti fólk sem vann í Tvíburaturnunum.
Einn góður vinur minn sem vann þar hafði
sem betur fer ákveðið að mæta ekki til vinnu
fyrr en eftir hádegi, svo hann fórst ekki í
árásinni. En allir, sem bjuggu á sömu hæð í
húsinu sem ég bjó í, þekktu einhvern sem
vann í Tvíburaturnunum og sumir þekktu
fólk sem lét lífið. Ég var að vinna við klipp-
ingar í um það bil einnar mílu fjarlægð þegar
atburðurinn átti sér stað og þar var ryk- og
reykjarmökkurinn svo þykkur að það var
varla að maður næði andanum.
En það var ekki bara áfall þessa dags sem
breytti New York í augum mínum. Það hafa
átt sér stað afgerandi breytingar á andrúms-
lofti borgarinnar. Það er svo mikil löggæsla
og harka þar að það er varla líft í borginni.
Það er engin gleði lengur. Áramótin eru ekki
einu sinni haldin hátíðleg lengur og yfir borg-
inni sveima F14 vélar allar nætur til þess að
verja hana. Þetta er ekki lengur mín borg –
svo ég ákvað að leita mér að öðrum stað til að
búa á.“
Hefurðu fundið hann?
„Nei, ekki ennþá – en það er einfaldlega
vegna þess að ég hef átt svo annríkt. Ég
dvaldi í þrjá mánuði í London við hljóðritanir,
fór síðan til New York til þess að halda nám-
skeið og var síðan í þrjá og hálfan mánuð að
vinna í Bangkok áður en ég kom hingað og er
nú á leiðinni aftur til New York. Ég er með
litla vinnustofu fyrir norðan New York, þar
sem ég er með allt sem ég þarf til þess að
geta haldið vinnunni áfram, en ég kom bú-
slóðinni minni fyrir í geymslu.“
Ánægjulegir endurfundir
Heldurðu að þú setjist ekki bara aftur að
þar?
„Nei, ég vil ekki vera í New York eins og
er. Breytingarnar eru of stórtækar. Mér
finnst tónlistarlífið þar ekki einu sinni áhuga-
vert lengur. Það er yfir því einhver útnára-
blær, verkefnavalið óáhugavert og leiðigjarnt.
Það sem er hins vegar spennandi og
skemmtilegt við okkar tíma er að tölvutæknin
gerir mér kleift að búa hvar sem er. Ef ég
fyndi „einn“ stað þar sem ég gæti gert allt
sem mig langar til að gera, mundi ég setjast
þar að.“
Hvað langar þig til að gera?
„Núna langar mig til þess að ljúka við
ryþmísku textana, ljúka við hljóðritun á
Haydn-kvartettum og síðan langar mig til
þess að hljóðrita tvo diska með tónlist eftir
Satie. Þetta eru stóru forgangsverkefnin.“
Hvernig fannst þér að koma aftur til Ís-
lands?
„Það var mun ánægjulegra en ég átti von á.
Þegar ég fór héðan fyrir tíu árum, má með
sanni segja að ég hafi farið með mjög vont
bragð í munninum – sem ég held að hafi verið
fullkomlega eðlilegt. Og það er ennþá í mér
viss reiði út af meðferðinni á Sinfóníuhljóm-
sveit æskunnar.
En á móti kemur að mikið af því fólki sem
tók þátt í afmælistónleikum Kammersveit-
arinnar var fólk sem sótti Zukofsky-nám-
skeiðin hjá mér á sínum tíma og endurfund-
irnir voru ánægjulegir. Þetta fólk veit hvernig
ég vinn og veit hvaða kröfur ég geri. Vinnan
var því mun auðveldari og ánægjulegri en ég
átti von á. Mér fannst líka gott að finna hvað
gömlu nemendum mínum þykir vænt um mig
og fá að heyra að þeir teldu námið hjá mér
hafa ráðið úrslitum um að þeir komust í fram-
haldsnám í góðum og virtum tónlistarskólum
erlendis eftir að þeir luku tónlistarnámi hér.
Ég veit ekki til þess að neinn af mínum fyrr-
verandi nemendum mundi segja annað en að
námskeiðin hafi komið þeim til góða á er-
lendri grundu. Þetta hefur verið svo
skemmtilegur tími að ég spurði Rut Ingólfs-
dóttur eftir eina æfinguna um daginn hvað
við ætluðum að gera á fimmtíu ára afmæli
Kammersveitarinnar.“
Hverjir þjáðust?
Hver er afstaða þín til málefna Sinfón-
íuhljómsveitar æskunnar í dag?
„Þeir sem töldu sig vita betur hvernig ætti
að reka slíka hljómsveit í dag sprengdu í
tætlur verkefni sem hafði gengið mjög vel.
Ég get ekki annað en spurt: Hver þjáðist og
hver tapaði?
Ekki þjáðust þessir aðilar. Þeim tókst ætl-
unarverkið, að jarða hljómsveitina.
Ekki þjáðist ég, vegna þess að það er stór
og mikill tónlistarheimur fyrir utan Ísland og
ég á aðgang að honum; get unnið þar sem ég
vil.
Ekki þjáðist tónlistin í heiminum, því hún
heldur áfram að vaxa og dafna þótt einhverjir
aðilar á Íslandi vilji ekki að hún geri það.
Nei, þeir sem liðu fyrir þessar ákvarðanir
voru krakkarnir, tónlistarnemendur hér á Ís-
landi. Þeir eiga ekki lengur möguleika á að fá
þá menntun sem ég bauð upp á. Þeir aðilar
sem hröktu mig úr starfi töldu sig vita betur
og geta betur – en hvað hefur gerst?
Sú reiði sem enn býr í mér er ekki vegna
þess að ég hafi verið hrakinn úr starfi. Það
hefði verið allt í lagi, ef Sinfóníuhljómsveit
æskunnar hefði vaxið og dafnað. En hún
gerði það ekki og það er það sem mér svíð-
ur.“
Værirðu tilbúinn til þess að koma aftur til
Íslands til þess að endurtaka leikinn?
„Ég hef alltaf sagt að ég mundi koma aftur
að Sinfóníuhljómsveit æskunnar að vissum
skilyrðum uppfylltum. Meginskilyrðið er al-
gert listrænt vald – sem ég held að sé alls
ekki ósanngjörn krafa, því það var ekki ég
sem klúðraði hljómsveitinni á sínum tíma.
Það gerðu aðrir. Fyrir mitt leyti verð ég að
segja, að ég mundi skoða þann möguleika að
taka upp þráðinn með Sinfóníuhljómsveit
æskunnar mjög alvarlega, ef hann kæmi upp
á borðið.“
Að leita að lausnum
Hvers vegna? Hvað gaf þetta starf þér?
„Veistu, ég veit það ekki. Ég vissi það aldr-
ei. Til að byrja með fannst mér þetta spenn-
andi verkefni. Þetta snerist um „ferli“, finna
lausnir. Ég hef alltaf haft miklu meiri áhuga á
ferli og lausnum en endanlegri útkomu. Móðir
mín sagði alltaf að ég væri latasti maður í
heimi, vegna þess að þegar ég var krakki
hafði ég aldrei áhuga á að gera hlutina sam-
kvæmt fljótlegustu og fyrirhafnarminnstu
leiðinni. Eins einfaldur hlutur og að hreinsa
ryk, var fyrir mér spennandi verkefni. Þá
settist ég niður og velti lengi fyrir mér hver
besta leiðin væri til þess. Þegar ég hafði fund-
ið hana, hafði ég ekki áhuga á að hreinsa upp
rykið. Ég hafði fundið lausnina og það dugði.
Þegar kemur að tónlistinni finnst mér mest
gaman að finna lausnir á þáttum eins og
ryþma, jafnvægi og tónsetningu. Í tónlistinni
eru ótal spursmál sem þarf að leysa. Krakk-
arnir sem tóku þátt í námskeiðunum hjá mér
og léku með Sinfóníuhljómsveit æskunnar
voru ekki atvinnumenn og það var mjög
spennandi að kenna þeim að vinna tónlistina á
þessum forsendum; að leita stöðugt leiða til
þess að leysa ráðgáturnar sem felast í hverju
verki. Þetta var að vissu leyti eins og að vera
með fólk sem getur ekki gengið og kenna því
að ganga og bera sig fallega.“
Uppskar mikla gleði
„Með tímanum hafði ég komið upp kerfi
sem gerði mér auðveldara að vinna með
krökkunum. Það fór stöðugt minni tími í að
kenna þeim grundvallaratriði og undirbún-
ingstíminn varð sífellt styttri. Sumpart var
þetta líka vegna þess að þeir krakkar sem
einu sinni höfðu komið á námskeið hjá mér,
sóttu í þau aftur og aftur og urðu það góð að
þau gátu miðlað nýjum nemendum af þjálfun
sinni og þekkingu. Svo útskrifuðust þau og
fóru í framhaldsnám, hin héldu áfram – en á
hverju ári komu inn nýir nemendur. Þetta var
ekki bara hljómsveit sem var mönnuð í eitt
skipti fyrir öll.
Enda var ekki til ein einasta mínúta þar
sem hægt var að sofna á verðinum. Ég þurfti
að taka á öllum mínum andlegu kröftum og
hugmyndaauðgi til þess að ná árangri og þeg-
ar upp var staðið og þeim mikla árangri náð,
sem við náðum hverju sinni, þá uppskar ég
geysilega mikla gleði og ánægju.
Þrátt fyrir það hvernig allt fór, hef ég í
hjarta mínu aldrei getað slitið strenginn sem
liggur til nemenda minna – og það er mér
bæði gleði og hvatning að finna hvað þeim
þykir vænt um mig.“
Ánægjulegra en ég átti von á
Morgunblaðið/Þorkell
Efnt verður til viðhafnartónleika í tilefni af 30 ára afmæli Kammersveitar Reykjavíkur í Langholts-
kirkju í kvöld. Rut Ingólfsdóttir, konsertmeistari Kammersveitarinnar, og Paul Zukofsky, sem stjórn-
ar sveitinni í kvöld, voru á æfingu með henni á föstudagskvöld.
Hljómsveitarstjórinn Paul Zukofsky
sneri aftur til Íslands eftir tíu ára
fjarveru til þess að stjórna tón-
leikum Kammersveitar Reykjavíkur
í tilefni af þrjátíu ára afmæli henn-
ar. Súsanna Svavarsdóttir ræddi
við Zukofsky um heimsóknina,
vinnuna með Kammersveitinni og
uppgjörið við Sinfóníuhljómsveit
æskunnar sem varð til þess að hann
hefur ekki fengist til að vinna aftur
á Íslandi fyrr en nú.