Morgunblaðið - 01.02.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 01.02.2004, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 29 Dagskrá: Sjálfstæ›isflokkurinn Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is Mánudagur 9. febrúar 19.00-19.10 Skólasetning: Daví› Oddsson, forsætisrá›herra og forma›ur Sjálfstæ›isflokksins. 19.15-20.45 Mennta- og menningarmál: fiorger›ur Katrín Gunnarsdóttir, menntamálará›herra. 21.00-22.30 Efnahagsmál: Geir H. Haarde, fjármálará›herra. firi›judagur 10. febrúar 19.00-20.30 Um hva› snúast stjórnmál? Dr. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræ›ingur. 20.45-22.15 Listin a› hafa áhrif: Gísli Blöndal, marka›s- og fljónusturá›gjafi. Fimmtudagur 12. febrúar 19.00-20.30 Utanríkismál: Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálará›herra. 20.45-22.15 Listin a› hafa áhrif: Gísli Blöndal, marka›s- og fljónusturá›gjafi. Laugardagur 14. febrúar 10.00-13.00 Sjónvarpsfljálfun: Gísli Blöndal og Björn G. Björnsson, kvikmyndager›arma›ur. Mánudagur 16. febrúar 19.00-20.30 Taktu flátt, haf›u áhrif: Hanna Birna Kristjánsdóttir, a›sto›arframkvstj. Sjálfstæ›isflokksins. 20.45-22.15 Listin a› vera lei›togi: Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Gar›abæ. firi›judagur 17. febrúar 19.00-20.30 Greina- og fréttaskrif: Gréta Ingflórsdóttir, framkvæmdastj. flingflokks sjálfstæ›ismanna. 20.45-22.15 Samgöngumál: Sturla Bö›varsson, samgöngurá›herra. Fimmtudagur 19. febrúar 19.00-20.30 Heilbrig›isfljónusta: Ásta Möller, varaflingma›ur. 20.45-22.15 Sjávarútvegsmál: Árni Mathiesen, sjávarútvegsrá›herra. Mánudagur 23. febrúar 19.00-20.30 Sjálfstæ›isstefnan: Sólveig Pétursdóttir, varaforseti Alflingis. 20.45-22.15 Íslenska stjórnkerfi›: Dr. Hannes H. Gissurarson, prófessor vi› H.Í. firi›judagur 24. febrúar 19.00-20.30 Umhverfismál: Sigrí›ur Anna fiór›ardóttir, alflingisma›ur. 20.45-22.15 Borgarmálin: Vilhjálmur fi. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæ›isflokksins. Mi›vikudagur 25. febrúar 20.00-22.00 Heimsókn í Alflingi. Starfshættir Alflingis og me›fer› flingmála: Halldór Blöndal, forseti Alflingis. Skólaslit. Sta›ur: Valhöll, Háaleitisbraut 1 Tími: 9.-25. febrúar 2004 Innritun í síma: 515 1700/1777 e›a í tölvupósti: disa@xd.is fiátttökugjald: 12.000 kr. Um hva› snúast stjórnmál? Stjórnmálaskóli Sjálfstæ›isflokksins Norðurlönd standaframmi fyrir nýjumveruleika, nýjum að-stæðum og nýjumverkefnum. Það sá ég skýrt þegar ég kom aftur til starfa fyrir Norðurlandaráð eftir 20 ár á öðrum vettvangi. Flokkahóparnir hafa öðlast aukna þýðingu, stjórn- málastarfið er orðið markvissara og ákvarðanir eru betur undirbúnar. Mestu umskiptin felast þó í nýjum viðfangsefnum og í því að samstarfs- aðilar okkar eru ekki bara frá Norð- urlöndum. Eistland, Lettland og Litháen, sem eru að verða hluti af nýju og stærra Evrópusambandi, og ekki síst norðvesturhluti Rússlands, eru fastir þættir í stjórnmálastarf- inu. Starf okkar er ekki lengur bund- ið við Norðurlönd heldur erum við í stöðugum tengslum við aðra hluta Evrópu og ESB, og það á jafnt við þó að tengsl okkar við ESB séu mis- munandi. Við þurfum að gera Norðurlönd að sterku afli í Evrópu nýrra tíma. Mis- munandi staða norrænu landanna í evrópsku samstarfi gerir það enn mikilvægara að við beitum okkur fyrir því að Norðurlönd láti sameig- inlega að sér kveða í Evrópu. Við getum öðlast aukið vægi með því að starfa með öðrum smáríkjum, og þá ekki síst með Þingmannasamtökum Eystrasaltsríkjanna. Tölurnar 5+3, sem táknuðu norrænu ríkin og sjálfsstjórnarsvæðin, hafa verið leystar af hólmi af 5+3+3 þar sem síðasta talan táknar Eystrasaltsríkin þrjú. Við getum jafnframt átt gagn- legt samstarf við Benelux-löndin. Samstarf okkar við Eystrasalts- ríkin þarf meðal annars að felast í því að styrkja uppbyggingu frjálsra fé- lagasamtaka. Frjáls félagastarfsemi hefur um langa hríð verið bæld niður í þessum löndum. Óvíða er starfsemi af þessu tagi eins öflug og á Norð- urlöndum; það er varla til sá hópur áhugamanna eða hagsmunaðila sem ekki hefur stofnað eigið félag. Það kann að virðast hlægilegt, en það er jafnframt mikill styrkur fyrir lýð- ræðið að svo margir skuli vilja beita sér í sjálfboðastarfi. Á þessu sviði getum við stutt lýðræðisþróunina í Eystrasaltsríkjunum. Samstarf í austurátt hefur auðvit- að einnig gildi fyrir okkur á öðrum vettvangi en í Evrópusamstarfinu. Eitt af helstu markmiðunum með samstarfinu við grannsvæðin er að vinna að umhverfismálum við Eystrasalt, í norðvesturhluta Rúss- land og við norðurskaut, enda hefur ástand umhverfisins þar bein áhrif á okkur. Þetta samstarf þurfum við að efla. Með inngöngu Eystrasaltsríkj- anna í Norræna fjárfestingarbank- ann hefur verið stigið mikilvægt skref í þá átt. Síaukið samstarf við löndin við Eystrasalt má þó ekki leiða til þess að við gleymum samstarfinu milli austurs og vestur á Norðurlöndum. Vestnorræna ráðið hefur mikilvægu hlutverki að gegna við að benda á málefni sem snerta starfssvæði þess, en hafa þarf í huga að Norðurlanda- ráð sinnir öllum hlutum Norður- landa. Norðurlönd án landamæra, hug- mynd sem var mikið til umræðu á Norðurlandaráðsþingi í Ósló í fyrra, nær að sjálfsögðu til allra hluta Norðurlanda, og Vestur-Norðurlönd taka þátt í samstarfinu á jafnræð- isgrundvelli. Hvaða pólitísku málefni, auk landamærahindrana, á að leggja áherslu á næstu árin? Ég ætla að nefna eitt svið sem kemur við sögu daglega á öllum stjórnstigum, á nánast öllum póli- tískum vettvangi, bæði í einstökum löndum og í norrænu samstarfi, en það eru velferðarmálin. Hvernig getum við varið, og um- fram allt haldið áfram að þróa nor- ræna velferðarkerfið? Að því steðja ýmsar hættur, bæði vegna innri erf- iðleika og þrýstings utan frá. Vanda- mál tengd breyttri aldurssamsetn- sameiginlega hefð fyrir ströngum reglum í áfengismálum, og hana þurfum við að standa vörð um og þróa. Á Norðurlandaráðsþingi í fyrra var samþykkt ályktun sem er mikilvægt skref í átt að auknu nor- rænu samstarfi um heilbrigðis- vandamál tengd áfengisneyslu, ekki síst meðal ungs fólks. Með sameig- inlegu átaki getum við jafnframt eflt grundvöllinn fyrir ströngum reglum um fíkniefni sem samstaða er um á Norðurlöndum. Það er auðvitað blæbrigðamunur á viðhorfum okkar til norræna vel- ferðarkerfisins. Það er því ákaflega gefandi að skiptast á skoðunum um þessi mál, bæði á pólitískum vett- vangi hvers lands, og á vettvangi Norðurlandaráðs. Það er þó jafn- framt margt sem sameinar okkur. Við tökum ekki síst eftir því þegar við eigum í samskiptum við lönd utan Norðurlanda. Mér finnst Norður- landaráði vel lýst sem pólitísku torgi Norðurlanda, þar sem við göngum um eins og grískir spekingar forn- aldar, ræðum saman og fáum inn- blástur til góðra verka. Eitt mikil- vægasta hlutverk Norðurlandaráðs er þó að mínu viti að skapa tengsl, eða búa til samstarfsnet, eins og það nefnist á nútímamáli. Og síðast en ekki síst: Pólitískt torg Norðurlanda á jafnframt að vettvangur markvissrar stefnumót- unar sem tryggir stöðu okkar í fremstu röð velferðarríkja í heimin- um. En það þýðir að við verðum að geta tekið erfiðar og óþægilegar ákvarðanir. Ef Norðurlönd eru ein- huga um ákvarðanirnar fá þær aukið vægi og norræna velferðarkerfið getur haldið áfram að vera öðrum þjóðum heims fyrirmynd næstu 50 árin! Stöndum vörð um sterka stöðu Norðurlanda Höfundur er forseti Norðurlandaráðs. Nefndir Norðurlandaráðs funda á Íslandi 1.–3. febrúar. ’ Mestu umskiptinfelast þó í nýjum viðfangsefnum og í því að samstarfs- aðilar okkar eru ekki bara frá Norður- löndum. ‘ ingu eru vel þekkt. Meðalaldur þjóða hækkar og vinnandi fólki fækkar. Við er- um jafnframt meðvit- uð um það að nýjar kröfur vinnumarkað- arins geta reynst fólki erfiðar. Í Sví- þjóð eru veikinda- dagar fleiri miðað við höfðatölu en í nokkru öðru landi í Evrópu, en um leið eru Svíar með heilbrigðustu þjóðum í álfunni. Stefnumótun í áfengis- og fíkniefna- málum er annað svið þar sem norrænt samstarf getur gegnt mjög mikilvægu hlut- verki. Danir lækkuðu áfengisskatta árið 2003, og með vorinu ætla Finnar fara sömu leið í því skyni að koma í veg fyrir að fólk flykkist til Eistlands til að kaupa þar ódýrt áfengi þegar Eystrasaltsríkin ganga í Evrópusambandið. Þrátt fyrir þetta hafa Norðurlönd Gabriel Romanus Hvernig á að gera Norð- urlönd að sterku afli í Evr- ópu nýrra tíma? Gabriel Romanus fjallar um nýjan veruleika og ný verkefni Norðurlandaráðs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.