Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 32

Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 32
Þ að hefur ekki farið leynt að íslensk tónlist á mikilli velgengni að fagna um þessar mundir. Þeir íslensku tónlistarmenn sem hleypt hafa heimdrag- anum að undanförnu, hafa margir hverjir verið að gera garðinn fræg- an í útlöndum; tækifærin virðast mörg og tónlistarmenn kunna æ betur að nýta þau. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur nú verið haldin í Reykjavík um nokkurra ára skeið, með góðum stuðningi Ice- landair, og hefur hún dregið að sér fjöldann allan af erlendum gestum, fjölmiðlafólki, tónlistarfólki, tónlist- argagnrýnendum og áhugasömum hlustendum. Stuðningur stór- fyrirtækis á borð við Ice- landair við tón- listina er mikil viðurkenning á því starfi sem íslenskir tónlist- armenn vinna og öðrum fyr- irtækjum til eftirbreytni. Hróður Airwaves-hátíðarinnar hefur borist víða og vex enn. Mikið hefur líka munað um sjóð Reykjavíkurborgar, samtaka tón- listarmanna og Icelandair, Reykja- vík Loftbrú. Sjóðurinn var stofn- aður í fyrravor, og varla voru liðnir nema nokkrir dagar, þegar íslensk- ir tónlistarmenn, Mínus, Apparat, Steindór Andersen og fleiri, voru komnir á svið Central Park í New York að flytja tónlist sína, með að- stoð Loftbrúarsjóðsins. Stofnaðilar sjóðsins skuldbundu sig til að leggja honum til 11 millj- ónir á ári í að minnsta kosti þrjú ár, og þegar Íslensku tónlistarverð- launin voru kynnt fyrir skömmu, kom fram að þá þegar hefðu um tvö hundruð tónlistarmenn og tónskáld farið utan með aðstoð Reykjavíkur Loftbrúar; það er, þrjátíu hljóm- sveitir og tónlistarhópar vegna fjörutíu verkefna í níu löndum beggja vegna Atlantshafsins. Þetta hlýtur að teljast gott á því rúma hálfa ári frá því sjóðurinn var stofn- aður. M arkmið Reykjavíkur Loftbrúar er að styðja framsækið tónlistarfólk við að hasla sér völl er- lendis. Það var eftirtektarvert sem kom fram í máli Guðjóns Arngríms- sonar, fjölmiðlafulltrúa Icelandair, þegar stofnun sjóðsins var kynnt að í gegnum tónlistina hefði flugfélagið komist að með kynningu á Íslandi inn í fjölmiðla sem það hefði ekki annars haft aðgang að. Þá sagði Guðjón: „Á endanum snýst þetta um viðskipti en ekki um að vera huggó og indæll við tónlistarmenn. Þetta eru góð viðskipti, það er okk- ar sýn á þetta samstarf.“ Af þess- um orðum Guðjóns má ætla að það hafi verið Icelandair beinlínis hag- kvæmt að styðja við Airwaves há- tíðina, og að það hafi ráðið ein- hverju um þátttöku félagsins í Loftbrúnni. Reykjavík Loftbrú er tilraunaverkefni sem miklar vonir eru bundnar við. Ekki verður síst áhugavert að sjá hvort þetta módel, það er, samstarf listamanna, op- inberra aðila og einkarekstur virk- ar þegar fram í sækir, og skilar við- unandi árangri fyrir alla. Ef það gerist, er von til þess að fleiri fyr- irtæki og fleiri hópar listmanna leiti slíks samstarfs við hið opinbera, sem hingað til hefur verið nánast eitt um að leggja listunum til fjár- stuðning. Á ári hverju taka íslenskir tón- listarmenn þátt í ótal tónlist- arhátíðum um allan heim. Íslenskir kórar hafa á síðustu árum komið heim með verðlaun og viðurkenn- ingar af kóramótum og kórakeppn- um á erlendri grund. Mótettukór Hallgrímskirkju, Gradualekór Langholtskirkju, Fóstbræður, Schola cantorum, Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð, Vox fem- inae, Dómkórinn, Kammerkór Langholtskirkju, Graduale nobili, – þetta eru bara nokkrir af þeim kór- um sem slíka athygli hafa hlotið á erlendri grund á síðustu árum. Elsta tónlistarhátíðin sem Íslend- ingar hafa tekið þátt í eru Norræn- ir músíkdagar, sem haldnir hafa verið á Norðurlöndunum í meira en öld. Hátíðin er nú skipulögð af tón- skáldafélögum Norðurlandaþjóð- anna og hafa Íslendingar tekið þátt í henni um árabil. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að flytja hátíðina út fyrir Norðurlöndin, og var hún haldin í Berlín árið 2002. Með því móti var opnað fyrir enn víðtækari athygli umheimsins á íslenskri og norrænni tónlist, en hátíðin í Berlín þótti takast einstaklega vel. Eins og fram kom í viðtali við Kjartan Ólafsson, formann Tón- skáldafélags Íslands, í blaðinu á föstudag, hefur tekist samvinna milli Norrænna músíkdaga og ann- arra tónlistarhátíða, og nú um miðj- an febrúar verður Préscence- tónlistarhátíð Franska útvarpsins, helguð norrænni tónlist. Þar verða flutt þrjú íslensk tónverk, þar á meðal nýtt verk eftir Jón Nordal, samið sérstaklega af þessu tilefni. Flytjendur í því verða einn af okk- ar bestu barnakórum, Skólakór Kársness og Sinfóníuhljómsveit Franska útvarpsins. Fram kom í viðtalinu við Kjartan, að aðstand- endum Barnakórs Franska út- varpsins, sem er einn af bestu kór- um sinnar tegundar í heiminum, – hefði litist svo vel á Skólakór Kárs- ness, að þeir hefðu beðið um að kórinn fengi að syngja með Skóla- kór Kársness við frumflutning verksins, sem verður útvarpað frá Frakklandi til milljóna hlustenda í 80 þjóðlöndum. Þ annig berst gott orðspor ís- lenskrar tónlistarmenningar víða, og jafnt í öllum teg- undum tónlistar. Það má vera ljóst að í tónlistarmenningu okkar eigum við eitthvað sérstakt; einhvern fjársjóð, – eitthvað sem aðrar þjóðir telja sig jafnvel geta lært af og hafa mikinn áhuga á. Sköpunarkrafturinn og frumleikinn er það sem mesta athygli hefur vakið, en auk þess framúrskarandi flutningur íslenskra tónlistar- manna. Við úthlutun Íslensku tónlist- arverðlaunanna nú, tilkynnti menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að í ráðuneyti hennar væri unnið að frumvarps- drögum um stofnun sérstaks tón- listarsjóðs. Ekkert hefur heyrst um hver markmið þess sjóðs eiga að vera annað en það sem haft var eftir ráðherra, að tónlistarsjóður gæti „stutt við bakið á nýsköpun, jafnt sem útrás á öllum sviðum tónlistar og örvað þannig enn frekar þá stór- kostlegu þróun er átt hefur sér stað í íslensku tónlistarlífi“. Tónlistarmenn bíða margir spenntir eftir því hvaða verðmiða menntamálaráðherra og Alþingi setja á „stórkostlega þróun“ í ís- lensku tónlistarlífi. Hvað verður í pottinum? Það er þó ekki síður spennandi að sjá hvers konar verkefnum sjóðnum verður ætlað að sinna. Svo virðist sem ákveðið skrið sé komið á „útrásina“ með Reykjavík Loftbrú, og kannski eru það innvið- irnir sem þurfa nú athygli. Þóra Þórisdóttir, eigandi Gallerís Hlemms, sagði í viðtali í Lesbók í gær, í umræðu um toppana í ís- lenskri myndlist, að þar gilti sama lögmál og með toppa á pýramída, það verður að vera undirstaða und- ir toppnum. Það sama gildir um tónlistina. Velgengni Sigur Rósar, Mínuss, Bjarkar, Áskels Mássonar, kóranna, Kammersveitar Reykja- víkur og annarra þeirra íslensku tónlistarmanna sem athygli hafa náð erlendis, byggist á því að hér heima hefur grunnurinn verið góð- ur. Því er ekki síst mikilvægt að ríki og borg haldi þessum grunni áfram traustum, með öflugri tón- listarmenntun á öllum skólastigum. Þar má ekki slaka á kröfum eigi væntingar um velgengni í „útrás“ að ganga eftir. Tónlistarsjóður gæti hæglega stutt við vaxtarsprota sem byggja á, og styðja um leið við al- menna grunnmenntun í tónlist, eins og verkefnið Tónlist fyrir alla. Stöð- ugt fleiri skólar sækja um aðild að þessu vel heppnaða verkefni, en færri komast að en vilja, enn sem komið er, og því afar nauðsynlegt að skjóta tryggari fjárhagsstoðum undir verkefnið. Nú, þegar Paul Zukofsky er kominn til landsins aftur eftir tíu ára fjarveru, verður mörgum hugs- að til þess þrekvirkis sem hann vann með Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar. Þrátt fyrir góðan vilja og fyrirheit, varð sú hljómsveit að engu við brotthvarf hans á sínum tíma, eins og lesa má í viðtali við hann framar í blaðinu í dag. Endur- lífgun slíkrar hljómsveitar undir stjórn jafn hæfs tónlistarmanns og hann er, væri verðugt verkefni fyr- ir tónlistarsjóð að styrkja. Margir þeirra hljóðfæraleikara okkar sem fremst standa í dag, hófu einmitt feril sinn í hljómsveitarleik undir stjórn Zukofskys með Sinfón- íuhljómsveit æskunnar. G era má ráð fyrir að at- vinnutónlistarmenn og tónlistarstofnanir sæki áfram í gera samstarfs- samninga við ríki og borg, þar sem keypt er ákveðin og skilgreind þjónusta tónlistarmanna og -stofn- ana í ákveðinn tíma. Slíkir samn- ingar hljóta eftir sem áður að verða kostaðir með þeim fjármunum sem ráðuneytið, í þessu tilfelli, hefur þegar yfir að ráða til slíks brúks. Tónlistarsjóður ætti því að vera frír af því að greiða fyrir kaup ríkisins á almennum rekstri tónlistar- starfsemi atvinnumanna. Stofnun Nýsköpunarsjóðs tónlist- ararinnar, Musica nova, fyrir tæpu ári, hefur hleypt blóði í nýsköpun í tónlist, en að sjóðnum standa Reykjavíkurborg og Tónskáldafélag Íslands. Sem stendur er stofn- framlag borgarinnar í sjóðinn að- eins tvær milljónir, og sómi væri að því fyrir tónlistarsjóð mennta- málaráðuneytisins að leggja ný- sköpunarsjóðnum lið með að minnsta kosti jöfnu framlagi. Í þann sjóð geta þeir einir sótt sem standa að tónleikahaldi og flutningi íslenskra tónverka, – þessir aðilar sækja um styrk úr sjóðnum til að geta pantað verk hjá ákveðnum tónskáldum. Tónskáldin sjálf ráða því engu um hvernig fjármununum er varið, en aðstandendum“ tónlist- arlífisns leyft að ráða för. Stofnun þessa sjóðs var tímabært framfara- skref og mikilvægt að ríkið og fyr- irtæki atvinnulífsins komi til móts við hann að jöfnu við borgina, svo að hann geti með réttu talist þjóna öllum Íslendingum. Það má gera ráð fyrir því að ásókn í tónlistarsjóð verði mikil, og viðbúið að umsóknir um styrki til einstakra verkefna verði fleiri en sjóðurinn getur annað. Það á þó eftir að koma í ljós, þegar upplýst verður hve mikið verður í pottinum. Nauðsynlegt er að hlutverk sjóðs- ins verði vel og nákvæmlega skil- greint, og að skörunin við aðra sjóði verði sem minnst. Með því móti er meiri möguleiki á að viðhalda fjöl- breytni í styrkveitingum og um leið fjölbreytni í tónlistarlífinu öllu. Það er fagnaðarefni að til sjóðsins skuli stofnað og óskandi að hann verði ís- lenskri tónlistarmenningu til heilla. Undirstaða og útrás Morgunblaðið/Ásdís Íslensk „næturdrottning“, Sigrún Pálmadóttir vakti mikla athygli í óperunni í Wiesbaden í fyrra. AF LISTUM Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is LISTIR 32 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.