Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 33
Nemendaþjónustan sf. Álfabakka 12, Mjódd
Stærðfræði - íslenska - danska - enska - náttúrufræði
- íslenskar rannsóknir sýna að nemendur sem eru fyrir neðan 6 á
samræmdu prófunum eiga í erfiðleikum með framhaldsnámið.
- það er ennþá tækifæri til að styrkja stöðu sína fyrir vorið.
- hjá okkur starfa kennarar sem náð hafa mjög góðum árangri með
nemendur á samræmdum prófum.
Einnig námsaðstoð við nemendur framhalds- og háskóla
Innritun í síma 557 9233 frá kl. 17-19 virka daga
og á vef okkar www.namsadstod.is
NÁMSAÐSTOÐ
fyrir samræmdu prófin í 10. bekk
www.101skuggi.is
Sími 588-9090Sími 530-1500
Glæsilegar fullbúnar íbúðir
verð frá 14,6 - 24,6 milljónir kr.
Við bjóðum m.a. vandaðar, nýtískulegar og vel
hannaðar 2ja og 3ja herbergja íbúðir í 101 Skugga -
hverfi. Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar án gólfefna.
Hverri íbúð fylgir bílastæði í lokaðri bílageymslu.
Gerið samanburð á gæðum og verði
við aðrar eignir á svæðinu.
2 og 3 herbergja íbúðir í miðborginni
Íbúðir til afhendingar í september 2004
Verðdæmi:
69 m2 2 herb. 14,6 m kr.
73 m2 2 herb. 17,2 m kr.
95 m2 3 herb. 19,9 m kr.
102 m2 3 herb. 21,7 m kr.
117 m2 3 herb. 24,5 m kr.
123 m2 3 herb. 24,6 m kr.
Bílastæði í lokaðri bílageymslu fylgir.
Spirulina
Töflur og duft lífrænt ræktað Jafnar blóðflæðið
Lið-a-mótGinko biloba
Extra sterkt
Colostrum
RNA og DNA
Acidophilus
Fyrir meltingu og maga.
FRÁ
-fyrir útlitið
Nr. 1 í Ameríku
Alltaf
ódýrir
Hágæða
framleiðsla
VEL var mætt á hádegistónleika
Hafnarborgar á fimmtudag þegar Jó-
hanna Linnet og listrænn stjórnandi
tónleikaraðarinnar,
Antonía Hevesí, fluttu
nokkur Vínarlög. Fjöl-
menntu ekki sízt konur
á efri aldri, eins og við
mátti búast um við-
fangsefni og dagstíma.
Kynnti píanistinn
munnlega persónur og
kringumstæður lag-
anna við góðar undir-
tektir, þó að tæki mann
nokkurn tíma að venj-
ast ungverska hreimn-
um. Viðfangsefnin voru
heldur í þyngri kanti
þessarar annars fisléttu
greinar og við hæfi dramatískrar
raddar Jóhönnu. Raunar var fyrsta
atriði ítölsk óperuaría, Lo son l’umile
ancella úr Adriana Lecouvreur eftir
Cilea. Wien, du Stadt meiner Träume
eftir Rudolf Sieczynski frá Titanic-
árinu 1912 var leikin af mikilli Vín-
arsveiflu, og sýndi Antonía víðar
krafta í kögglum, t.a.m. í lokalaginu,
Hæja úr Czardasfurstynju Lehárs, er
Jóhanna söng á íslenzku af miklum
valkyrjumóð. Þar áður komu pólón-
esublendingurinn Meine Lippen, sie
küssen so heiß úr Giuditta eftir sama
höfund og sígaunarómantíski valsinn
Spiel auf deiner Geige úr Venus í silki
eftir Robert Stolz, er felldi margar
keilur meðal áheyrenda. Aukalagið
kom hins vegar úr
óvæntri átt – Aldrei á
sunnudögum (sungið á
ensku) eftir Manos
Hadjidakis, er Melina
Mercouri gerði heims-
frægt í samnefndri kvik-
mynd 1961. Það hefur
ekki gleymzt síðan, þó
að búzúkíondeggiandóin
alkunnu vantaði sárlega
í píanópartinum.
Skemmst er frá að
segja að öllu var mjög
vel tekið, og m.a.s.
bravóað á nokkrum
stöðum. Þó að raddbeit-
ing Jóhönnu væri almennt of einhæft
dramatísk að smekk undirritaðs, fór
samt ekki fram hjá neinum að söng-
konan kunni að höfða til síns fólks.
Vínardramatík
TÓNLIST
Hafnarborg
Aría eftir Cilea og Vínaróperettulög eftir
Sieczynski, Stolz og Lehár. Jóhanna Lin-
net sópran, Antonía Hevesi píanó.
Fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Jóhanna Linnet
Ríkarður Ö. Pálsson
FJÖLMENNINGARLEGUR blær
verður á Vetrarhátíð að þessu sinni,
en hátíðin verður haldin í þriðja sinn
dagana 19.–22. febrúar. Einn af há-
punktum hátíðarinnar er að koma
fjölmenningarlegu yfirbragði hljóm-
sveitarinnar Voices for Peace, sem
heldur þrenna tónleika í porti Hafn-
arhússins. Hljómsveitin er skipuð
gyðingum, múslimum og kristnum
mönnum og flytur tónlist bæði frá
Evrópu og Miðausturlöndum, auk
gamalla bæna og kvæða. Einir tón-
leikanna verða sérstaklega fyrir
börn.
Alþjóðahúsið mun standa fyrir
„Þjóðahátíð“ í Ráðhúsinu þar sem 14
þjóðir munu kynna menningu sína,
matargerð og fleira með margvísleg-
um uppákomum. Leikskólabörn í
Reykjavík velja sér þjóðfána og hitt-
ast á grænum svæðum Reykjavíkur
og senda þau einföldu en sterku
skilaboð út í heiminn að allt fólk eigi
að vera vinir – eins og þau.
Á Kjarvalsstöðum verður dagskrá
frá Barcelóna, heimspeki, listir, arki-
tektúr og fleira. Höfuðborgarstofa
sér um skipulagningu Vetrarhátíðar
og eru Reykjavíkurborg, Orkuveita
Reykjavíkur og SPRON bakhjarlar
hennar.
Fjölmenningarlegur
blær á Vetrarhátíð