Morgunblaðið - 01.02.2004, Síða 37
a
a
k
a
g
u
r
n
r
l
i
a
a
i
r
m
n
r
r
a
r
m
t
k
d
á
r
i
a
g
i
r
á
n
m
i
n
n
t
í
Gyðingasafnið
Margir líta á hið nýja
hús gyðingasafnsins í
Berlín sem táknmynd
þessarar tilhneigingar, bæði í fagurfræðilegum og
tilfinningarlegum skilningi. Arkitektinn sem
hannaði húsið, Daniel Libeskind, er nú heims-
frægur og vann m.a. samkeppnina um tillögu að
byggingum þar sem tvíburaturnarnir stóðu í New
York. Gyðingasafnið er mjög óvenjuleg bygging,
er öll byggist á brotakenndum formum, bæði í ytri
lögun og innri gerð. Hún er sundurskorin af eins
konar sprungum eða rifum er ganga þvert á hæð-
irnar og þjóna bæði þeim tilgangi að veita birtu inn
í húsið, og minna á þá sundrungu og rof í sam-
félagsvitundinni sem einkennt hefur sögu Þýska-
lands; á tímum helfararinnar og síðan skiptingar
landsins. Sjálfur hefur Libeskind lýst tilurð safns-
ins með þeim hætti að það hafi ekki einungis mót-
að upphaf hans sjálfs sem arkitekts, heldur einnig
upphaf erfiðrar, en þó um leið upplífgandi, veg-
ferðar við uppbyggingu gyðingasafns í Berlín,
safns sem ætlað er að afhjúpa menningarheim er
hafði verið tættur í sundur og nánast upprættur í
Helförinni. „Með falli Berlínarmúrsins og samein-
ingu Þýskalands komu nýjar hugsanir og tilfinn-
ingar fram á sjónarsviðið,“ segir Libeskind í bók
um Gyðingasafnið. „Berlínarbúar þurftu að kljást
við ákvarðanir um sína eigin framtíð, og í þeirri
framtíð fólust viðbrögð við óafturkallanlegri og
erfiðri fortíð. Eftir að ýmsir höfðu verið við stjórn-
völ ríkisins, gerðu síkvikir vindar breytinganna
einn hlut deginum ljósari: Berlínarborg var einnig
orðin að byrjanda; byrjandi í því hvernig ætti að
takast á við viðsjál spursmál um eigin tengsl við
gyðinga – fortíðina, nútíðina og framtíðina [...]“.
Rofið, eða tómið, sem slík fortíð skilur eftir sig
er því augljóst í byggingunni enda segir Libeskind
að hann hafi hugsað safnið „sem þjóðartákn þar
sem hið ósýnilega og sýnilega eru formgerðar-
þættir sem safnað hefur verið saman í þessu rými
Berlínar og afhjúpaðir í arkitektúr þar sem hið
ónefnda heldur áfram að vera það nafn sem ekki
hrærist.“
Þinghúsið
Umræða og fram-
kvæmd endurbygging-
ar Reichstag, eða þing-
hússins, var einnig mjög táknræn fyrir þessa
löngun Þjóðverja, og ekki síst Berlínarbúa, til að
fella fortíðina inn í nútíðina með þeim hætti að hún
hefði vægi til framtíðar. Byggingin er sögufræg,
byggð á árunum 1884 til 1894 og tileinkuð þýsku
þjóðinni með frægri áletrun frá 1916. Hún eyði-
lagðist að stórum hluta í eldi árið 1933, og varð
bruninn vatn á myllu nasistaflokksins í uppgangi
hans á þeim tíma. Byggingin varð fyrir enn frekari
skemmdum er Sovétmenn sóttu inn í borgina í lok
stríðsins og mynd af hermanni rauða hersins með
fána Sovétríkjanna í byggingunni er ein frægasta
táknmynd síðustu aldar um ósigur Þjóðverja.
Eftir að ákveðið var að þýska þingið flytti til
Berlínar í kjölfar sameiningarinnar, var hafist
handa við að koma byggingunni í það horf sem hún
er í nú, en það fól í sér endurbyggingu hússins auk
þess sem hinn heimsfrægi arkitekt Norman Fost-
er teiknaði mikla glerhvelfinu á þak hennar sem
nú er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Þó að
hvelfingin sé nútímaleg vísar hún til hefðarinnar,
ekki síst eins og við þekkjum hana í dómkirkjum,
en hefur um leið mikilvæga skírskotun til þeirrar
upplýsingar og gegnsæis sem Þjóðverjar vilja nú
hafa að leiðarljósi. Nýbyggingar þýsku ríkis-
stjórnarinnar á svæðinu frá Reichstag niður að
ánni Spree hafa einnig gefið Berlínarbúum fyr-
irheit um bjartari framtíð – enn á ný án þess þó að
fortíðin sé forsmáð eins t.d. má merkja á því
hvernig leifar múrsins – tákn sögunnar – hafa ver-
ið felldar inn í undirstöðu einnar byggingarinnar,
þannig að þær blasa við vegfarendum.
Potzdamer-torg
En ef til vill er það þó á
Potzdamer-torgi sem
augljósustu merkin
um þessa glímu fortíðar og framtíðar sjást í Berl-
ín, á þessu sögufræga hjarta borgarinnar sem var
rústir einar er múrinn féll. Á níunda áratug síð-
ustu aldar hófst þar uppbygging nýs borgarkjarna
þar sem í engu var til sparað. Þarna tóku stórfyr-
irtæki forystuna í því að reisa byggingar sem
álitnar voru sæmandi, ekki aðeins nýrri höfuð-
borg, heldur einnig nýrri heimsmynd. Afrakstur-
inn er í raun sannri stórfenglegur vitnisburður um
nútímabyggingarlist, en undiralda gagnrýnis-
radda hefur þó verið þung. Potzdamer-torg, eins
og það lítur út í dag, er í hrópandi andstöðu við
hugmyndir flestra um þróun borga í gegnum tíma
og rúm, þar sem fortíð og nútíð blandast saman
með nánast lífrænum hætti. Skipulag svæðisins í
heild ber þess glöggt merki að hafa allt orðið til í
einu á teikniborði arkitekta og skipulagsfræðinga í
stað þess að verða til á löngum tíma eins og yf-
irleitt er raunin með slík svæði í stórborgum.
Margir þeirra sem hvað harðast gagnrýndu
þetta nýja skipulag héldu því fram að þangað
myndi enginn vilja koma. Sú hefur þó ekki orðið
raunin og auðvitað mun tíminn einn geta leitt það í
ljós hvort þessi táknræni framvörður sameining-
arferlisins í Berlín mun þjóna framtíðarkynslóð-
um jafnvel og Potzdamer-torg fyrri tíma gerði
fram að því að það var eyðilagt. Einungis í miðju
Sony-byggingarinnar, sem teiknuð var af Helmut
Jahn og er nú líklegasta þekktasta bygging seinni
tíma í Berlín, er að finna merki um þá fortíð. Þegar
skipulag svæðisins var samþykkt lá ljóst fyrir að
færa yrði friðaða sali hinnar frægu byggingar,
Grand Hotel Esplanade, sem staðið höfðu af sér
stríðsátökin. Morgunverðarsalurinn og Keisara-
salurinn voru báðir færðir til og komið fyrir í
Sony-byggingunni, þar sem þeir mynda eins kon-
ar hornsteina þeirra framtíðarsýnar er í þessum
nýju byggingum felst. Óneitanlega koma þeir þó
skringilega fyrir sjónir í þessu samhengi, nánast
eins og stakir munir í sögusafni framtíðarinnar, að
fullu og eilífu úr tengslum við það umhverfi, þann
tíðaranda og þá borg sem þeir voru skapaðir fyrir.
Saga Berlínar er þess eðlis að það er nánast eins
og það skipti meira máli hvernig hún byggist upp
heldur en aðrar borgir – ekki síst með tilliti til af-
stæðari þátta borgarlífsins, stjórnmálalegra, fé-
lagslegra og sálfræðilegra áhrifa sem teygðu sig
langt út fyrir borgarmörkin og langt út fyrir
landamæri Þýskalands, bæði til vesturs og aust-
urs. Enn á eftir að vinna úr afleiðingum þessara
áhrifa og greina þætti sem ekki er að fullu búið að
útkljá. Borgarbúar eru mjög meðvitaðir um þessa
sögu og hafa þurft að sýna þolinmæði þar sem
þetta umbreytingarferli hefur tekið mun lengri
tíma en nokkurn óraði fyrir. Það er þó ljóst að saga
Berlínar, uppbygging hennar og þróun á næstu
árum og áratugum, felur í sér sammannlega
reynslu sem vert er að veita eftirtekt og önnur
borgarsamfélög geta dregið lærdóm af. Á fáum
stöðum hefur meiri vinna verið lögð í að greina
samfélagsgerðina og söguna – í að samþætta for-
tíðina aðgerðum sem ætlað er að hafa jákvæði
áhrif á stóra og opna borgareiningu til framtíðar.
Miklu fjármagni og hugviti hefur verið varið til að
sýna stórhug er þó er ætlað að fela í sér nægilega
auðmýkt til að borgin og íbúar hennar geti með tíð
og tíma náð fullum sáttum við samtíma sinn án
þess að grafa fortíðina.
Berlín er því rakið dæmi um einkar áhugaverð-
an brennipunkt í því sem hér í upphafi var kallað
„stærra kerfi tengsla“ og það hvernig „ósveigjan-
legar útlínur“ hafa vikið fyrir „gljúpu eðli“. Eins
og haft var eftir höfundum „Unsettling Cities“ hér
að ofan er víst að uppbyggingu borga og þróun
þeirra er einungis hægt að skilja í alþjóðlegu og
sögulegu samhengi. En eins og þau benda jafn-
framt á er sannleikurinn sá að þó það hafi löngum
verið raunin, er enn mikið verk óunnið við að
greina hvernig þeir þættir sem og aðrir er lúta að
breytileika borga, síkviku og opnu eðli þeirra hafa
áhrif á þróun borgarsamfélaga og líf þeirra ein-
staklinga sem þar búa, þegar til lengri tíma er litið.
Reuters
Glerhjálmur Normans Fosters á byggingu þýska þingsins, Reichstag, í Berlín.
Það er þó ljóst að
saga Berlínar, upp-
bygging hennar og
þróun á næstu árum
og áratugum, felur í
sér sammannlega
reynslu sem vert er
að veita eftirtekt og
önnur borgarsam-
félög geta dregið
lærdóm af. Á fáum
stöðum hefur meiri
vinna verið lögð í að
greina samfélags-
gerðina og söguna –
í að samþætta for-
tíðina aðgerðum
sem ætlað er að
hafa jákvæði áhrif á
stóra og opna borg-
areiningu til fram-
tíðar.
Laugardagur 31. janúar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 37