Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 38
LISTIR 38 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ SEX sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson tónskáld verða frumflutt á tónleikum Myrkra músíkdaga á mánudagskvöld. Lögin eru samin við þrjú ljóða Sigfúsar Daðasonar og þrjú ljóð eftir bandaríska skáldið Keith Waldrop. „Þessi lög eru samin fyrir rödd, píanó og óbó og flytjendur eru söngvararnir Signý Sæmunds- dóttir, Hrólfur Sæmundsdóttir, Richard Simm píanóleikari og Ey- dís Fransdóttir óbóleikari,“ segir Atli Heimir. Eins og höggmyndir úr orðum „Sigfús Daðason hefur alltaf ver- ið mitt uppáhaldsljóðskáld og í mín- um huga okkar stærsta skáld að Steini Steinari gengnum. Hann orti ekki mikið en ljóð hans eru dýrt kveðin, meitluð og forn en samt mjög nútímaleg. Þau eru nánast eins og höggmyndir úr orðum. Þau minna mig stundum á Eddukvæði, stundum á kveðskap Egils Skalla- Grímssonar en um leið bera þau með sér andblæ franskrar nútíma- ljóðlistar.“ Atli segir hvert lag samið sem eins konar hugleiðingu um ljóðið. „Ég kaus að setja þetta upp fyrir rödd, píanó og óbó með löngu for- spili og eftirspili þar sem ljóðið verður eins konar hugleiðing í miðju tónverksins. Hljóðfærin fá sjálfstæða rödd í stað þess að sinna undirspili. Þetta er í anda 19. aldar meistaranna Schuberts og Schu- manns þar sem rödd og hljóðfæri endurspegla hugblæ ljóðsins og hlutverk söngvarans er ekki endi- lega að syngja laglínu heldur mæla fram ljóðið, svo heildaráhrifin verða ekki ólík lítilli leiksýningu í huga áheyrandans.“ Atli kveðst hafa samið þessi lög við ljóð Sigfúsar árið 1992 er hann dvaldi í París. „Ég fór svo yfir þetta núna og gekk frá þessu til flutnings af þessu tilefni. Ég á fleiri lög við ljóð Sigfúsar en að þessu sinni voru þrjú valin til flutnings.“ Músíkleg sléttubönd Úr allt annarri átt eru ljóð banda- ríska skáldsins Keith Waldrop sem Atli Heimir kynntist er hann dvaldi sem gestaprófessor við tónlist- ardeild Rhode Island háskólans í Bandaríkjum fyrir nokkrum árum. „Þetta eru mjög amerísk og falleg ljóð sem kveiktu löngun hjá mér til að semja lög við. Eitt ljóðanna vakti athygli mína þar sem titill þess er á þýsku og við athugun kom í ljós að hann er fenginn frá þýska skáldinu Heinrich Heine. Þegar ég bar sam- an ljóð Heines og Waldrops áttaði ég mig á því að Waldrop hafði ort upp ljóð Heines en í öfugri röð vísu- orðanna, þannig að upphafið hjá Heine var niðurlagið hjá Waldrop. Ég ákvað að semja tónlistina við báða textana og gera þetta á sama hátt þannig að lögin snúa bökum saman. Eins konar músíkleg sléttu- bönd sem flutt eru af tveimur söngvurum. Síðan var mér bent á að Brahms hefði samið lag við þetta sama ljóð Heines og þá varð þriðji hlutinn til sem er með tilvitnunum í tónsmíð Brahms.“ Það á vel við að frumflutning- urinn fari fram á Myrkum mús- ikdögum sem nú eru haldnir í 25. sinn. Atli Heimir var einn af upp- hafsmönnum þessarar vetr- arhátíðar íslenskrar tónlistar en að- alsmerki hennar hefur alla tíða verið frumflutningur á íslenskum tónsmíðum. „Þegar þetta byrjaði var okkur efst í huga að fylla í þá eyðu sem gjarnan myndaðist í tón- listarlífinu eftir jólin og áramótin með áherslu á nýja tónlist. Nú er þetta löngu orðin stofnun sem sóm- ir sér vel í íslensku tónlistarlífi sem er gríðarlega gróskumikið árið um kring. Við eigum líka orðið svo mik- ið af geysihæfu tónlistarfólki sem ræður við alla skapaða hluti,“ segir Atli Heimir Sveinsson tónskáld. „Ljóðið verður eins konar hugleiðing í miðju tónverksins,“ segir Atli Heimir Sveinsson tónskáld um sönglög sín. Hugblær ljóðsins í tónum VEGNA stórverkefna Óperukórs Hafnarfjarðar hér heima í vor og menningarferðar til Búlgaríu nk. haust getur kórinn bætt við sig kórfélögum, sér í lagi tenórum og bössum. Sungnir verða m.a. Hátíð- artónleikar með Sinfóníuhljómsveit Sofiu undir stjórn Bernharðs Wilk- inson og samanstendur efnisskráin af ítölskum óperukórum og aríum ásamt kórverkum eftir Pál Ísólfs- son og Jón Ásgeirsson. Einsöngv- ari á tónleikunum verður Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöngkona. Stjórnandi Óperukórs Hafnar- fjarðar er Elín Ósk Óskarsdóttir og gefur áhugasömum upplýsing- ar. Raddir óskast í óperukór ATVINNA mbl.is DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.