Morgunblaðið - 01.02.2004, Side 40

Morgunblaðið - 01.02.2004, Side 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ✝ Margrét G. Mar-ínósdóttir fædd- ist í Vestmannaeyj- um 23. mars 1936. Hún lést á heimili sínu 7. janúar síðast- liðinn. Margrét var dóttir hjónanna Guðrúnar Hákonar- dóttur og Marínós Jóhannesson. Systur Margrétar eru Hilma og Erla. Margrét giftist Sigurði Hreini Ólaf- syni og átti þrjú börn með honum, þau eru Guðrún Svanhvít, f. 6.7. 1955, Róbert B., f. 24.7. 1956, lést af slysförum 1978, og Sigrún Margrét, f. 25.6. 1957. Margrét og Sigurður slitu samvistum og giftist hún árið 1964 Bjarna Þ. Sigurðarsyni, dóttir þeirra er Bjarney Inga, f. 10.10. 1964. Bjarni dó á að- fangadag 1964. Síð- an giftist Margrét Ásgeiri Högnasyni iðnaðarmanni og sjómanni, f. 8.8. 1919. Margrét á níu barnabörn, þau eru Jón, Ásgeir, Róbert, Sigurgísli og Valdi, synir Svanhvítar, Andrea Ósk og Birgitta Ýr, dætur Sigrúnar Lóa Fat- umata og Ragna Margrét, dætur Bjarneyjar, og þrjú langömmu- börn, Anton, Daníel Erik og Al- exander. Útför Margrétar var gerð í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Elsku mamma mín. Mig setti hljóða þegar síminn hringdi 7. janúar og Ási sagði okk- ur að þú værir dáin. Ég veit ekki hvað maður getur sagt á slíkri stundu. Ég talaði við þig klukku- tíma áður og þú sagðir þá að þú værir að lagast. En kallið kom óvænt því þú varst of góð fyrir þennan heim og fullkomin. Það var alltaf allt á hreinu hjá þér elsku mamma mín. Ég vil minnast þín og góðu stundirnar okkar þegar við vorum úti með litla Daníel Erik sól- argeislann þinn úti að labba á Æg- issíðunni, já, hvað þú varst stolt og hafðir yndi af að labba með hann í vagninum, og þegar við fórum í Hafnarfjörð og fengum okkur oft kaffi og kökur, já það var oft gaman hjá okkur. Elsku mamma mín, við fórum oft í tískubúðirnar að skoða og útsölur það var oft margt brallað saman. Ég býð algóðan guð að styrkja Ása og okkur í þessari miklu sorg og ég vil þakka þér fyrir að fá að hafa svona góðan tíma með þér og hvað þú reyndist okkur öllum vel og ég veit að þú ert komin á góðan stað og ég veit að Róbert bróðir hefur tekið á móti þér og afi og amma. Hafðu þökk fyrir allt elsku mamma mín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Þín dóttir Sigrún Margrét. Elsku amma, það er svo tómlegt hérna án þín, þetta var eins og vondur draumur þegar Ási hringdi og sagði að þú værir dáin. Þú tal- aðir við mömmu í símann klukku- tíma áður og þá varstu svo hress eins og alltaf. Þú hélst að þú værir með harðsperrur eftir að hafa keyrt Daníel í vagninum daginn áð- ur úti á Ægisíðu. Þú varst alltaf svo hress og kát og gast labbað enda- laust með mömmu og Daníel, litla sólargeislann þinn sem þú elskaðir svo mikið og hann þig. Mikið erum við þakklátar fyrir að hafa fengið að njóta þín svona mikið eftir að þú hættir að vinna. Þú komst næstum daglega í Skipholtið í heimsókn og dróst mömmu og Daníel með í göngutúr á Klambratúnið. Þegar við fluttum gastu labbað endalaust á Ægisíðunni. Þitt líf og yndi var að fara í búðirnar til þess að skoða eða kaupa föt og skart- gripi, enda var fataskápurinn þinn fullur af fallegum fötum og þú varst alltaf svo fallega klædd. Við munum alltaf vera stoltar af þér elsku amma okkar, enda varstu líka stolt kona. Allt sem þú gerðir gerðir þú vel, og heimili þitt og Ása er til fyr- irmyndar. Við viljum þakka þér fyrir vik- urnar sem við áttum saman úti á Benidorm í sumar, þar sem þú gast legið endalaust í sólbaði. Mikið varstu montin þegar við komum einn daginn í heimsókn á hótelið og strákarnir sem voru í garðinum sögðu við þig: Mikið áttu fallegar dætur. Þeir héldu að þú værir mamma okkar og þá hlóstu og sagðir stolt að þú værir amma okkar. Það var ekkert skrítið að þeir héldu það, þú leist alltaf svo vel út enda varstu gullfalleg kona og allt- af svo fín. Við vorum ekki sáttar við að missa þig svona snöggt frá okkur. Það er erfitt að sætta sig við það en við fáum engu ráðið um það. Við huggum okkur við það að þér líður vel núna í himnaríki hjá öllum englunum, og við vitum að Róbert frændi hefur tekið á móti þér og passar þig vel fyrir okkur. Takk fyrir að hafa verið til elsku amma okkar og megi guð blessa Ása, mömmu, Svönu, Ingu, Hilmu og okkur öll í þessum mikla missi. Hvíl í friði elsku amma. Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær. Nú mátt þú, vina, höfði halla við herrans brjóst er hvíldin vær. Í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (H.J.) Þínar ömmustelpur Andrea Ósk og Birgitta Ýr. Elsku langamma mín, mikið á ég eftir að sakna þín mikið og göngu- túranna okkar. Ég veit að mamma mín á eftir að tala mikið um þig svo að ég muni alltaf eftir þér. Manstu, amma, dansinn okkar, þú sagðir alltaf amma dansa, amma dansa og ég hló og dansaði við þig sem mér fannast svo gaman. Já þetta var sko dansinn okkar. Ég veit að þú ert í himnaríki hjá engl- unum og þeir munu passa þig vel fyrir mig. Ég veit að afi kemur til mín oft og ég skal vera góður og passa hann fyrir þig. Takk fyrir allar yndislegu stund- irnar okkar, elsku langamma mín. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. (Páll Jónsson.) Þinn Daníel Erik. MARGRÉT MARÍNÓSDÓTTIR ✝ Sigríður Árna-dóttir frá Bursta- felli fæddist á Stuðl- um í Norðfjarðar- hreppi 19. september 1910. Hún lést á heimili sínu í Reykja- vík 12. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurbjörg Sigurðar- dóttir f. í Breiðavík- urhjáleigu í Helgu- staðahreppi í S-Múlasýslu 25. júlí 1883, d. 15. mars 1970, og Árni Odds- son, f. í Vestmannaeyjum 6. maí 1888, d. 16. júní 1938. Systkini hennar eru: Aðalheiður, f. 1913, d.1987, Pálína, f. 1914, d. 1993, Lára, f. 1916, Helga, f. 1918, Vil- hjálmur, f. 1921, d. 1993, og Óli Ís- feld, f. 1927, d. 1938, sammæðra var Guðfinna Einarsdóttir, f. 1906, d. 1999. Sigríður ólst upp hjá foreldrum sínum á Norðfirði til 9 ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan til Vest- mannaeyja. Hún fór snemma að vinna við barnagæslu og síðan við almenn hússtörf. Fór hún til vinnu sem sumarstúlka austur til Neskaupstaðar í nokkur sumur, þar sem hún kynntist manni sín- um Óskari Lárussyni útgerðar- manni, f. 1911, d. 2002, sem hún giftist í Vestmanna- eyjum árið 1933. Foreldrar Óskars voru Dagbjört Sig- urðardóttir og Lár- us Ásmundsson út- vegsbóndi á Norðfirði. Börn Sig- ríðar og Óskars eru: 1) Árndís Lára, f. 4. ágúst 1933, gift Friðriki Jóni Sig- urðssyni og eiga þau þrjú börn; Sigur- björgu Ósk, f. 1952, Línu Dagbjörtu, f. 1954 og Árna Óla, f. 1956. 2) Óskar Sigurður, f. 8. júní 1941, kvæntur Kirsti Helene Ósk- arsson (f. Guttormsen). Eiga þau þrjú börn; Finn Óskar, f. 1965, Helene Sigríði, f. 1972, og Ara Ólaf, f. 1975. 3) Ólafur, f. 21. mars 1946, kvæntur Fanneyju Val- garðsdóttur og eiga þau eina dóttur, Hlín, f. 1980. Sigríður og Óskar áttu heimili í Vestmannaeyjum í 3 ár, en fluttu þá í Neskaupstað og voru búsett þar í 40 ár. Sigríður var húsmóð- ir, en vann einnig við síldarsöltun á síldarárunum eystra. Árið 1975 fluttu þau hjónin í Mosfellsbæ og voru þar í 11 ár, er þau fluttu til Reykjavíkur. Útför Sigríðar var gerð frá Háteigskirkju þriðjudag- inn 20. janúar. Elsku amma mín. Mig langar að þakka þér öll góðu árin okkar, sem við áttum saman. Margs er að minnast, því árin eru orðin mörg. Í æsku minni man ég þegar ég var að læðast upp um lúguna í Ásbyrgi, ná þunga teppinu af, og skríða upp í rúmið hjá ykkur afa, því þar var alltaf hlýtt og gott. Árin liðu, og í fyrstu veikindum afa fékk ég að vera hjá þér í nokkra daga. Sátum við þá oft að spjalli á kvöldin í litla herberginu, þú að sauma út margar af þínum fallegu myndum, og alltaf enduðum við samverustundirnar okkar við að hlusta á passíusálmana í útvarp- inu. Gott var að koma í eldhúsið á morgnana áður en ég fór í skólann, því þá varst þú auðvitað búin að hita kakó, smyrja brauð, svo ekki sé minnst á tebollurnar þínar. Þið vinkonurnar í Neskaupstað hittust ávallt til að spila kvöld og kvöld, þá hringdir þú og spurðir hvort ég yrði í útbænum því það væri svo gott að fá samfylgd heim. Völdum við alltaf efri götuna og gátum við þá talað saman í ró og næði. Eftir að þið fluttuð suður, þá var ég komin með fjölskyldu, aftraði það okkur ekki frá að spila bingó, því að þér þótti það mjög gaman, og voru það yndislegar stundir og mikið var hlegið, því að þegar þú byrjaðir á þínum dillandi hlátri, hlógu allir í kringum þig. Í Hvassaleitinu var oft setið yfir kaffibolla og umræðan var fjöl- skyldan, hvernig barnabarnabörn- unum heilsaðist, hvort gengi vel í skólanum, því ávallt var fjölskyld- an í fyrsta sæti. Elsku amma mín, ég veit að afi bíður með útbreiddan faðminn sinn eins og ávallt og tekur á móti þér. Guð veri með þér. Þitt barna- barn Ósk. Elsku hjartans amma mín. Mig langar að kveðja þig með örfáum orðum, þó mig langi að segja svo margt. Mér þótti svo af- ar vænt um þig amma mín, og það var svo gott að hafa þig og afa í næsta húsi austur á Norðfirði, þegar ég var að alast upp, og alltaf hægt að leita til ykkar. Ekki fækk- aði samverustundum okkar eftir að þið fluttuð suður. Þú varst alltaf svo kát og hress með þinn smitandi hlátur og það var svo notalegt að sitja yfir te- bolla og hlusta á þig segja frá gömlum tíma, því þú varst svo minnug. Þegar handbolti var í sjónvarp- inu, mátti enginn trufla þig, því að þú lifðir þig svo inn í leikinn. Nú ert þú komin til afa elsku amma, og ég veit að þar eru fagnaðar- fundir. Elsku amma mín, ég mun sakna þín mikið og þakka þér fyrir allt. Guð blessi þig og minningu þína. Þín mun ég minnast fyrir allt það góða sem þú gerðir, fyrir allt það sem þú skildir eftir, fyrir gleðina sem þú gafst mér, fyrir stundirnar sem við áttum, fyrir viskuna sem þú kenndir mér , fyrir sögurnar sem þú sagðir mér, fyrir hláturinn sem þú deildir, fyrir strenginn sem þú snertir. Ég mun ætíð minnast þín. (F.D.V.) Þitt barnabarn Lína. ... ef við hittumst aldrei aftur, fyndist mér sem allt ævintýri tilverunnar væri réttlætt með því að hafa hitt þig. (Lewis Mumford.) Elsku amma. Nú er komið að kveðjustund eft- ir langa samveru. Ein minningin frá því við áttum heima á Norð- firði, er um garðinn þinn, sem þú varst í flestum stundum að laga til og gera fínt og passa okkur krakk- ana, að við skemmdum ekki neitt. Annars eru svo margar góðar minningar um þig og afa, að erfitt er að gera upp á milli og um hvað á að skrifa. En eitt get ég sagt, þú varst alltaf virðuleg kona. Það var alltaf notalegt þegar við fjölskyld- an komum til þín í Hvassaleitið. Síðastliðið eitt og hálft ár var þér erfitt, eftir að afi féll frá, þið voruð svo samrýnd, enda búin að vera gift í tæp 70 ár. Nú færð þú að hitta hann aftur amma mín. Við munum sakna þín mikið, hvíl þú í friði elsku amma. Guð blessi minningu þína. Árni Óli, Rósa og börn. SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.